Vísir - 21.10.1966, Page 15

Vísir - 21.10.1966, Page 15
VlSIR. Föstudagur 21. október 1966. 15 I WAS RETURNING TO THE CABIN WHEN AN AMA7ING SIGHT CAUGHTMV EYE/... > Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. hafði átt. — Eiginlega ætti ég ekki að orða þetta svona, sagði hann. — Ég veit að enginn getur skipaö sess inn hennar. En ég fann að ég elsk- aði hana og'ég vildi giftast henni. Og ég komst að raun um, að hún elskaði mig líka. Við urðum að vinda bráðan bug að þessu, því að ég var að fara heim. Þfiö kom aldrei til tals aö hún yrði eftir og kæmi hingað síðar. Svona var þetta nú, Jenny. Þetta var eiginlega ekkert ó- venjulegt, fannst Jenny. Það var algengt að fólk giftist eftir fárra vikna kynni. Hana langaði til að spyrja hann ýmissa spurninga, en var hrædd við svörin. Hve fljótt ætlaðist hann til að hún færi frá High Trees? Hún hafði gert sér ljóst, að hún gæti ekki oröið þarna lengi eftir að hann kæmi heim, nema hann bæði hana um að gift- ast sér. En úr því að svona var korpið, var réttast að hún færi sem fyrst. Hjún sárkveið fyrir að eiga að sjá afi Michael og Claire, en fann jafnframt, að hún mundi ekki geta haldizt þama við eftir að Fran væri orðin húsfreyja á heimilinu. Hún sagði einbeitt: — Ég verð að ráða ráðum mínum sem fyrst. Ég hef leigt öðrum íbúöina mína í London með ölium húsgögnum, en -leigjandinn-hefur aðeins mánaðar uppsagnarfrest. Hann horfði á hana, miður ánægð ur. — Ekki þarftu að fiýta þér héð an þó ég sé giftur. — Þú kærir þig varia um að hafa mig hérpa lengur, Chris? Og ég er viss um, að Fran mundi ekki líka aö hafa mig héma. : Chris svaraði með ákefð: — Þú mátt aö minnsta kosti ekki flýta þér héðan, og ég veit að Fran mundi þykja vænt um aö hafa þig hérna um stund. Ég hef sagt henni frá þér og hún hlakkar mikið til að sjá þig. v Hann færði stólinn sinn enn nær henni og tók ura hendurnar á henni: — Hlustaðu nú á mig — ég veit hvað ég er að segja, þegar að'ég segi þér að Fran langi til aö þú verðir kyrr. En hitt væri annað mál, ef þér leiddist héma — og það væri engin furða, jafn bundin og þú hefur verið undanfarið ár. En ef þér leiöist ekki hérna, Jenny ... — Mér mundi aldrei leiðast hérna, Chris, sagði Jenny — Þú veizt að mér þykir vænt um High Trees, en ... —Þú gerir okkur báöum mikinn greiða, ef þú verður kyrr, sagði Chris. — Fran er alveg ókunnug enskri hússtjórn. Hún er vön að hafa mikið þjónalið í kringum sig og ef eitthvað bjátaði á með ein- hvern þeirra, var nóg af nýju fólki að bióða sig fram 1 staðinn. En ég hef. áhyggjur af hvernig henni og frú Mayfield muni koma saman. Þú veizt að frú Mayfield getur ver ið dálítið erfið stundum. Líklega hefur hún hom í síðu Fran frá fyrstu stundu. Þaö munaði minnstu að Jenny segði, aö sennilega mundi veröa eitthvað líkt um hana. — Ég hef óljóst hugboð um að fvrstu vikurnar geti orðið erfiðar, hélt Chris áfram. — Hér kemur allt Fran ókunnuglega fyrir sjónir. Hún hefur til dæmis aldrei um- gengizt börn. Systir hennar í Lon- j don er eldri en hún, og hún hef- ur vanizt miklu dekri. Hún hefur átt heima í Vestur-Indíum alla sína ævi, og aldrei haft neitt fyrir stafni. Ég hef dálitlar áhyggjur af hvemig henni muni líka þetta ró- lega tilbreytingarlausa líf í ensku þorpi. Ef það kemur á daginn að henni leiðist hérna, hef ég lofaö henni að selja High Trees og flytja til London. Jenny rak (upp undrunaróp. Hún mundi vel að Chris hafði marg sinnis sagt, að aldrei skyldi hann eiga heima í London. Hún hugsaði til barnanna, sérstaklega Claire, sem þurfti gott loft og fallegan garð að leika sér í. Og ósjálfrátt datt henni í hug: — Hvað hefur hún til síns ágætis þessi Fran, að Chris skuli hafa orðið svona ást- fanginn af henni? — Ég er viss um, að þér mundi leiðast í London, Chris. Og sem betur fer er ég viss um, að þetta vandamál ber aldrei að höndum. Hún Fran þín / hlýtur að kunna við sig héma. Hún horfði á hann og þótti vænt um að nú hafði hún náð fullu valdi á sjálfri sér. Þegar hún væri orð- in ein myndi þyrma yfir hanæ Allt það sem hún hafði misst, einstæð- ingstilveran sem hjónaband Chris hafði í för með sér. — Mér finnst hún hafa verið mjög heppin, sagði hún. — Ég hlakka til að segja henni þaö þegar hún kemur á morg un. Orðsending Nú geta þeir bíleigendur, sem aka á hálfslitnum eða slitnum sumar- dekkjum látið breyta þeim í snjó- munstruð-dekk á aðeins 20 mín. og kostar aðeins frá kr. 100 (pr. dekk) Verið hagsýn og verið á undan snjónum. Við skoðum ykkar dekk aö kostnaðarlausu. Opið virka daga kl. 8-12.CD og 14 - 20, laugardaga frá kl. 8 - 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun 1 sima 