Vísir


Vísir - 26.10.1966, Qupperneq 4

Vísir - 26.10.1966, Qupperneq 4
VI S IR . Miðvikudagur 26. október 1966. imdallur Ritstjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson — Þorsteinn Pálsson Þankar um framtíð NATO „Hvað er framundan hjá NATO?“ er spuming, sem margir velta fyrir sér um þessar mundir. Einkum eftir að Frakkar tóku að iosa um tengsl sín við bandalagið hefur mönnum orðið tíðrætt um framtíð þessa öfluga vamarbanda lags, sem trvggt hefur öryggi Vestrænna ríkja í nær tvo ára- tugi. NY KYNSLÓÐ VAXIN ÚR GRASI. Áður en vikið er að framtiðar- horfunum er rétt að'hyggja lítið eitt að fortíðinni. Tíminn er svo fljótur að líða, að heil kynslóð er vaxin úr grasi, síðan Atlants- hafsbandalagið var stofnað. Sá gjörvilegi hópur, sem nú situr á bekkjum menntaskólanna dægr- in löng, var því óborinn, þegar þeir atburðir voru að gerast, sem leiddu til stofnunar NATO. Fyrir u.þ.b. 18 árum var mikil vá fyrir dymm í Evrópu. Skammt var þá liðið frá lokum heims- styrjaldarinnar, þegar fólk trúði því, að ævarandi friður hefði verið saminn. En reyndin hafði orðið önnur. Meðan vestræn ríki afvopnuðust hvert af öðm, beitti forysturíki heimskommúnismans blóðugu ofbeldi til að ná undir sig hverri þjóðinni af annarri. ÖIl Austur-Evrópa hafði verið hneppt í fjötra: 91.9 milljónir manna á 1.019.300 ferkflómetra lands- svæði. Þannig hljóðar í tölum sú harmasaga, sem knúði frjálshuga menn til dáða, og eru þá ekki raktar persónulegar hörmungar neins f hópi milljónanna, sem þama sáu vonir sínar bresta. AFREK NATO. Helzta afrek Atlantshafsbanda- lagsins er að hafa stöðvað þessa ógnarþróun. Síðan bandalagiö var stofnað, hefur ekki ferþumlungur lands á vamarsvæði þess glatazt undir yfirráö ofbeldisaflanna. Og í skjóli varnanna hefur þróazt meiri velmegun en dæmi em til annars staðar. Þetta eru stað- reyndir, sem ekki verða hraktar. En jafnframt hefur bandalagiö unnið mikilsvert starf utan hern- aðarsviðsins. Er það m. a. ánægju- efni fyrir íslendinga, svo frábitnir hemaði, sem þeir hafa öldum saman verið og eru enn. 1 þess- um efnum má m. a. nefna stuðn- ing bandalagsins við margs konar vísindastarfsemi. Nýlega var í fslenzkum blöðum sagt frá styrkveitingum úr vísindasjóði NATO. Var þar samtals um að ræða nokkuð á 4. hundrað þúsund krónur, sem m.a. vom veittar ungum læknum til framhalds- því rétt að huga svolítið að því sjónarmiði. Enn sem komið er hefur ekki örlað á þvf, að Sovétveldið drægi úr vígbúnaði sínum. Er þvert á arstefnu verði farið að gæta fyrir alvöm í Evrópu fljótlega eftir árið 1970. Undirróðursstarfsemi kommún- ista í Afríku, Asíu og Suður- í þessari glæsilegu byggingu eru til húsa flestar stofnanir og Byggingin, sem er eins og „A“ í laginu stendur á S ignubökkum. Var en áður vom aðalstöðvamar í Palais de Chaillot. 4.. <4». m tík v1 móti mikið kapp lagt á aö hafa hernaðartæki öll sém nýtízkuleg- ust — og ríkir þar áfram sú stefna að farga engu fyrr en feng- iö er annað betra í staðinn. Fer um 15% þjóðarframleiðslunnar til hernaðarþarfa, þar sem aftur á móti ríkin vestan megin jám- tjaldsins verja frá 1,4—9,8% (meðaltal allra NATO-ríkjanna er 4,9%) í varnarskyni. — Tæpt verður óneitanlega, eftir allt sem á undan er gengið, aö treysta því, að forvígismenn kommún- ismans mundu láta tækifæriö til auðfenginna yfirráða ónotað, ef vestræn ríki legðu niður varnir sínar. Enda er lokatakmark heimskommúnismans óbreytt, þótt forvígismenn hans hér í álf- unni hegði sér nú nokkru frið- samlegar. En jafnvel þótt gálausleg bjart- sýni yrði látin ráða í afstöðunni til Sovétveldisins, hvað er þá að segja um félaga þeirra á austlæg- ari slóðum? .Gefur vaxandi hem- aðarmáttur þeirra fr-jálsum þjóö- um tilefni til að leggja niður vamir sínar? Varla. Þó að kín- verska alþýöulýðveldið sé enn nægilega Iangt í burtu til þess að hér sé hægt að henda góðlát- legt gaman að „menningarbylting unni“ þar í landi, er það engu að síður álit þeirra, sem