Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 7
ÝMSAR NÝJUNCAR BÚSKAPNUM CRU VIS IR . Miðvikudagur 19. október 1966. / RlKlS- DÖFINNI Magnús Jonsson, fjármálaráðherra, flutti fjárlaga- ræðuna fyrir árið 1967 á fundi Sameinaðs Alþingis í gærkveldi. í upphafi ræðu sinnar fór ráðherrann nokkrum almennum orðum um fjárhagsafkomu ríkis- sjóðs árin 1965 og 1966. Síðan sneri hann sér að gerð þess fjárlagafrunivarps sem nú lá fyrir og gat þar þess irr.a., að sett hefði verið á stofn sérstök deild innan fjármáiaráðuneytisins til að annast gerð fjár- lagafrumvarpsins. Kvað hann deildina tvímælalaust hafa aflað hetri yfirsýnar yfir ríkisbúskapinn en áður fékkst. Hún hefði um leið getað veitt ríkisstofnunum aukið aðhald. Einkum væri nú auðveldara að vinna að betri hagnýtingu á f jármagni hins opinbera. Þá gaf ráðherrann skýringar á ýmsum greinum f járlagafrum- varpsins. Að lokum ræddi hann ýmis viðfangsefni ríkissjóðs og efnahagsmálin almennt. Fer sá kafli ræðunnar,-hér á eftir. # Breytmgar á tolla- kerfino óhjákvæmilegar Aðflutningsgjöld eru langhæsti tekjaiiöur ríktesjóðs, og eru fau hærri hér en í flestum öðrum vestrænum löndum. Mikið umrót er nú í tollamálum flestra við- skiptaþjóða okkar. Tvö viðskipta- bandalög stefna markvisst að af- námi allra tolla innbyrðis í við- skiptum meölimaríkjanna og tor- veldar það mjög markaðsaðstöðu þeirra ríkja, er utan standa. Á vegum Alþjóðatollamálastofnunar innar í Genf er nú ieitað úrræða til þess að koma í veg fyrir tolla- stríð milli bandalaganna og þótt enn sé þar allt á huldu með úr- slit, bendir þó margt til þess, að við neyöumst til að gera allvíð- tækar breytingar á okkar tolla- kerfi 1 náinni framtið, ef við eig- um að tryggja viðskiptaaðstöðu útflutningsframleiðslu atvinnu- veganna. Hér er viö stórfellt vandamál að fást, eigi aðeins vegna hagsmuna ríkissjóðs, held- ur eigi síður vegna hagsmuna margra greina íslenzks iðnaðar, sem notið hafa mikillar tollvemd- ar. Er því nauðsynlegt að kanna allar aöstæður rækilega til þess að vera ekkj óviöbúnir því, sem koma skal. Á síðastliðnu vori var því íslenzku tollamála- og Gatt- nefndunum falið að gera nú fyrir árslok athugun á aðstöðu okkar til þess aö framkvæma til dæmis á 5 árum allt aö 50% lækkun að- flutningsgjalda, hvernig hægt væri að tryggja starfsaðstöðu iðn aðarins, ef ,til þess kæmi og tryggja fjárhag ríkissjóðs. Þess- um athugunum er enn ekki lokið og algerlega óvíst, hvaö gerast kann í þessum efnum, en það er þó nokkuð sýnt, að til lang- frama getum við ekki búið við miklu hærri aðflutningsgjöld en viðskiptaþjóðir okkar, og er hér einnig um aö ræða mikilvægan þátt í ilífskjörum almennings í 'I^'ndinu. .........— • Þurfum að nýta fjármagniö betur Við fyrstu umræðu fjárlaga í fyrra skýrði ég frá því, að ríkis- stjómin hefðí skipað nefnd manna til könnunar úrræðum til þess að tryggja sem bezta nýt- ingu framkvæmdafjár ríkisins,, bæði í sambandi við skipulagn- ingu framkvæmda, undirbúning, útboð verka og innkaup efnis, svo og aðr-a þætti, er máli skiptu. Nefnd þessi hefur nú skilaö mjög fróðlegu áliti, sem er til athug- unar hjá ríkisstjóminni. Stað- festi nefndarálitiö mjög rækilega annmarka þá, er ég taldi senni- lega vera til staðar, og er ljóst, aö hér er um mikilvægt vanda- mál að ræða, sem miklu varðar að takist aö finna viðhlítandi lausn á. Oft er um ónógan tækni legan