Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 19.10.1966, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Miðvikudagur 19. október 1966. „Framkoma Sigurðar í alla staði til sóma" Athugasemd Grétars Norðfj'órð, dómara i leik KR og Keflavikur á sunnudaginn Herra ritstjóri Ég vil eindregiö óska leiðrétt- ingar í sambandi við grein yöár um leik K.R.—l.B.K. er fram fór i Keflavik s.l, sunnudag, en i henni er talaö um framkomu Sigurðar Albertssonar fyrirliöa Í.B.K. eftir að hann haföi brotiö gróflega á Herði Markan, hægri útherja K.R., en í greininni segir orörétt: „Eftir jietta brot sitt stóö Sigurður Al- bertsson fyrir framan dómarann og hló og kiappaði“. Tel ég aö Siguröur hafi orðiö fyrir óréttlátu aðkasti og iít á þaö í mfnum verkahring, að leiðrétta þetta sem dómari leiksins og mál- iö þvf vel kunnugt, en máisatvik voru þau, að eftir aö Siguröur brá Herði (hrinti sagt í greininni) stóö Hörður upp og hrækti í þá átt sem Siguröur stóð, kom þá Siguröur strax til min og kærði Hörö fyrir j framkomuna. Er ég spuröi Hörð um hvort þetta væri rétt, viöur- j kenndi hann aö svo væri, en hann j heföi alls ekki ætiaö að hrækja að i Sigurði heldur hefði tilviljun ein j ráðiö að svo varð. Ræddi ég síðan við þá sameigin- lega, en Siguröur var aö sjálfsögðu mjög reiður eftir atvik þetta, en framkoma hans í leik þessum var honum til sóma sem fyrirliöa leik- sveitar sinnar. Harma ég að svona biaðaskrif eigi sér stað um íþrótta- keppni. Með þakklæti fyrir birtinguna. Grétar Norðfjörö. Boðaður klukku- tímu fyrir leikinn • Ungi Víkingurinn, sem vakti athygli meö SV-úrvalinu í fyrrakvöld er ekki Hákonar- son, eins og blöðunum hafði verið gefið upp af landsllðs- nefnd. Landsliðsnefnd valdi Einar Hákonarson úr Víking, en sá er aftur á móti markvörð- ur llösins, en ætlaöi aö velja Einar Magnússon. • Einar Magnússon las þaö i Vísi að félagi hans Hákonar- son hefði veriö vaiinn, en sjálf- ur fékk hann ekki að vjta hiö rétta fyrr en kl. 7 um kvöldið, — rúmum klukkutfma áöur en leikur átti aö hefjast. Aöalfundur. Aðalfundur Frjálsíþróttadeild- ar K.R. verður haldinn í KR- heimilinu fimmtudaginn 27. okt. 1966 kl. 8,30 eftir hádegi. Stjóm F.K.R. keppninni. í þessum leik skoraöi hann 58 stig og sló þar meö stigamet Oscars Robertson. Eins og sagt var frá fyrir skömmu fékk íslenzkt dómara,,trió“ mjög góða dóma fyrir dóm sinn á leiknum í Swansea og voru báöir aðilar mjög ánægðir. Nú fyrir skömmu barst Björgvin Schram, formanni KSÍ, bréf frá ritara Swansea Town-félagsins þar sem hann hælir þeim Magnúsi Péturssyni, dómara, Grétari Norðfjörö og Eirtari Hjart- arsyni, línuvöröum, fyrir frammistööuna. „Viö vorum mjög ánægöir meö frammistöðu þeirra allra þriggja. Sérstaklega stóö dómarinn sig vel. Við höfðum ánægju af nær- veru þeirra og vonumst til að fá að sjá þá hér aftur bráðlega,“ segir ritari félagsins. Evrópubikarkeppnin i k'órfuknattleik: KR lendir móti Evrópumeist urunum frá italíu — Með Evrópumeisturunum, Zimmenthal, leikur einn bezti k'órfuknattleiksmaður i heimi Sl. laugardag var dreg ið um það, hvaða lið eiga að leika saman í 1. umferð í Evrópubikar- keppninni í körfuknatt- leik. Fulltrúar íslands í keppninni eru íslands- meistarar KR 1965 og 1966. Mótherjar þeirra í 1. umferðinni eru engir Einn af leikmönnum Zimmenthal skorar i leik gegn ungversku meisturunum, Honved. aðrir en Evrópumeistar arnir Zimmenthal frá Mílanó á Ítalíu. Zimmen- thal er nú talið eitt allra bezta lið Evrópu og þótt víðar væri leitað. Með því leika 3 Bandaríkja- menn, þeirra á meðal Bill Bradley, sem talinn - er einn bezti körfuknatt leiksmaður í heimi. Leikj um 1. umferðarínnar á að vera lokið um miðjan nóv. og er leikið heima og heiman. Á undanfömum árum hafa komiö hingað sterk erlend körfuknattleikslið, svo sem Kentucky-háskólaliðið, MIT- háskólaliðið, bæði frá Banda- ríkjunum og pólska landsliðið, en líklega kemst ekkert þessara ágætu liða með tærnar, þar sem Zimmenthal hefur hælana. Lið- ið hefur náð frábærum árangri síðustu árin, og er nú um þess- ar mundir á hápunkti ferils síns. Nefna má sem dæmi, að nú stendur yfir mikil körfu- knattleikshátíð í Júgóslavíu, þar sem taka þátt júgóslav- nesku meistaramir Zadar, Zimm enthal, júgóslavneskt félagslið og Evrópuúrvalið. Zimmenthal er ítalskir meistarar, og í einum leikja sinna í ítölsku keppninni í fyrra setti liðið stigamet, er það skoraði 118 stig í einúm leik. I Evrópukeppninni í fyrra sem Zimmenthal vann, mætt liðið mörgum sterkustu félags liðum Evrópu, svo sem meist urum eftirtalinna landa: V. Þýzkaland, Israel, Tékkósló- vakía, Spánn (Real Madrid) og Rússland. Ekkert meistaraliða þessara landa stóðst hinum ítölsku meistumm snúning. I Framh. á bls. 6. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.