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Nú færðu þér aftur í glasið og viö skálum fyrir þessu. Og meðan hann var að blanda í glasið sagði hann: — Ég var svo hræddur viö að segja þér þetta, þó ég viti ekki hvers vegna. Ég var hræddur um að þér mislíkaöi þaö. — Hvers vegna hefði mér átt að mislíka það, Chris? Þér þótti svo vænt um Sally. Og ég þarf ekki að minna þig á hve vænt mér þótti 'um hana. En ... nú hikaði hann aftur — Segðu mér að þú skiljir þetta, góða Segðu að þú finnir að, Sally hefði ekki verið á móti þessu. — Hún mundi áreiðanlega ekki vera það. Hún mundi hafa óskað þess. Ég skal segja þér nokkuð, Chris, sagöi Jenny og horfði í aug un á honum um leið og hann rétti henni glasiö. — Nóttina áður en hún dó, sagði hún, að ef hún dæi þá vonaöi hún að þú giftist aftur Hún vildi ekki að þú yrðir einstæö- ingur á lífsleiðinni. Og hún ósk- aði að Michael og Claire ... Hún gat ekki haldið áfram. Tár- in blinduðu hana og hún leitaði að klút í vasa sínum og aftur og aftur heyrði hún rödd Sally segja, að hún vonaði að Chris giftist henni . — Jenny. Og í staöinn ... — Hvað gengur að þér? Chris færði sig að henni og studdi hendinni á öxlina á henni. Hann þrýsti henni að sér, eins og bróðir góðri systur. Hún harkaði af sér, strauk burt tárin og brosti til hans. — Ekkert. Gleymdu ekki skál- inni, sem við'ætluðum að drekka. Þau lyftu glösunum og hún sagði: Ég óska þér hjartanlega til hamingju, Chris. — Þakka þér fyrir sagði hann. Hann færði stólinn .sinn nær Jenny — Fran kemur á morgun — á sama tíma og ég kom. — Hvers vegna kom hún ekki með þér f dag? — Af því að hún á svstur í Lond- on, sem hún hefur ekki séð lengi, en hefur nýlega gengið .undir alvar legan holskurð. Og þagar Fran stakk upp á að hún yrði í London í nótt og heimsækti hana, far.nst mér það vel til falliö. Þá gat ég líka sagt þér fréttina í næði. Jenný hló. — Þakka þér fyrir nærgætnina. - — Já, ég var að segja þér, að ég hefði kviðið fyrir þessu, Jenny. — Hvers vegna? Ekki þurftirðu að spyrja mig um leyfi til að gift- ast aftur. — Ég veit það, góða mín. En mér fannst aö þetta mundi koma dálítið flatt upp á þig. Að þér mundi finnast, að ég hefði getað sagt þér það fyrr. En rhér finnst sannast að segja, aö það hefði veriö dálítið erfitt að gera þér .grein fyrir þessu í sfmskeyti, og ástarsaga okk ar Fran hefur eiginlega verið líkust hvirfilvindi... Hún tæmdi glasið og þótti vænt um aö innihaldið var sterkt. Hún reyndi að láta sér finnast að þetta væri ókunnugur ungur maður, sem sat þarna og var að segja henni frá giftingu sinni. — Segöu mér nánar frá þessij, Chris. Hann lét ekki standa á því. Hann var enn ókunni ungi maðurinn, ekki sá Chris, sem hún hafði verið svo innilega ástfangln af og sem hún þangaö til fyrir fáum mínútum hafði vonað að eignast fyrir mann. Meðan hann var að segja frá, sá hún f anda Fran, háa, granna og dökkhærða — og ótrúlega fallega. Hún sá þau hittast í kokkteilboði. Hún sá þau borða miðdegisverð saman daginn eftir. Enginn efi hafði verið til í sál hans, sagöi hann, undireins frá fyrstu stundu, um að þetta væri konan, sem ætti að skipa auða sessinn, sem Sally Bergstaðastræti 15 (gengið inn frá Spítalastfg) -formaf ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annaS hundraS tcgundir skópa og Iitaúr- val. Allir skópar mcð baki.og borðplata sér- smíðuð’. Eldhúsið fæst með hljóðcinangruð- um stólvaski og raftxkjum af vönduðustu gcrð'. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skjpuleggjum cldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlcga hag- stætt verð. Munið að söluskattur cr innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og lækkið byggingakostnaðinn. jLÍÍÍi^ftæ ki HÚS&SKIPhf. METZELER hjólbatðamir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzlnsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.t. Ármúla 7. Simi 30501 A -_nna Aerzlunarfélagið h.f. Skipholti 15 Sfmi 10199 'INTHEHARBOR. WAS A SH/P.., ON THE BEACH A BOAT... HIOST WONPEA- FOL OFAU-A GROUP OF WH/TE MEN MOV/NG ABOl/T.. MVsF/RST /MPULSE NAS 70 RUSH FORWAPÞ AND GPEET THEM... ' THEN A STRANGE th/ng HAPPENEP... AN ARGUMENT ENSUED - A SHOTRANG OUT-AND A B/G MAN FELL FACE OOWM ON THE SHORE/ Joi« CsiA wö Ég var á heimleið til kofans þegar furðu- lega sjón bar fyrir augu mín. I höfninni var skip, á ströndinni bátur ... og það bezta af öllu: hópur hvítra manna, sem var á gangi. Fyrsta viðbragð mitt var að geysast fram og heilsa þeim. Þá skeði einkennilegur hlutur. Deilur upp- hófust, skot kvaö við og stór maður féll á grúfu á strandina. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.