undirbúning að ræða, þar eð einungis hluti teikninga og verklýsinga er fyrir hendi, þegar framkvæmdir eru hafnar. Þess eru einnig dæmi, að mannvirki eru teiknuð, þeim ákveðin stærð og gerð áður en fullráðið er, hvaða starfsemi skuli komið þar fyrir, eða með hverjum hætti. Fyrirkorhulagsatriði eru iðulega ráöin þá fyrst, þegar búið er aö steypa upp mikiö mannvirki og þá koma gjarnan upp kostnaðar- söm atriði, sem betur hefðu ver- ið könnuð á teikniborði. Alltof oft er um að ræða ónógan fjár- hagslegan undirbúning opinberra framkvæmda. Ráðizt er i verk, án þess að nægilegt fé sé fyrir hendi, og fjárveitingar ekki mið- aöar við aö ljúka verki eða á- kveönum áfanga þess, heldur er ákveöinni fjárveitingu deilt nið- ur á margar framkvæmdir til að sætta hin ýmsu sjónarmið. Hverju einstöku verki miðar því hægt og það verður mun dýrara en ella. Annar galli á fjárhags- legum undirbúningi verka er fólg inn í því, að menn gera sér ekki nægilega grein fyrir því fyrir- fram, hvaða kostnaður fellur til, þegar mannvirki er fullgert. Er því nauðsynlegt viö ákvörðun framkvæmda að skoða rækilega, hvort með þessari tilhögun frem ur en annarri er fundin ódýrasta leiöin til þess að fullnægja þeim félagslegu þörfum, sem leysa á, og jafnframt þarf að gera sér grein fyrir því, hvaða bundinn kostnaö mannvirki hefur í för með sér í framtíöinni. Útboö framkvæmda er heldur ekki enn ið lögð áherzla á að tryggja fé til þess að auðið væri að ljúka tilteknum stórframkvæmdum eða vissum áföngum þeirra. Alltof margar byggingar hafa verið reistar handahófskennt á liönum árum og áratugum og má þar til dæmis nefna félagsheimilin, sem víöa hafa verið reist án þess að gera sér grein fyrir afkomu- möguleikum þeirra og starfsað- stöðu. Það verður því leitast Magnús Jónsson, fjármálaráðhcrra. nýtt eins og æskilegt væri, og nútíma verkskipulagningarkerfi hefur ekki almennt verið tekið upp. Það er yfirleitt ekki heppi- legt, að sami aðili sjái um undir- búning verks og framkvæmd þess og engin samræmd úttekt fer fram á opinberum fram- kvæmdum, svo samanburöar- grundvöllur fáist milli samstæðra framkvæmda. í litlu fjármagns- fátæku þjóðfélagi eins og okkar, er aö sjálfsögðu hm mesta nauð syn að fyllstu hagsýni sé gætt í sambandi við hin ýmsu þjónustu- fyrirtæki almennings. Leggja þarf áherzlu á að lagfæra þá annmarka, er ég hefi hér drepið á og gera sér betur grein fyrir heildarþörfum þjóðarinnar á hin- um ýmsu sviðum. Nú er einmitt verið aö vinna mjög mikilvægt verk á þessu sviöj á vettvangi skólamála, þ. e. að kanna þarfir fyrir skólabyggingar á næstu ár- um. Á grundvelli þeirrar athug- unar á að vera hægt að gera sér grein fyrir, hvar byggja eigi skóla. Á viöhorfum manna í því efni hafa orðiö miklar breytingar í jákvæða átt á síðustu árum, því vegna kostnaöar og ef tryggja á góða kennslukrafta þýðir ekki að hugsa sér skólabyggingar í hverri sveit, heldur verða sveitar félög að sameinast um stærri skóla. Þá hefur og í framkvæmda áætlun ríkisins síöustu árin ver- við að gera áætlanir um fram- kvæmdir, byggðar á nauösynleg- um' undirbúningi og athugun allra aðstæöna og framkvæma síðar þær áætlanir cg láta ekki þröngsýn hreppasjónarmið ráða, sem því miður á sér staö enn í dag. Slík áætlanagerð á ekkert skylt við sósíalisma, heldur eru þaö hagnýt og óhjákvæmileg vinnubrögð til þess að nýta sem bezt fjármagn þjóðarinnar á hverj