Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 19. október 1C30. ■ ........................... 46 millj kr. Urðu útborganir úr Ríkisábyrgöasjóöi á því ári 164.2 milljónir, en innborganir 123.9 milljónir. Stærstu útgjalda- liðir sjóðsins á árinu 1965 eru vegna togaranna, austur-þýzku skipanna, nokkurra fiskiðjuvera og vegna vanskila á hafnarlán- um. Þá hefur rlkissjóður nú lagt ut 22 millj. kr. vegna vanskila á endurlánuðu Marshall-fé á sínum tíma, og hefur mjög lítið fengizt greitt hjá skuldurum þeirra lána. Er það óviðunandi og hafa veriö gefin fyrirmæli um að innheimta þessi lán eins og önnur. Stefna verður að því að afnema ríkis ábyrgðir fyrir lánum, sem veitt eru úr opinberum sjóðum. Er með öllu óeðlilegt, að rikið sé sett í sérstaka áhættu vegna slíkra lán- veitinga. Nú á þessu ári hafa ver- ið veittar ríkisábyrgðir fyrir geysiháum fjárhæðum, og er þar fyrst og fremst um aö ræða lán- tökur Landsvirkjunar. Var ekki um annað að ræða en veita þess- ar ábyrgðir, ef úr stórvirkjun við Búrfell átti að verða. Hafa svo rækilegar athuganir verið gerðar á fjárhagsafkomu þess fyrirtækis, að ekki ætti að þurfa að óttast útgjöld ríkissjóðs vegna þessara ábyrgða. • Meðferö stóreignaskattsins Mér þykir rétt að víkja hér nokkuð að stóreignaskatti þeim, sem á var Iagöur með lögurn frá 1957. Var álagningu þessa skatts lokið snemma árs 1958, og var talið, að skatturinn næmi um 135 millj. kr. Víðtækar kæ'rur voru þegar fram bornar út af skatta- álagningu þessari og að þeim kærum úrskurðuðum nam skattur inn um 125 millj. kr. Eftir þetta hófust víðtæk málaferli, sem ó- þekkt eru um skattaálagningu hérlendls og varð á grundveíli dómsúrskurða að endurreikna skattinn hvað eftir annað. Lækk- aði hann smám saman svo við þennan endurreikning, að hann reyndist að lokum verða 65 millj. kr. eða rúmlega helmingi lægri en upphaflega var álagt. Er af þessu ljóst, að hrapaleg mistök hafa orðið f sambandi við laga- setningu þessa, þótt látið sé liggja á milli hluta, hvort skatt- heimta þessi yfirhöfuð hafi verið eðlileg eða ekki. Til þess að gera skattheimtu þessa bærilega/ var svo ákveðið í lögunum, að 90% skattgjaldsins mætti greiða með skuldabréfum til 10 ára. Þegar í stað voru geröar ráðstafanir til að hefja innheimtu skattsins, en erfitt reyndist um vik vegna sí- felldra málaferla og endurreikn- ings skattsins. Hafa þvf orðið mjög mikil vanhöld á innheimtu skattsins, enda málaferli staðið allt til þessa dags og enn allmörg- tim málum ólokið fvrir Borgar- dómi Reykjavíkur 8 árum eftir að skatturinn var upphaflega á íagður. Kröfur hafa verið uppi um það á ýrrísum tímum að fella bæri niður algerlega skatt þenn- an, sem meö svo einstæðum hætti hefði verið á lagður. Sú krafa hefur ,bó ekki átt þann hljómgrunn í Alþingi, að lögin væru afnumin, enda væri ekki auðið að afnema þau, nema að endurgreiða það sem þegar hefur verið innheimt, en það er um 12.5 millj. kr., sem afhent hefur verið þeim sjóðum, er skattinn áttu áð fá, en það er annars vegar Bygg- ingasjóður rikisins, Húsnæðis- málastjóm, og hins vegar Veð- deild Búnaðarbanka Islands. Skuldabréf voru upphaflega gef- in út fyrir um 42 millj. kr., en frá allstórum fjárhæðum hefur ekki verið gengið með lögform- legum hætti ennþá. Þótt full rök geti verið fyrir eignaaukaskatti í vissum tilfellum, þá tel ég stór- eignaskatt