Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 2
V1SIR. Fostudagur 21. október 1966. Stjómarmenn Þróttar á félagssvæöinu í gærdag. Hafizt handa við Þróttar- svæðið við Sæviðarsund flutt var að svæöinu og hefur Óskar Pétursson annazt þaö verk af miklum krafti meö mörgum sjálfboðaliðum sem hafa gefið sig fram. Verða þama búningsherbergi og böð og fund- arbergi, en hitaveita mun koma í húsið fljótlega. „Vonumst til að geta leikið fyrsta leikinn á malarvelli þar næsta vor", segja rorystu- menn Þróttar 1 gærmorgun hóf ein af jarð- ýtum Bjargs h.f. aö bylta jarð- veginum á auða svæðinu milli Sæviöarsunds og fyrirhugaðrar strandgötu viö Eliiðaársund, þar sem f framtiðinni veröur ein mesta umferðaræö borgarinnar. Þama er Knattspymufélagið Þróttur að skjóta öngum sínum, þama mun félagiö fá stórt verk efni, ekki aðeins við milljóna- framkvæmdir i vallarmannvirkj um, heldur það verkefni aö laöa æsku þessa mikla borgarhluta til sin í íþróttastarfið. I hádeginu í gær hittum við aö máli forystumenn félagsins, sem höfðu notað matarhléið til að virða fyrir sér verk jarðýt- unnar þennan fallega haust- morgun. „Við vonumst ein- dregiö til að hægt verði að leika fyrsta leikinn á malarvelli hér næsta vor“, sögðu þeir Þróttar- menn. Verður þegar hafizt handa við að aka möl í völlinn, þegar ýtan hefur lokið sftiu hlutverki. Guðjón Sverrir Sigurðsson, formaöur Þróttar kvað ætlun- ina að á svæðinu verði malar- völlur, tveir grasvellir og hand- knattleiksvöllur, en að auki mun síðar rísa félagsheimili, en til bráðabirgða er verið að vinna að innréttingu á gömlu húsi, sem • íþróttahöllin í Laugardal er enn ekki tilbúin til afnota fyrir æfingar og leikfimikennslu skól- anna. Verður húsið væntanlega tekiö í notkun í næstu viku og veröur þá tilkynnt nánar, hvenær full starfræksla hefst. Sæmdir riddara- krossi Danne- brog-orðunnar Frederik IX. Danakonungur hef- ur sæmt dr. Friðrik Einarsson, yfirlækni, riddarakrossi Danne- brogorðunnar 1 stigs, og dr. Þóri Kr. Þórðarson, prófessor, riddara- krossi Dannebrogorðunnar. Menn ingarmálaráðherra Dana, Hans Solvhoj afhenti heiðursmerkin 15: þ. m. KAPLASKJOLSVEGUR \ Til sölu 4ra herbergja íbúð á 4. hæð við Kaplaskjóls- veg. Ibúðin, sem er um 3ja ára gömul, er í góðu ástandi, með suðursvölum og fögru útsýni. íbúöinni fylgir óinnréttað ris, jafnstórt fleti íbúðarinnar sjálfr- ar. Getur verið laus fljótlega. — Hagstætt verð. 100 þús. áhorfendur í USA r / Urvalsflokkur fimleikamanna Ollerup-lýðhdskólans kemur hér við og sýnir í Laugardalshöllinni Von er góðra gesta eftir helgina. Er það úrvalsflokkur fimleikamanna frá 011- erup lýðháskólanum í Danmörku, sem verið hefur á ferðalagi í Bandaríkjunum í tvo og hálfan mán. en hefur viðdvöl hér. Fyrsta sýning verður kl. 20.30 á miðviku- dagskvöldið í íþróttahöllinni í Laugardal. Eins og mörgum mun kunnugt var lýðháskólinn í Ollerup stofnaður af hinum fræga íþróttafrömuði Niels Bukh og var hann skólastjóri frá stofnun árið 1920 til dauðadags 1950, en síðan hefur Arne Mortensen verið skólastjóri og hefur haldið áfram að feta í fótspor fyrirrennara síns, m.a. með ferðalögum með hina góðu fimleikaflokka skólans víða um heim. EINBYLISHUS OSKAST Höfum kaupanda að einbýlishúsi á góðum stað i Reykjavík. í íbúðinni þurfa að vera a. m. k. þrjú svefnherbergi og skrifstofa eða bókaherbergi og góðar stofur. Mikil útborgun. — Skipti á góðri Ibúö- arhæð, 130 ferm., í Vesturbænum koma til greina. Úrvalshóþur skólans, sem n.k. þriðjudag 25. okt. kemur hingað til Reykjavíkur frá New York, er skipaður 14 karlmönnum og' stjóm- endur hópsins eru skólastjórinn Arne Mortenssen og leikfimikenn- arinn Valdemar Hansteen. Þeim til aðstoðar er kona Valde- mar Hansteen’s, sem er af norsk- um ættum og hefur fyrir nokkrum árum dvalizt hér á íslandi. Allir leikfimimennirnir eru vinnandi viö einhver störf í sveitum. Þeir hafa nú í tvo og hálfan mánuð verið bnrtu frá störfum sinum og hafa þess vegna sleppt launum ,og meira að segja hafa þeir oröið að bqrga nokkurt þátttökugjald til þess að taka þátt í þeirri för um Bandaríkin, sem nú er bráðum á enda. Allir eru þessir leikfimi- menn svokallaðir leiðbeinendur og hafa lokiö námskeiði við íþrótta- lýðskólann i Ollerup, sem miðar að því að þeir geti sagt til í félögum i leikfimi og allt þetta er miðaö við ólaunuð störf, sem sé áhuga- mennska. Álitið er að flokkurinn hafi nú þegar í för sinni til Bandaríkjanna sýnt leikfimi fyrir 100.000 áhorf- endur við háskóla, gagnfræðaskóla og við ýmis tækifæri, t.d. sýning- ar. Nefna má sem dæmi, að í St. Louis í Bandaríkjunum fór fram skandinavisk vika um það leyti, sem flokkurinn ferðaðist þar um og dvöldu þeir i þessari viku í fjóra daga og sýndu fjórum sinnum á dag. I Stanford í Connecticut voru þéir miðpunkturinn í danskri viku. Nefna má að til þessarar dönsku viku voru boðnir utanríkis- ráðherra Danmerkur og yfirborgar- stjóri Kaupmannahafnar. Á þessari dönsku viku sýndi flokkurinn við mikinn fögnuð. I Washington D.C. sýndi hann fyrir íþróttaráð forseta Bandaríkjanna (Presidents council for Physical fitness). Heimsóknin hingað til Islands er lokaþáttur hinnar löngu ferðar hins danska leikfimiflokks og Framh. á bls. 6. ENNFREMUR: 2ja herb. ibúðir við Framnesveg, nýstandsettar. 2ja herb. rúmgóð kjallaraíbúð við Mávahlíð. 4ra herb. risíbúð við Túngötu, nýstandsett. 4ra herb. íbúðarhæð við Holtsgötu. Parhús við Skólagerði í Kópavogi. Fokheld einbýlishús í Garðahrepþi. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN i BJARNI BEINTEINSSON HDL JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR FTR. AUSTURSTRÆTI 17 (HÚS SILLA UG VALDA) SlMI 17466 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.