Vísir - 21.10.1966, Side 5
V Í SIR. Föstudagur 21. október 1966.
5
eiasus
Orbsending frá SVR
Vegna skipulagsbreytinga, viljum við ráða
nokkra vana bifreiðastjóra til að aka strætis-
vögnum.
Upplýsingar um starfið veitir Haraldur Stef-
ánsson, eftirlitsmaður. Tekur hann einnig á
móti umsóknum.
Strætisvagnar Reykjavíkur.
Viðskiptabókin
fyrir árið 1967 er í prentun. 11. árgangur.
Auglýsinga- og skrásetningarsími 10615. ,
VIÐSKIPTABÓKIN fyrir:
Heimilið
Bifreiðina
Skrifstofuna
Skiplð
Bóndann
Flugvélina '
Verzlunina
Alls staðar í viðskiptalífinu
STIMPLAGERÐIN, Hverfisgötu 50
Reykjavík.
BiLAKAUR^
Vei með farnir bílar til sölu
og sýnis í bílageymslu okkar
að Laugavegi 105. Tækifæri
til að gera góð bíiakaup. —
Hagstæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Trabant árg. 1966
DAF árg. 1964
H Jaguar árg. 1961
V Volvo P544 árg. 1963
9
■ií, Peugeot árg. 1964
Singer Vogue árg. 1963
Íj Moskvitch árg. 1966
HTökum góða bíla í umboðssölu
H Höfum rúmgott sýningarsvæði
SÍ innanhúss.
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSÖN H.F
LAUGAVEG 105 SIMI 22466
m
BilÁLElGAN
Kr. 2,50
á ekinn km.
300 kr. daggjald
RAUDARÁRSTfC 3)
S f MI 220 22
r
t
t
t
Islenzk og
erlend frímerki,
innstungubækur
3æku; fyrir
ýrstadagsumslög
Frímerkjasalan,
Lækjargötu 6A
LÖGTÖK
Að undangengnum úrskurði í dag verða lög-
tök gerð án frekari fyrirvara á kostnað gjald-
enda en á ábyrgð ríkissjóðs að 8 dögum liðn-
um frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir
ógreiddum þinggjöldum: þ. e.
tekjuskatti, eignaskatti, námsbóka-
gjaldi, kirkjugjaldi, kirkjugarðsgjaldi,
almanna tryggingagjaldi, slysatrygg-
ingagjaldi skv. 40. gr., lífeyrissjóðs-
gjaldi skv. 28. gr. Almannatrygginga-
laga, atvinnuleysistryggingagjaldi,
launaskatti, hundaskatti, iðnlánasjóðs
gjaldi og iðnaðargjaldi. Framlagi sveit
arsjóða og atvinnurekenda til al-
mennra trygginga.
sýsluvegasjóðsgjaldi,
bifreiðaskatti og bifreiðaskoðunargjaldi,
• vátryggingariðgjaldi bifreiðastjóra,
skemmtanaskatti,
gjaldi af innlendum tollvörutegundum,
skipulagsgjaldi,
skipaskoðunar, lesta og vitagjaldi,
vélaeftirlitsgjaldi,
rafstöðvargjaldi,
fjallskilasjóðsgjaldi
söluskatti
öryggiseftirlitsgjaldi
og gjöldum vegna lögskráðra sjómanna, sem
gjaldfallin eru í Hafnarfirði og Gullbringu- og
Kjósarsýslu 1966.
Hafnarfirði, 13. október 1966.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Einar Ingimundarson.
Föstudagsgrein —
Framb. a’ Dls. V
þau háu laun sem kolanámiö
hefur veitt og veldur þetta allt
mesta urg í Ruhr-héruðunum.
lþetta er höfuðástæöan fyrir
þeim gífurlega ósigri sem
Kristilegi flokkurinn nýlega
beið í héraðsstjórnarkosningum
í „sambandslandinu" Nordrhein
Westfalen sem Ruhr-héraðið og
Köln og fleiri borgir eru í. Max
Adenauer sonur Adenauers
gamla var nýlega staddur hér á
landi og ræddi þá um þann ó-
sigur sem hann hefði beðið í
Köln og var þaö aöeins einn
anglnn af þeim hrakförum, sem
Kristilegi flokkurinn þá varð að
þola. Menn gera sér varla grein
fyrir því hér, hvílíkur geipió-
sigur þessar kosningar voru fyr
ir Kristilega flokkinn. f þessu
héraöi sem hann hefur verið
alráður í fengu Jafnaðarmenn
nú hreinan meirihluta.
Og mér virðist að allir séu
sammála um það, aö skella
allri skuldinni af þessum óför-
um á Erhard persónulega.
Jj1yrst er hann sakaður um að
hafa ekki skilið hina yfir-
vofandi hættu né gert þær ráö-
stafanir, sem framkvæmanlegar
voru til að mæta henni.
Og í öðru lagi tók hann sjálf-
ur persónulega þátt i stjórn-
málabaráttunni og þótti mistak
ast það herfilega. Virðist mönn-
um, að þar hafi komið í ljós, aö
hann kunni ekkj að haga segl-
um eftir vindi eftir því hvaöan
vindurinn blæs, ræður hans og
kosningabarátta var í sama far-
inu og á méstu velgengnisárun-
um. Umtal hans fjallaði enn
sem fyrr um „das Wirtschafts-
wunder,“ sem brottreknir kola-
námumenn í Ruhr-héraðinu áttu
nú erfitt með að melt^. Og þó
Erhard hafi verið áheyrilegur
ræðumaður þegar hann gat
breitt sig með sælubrosi út yf-
ir velsæld og framfarir, þá mis-
tókst honum, þegar hann mætti
andúð.
