Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Laugardagur 15. október 1966. t i i i i i i i i i i i i i i i i i f V i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i t t i i t i t t ý t i t i i i i i i t i i i i i t i i i i i i i i t i t i i t t i i• t t t t t Sendur i bögglapósti á fyrsta erienda mótiö — Beztu Rússarnir þurfa ekki að hafa á- hyggjur af lífinu - Skákstíll minn hefur breytzt - Lenti oft í tímahraki - Rússarn- ir vinna saman á alþjóðamótum — Veik von um að komast í A-flokk á Olympíumótinu. Það var árið 1946. Síðari heims styrjöldinni (sem sumir vilja kalla aðra heimsstyrjöldina) var nýlok- ið og mestur hluti Evrópu 1 rúst- um. Hér á fslandi gengur lífið sinn vanagang. Dag einn kemur ungur Reykvíkingur, 11 ára að máli við forráðamenn Taflfélags hér í borginni og biður um leyfi að fá að tefla i kappmóti. Menn velta vöngum, sumir verða undrandi, aðrir hlæja, en aðrir segja: Undrabam? Jú, hann fékk að tefla með. Árangurinn? Hafn- vinsamlega beðiö að vísa mér til vegar. Nú, ég varð nr 3 á þessu móti. Næsta erlenda mótið sem ég sótti var einnig haldið í Birm ingham £ Englandi. Það mót var fyrsta viðurkennda heimsm.mót unglinga. Varð ég neðarlega á þvi móti. Þess má geta, að á því móti komu fram þeir Ivkov (Júgóslavlu) og kunningi minn Bent Larsen. Á næsta heims- meistaramóti unglinga stóð ég mig aftur á móti betur, varð I þriðja sæti ásamt Ivkov. Þá voru Friðrik Ólafsson, stórmeistari, á voru gefnir á skákmótinu £ Los Þótti of ungur til — Rætt við Friðrik Olafsson, stórmeistara aði í miðjum flokknum. Teflir aftur næsta ár. Árangurinn? Vann þann flokk, flyzt upp í 1. flokk. Teflir þar og lendir í fyr^a skipt- ið um miðjan flokkinn, en vinn- ur hann í annarri tilraun. Flyzt upp í meistaraflokk. Þá 15 ára gamall, og farinn að vekja veru- lega athygli. Tekur síðan þátt í Norðurlandameistaramóti í skák hér á landi og vinnur þar næst efsta flokkinn og við það fær hann sæti í landsliðsflokki ís- lands. Keppir þar í fyrsta skipti 16 ára gamall og verður nr. 2, en á næsta ári verður hann í efsta sæti ásamt öðrum skák- manni Lárusi Johnsen, en vinnur hann í einvígi, 3y2 : 2 y2 og er þá íslandsmeistari í skák, 17 ára gamall. Síðan heldur ferillinn ó- slitið áfram, og verður glæsilegri og glæsilegri, og nú i dag er þessi skákmaður talinn einn af fremstu skákmönnum heimsins. Lesendur þurfa víst ekki að geta til nafns hans, þetta er auðvitað Friðrik Óíafsson, sem borið hefur hróður íslands viða um lönd, ekki að- eins með sinni frábæru tafl- mennsku, heldur og með sinni látlausu framkomu, sem hann er orðlagður fyrir. — Annars er mér minnisstætt frá þessum árum, er ég var að byrja taflmennsku mína, að ýmsir eldri menn í Taflfélaginu voru því mótfallnir að ég keppti á mótum. Þeim fannst ég vera of ungur, sérstaklega var einn harður andstæöingur þátttöku minnar, en það fór nú frekar illa fyrir honum, því að ég vasTi hann á fyrsta mótinu. Síðan hafa leiðir þínar legið á erlendan vettvang, Friðrik? — Já, ég var sendur á fyrsta mótið til Birmingham, 15 ára gamall. Fór ég utan með togara til Englands, og man ég það eitt úr togaraferöinni, að mér leið alls ekki vel á leiðinni. Kunn- átta mín í enskri tungu var þá ekki upp á marga