Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 6
6 V í S IR. Föstudagur 21. október J966. Hvort byggir — tramu. al bls 9 meó slikum ferðum. Hvemig hug blæ skapaði þetta? — Ég veitti því snemma at- hygli, að Guðmundur var efni í góðan og gætinn sjómann, ef til vill nokkuð djarfur, en aldrei fyrirhyggjulaus. Mér fannst það skylda mín að treysta manni, sem farinn var að nálgast tví- tugs árin. Ég krafðist þess sjálf- ur að mér væri treyst, þegar ég var ungur og var þakklátur fyrir þaö, þegar Guðmundur bóndi í Ófeigsfirði lánaði mér skip sitt, Ófeig, í fjarveru Péturs sonar síns og fól mér forsjá þess, þá 17 ára gömlum. En því neita ég ekki, að oft var okkur órótt heima. Og illa leið okkur þegar hann einu sinni fór til ísafjarðar fyrsta vetrar- dag og lenti í foraðsveðri, en komst þó alla leið um nóttina. Hann var þá við annan mann. Enda þótt ég oft undraðist um Guðmund í þessum ferðum lét ég hann aldrei finna, að ég van- treysti honum. í því tilliti leit ég í eigin barm. Meðan allt var til sjávar sótt á árabátum, var 6 tíma róður inn á Norðurfjörð, sem var næsti verzlunarstaður. Viðbrigð- in urðu þvi mikil þegar vélbát- amir komu og f flestu tilliti til hins betra. Þó má geta þess, að í neyðartilfellum, ef skyndilega gerði áhlaup, þá gat veriö auð- veldara að finna lendingu fyrir árabát og bjargast þar, en ef um vélbát var að ræða, þeim varð trauðlega bjargað á land nema þar sem spil voru. Þegar ég lít yfir liðna ævi þarna' á Ströndunum, en þar þekki ég manna bezt allar að- stæður, allt þetta grjót og kletta, þá finnst mér sem því hljóti að stjóma almættishönd, að aldrei skuli hafa orðið slysfarir eða svo mikið sem snúizt fótur á manni við öll þau hlaup um veg- leysur og klungur í smala- mennskum eða á ferðalagi. En hér í bæjunum er fólkið að brjóta sig á sléttum götum. Það var ekki eingöngu ungt fólk, sem þurfti að fara um torleið áður. Tjhnnst þér þá ekki furðulegt, ^ að þessar byggðir skuli leggjast í eyði? — Ég veit það ekki, en hitt ; veit ég, að andlega séð er erfitt [ fyrir fólk að búa viö einangrun. Ég tel, að einangrun hafi ekki I verið til á Ströndum, meðan þar j vom allir bæir I byggð. Það er fyrst eftir að fólkið fer að flytja sem hennar verður vart fyrir þá sem eftir sitja. Það er svo j einkennilegt, að þegar ég fór fram hjá þeim býlum, sem fall- in vom í eyði, þá var eins og ég fyndi til trega og með mér vaknaði sterk löngun eftir fé- lagsskap þeirra, sem áður gengu þar um garða, og gestrisni þeirra yrði mér ómissandi þátt- j ur í framvindu lffsins. Enda þótt ég hafi sagt, aö eipangmn hafi ekki verið til meðan byggð stóð í blóma, þá sóttu oft að manni leiðindi f 6- þurrka sumrum, þegar norðan- áttin stóð vikum saman, sífellt voru þokur og úrfelli og hey eyðilögðust, en maður vissi af sólinni vestan við jökulinn. Ég yar að rifja það upp fyrir mér hve oft ég muni hafa far- ið vestur fyrir jökul og telst til að það muni vera 32 ferðir. Fyrstu ferðina fór ég 1911, þá til að læra sund f Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Lejðin yfir jökuj frá Dröngum að Skjaldfönn, sem