Vísir - 21.10.1966, Side 3

Vísir - 21.10.1966, Side 3
VttSTK. rosthaagur zi. oki.—r 1. ... Snemma morguns fara bænd- ur við Þingvallavatn eftir net- unum, sem þeir hafa lagt deg- inum áður fyrir murtuna, lítinn gljáfagran fisk, sem veiöist í vatninu aðeins skamman tíma á haustin. Aðalveiöitíminn er frá lokum september fram í október. Murtan er ekki talin til silungstegundar fremur til síld arinpar og sker hryggjaliða- fjöldi þar um. Murtan er stygg- ur fiskur, veiðist helzt í myrkri og á haustin gengur hún á grynningamar við vatnið en heldur sig að ööru jöfnu niðri í djúpinu. Um tuttugu ára skeið hefur þessi litli fiskur verið verð- mæt útflutningsvara þótt hljótt hafi verið um það. Þykir hún, eft ir að hafa verið tilreidd í verk- smiðjunni vera lostætur for- réttur í Bandaríkjunum, og er eftirsótt af tryggum viöskipta- vinum, aðallega í Bandaríkjun- um. Hér á landi þekkist hún varla sem slík. Nýlega var tekin í notkun í Niðursuðuverksmiðjunni Ora, sem sér um framleiðsluna, murtuvél fundin upp af Bald- Komiö var viö á Kaldárhöfða, þar sem Óskar bóndi hjálpar viö að setja kassana á bílinn. 5 ÞÚS. KÍLÓMETRAR AÐ BAKI EFTIR MURTUVEIÐITÍMANN vini Jónssyni, en hún leysir 12 —16 stúlkur af hólmi, sem áð- ur unnu við hreinsunina á murt- unni. Daglega fer bíll fra verksmiðj- unni til Þingvallavatns á veiði- tímanum og kemur við á hverj- um bæ og safnar veiðinni, sem hefur fengizt í netin yfir nótt- ina. Murtuveiðin er arðvænleg, þegar vel veiðist, þótt hún hafi brugöizt í þetta sinn, aöeins veiddust 30 tonn á móti 60 í fyrra. Kenna bændur um að fullt tungl hafi veriö veiðitímann og bjart um nætur. Kristján Thompson ekur bíln- um frá Ora og safnar saman veiðinni. Fyrsta ferðin í ár var farin eftir aö veiöin hófst, þann 20. sept., en sú síðasta s.l. þriöju dag. Á þeim 25 dögum, sem veiðin hefur verið sótt, hafa 5000 km. verið lagðir að baki til þess að ná í murtuna og koma henni til verksmiðjunnar. Myndirnar í Myndsjánni eru að þessu sinni úr síðustu feré- inni, þegar murtunni var safnaö. Höfðust þá upp 500 kíló af þeim fjórum bæjum, sem enn lögðu net út, en yfirleitt er murtu- veiðin stunduð frá 10—11 bæj- um um háveiðitímann. i v Netin tekin upp í síöasta sHm á haustinu i Hagavík. .............................................:............................................................................................................................... Kristján Thompson hefur ekiö 5000 kílómetra á 25 dögum eftir murtunni. Hér raðar hann álkössum með veiöinni í á bílpallinn, ; staddur á Miöfelli viö Þingvalilavatn. Komiö við í Vatnskoti og veiöin hirt meö aöstoð bónda.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.