fiska og var ég með bréf í vasanum, sem ég átti aö sýna, ef ske kynni að ég villtist. í bréfi þessu var fólk efstir og jafnir þeir Panno (Arg- entínu) og Darga (V-Þýzkalandi) Sama ár varð ég Noröurlanda- meistari, 17 ára gamall. Má þá segja, að fari að kveöa að mér á erlendum vettvarsgi. Síðan liggja leiðir þínar til þátttöku í heimsmeistarakeppn- inni? • — Árið 1954 tók ég í fyrsta skipti þátt í svæðamóti, sem er undirbúningsmót fyrir heims- meistarakeppnina. Varð nr. 6, en reglurnar á -þessum mótum eru þannig, að 5 efstu þátttak- endumir komast áfram á milli- svæðamót, en það tókst sem sé ekki í þetta skiptið, enda var þetta sterkt mót. Það var á þessum árum, sem þú tefldir einvígin við Pilnik? — Fyrra einvígið við Pilnik var stuttu síðar, og vann ég það, 5:1. Eftir það einvígi fór ég til þátttöku á hinu árlega skákmóti sem haldið er í borginni Hest- ings í S-Englandi. Það mót vann ég, ásamt Rússanum Kortsnoj, og á næsta Hastingsmóti varð ég í næst efsta sæti á eftir þeim félögum Gligoric og Larsen. Síð- an komu mótin hvert af ööru, en eftir 1961 hef ég lítið teflt á erlendum vettvangi, með þeirri undantekningu að ég keppti á móti í Los Angeles, 1963, Piatgorsky-mótinu, varð þar nr. 3—4. Sú frammistaða fannst mér sanna það, að ég hefði ekk- ert slæmt af því að hvíla mig frá keppni um árabil. Allt komið undir einni skák JJvað er nú minnisstæöasta skákmótiö, sem þú hefur tekið þátt í á þínum ferli? — Þau tru náttúrlega minn- isstæðari mótin, þar sem mað- ur stendur sig bærilega. Mér er sérstaklega minnisstætt skák- mótið í Portoroz, sem var milli- svæðamót. Þá var komið að heimili sínu. Hann virðir fyrir sér útskocna taflmenn, sem honum Angeles, 1963. á fyrsta mótinu síðustu umferðinni I mótinu og ég keppti þá við skákmann frá Colombíu, de Graif að nafni. Skákin för £ bið og leit alls ekki vel út fyrir mig. Staðan var þá þannig, aö 6 efstu á mót- inu komust upp og öðluðust þátttöku i áskorendamóti, sem úrskurðar um rétt til að skora á heimsmeistarann í einvígi. Til að ná 6. sætinu varð ég að vinna þessa skák. Næöi ég jafntefli, voru margir skákmenn þar á meðal Bronstein, Averbach og fleiri kappar, jafnir að vinning- um og yrðu að tefla sérstaklega um 6. 'sætið. Mér tókst nú að vinna þessa skák, og varð jafn Fischer í 5—6 sæti, þarf ekki að orölengja það, að ég var mjög ánægður að skákinni lokinni. Hvernig er það hefur skák- stíll þinn breytzt á keppnisferl- inum? — Hann hefur að sjálfsögðu breytzt. Áður fyrr voru sigrar mínir nokkuð komnir undir heppni, t. d. sigurinn á Hastings mótinu. Ég tefldi á þeim tíma til vinnings, sem ég geri enn í dag, en í þann tíma voru ýms- ir hlutir á leiðinni, sem gleymd- ust og næstu árin fóru í að bæta þessa gleymsku og gloppóttu taflmennsku. Þetta hefur að sjálfsögðu tekið sinn tima. Ég myndi segja, að núverandi tafl- mennska mín einkenndist af agressivri positiontaflmennsku, eins og það heitir á máli skák- manna. Það mundi útleggjast einhvem veginn á þann veg, að ég byggi skákir mínar vel upp, og tefli frekar til sóknar, væri áleitinn. Nú var þaö eitt sinn á þfnum ferli, Friörik, að mönnum fannst þú lenda oft í tfmahraki í skák- um þfnum. Hvað viltu segja um þetta? — Það er alveg rétt, ég lenti