þennan hið mesta leið- indamál, eins og allt er í pottinn búið. Hins vegar tel ég fjármála- ráðuneytinu skylt aö gera ráð- stafanir til að ínnheimta skattinn, þ.ví að þau mál, sem eru enn ó- afgreidd, geta ekki haft nein telj- andi áhrif á síðasta úreikning skattsins, og hefi ég falið sér- fræðingum ráðuneytisins á þessu sviði að gera nú um það ákveðnar tillögur, hvemig haga beri inn- heimtu skattsins. í því sambandi rísa ýmis vafaatriði eftir allan þennan tíma. Fyrir þá, sem enn hafa ekki nema að litlu leyti greitt skattinn, er að sjálfsögðu miklu mun léttbærara að greiöa hann nú en fyrir 8 árum. m Ný viðhorf í efnahagsmálum Síðustu vikumar hefur ýmis- legt gerzt á sviði efnahagsmála, sem ekki varð séð fyrir nema að nokkm leyti þegar endanlega var gengið frá fjárlagafrumvarpinu. Gerbfeyting hefur orðið á þró- un verðlags útflutningsframleiðsl- unnar frá fyrri hluta ársins. Til þess tíma haföi verðlag helztu sjávarafurða farið hækkandi um alllangt skeið og gert sjávarútveg inum fært, án teljandi aukningar opinberrar aðstoðar, að taka á sig verulegar kauphækkanir. Hafði sú hagstæða þróun m.a. leitt til þess, að talið var gerlegt sem þáttur í að rétta við fjár- hag ríkissjóðs fyrr á þessu ári, að lækka nokkuð niðurgreiöslur á vöruverði, sem vitanlega hlaut að leiða til nokkurrar hækkunar vísitölu. 3.5% * kauphækkun sú, sem vinnuveitendur sömdu um á sl. vori, jók svo enn á tilkostn- að útflutningsframleiðslunnar og var því ljóst, að án áframhald- andi hagstæörar verðlagsþróun- ai* myndi framleiöslan ekki fá ris ið undir frekari hækkun. Síðustu mánuðina hefur hins vegar verö- lag helztu sjávarafurða farið lækkandi og sumar þeirra lækkað verulega. Menn vona að vísu, að hér sé um tfmabundið ástand að ræða, enda verðlag og kaupgjald almennt hækkandi f flestum okk- ar viðskiptalöndum, en engu að síður er Ijóst að miðað við núver- andi ástand er óhjákvæmileg nauðsyn, ef forða á frá vandræð- um, að auðið sé nú að stöðva al- gjörlega um sinn a.m.k. alla hækkun verðlags og annars til- kostnaðar framleiðslunnar. Jafn sjálfsagt og það var, að aukinn afrakstur útflutningsframleiðsl- unnar ^rði til að bæta kjör alls almennings, er það óumflýjanlegt að úr kröfugerðinni sé dregið þegar að þrengir fyrir útflutnings framleiðslunni, þvf að gjaldþol hennar er sú viðmiðun, sem ætíð verður að styðjast við í allri kröfu gerð um bætt kjör. Á sfðustu ár- um hefur veriö lögð rík áherzla á þaö að fræða almenning um ýms ar helztu grundvallarstaðreyndir efnahagslífsins, og bendir ýmis- legt til þess, að ríkari skilning- ur sé á því en oftast áður, að flokkssjónarmið megi ekki ráða afstöðu almannasamtaka við úr- lausn hinna þýðingarmestu efna hagsvandamála, heldur raunsætt mat á hagsmunum þeirra aöila, er hlut eiga að máli hverju sinni. Sannanlegri Iækk- un síldarverðs hefur þannig veriö mætt með skilningi allra aðila og samkomulagi og f sambandi við ákvörðun búvöruverðs á þessu hausti hefur verið sýnd hófsemi og skilningur á þeim vandamál- am, sem við er að fást. Enn er aö vísu ekki vitað hvemig fer um hina almennu kjarasamninga við verkalýðsfélögin, né um ákvörð- un fiskverðs um áramótin, en á þessu stigi málsins a.m.k. er ekki ástæða til aö vænta annars en að fullur skilningur verði sýndur á þeim efnahagsstaðreyndum, sem við blasa. Siðustu árin hef- ur tekizt að bæta mjög kjör alls