Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 7
Hvíldardagur V IVfark. 2.23 — 28. Þetta guðspjall' vekur máls á efai, sem er tímabært að rætt sé af lærðum og leikum, því að það þurfa allir að lásta sig nokkru varða. Það er spumingin um það, hvemig maðurinn eigi að verja sunnudeginum — hvfldardeginum — helgideginum. Nöfnin gefa til kynna hvert er hið rétta svar. Sunnudagurinn á að vera frídagur, svo að menn geti hvílzt eftir erfiði vinnuvik- unnar og hann á að vera helgur, svo að hann fái annan svip og annaö innihaid hetdur en vinnu- dágurinn. Ef hann fær það, er honum var- ið í samræjM við fyrirmæli Jesú í guðspjállinu þar sem hann segir: Hvildardagurinn varð tll manns- ins vegna, en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins. Frækorn Að sækja kirkju er óumflýjan- lega pólitísk athöfn í PóHandi. Það er ekki aðeins tákn um kristna trú heldur trú á vestræn verömæti og erfðavenjnr rnn leið og 9 af hverjum 10 bændum og a. m. k. annar hver verkamaöur uppfyilir þeSsa skyldu. í saman burði við þetta mætti h'ta á Eng- lendinga og Frakka sem héiðnar þjóðir. Fyrir stvrjöldina voru 11 þús. prestar starfandi í landinu — nú 17 þúsund. (Tíminn) ---------------------- Hvergi er hinn ósýnilegi Guð lát- inn vera jafn fjarlægur hinum sýnilega heimi sem í hinum gömlu gyðinglegu trúarbrögðum, og hvergi hefur þetta tvennt verið fært hvort öðru nær en í frum- kenningu kristindómsins, kenning unni um guðsbarnaaðstöðu manns ins. (Max Múller) Keldur á Rangár- völlum í tilefni af því að Oddaprestur ritar hugleiðingu Kirkjusiðunnar I dag, er hér birt mynd af ann- arri annexíukirkju hans, Keldum á Rangárvöllum. Hin er á Stór- ólfshvoli. Keldnaþing voru sér- stakt prestakall fram að 1880. Síðasti prestur þar var sr. Is- leifur Gíslason, síðar í Arnar- bæli. Þegar séra Matthías var í Odda (1880—86), bjó Guðmundur Brynjólfsson á Keldum, d. 1883 „dugmikill maður, forsjáll og gerðist vel við efni“ faðir Skúla á Ifeídum og þeirra mörgu syst- kin«. Matthías kvað eftir sinn gamia kirkjubónda og er þetta upphaf caö. Svo legg við brjóst þitt feðra fold höfuö ;ddið, hærum faldið, breiddu út faðminn móðurmold. Á þessum tilgangi er byggö löggjöf okkar um helgidaginn — sem bannar opinberar samkomur og fundarhöld um hámessutím- ann. Með henni vill löggjafinn stuðla að því, svo sem verða má meö lagasetningu, að þjóðin haldi helgi sunnudagsins. En löggjöfin er ekki einhlít, síður en svo. Ef almenningsálitið er henni ekki sammáia og fyigir henni ekki eftir, er hún gagns- laus. Þetta hefur sannazt með helgidagalöggjöfina. Afar víða og mjög almennt er farið að gera sunnudaginn að vinnudegi og láta þar af leiðandi helgihaldið, lofgerðina, tilbeiðsl- una, guðsdýrkunina, mæta af- gangi. Til að réttlæta þetta við- horf mætti segja, að víða, t. d. í sveitum, sé hið fáa fólk á heim- ilunum of hlaöið störfum og verði því að bæta sunnudeginum við sem starfsdegi. En þaö verður alla vega að teljast neyðarúrræði. Um afstöðu kirkjunnar til helgi dagahaldsins ber að taka það skýrt fram, að hún boðar þar ekki neinn faríseiskan strang- leika. Hún vill ekki gera einn eða neinn að þræli hvíldardagsins. Maöurinn á að vera herra hans, frjáls að notkun hans. Vandinn er einungis sá að misnota hann ekki eins og óneitanlega hefur færzt í vöxt hin síðari ár, ekki einungis með of mikilli og óþarfri vinnu á helgum dögum, heldur miklu fremur með hófiausu skemmtanahaldi, sem