um tíma. Því miöur er enn einn- ig of mikið af þvi, að Alþingi samþykki lög án þess aö gera sér til hlítar grein fyrir þeim fjár- hagslegu kvööum er í framtíðinni muni af slíkri lagasmíð stafa. Yfirleitt eru þetta lög, sem menn almennt eru sammála um, en síö- ar er kvartað, þegar þarf aö fara að afla fjár til þess að standa undir afleiðingunum. Hér, eins og á öörum sviöum, verða menn að vera reiðubúnir til þess að taka afleiðingum verka sinna. í síöustu fjárlagaræöu skýrði ég frá athugun, er væri aö hefjast á hinum ýmsu lögum um embætt isbústaöi og frekari umræöur urðu um embættisbústaði í sam- bandi viö þingsályktunartillögu, sem flutt var á síðasta þingi. Fulltrúar ráöuneytanna, sem unn ið hafa aö athugun málsins hafa nú lokið störfum og eru niður- stöður þeirra til athugunar hjá ríkisstjórninni. Athugunin hefur leitt í ljós, að nauösynlegt er aö taka það mál til heildarendur- skoöunar, því að í senn er ófull- nægjandi eftirlit með embættis- mannabúst^öum, ósamræmi er verulegt í leigugreiöslum og nauðsynlegt að setja nýjar regl- ur um skyldur ríkissjóðs til þess að koma upp embættisbústööum, og hverjir rétt sé að njóti þeirra, því að löggjöf um þá hefur orð* iö til á ýmsum tímum og ekki öll miðuð við sömu sjónarmið. Þá er það og mikil nauðsyn, að staðla (standardisera) gerð embættisbústaða, því aö £ mörg- um tilfellum er bygging þe'irra ó- hóflega kostnaðarsöm, og' ekki fylgt neinum föstum reglum um stærð þeirra eöa gerð, heldur ráða of oft sjónarmið þess em- bættismanns, sem veriö er að byggja yfir í þaö og það skiptið, án nægilegrar hliðsjónar af því, hvort byggingin muni henta öðr- um embættismanni jafn vel. Hér eiga auðvitað engin slík persónu leg sérsjónarmið að koma til greina. Vonandi verður auöið ^ð leggja fyrir yfirstandandL Alþingi ákveðnar tillögur um skipan em- bættisbústaðamálanna í framtíð- inni. # Ferðakostnaður endurskoðaður Unnið hefur veriö í sumar að samræmingu reglna um ferða- kostnaö þeirra manna, sem send- ir eru til útlanda á vegum rikis- ins, hvort heldur er á vegum stjórnardeilda, utanríkisþjónustu eöa Alþingis. Er nauösynlegt að um þetta gildi samræmdar og fastar. reglur. Annars eru ferðalög embættis manna og ýmissa annarra opin- berra fulltrúa á margvíslegar ráð- stefnur vaxandi vandamál og erf- itt að setja um þetta fastar regl- ur. íslendingar eru aðilar að ó- tal alþjóðastofnunum, auk Norð- urlandasamstarfsins. Þessu sam- starfi þarf aö sinna og ýmsar þessar stofnanir veita okkur dýr- mæta aðstoð. Við verðum því oft að senda fulltrúa á ýmsar ráð- stefnur, en það tjóir ekki f því efni að haga sér eins og stór- veldi. Margir fulltrúar landsins við þessar stofnanir sýna fulla hófsemi um feröalög en aðrir miður. Er það stööugt viðfangs- efni en ekki eftir þv£ vinsælt, að synja einum og öðrum um feröalög á kostnað rikisins. Skal það fúslega játaö, að ekki hefir tekizt að takmarka þessar utan- ferðir sem skyldi. Athugað hefir veriö, hvort ekki væri auöið að koma við hag- kvæmari tryggingum þeirra ríkis- eigna, sem ekki eru £ skyldu- tryggingu og leitað hefur verið fyrir skömmu eftir tilboöum £ feröatryggingar opinberra starfs- manna, en varðandi slikar trygg- ingar hafa engar fastar reglur verið. Til þess að tryggja hag- kvæmni £ innkaupum hefir á þessu árl verið ákveðið, að öll Framh. & bls. 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.