almennings. Ber að fagna þeirri þróun og ekki sýnist ástæða til að halda, að til neinnar kjararým unar þurfi að koma, ef skynsam- lega er nú brugðizt við þeim stundarvanda, er við blasir. En það veltur vissulega á miklu fyrir framtíð þjóðarinnar, að skynsam leg og róleg dómgreind ráði nú gerðum allra þeirra aðila, er á- hrifavald hafa á þróun kaup- gjalds- og verðlagsmála á næstu mánuðum. • Stöðvun verðbólgunnar Ríkisstjórnin hefur að sínu leyti viljað stuðla að nauðsyn- legri verðstöðvun með því að auka svo niðurgreiðslur á vöru- verði, að ekki yrði um neina hækkun að ræða á landbúnaðar- vörum nú í haust. Er þetta auð- ið vegna góðrar fjárhagsafkomu ríkissjóðs, en að sjálfsögðu al- gerlega háð þvi skilyrði, að ekki verði urn nyjar óhjákvæmilegar hækkanir að ræða. Vafalaust verð ur því haldið fram af einhverjum að í því sé lítið samræmi, að af- nema niðurgreiðslur f vor en auka niðurgreiðslur i haust. Slikar á- sakanir skipta litlu máli, ef tekst að ná því marki, sem að er stefnt að stöðva verðbólguna enda fullt samræmi f því að lækka niður- greiðslur við hækkandi verðlag framleiðslunnar en grípa til auk- inna niðurgreiðslna ef framleiðsl- an fær ekki um stundarsakir ris- ið undir auknum tilkosfnaði. Að hve miklu leyti gripiö verður til enn frekari ráðstafana til þess að halda verölagi i skefjum og jafn vel lækka það get ég ekki á þessu stigi sagt meira en hæst- virtur forsætisráðherra í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, enda er það að sjálf sögðu því háð, hversu fer um kiarasamninga þá, er nú standa yfir. í sambandi viö samkomulagið um búvöruverðið á þessu hausti var af hálfu ríkisstjórnarinnar lof að tvenns konar aðgerðum, sem varða fjárhag ríkissjóðs. Annars vegar var lofað að Ieggia á þessu ári fram 30 milij. kr. til hagræð- ingar í landbúnaði með það fyr- ir augum að taka upp hágkvæm- ari framleiðsluaðferðir og hins vegar var lofað að leggja fram á næsta ári allt að 6 millj. kr. sem stofnfé jarðakaupasjóðs, en þeim sjóði verður ætlað það hlutverk að kaupa jarðir er taldar eru ó- hæfar til búsetu, en reynt er að halda f byggð, þar eð menn verða ella að ganga frá þeim slippir og snauðir. Hvoru tveggja þessar ráð stafanir eru > skynsamlegar og geta þegar tfmar lfða beinlínis orðið til þess, að létta af ríkis- sjóði hinum háu útgjöldum vegna útflutningsuppbóta á landbúnaðarvörur. • Hallalaus ríkisbúskapur Þótt full ástæða væri til þess að gera mörg önnur atriði, er þýð ingu hafa í rfkisbúskapnum að umræðuefni, læt ég hér staðar numið enda ræða mín .þegar orð in æði löng. Ég vil að lokum mega vænta þess, að hér á hinu háa Alþingi takist um það full samstaða að afgreiða fjárlög fyr ir árið 1967 raunverulega greiðslu hallalaus. Hallalaus rfkisbúskap ur er eitt af hinum óhjákvæmi legu skilyrðum heilbrigðrar efna- hagsþróunar á verðþenslutfmum og ég tel, að með fjárlagafrum- varpinu eins og það liggur fyrir, sé í senn sýnd vfðunandi hófsemi f skattheimtu, sómasamlegum fjárveitingum varið til opinberra framkvæmda og á vlðhlítandi hátt haldið uppi allri nauðsynlegri þjónustu við þjóðfélagsborgarana. Bak við þessa veggi er fjárlagafrumvarpið nú til umræðu. Það er Alþingi, sem endanlega ákveður fjár- lög, þegar fjárveitingamefnd þess hefur gert sínar breytingartillögur við frumvarpið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.