Á nokkrum fundum varð
hann að þola framíköll og mót
mæli og kringum fundarstaði
hafði ungt fólk raðað mótmæla-
og árásarspjöldum. Eyðilagði
þetta álveg stemninguna á fund
um hans og sums .staðar hafði
Erhard ekki nægilega stjóm á
sér og tók að skamma áheyrend
ur sína, kallaði þá „óforskamm
aðan skríl.“ Meðal annars var
bessi lokasetning höfö eftir hon
um úr einni ræðu hans:
„Áöur en ég fer, vildi ég
segja ykkur, þessum strákarudd
um þaö, að þið hefðuö ekki kom
izt lifandi úr reyfunum, ef ég
og stefna mín hefðu ekki komið
til.“
^sakanir og gagnásakanir
hófust! upp í Kristilega
flokknum eftir ósigurinn. Sem
fyrr segir litu flestir svo á að Er
hard ættj persónulega sök á
ósigrinum, en hann kenndi aft-
ur ráðherrum sínum um, hvern-
ig komið var, þeir hefðu ekki
haft nægileg samráð við sig um
vandamálin og yfirleitt ekki
viljað hlíta stjórn hans og for-
ustu. Hélt hann nú fund með
þeim til þess að ávíta þá og
reyna að aga þá til hlýðni. Nú
ætlaöi hann að taka upp harð-
ari stjórn á ráðuneyti sínu.
Voru þá höfð þau ummæli eftir
honum, að mestu mistök lífs
hans hefðu verið, þegar hann
valdi ráðherra i stjórn sína, að
taka of mikið tillit til Adenau-
ers-klíkunnar í staö þess að
láta þá kné fylgja kviði og
skipa sína menn.
nnað mesta vandamál Er-
hards er utanríkisstefnan.
Hann hefur snúizt gegn de
Gaulle og kastaö sér f keltu
Bandarísku mömmu eins og
sagt er nú í Þýzkalandi. En
Bandaríkin eiga í hörðu stríði
austur í Vietnam og svo lengi
sem það stendur, er vonlaust að
Rússar vilji nokkuð hnika til
við þá málum varðandj samein-
ingu Þýzkalands. En á sama
tíma hefur de Gaulle tekið upp
sína eigin stefnu, að léita nýrr
ar vináttu við Austur-Evrópu-
þjóðir sem byggist bæði á því
að Rússar virðast á ytra borði
vera orðnir siðfágaðri en þeir
voru áður og einnig á þeirri hug
sjón de Gaulles að sameinuð
Evrópa eigi að ná frá Atlants-
hafj að Oralfjöllum. Hér er um
algerlega ný viðhorf að ræða í
evrópskum stjórnmálum og má
vitanlega deila um þaö, hvaða
vit sé í henni, eða hvaða hættur
séu samfara henni, því aö óneit-
anlega er upplausn Atlantshafs
bandalagsins yfirvofndi, ef þessi
stefna sigraði.
Meðan Erhard hallar sér að
Ameríku getur hann að sjálf-
sögðu ekkert hreyft sig i þess-
um málum, en Evrópustefna de
Gaulles viröist hins vegar á ýms
an hátt mjög aðlaðandi fyrir
Þjóðverja. 1 fyrmefndri sjón-
varpsræðu Adenauers lýsti
hann því berlega yfir, að hann
teldi Ameríkustefnu Erhards
mjög skaðlega. Þjóðverjar ættu
aö taka upp náiö samstarf viö
de Gaulle, sem gæti aftur leitt
til batnandi sambúðar við Rússa
Á sama tíma sakaði Adenauer
Bandaríkjamenn um skilnings-
leysi og áhugaleysi á málum
Þýzkalands og sagöi að þeir mis
notuðu bönd Atlantshafsbanda-
lagsins til að banna Þjóðverjum
skynsamlega stefnu í þessum
málum.
/'kg nú hafa stjórnarandstæö-
ingar, þýzkir Jafnaðarxnenn
komið auga á það, hve Erhard
er kominn í erfiöa aðstöðu í
þessu efni og búa sig undir að
hrifsa til sín fylgi þýzku þjóö-
arinnar i utanrikisstefnu. Eitt
gott veðurkvöld um síðustu
helgi gerðist sá óvenjulegi at-
burður í Berlín, að Willy
Brandt, borgarstjóri og helzti
foringi þýzkra Jafnaðarmanna,
ók austur fyr,ir borgarmörkin,
gegnum hlið á hinum glæpsam-
lega múr austur-þýzkra komm
únista. Hann ók í kvöldverðar-
boð til Abrassimovs hemáms-
stjóra Rússa í Austur-Þýzka-
landi og erindið var vafalaust
að' ræöa við hann um fyrstu
sporin til sameiningar Þýzka-
lands.
Það hlýtur að hafa verið ógeö
fellt fyrir Willy Brandt að aka
þannig austur fyrir múrinn, en
'mikið skal á sig leggja, þegar
sundrungin í Kristilega flokkn-
um og skilningsleysi Bandarfkja
manna á málum Þýzkalands virð
ist boða valdaskipti í landinu
innan fárra ára.
Þorsteinn Thorarensen.
/