of oft í timahraki. Ég held, að það hafi verið vegna ónógrar kunnáttu minnar í byrjun, og þurfti ég því að eyða miklum tíma í þær. Þetta hef ég verið að laga og held að ég sé kom- inn yfir það, en það er alltaf erfitt, er menn hafa fengið þetta í sig. Beztu skákmenn heimsins í dag? / JJverja mundir þú telja sterk- ustu skákmenn í heiminum í ár? — Ég held að erfitt sé að segja, hverjir séu absolut sterk- astir, ég nefni þá sem mest hafa verið áberandi. Það eru Spassky, Tal, Petrosjan, Kortsnoj, Larsen, Fischer, Stein. Þarna eru 5 Sovétmenn. Hver er að þínu áliti orsökin til getu Rússanna í skákíþróttinni? — Ég tel að þar komi fyrst og fremst til mikill og rótgróinn á- hugi þjóðarinnar á skákinni. Skákmenn eru styrktir af ríkinu, og þeir, sem sýna hæfileika eða ná framarlega, þurfa ekki að hafa áhvggjur af lifinu. Annars held ég, aö Rússamir megi fara að vara sig. Á hverju byggist sú skoðun þín? Ja, sú staðreynd blasir við, að í lengri tíma hafa ekki komið fram í Rússlandi skákmenn, sem jafnast á við beztu menn þeirra f dag. Þeir mega verulega fara að vara sig, er hinir eldri og reyndari fara að hætta. Heldur þú að eitthvaö sé rétt i þeirri staðhæfingu Fischers, að Rússamir vinni saman á mót- um, þar sem margir þátttak- endur eru Sovétmenn? — Ég held að það leiði af sjálfu sér. Og ég held, að ís- lendingar og hvaöa þjóð, sem er gerði ]jað sama, ef þeir kæm- ust í sömu aðstöðu og Rússam- ir eru í. Olympíuskákmótið Cvo að við víkjum að Olympíu- ^ skákmótinu, hvað getur þú sagt okkur um það? — Olympíuskákmótin eru haldin á tveggja ára fresti, og má ég segja það, aö íslendingar hafi alltaf veriö með frá stríðs- lokum. Síðasta mótið var í ísra- el. Tilhögun mótsins er þannig, að'f fyrstu er sveitunum raðað í riðla, þannig að sterkar þjóð- ir dreifast um riðlana. Siðan komast 2 efstu þjóðimar í þess- um riðlum, hvorum um sig, i A-flokk úrslitakeppninnar, 2 næstu í B-flokk og svo fram- vegis. Hvað um þátttöku íslenzku sveitarinnar, Friðrik? — Á síðasta móti í ísrael, urðu íslendingar í C-flokki í úrslitakeppninni. Við erum þvi álitin veik sveit, og lendum því að líkindum með tveimur sterk- um sveitum í riðli og ef til vill fleiri sterkum sveitum. Um frammistöðuna er erfitt að segja fyrirfram, en ef öllum tekst vel upp og ná sínum bezta árangri, er veik von um að komast í A-flokk. En ég vil minna menn á það, að þó menn segi, að okkar sveit sé sterk, er hún það aðeins á okkar mælikvarða. Það eru þjóöir þama með stórmeist- ara á hverju boröi. Hvað vitið þið um þátttöku- þjóðimar? — Við vitum með vissu um 40 þjóðir og líklega verða þær eitthvað fleiri. Þar á meðal eru allar þær sterkustu svo sem Rússar, Júgóslavar, Ungverjar, en ég er ekki viss um þátttöku Bandaríkjamanna, en þeir eiga sveit, sem gæti auðveldlega náð öðra sæti á mötinu. Rússar era óneitanlega með sigurstranglegustu sveitinai Þeir, sem tefla þar era: Petrosjan, Spassky, Tal, Stein. Varamenn era Kortsnoj og Bolugajevskv. Og að lokum Friðrik, hvað vildir þú ráðleggja strákling með ólæknandi skákáhuga að gera með það fyrir augum að ná árangri? — Ég held að það séu ekki neinar uppskriftir til um það. Að sjálfsögðu er það þannig Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.