er næsti bær að vestan, er nær 8 tfma gangur. i góðu veðri er yndislegt að fara um þessar slóðir. Sennilega má segja, að mér hafi búnazt vel á Dröngum, að vísu var bú mitt aldrei stórt oftast innan við 200 ær, en ég hafði mikið gagn af hlunnindum, selveiði, æðarvarpi og reka. En öll umhirða þessara jarðamytja kostaði mikla vinnu. Peninga- tekjur af viðarreka fyrr á ár- um vom hverfandi litlar, það var fyrst eftir að mæðiveikjvam ir komu til sögu, að viður hækk- aði í verði og viðarrekinn mikli kom jafnframt. Ég minnist þess t. d. að áriö 1928, lét ég viðar- farm á Ófeig, áttært hákarla- skip, fyrir eitt gott reiðhross. Þessi viðskipti gerði ég við Hún- vetning og flutti til hans við- inn en hann greiddi kostnað við flutninginn. Sfðustu búskaparár okkar á Dröngum mátti segja, að lífs- hættir hefðu mjög færzt í það horf að auðvelda öll vinnubrögð. Já, lífið var orðið svo létt og skemmtilegt. Samvinnan var með ágætum. Hver hjálpaði öðr- um eftir því sem með þurfti og við varg komið. Vélbátar voru komnir svo að segja á hvem bæ. Það var bara þetta: Æskan hvarf úr byggðinni. Var nú ekki þannig um lífs- hætti alla á fyrstu tímum, sem þú manst, að nokkurs kvíða, og jafnvel ótta, gætti hjá fólki um sinn hag? — Ég er nú kominn hátt á sjötugasta og annað árið, en ég hef aldrei fundið til ótta. En afleiðingar af hættustundum hafa stundum komið fram eftir á, þannig, að ég hef hrokkið upp af svefni. Með þessu er ég ekki að lofa mina eigin verðleika, aðeins þakka hinni guðlegu for- sjón þessar eigindir, sem voru mér mikils virði. Ég trúi þvf,’ að æöri máttur ráði framvind- unni og hef því oft leitað til hans f bæn um styrk. Hvað segir þú svo um þetta, Ragnheiður? Hvemig fannst þér að búa svona afskekkt norður á Dröngum? — Ég fann ekki svo mikið til þess. Mér leið vel. Ég hafði minn mann og mfn böm, og svo er guði fyrir að þakka, að ekkert alvarlegt kom fvrir. Ég saknaði þess að fara frá Dröng- um, þótt hjá þvf yrði ekki kom- izt. Bömin vom íarin og við orðin gömul. /~kg nú eruð þið komin alla leið frá nyrztu útkjálkum hér fil Suðumesja. — Já, en hugurinn er nú allt- af heima á Ströndum, og svo mun verða meðan við lifum, enda þótt okkur líði hér vel. Þ. M. íþróttir — Frh. af 2. bls.: mánudaginn 31. okt. þegar þeir eru komnir heim eiga þeir allir saman að mæta til vinnu sinnar. Móttökunefnd vegna komu Öll- erup-flokksins skipa: Jónfna Tryggvadóttir og Ámi Njálsson frá íþróttakennarafélagi Islands, Ámi Guðmundsson, skólastjóri íþróttakennaraskóla Islands, Her- mann Guðmundsson, framkvæmda- stjóri ÍSf, Sigurgeir Guðmanns- son, framkvæmdastjóri IBR, Vignir Andrésson, íþróttakennari, Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykja vfkurborgar. Iltnræður — Framhald af bls. 16 eöa mótorbáta, og hefði samdóma álit þeirra verið á þann veg, að það bætti á engan hátt stöðu BÚR, þótt fyrrgreind skip yrðu keypt. Einar Ágústsson tók til máls, og sagði, aö það hlyti að vera hægt að reka skuttogara og aðra nýtízku togara héðan frá íslandi, eins og slíkt væri hægt frá nágrannalönd- unum. Hann kvaðst mótfallinn