Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 1
56. árg. — Miðvikudagur 19. október 196'1 SLAGSMÁL Á SEYÐISFIRÐI tveir á sjukruhús Miklar róstur uröu á laugardag á sfldarballi á Seyðisfirði. Sagöi Þorbjörn Þorsteinsson, eini fast- ráðni lögregluþjónninn á Seyðis- firöi í viðtali viö Vísi í morgun, að ástandið hefði verið vægast sagt hryllilegt og taldi þetta versta ballið á árinu. Einn dansgestanna var fluttur á Hóskólahdtíð n.k. laugardag Háskólahátíð verður haldin > { fyrsta vetrardag, laugardag 22. * i okt., kl. 2 e. h. í Háskólabíói. t { Þar leikur strengjahljómsveit { * nndir forystu Björns Óiafssonar. t fiKskólarektor, prófessor Ár- { *maim Snaevarr flytur ræðu. t t Forseti heimspekideildar af- { { hendir prófessor Sigurði Nor-1 t dal doktorsbréf. Kór háskóla- { {•stódenta syngur stúdentalög J t undir stjórn Jóns Þórarinssonar t J tónskálds. Háskólarektor á- { i varpar nýstúdenta, og veita þeir > J viðtöku háskóíaborgarabréfum. { * Emn úr hópi nýstúdenta flytur t t stutt ávarp. J Háskólastúdentar og háskóla-1 t menntaöir menn eru velkomnir { J á háskólatátíðina, svo og for- * t eldrar nýstúdenta. { * t sjúkrahús, vegna ölvunarástands síns, sem lýsti sér i krampaköstum. Annan varð lögreglan að beita harkalegri meðferð vegna óláta og fylliríisæðis, endaði hann skemmt- un sína á sjúkrahúsinu vegna smá meiösla af völdum kylfuhögga lög- reglunnar. Upp undir 100 skip liggja nú inni á Seyðisfirði og er því margt kgrla á götum bæjarins, en færri konur, enda gerast sjómenn argir þegar svífur á þá og finna upp á ýmsum óþurftum til þess að dreifa huganum. — 30 tus. í lykilgjald Mánaðamót sept. og okt. eru mikið flutningstímabil. Dálkar dag- blaðanna eru troðfullir auglýsing- um um að „húsnæði óskist á leigu“, en hins vegar er minna um að auglýst sé „til leigu“. Eftir- spumin er þvi miklu meiri en framboðið eins og velflestum er kunnugt. Á þessu reyna ýmsir að- ilar aö hagnast. Er leiguupphæðin í sumum til- fellum orðin svo há að fáránlegt þykir. Fyrir skömmu tók fjöl- skyldumaður á leigu ibúö á 11 þús- und á mánuði eftir að hafa borgað svokallað lykilgjaid, sem i þessu tilfelli nam 30 þús. kr. Lykilgjald mun ekki vera óalgengt, en það er sú upphæö, sem leigjandinn verður að borga fyrir það eitt, að f$ leigt. Annað dæmi um húsaleiguokrið (annaö er ekki hægt að kalla það) er að tveggja herbergja íbúð var auglýst til leigu, átti leiguupphæð- in að vera 9 þúsund á mánuði. Þessar upphæðir eru ekki eins- dæmi um þá fjárplógsstarfsemi, sem er rekin i þessum málum. Eins árs og tveggja ára fyrirframgreiösl- ur á húsaleigu þykja oröið sjálf- sagðar. Virðist sem réttindi leigu- taka séu Iítil sem engin og vaknar því sú spuming hvort hagsmuna- félag þeirra myndi ekki vera brýn félagsstofnun. Þessi lykill aö leiguíbúö kann að hafa kostað fjölskyldumann 30 þús. kr. aukalega. 1. umræda um fjúrlög 1967: ÓNAUDSYNLEGAR EF RETT ER Á MÁLUM HALDIÐ segir Magnús Jónsson fjármálaráÓherra um aðgerðir gegn verðbólgunni Fyrsta umræða fjárlagafrumvarp lenzku ríkisstjórnarinn um ar fyrir árið 1967 fór fram á Alþingi í gær kvöldi. Magnús Jónsson is- fjármálaráðherra sagði um frumvarpið, að þar væri ekki gert ráð fyrir nýjum sköttum. Hins vegar yrði stefnt að því að fjárlögin yrðu greiðsluhallalaus. Þá sagði hann að ríkis- stjórnin vildi fyrir sitt Framh. á bls. 6. Lífhöfn / Flat- ey á Skjálfanda nokkrum árum vegna þessara fram kvæmda hljóðar ypp á 3 millj. kr. Aðalsteinn sagði, að höfn þessi ætt fyrst og fremst að gegna tveim hlutverkum. í fyrsta lagi væri hér um að ræða höfn vegna útgeröar byggðarlagsins, en þaðan hefði ver ið'stunduð nokkur smábátaútgerð og í öðru lagi væri hér um að ræða svokallaða lífhöfn, þ.e. höfn sem bátar, sem væru á fiskveið- um á þessum slóöum gætu leitað til ef veður versnaði. Á þessu svæði væri oft mikið um smábáta, sem væru frá nálægum byggðarlögum, allt frá Eyjafjarðarhöfnum og aust ur fyrir Húsavik. Höfnin mun verða þannig, að grafin verður renna í malarbotninn og liggur renna þessi inn í tjörn, sem dýpkuð hefur verið Hefur nú undanfarið verið unnið að dýpkun rennunnar. Þama fyrir norðan hafa verið nokkrir menn frá vita- og hafnarmálastjóminni með dýpkunartæki, m.a. hefur gamli „Grettir“ unnið þama að framkvæmdura. í sumar hefur verið unnið að byggingu hafnar i Flatey á Skjálf- anda. Til aö forvitnast frekar um framkvæmdir hefur Vísir snúlð sér til Aðalsteins Júlíussonar vita- málastjóra og spurt hann um þær. Kom þar m.a. fram, aö unniö hef ur verið að framkvæmdum við höfn þessa f allt sumar og er enn verið að vinna þar. Áætlað er að fram- kvæmdum ljúki á næsta ári. Kostn aðaráætlun sem gerð var fyrir Gömlu pakkhúsin rifin innan skamms Byrjað er að rýma gömlu pakk- húsin við Geirsgötu, en þau á að rífa á næstunni. Þau hafa um langa tíð verið geymslur Eim- skipafélagsins og Sameinaða, en eiga nú að víkja fyrir nýju toll- húsi, sem reisa skal á grunni þeirra. Þessi hús eiga sér merka sögu Þau settu svip á umhverfi hafn- arinnar fyrr á árum, en eru nú rétt svipur hjá þeirri sjón, sem hvarvetna blasir við allt um- hverfis. Hús Eimskipafélagsins var flutt vestan af Patreksfirði ein- hvemtíma um það leyti, er bygg ingu hafnarinnar lauk, árið 1917 Hús Sameinaða Gufuskipafé- lagsins lét Kristj. Zimsen reisa árið 1918. Það hefur alla tíð síðan verið pakkhús skipaaf- greiðslu Zimsen og Sameinaða Gufuskipafélagsins. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.