óðum er að leggja sunnudaginn undir sig og þoka helgi hans til hliðar. Þann- ig er sótt að hinu gamla, upp- runalega gildi sunnudagsins með tvennu móti: Annir hins vinnu- fúsa manns afnema hann sem hvíldardag, skemmtanafýsn fólks- Sr. Stefán Lárusson í Odda er af miklum prestaættum. Faðir hans, báöir afar hans og tveir afabræðúr voru prestar, tveir móð urbræöur og einn bróðir hans eru prestar og ótal frændur í allar áttir hafa verið prestar. Sr. Stefán hefur verið prestur í þrem landsfjórðungum. Hann vígðist að Stað í Grunnavík haust ið 1954. Síðan fór hann að Þór- oddsstað í Kinn, þaðan að Núpi í Dýrafirði, en Oddaprestakall fékk hann vorið 1964. Kona sr. Stefáris er Ólöf kenn- ari Jónsdóttir frá Núpi í Dýra- firði. ins gerir hann að engu sem helgi- dag. Það má ekki amast við því, þótt brýn störf við að bjarga verðmætum séu unnin á sunnu- dögum, og enginn hefur á móti því aö helgin sé notuð til liollra skemmtana og tilbreytingar. En hvorugt má skyggja á hinn sanna og upprunalega tiigang helgar- innar. Til þess að hún njóti sín og til þess aö menn noti hana rétt verða menn að þekkja boð- orðið og hlýða því: Halda skaltu hvíldardaginn heilagan. Með því að rækja þá helgu skyldu, sýnpm vér vorum himn- eska föður tilhlýðilega lotning, en sjálf öðlumst við endurnæring og kraft frá hinni miklu máttar- ins uppsprettu, afl; sem við get- um nýtt á hinum rúmhelgu dög- um. Þannig eigum við að nota sunnudaginn til að láta guðs- dýrkunina sitja í fyrirrúmi og til þess að byggja okkur upp fyrir dagleg störf og lífsbaráttu vik- unnar, sem í hönd fer. Brynjað- ir þeim mætti, sem aðeins fæst fyrir samfélagiö við föðurinn í bæn og trú erum við bezt hæf til að mæta ýmsum þeim atvik- um og vanda, er að höndum ber. Gefi góöur Guð, að haldin augu okkar opnist, svo að við skvnjum þetta og metum rétt þessa dásamlegu gjöf hans: Hvíldardaginn og helgi hans. Stefán Lárusson. Handleiösla á Bessastöðum Árin 1917—28 bjó Jón H. Þorbergsson á Bessastöðum. Voriö 1924 byggöi hann hlöðu noröan viö fjósið. í sambandi við þá byggingu segir hann frá eftirfarandi atviki: Hlöðugrunnurinn var grafinn lengra niður en grunnur fjóss- ins. Varð því að grafa undan norðurstafni þess og steypa þar undir. Ég bað verkstjórann að steypa fyrst undir bæði horn stafnsins og láta vel harðna, áður en grafið væri undan öllum stafninum. Eftir þessu fór hann ekki, og einn morguninn, er ég fór að skoða, hvemig verkiö gengi, sé ég, að hann er aö láta grafa undan öllum stafninum í einu. Leizt mér illa á þetta og segi honum, að stafninn geti hrunið, en hann kvað enga hættu á því. í þessu bili kom einhver gestur, sem ég þurftl að bjóða inn og sinna. En inni hafði ég engan friö í mér, biö gestinn að afsaka mig um stund og fer út aftur til að gá nánara að þess- um aðförum. Þykist ég þá sjá, að stafninn muni hrynja. Segi ég þá þeim, sem voru að grafa undan veggnum, að koma strax upp úr gryfjunni, hleyp inn í fjós, þar sem stúlkurnar voru að mjólka, segi þeim að hætta mjöltunum strax og skyldum viö leysa út kýrnar í skyndi. Sluppum við aðeins út með þær. Þá hrynur stafninn. Kastaðist sumt af honum inn í fjósiö og hefði orðið að bana annarri stúlkunni, sem sat undir kú norður við stafn, drepið eitthvað af kúnum og svo báða mennina, sem voru að grafa undan stafninum. Þakkaði ég Guði fyrir hand- leiðslu hans á mér í bessum viðburði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.