þvf, að hleypa togurunum inn f land- helgina. Það myndi verða dýrkeypt ara heldur en að kaupa skuttogara eða mótorbáta fyrir Bæjarútgerð- ina. Við umræðumar töluðu einnig Kristján Benediktsson (F), Guð- mundur Vigfússon (K) og Óskar Hallgrímsson (A) og vom tveir sfðamefndu samþykkir tlllögu út- gerðarráðs um að leyfa togurum (ís lenzkum) veiðar innan landhelginn- ar frá 1952. Var sfðan samþykkt tillaga frá borgarstjóra, sem fól í sér samþykkt borgarstjómar á sam þykkt útgerðarráðs og var sú til- laga borgarstjóra samþykkt með 11 atkvæðum gegn 2. _ Lisfuntenn — Framhald af bls. 16 talda málara (3-5 málverk eftir hvem): Jón Stefánsson, Þor- vald Skúlason, Svavar Guðna- son, Nínu Tryggvadóttur og Júli önu Sveinsdóttur. Verið er aö undirbúa sýningu á verkum ungra málara »í Louisiana-safninu í Danmörku sem væntanlega verður opnuð um miðjan næsta mánuð. Fimm íslenzkir málarar munu taka þátt í sýningunni og sýna 3-5 myndir hver: Þóröur Ben. Sveinsson, Hreinn Friðfinnsson, Vifhjálmur Bergsson, Sigurjón Jóhannesson og Einar Hákonar- son. Auk þeirra listamanna, sem taka þátt í fyrrgreindum sýning um hafa aðrir íslenzkir lista- menn sýnt erlendis nýlega, m.a. átti Veturliöili Gunnarsson myndir á sýningum í Osló og Kaupmannahöfn, en hann sýnir nú hér heima um þessar mund , ir. í Bretlandi sýndu fyrir nokkru þeir Baltazar og Gísli Sigurðsson og er Edinborgarhá tíðin stóð yfir sýndi Kristján Davíðsson þar. Fyrirlestur — Framhald af bls. 16 kl. 12.10. Hann mun tala um sam- starf Atlantshafsbandalagsríkja. Harlan Cleveland lauk prófi frá Princetonháskóla í Bandaríkjunum en fór síðan til framhaldsnáms f Oxford á Englandi. Árið 1953 varð hann ritstjóri Reporter Magazine og sfðar útgefandi þess. 1956 varð hann forseti félagsmáladeildar há- skólans í Syracuse. 1961 skipaði Kennedy hann í utanríkisráðuneyt- ið. Hann var aðstoðarutanrfkisráð- herra um skeið og nú sfðast am- bassador hjá NATO. Hann hefur hlotið allmörg heiðursmerki og er heiðursdoktor frá fjórum háskól- um. Hann hefur ritað bækur og greinar um alþjóðamál og flutt fyr- irlestra vfðsvegar um heim. Leiðrétting Vfsir birti í gær viðtal við Paul Adam, forstöðumann fiskimála- nefndar OECD. Árni Kristjánsson, forstjóri Dósaverksmiðjunnar h.f., hafði samband við blaðið í sam- bandi við atriði í viðtalinu. Benti Ámi á, að dósir utan um sjávaraf- urðir væru framleiddar hér innan- lands og að tollur væri endur- greiddur á innfluttum dósum, ef þær væru notaöar við útflutnings- framleiðsluna. Ennfremur væru vélar til fiskiðnaðarins tollfrjálsar, ef um útflutningsframleiðslu væri að ræða. í þessum efnum væri því ekki hægt að tala um tvöfaldan toltfnúr. v „Hofið mikla## — ný kvikmynd á kvikmyndasýningu Varðbergs „Hafið mikla“ heitir ný kvik- mynd um Atlanzhafið, sem sýnd veröur á morgun á kvikmynda- sýningu, sem Varðberg, félag áhugamanna um vestræna sam- vinnu, efnir til kl. 14 í Nýja Bíói. Er mynd þessi í litum og með íslenzku tali Bjama Guð- mundssonar, blaöafulltrúa. Þá verður og sýnd landkynningar- mynd í litum frá Tyrklandi. öll- um er heimill ókeypis