gerst mega vita, að hinnar kínversku hemað- náms ytra í sérgreinum, er þeir höfðu valið sér. Á sínum tíma styrkti NATO m.a. þróf. Niels Dungal til fyrirlestrahalds úti í heimi um krabbameinsrannsóknir sínar, og hér hafa verið ágætir fræðimenn erlendis frá og flutt fyrirlestra viö Háskóla Islands á sviði lögfræði o.fl. Hér hefur aðeins verið drepiö á eitt svið — og þá látið liggja í láginni árangursrikt stjórnmála- samstarf ríkjanna, sem átt hefur sér stað innan Atlantshafsráðsins — æðstu stofnunar bandalagsins. Þar hittast fastafulltrúar ríkj- anna, með aðeins y2 klukku- stundar fyrirvara, ef nauðsyn krefur, til þess að ráðgast við um hverskyns sameiginleg vandamál. Er þama um að ræða ómetanleg- an vettvang vinaþjóða, sem þurfa margs að gæta í viðsjárverðum heimi. ER TÍMABÆRT AÐ LEGCWA NIÐUR VARNIRNAR? Sá mikli árangur, sem NATO hefur náð, veldur því, að fæstum kemur til hugar að hægt sé að draga verulega úr alhliða starf- semi þess, án þess að samvinna Atlantshafsríkjanna bíði við það hnekki. Sumir segja þó, að nú sé svo miklu friðsamlegra I heim- inum en áður, að óhætt hljóti að vera að slaka á vömunum. Er deildir Atlantshafsbandalagsins. hún tekin f notkun síðla árs 1959 Ameríku er þllum of kunn, til þess að fara þurfi um hana mörg- um orðum. — Allt ber þetta að sama brunni: Of snemmt er enn — því miður — að leggja vamimar nið- ur. ÞÖRFIN FYRIR NATO. Meðan svo er, hlýtur Atlants- hafsbandalagið að halda áfrara starfsemi sinni. Breytir afstaða Frakka engu um þá grundvallar- staðreynd. Hin ríkin fjórtán hafa þegar tekið af allan vafa þar að lútandi. Þó að einstrengingsleg stefna de Gaulle valdi óneitanlega nokkrum erfiðleikum, er einnig á hitt að líta, að t.d. flutningar aðalherstöðva bandalagsins I grennd við Brussel skapar tilefni og tækifæri til umbóta og endur- skipulagningar, sem fengin reynsla getur lagt grundvöll að. Sama verður eflaust uppi á ten- ingnum á fleiri sviðum, enda hafa um hríö átt sér stað í löndum bandalagsins frjóar umræður um framtíð þess. Margt bendir því til þess, að upp úr því millibilsástandi, sem segja má að nú ríki, muni At- Iantshafsbandalagið va.xa styrk- ara en nokkru sinni fyrr, e.tv. í einhverri þeirri mynd, sem geri þvf kleift að leggja enn þyngri lóð en áður á vogarskálar öryggis og framfara við Atlantshaf og í heiminum yfirleitt. Hefur það þó þegar fengiö meiru áorkað en hin- ir bjartsýnustu þorða að vona. Skattsvikarar Bítlainnflutningur og Bingó Um þessar mundir er mikið rætt um innflutning á erlendum bitlahljómsvcitum til hljómleika halds hérlendis. 1 sambandi við þennan innflutning vekur það al- menna athygli, að félög, sem undanfama áratugi hafa lagt rækt við iþróttaiðkanir, virðast nú hafa kúvent sínum fyrri hug sjónum og snúið sér að aukinni útbreiðslu bítlamennsku, lubba mennsku og lúsablesahætti. Þetta má ætla sem rétt ef farið er eftir auglýsingum dagblað- anna um erlenda bitlahljómleika en þar með er ekki öll sagan sögð. Það hefur nefnilega kom- ið í ljós, að á bak við þennan óþrifainnflutning standa einka- aðilar hér í borg og í þeirra vasa rennur allur sá ágóði sem af þessu hljómleikahaldi hlýzt og allt skattfrjálst. Óljúgfróðir menn tjá okkur að hér sé um svimandi háar upphæðir að ræða. Eina fyrirhöfnin er að henda fáeinum skitnum „haltu kjafti-seðlum“ í knattspymufé- lag nokkurt hér í borg. Þá höfum viö og fengið spum ir af þvi að annað iþróttafélag hér hafi gerzt leppur fyrir bingo haldara nokkurn og umsvifa- mann, en tekjumar fara í heilu lagi, og það skattfrjálsar i vasa bingohaldarans, utan fáeinar krónur sem „knattspyrnufélag- ið“ fær, sem þóknun fyrir að selja nafnið. Háfleygir gárungar segja að iþróttahreyfingln selji sig nú til vændis fyrir 30 silfur peninga. Nú spyrjum við, er hægt að Framh. á bls. 6. AÐALFUNDUR HEIMDALLAR verður huldinn í Sigtúni í kvöld kl. 20,30 Venjuleg uðulfundurstörf — Stjórn Heimdullur

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.