aðgangur að sýningunnj meðan húsrúm leyfir. Affibassador — Framhald at bls. 1 ur sovézka sendiráðsins í Var- sjá. Hann hefur verið í utan- ríkisþjónustu Sovétríkjanna frá árinu 1946. Hann hóf þá feril sinn sem sendiherra lands síns í Mongólíu. Fjörum árum síðar varð hann næst æðsti starfsmað ur sendiráðs Sovétríkjanna ij Kína. Árið 1956 varð hann deild- [ arstjóri i utanríkisráðuneytinu í l Moskvu og einn af ráðunautum utanríkisráðherrans. Fjallaði hann aðallega um málefni Kína og Mongólíu. En árið 1965 fór hann tii Varsjár. Ég er mjög ánægður yfir þvi að vera kominn hingað til ykk- ar ágæta Iands, sagði ambassa- dorinn. Sovétþjóðimar bera mikla virðingu fyrir íslending- um, sem hafa Iagt sig alla fram við uppbygginguna í landi sínu. Ég vænti þess, að hin ágætu tengsl, sem skanazt hafa, menn- ingarlega og viðskiptalega^haldi áfram að eflast. Ég mim fyrir mitt leyti leggja mig allan fram um að stuðla að því. Þau vanda mál, sem stundum hafa skap- azt í samskiptum Sovétþjóðanna og íslendinga, hafa ætið verið tímabundin. Þegar á allt er litið hafa samskipti þeirra verið mjög góð og það er engin ástæða til að ætla annað en að þau haldi áfram að vera það. Ambassádor Vazhnov er kvæntur og á tvo uppkomna synl. Brotizf inn í Stjórnarróðið í fyrrinótt var gerð tilraun tll innbrots I Stjómarráðið. Var brotin rúða á austurhlið húss- ins og hefur innbrotsþjófurinn farið inn á gluggakistuna, en samkvæmt rannsóknum lögregl- unnar er ekki að sjá að hann hafi farið lengra. Siff — i ramh af bls. 1. kærðir frá flugvélinni það sem af er þessu ári. Sumir þátanna hafa verið teknir oft. Flestir bátanna, sem kærðir vom á þriðjudaginn vom frá Vestmannaeyjum. Vora 6 bátar þaðan milli Eyja og lands eða um 13 mílur innan við fjög- urra mflna mörkin, 2—3 mflur frá landi. Þrír bátanna vora skrásettir í Ámessýslu, einn f Grindavík og einn í Sandgerði. Flugferðin á þriðjudag var farin gagngert vegna kæru frá Eyrabakka og Stokkseyri um ágengni báta uppi undir landi, en auk þess fór Sif í venjulega eftirlitsferð. Bóluefni — Framh af bls. 1. „typa 3" þótt viðsjárverð. Þó væri mjög erfitt að fullyrða, hvort efnið hefði valdið lömun- artilfellunum fjórum í Dan- mörku, eða hvort lömunarveiki hefði blossað þar upp um leið og efnið hefði verið gefið. — Fyrir nokkram árum létu Rússar bólu setja um 80 milljónir manna með þessu efni, án þess að vart hefði verið við nokkra lömunar- veiki í sambandi við gjöf bólu- efnisins. Prófpredikun í Hóskólanum Jón E. Einarsson stud. theol. flytur prófpredikun sína f Kapellu Háskólans í dag föstudag 21. okt. kl. 6 siðdegis. Allir eru velkomnir. Starf í London Flugfélag íslands hf. óskar að ráða stúlku til starfa við skrifstofu félagsins í London. Reynsla í skrifstofustörfum og góð málakunn átta nauðsynleg. Umsóknareyðublöð, sem fást á skrifstofum vorum, óskast send starfsmannahaldi fyrir 27. okt. n.k. Eldri umsóknir óskast endumýj- aðar. Afgreiðslustúlkú óskast hálfan eða allan daginn. í SOEBECHSverzlun Háaleitisbraut 58—60. -^,Uppl. ekki í Sím3. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.