Vísir - 26.10.1966, Síða 11

Vísir - 26.10.1966, Síða 11
Síðasta mikla fegurðarlyfja- drottning heimsins, Elizabeth Arden lézt fyrir skömmu í New York 81 árs að aldri. Góð vinkona hennar og erfið- ur keppinautur Helena Rubin- stein hvarf úr þessum jarðneska heimi fyrir nokkrum árum. Hún varð meira en níræð og var jafn vel á síðustu árunum svo hress að hún hræddi vopnaða ræn- ingja út úr íbúð sinni í Fimmtu breiðgötu. Elizabeth, sem átti snyrtistof- ur í fleiri en 50 borgum og var velþekkt nafn konum um allan heim var einnig kraftakona. Hún hafði ekki áhuga á neinu nema þrem hlutum. Dollurum, sem hún fékk í tugmilljónatali. Fegurð, sem hún gaf eöa hélt að hún gæfi hundruðþúsundum kvenna. Hestum, sem hún elsk- aði. Þaö var sagt um Elizabeth Arden, að hún færi með kven- fólkið eins og hesta og hestana eins og konur og það er nokkuð til í því. Hún var ströng og heimtufrek gagnvart kvenfólk- inu en blíð og ástúðleg við hest- ana. Gæðingamir hennar bjuggu í hesthúsum þar sem var sérstakt loftræstingarkerfi og þeir voru nuddaðir með Ardenkremum daglega. Knöpunum var bannað að nota svipuna — nema þegar þeir gátu unnið inn mikla pen- inga með því. öll hesthúsin vom máluð í skærrósrauðum lit. Og ekki aðeins hesthúsin. Elizabeth Arden fædd Florence Nightingale í Toronto, hafði mikið dálæti á skærum litum. Allar vistarvemr hennar voru málaðar í skæram litum, öll eft iriætisföt hennar vora f skæram litum og hún gekk alltaf i skær- um litum. Til þess að vera í mótsögn við hina svartklæddu og viðskiptalega sinnuðu Hel- enu Rubinstein, reyndi hún aö koma fram sem kvenleikinn holdi klæddur — en með léleg- Klukkan, sem gengur fyrir hitabreytingum „Atmos“klukkan var nýlega sýnd á sýningu í London á nýj- ustu klukkutegundunum. Hún gengur fyrir afli, sem hún fær frá hitabreytingum 1 loftinu um hverfis sig. AÖeins tveggja gráða hitabreyting veitir henni nóg afl til þess að ganga í tvo sólarhringa. Sýningardaman heitir Ann Aldred og er alls ekki sýningardama aö atvinnu heldur „veðurstúlka" í brezka auglýsingasjónvarpinu. Hún fór með kven- fólkið eins og hesta Slæst við Á sunnudaginn kom Oleg Vid ov, rússneski leikarinn til Dan- merkur, en þar á hann að eyöa heilli viku í að slást við íslenzk- an samstarfsmann, eftir því sem dönsku blöðin segja, og jafnvel að horfast f augu við lif- andi úlf. Þau segja að þetta séu allra síöustu atriðin í „Rauðu skikkjunni", sem nú er verið að taka í Danmörku. Á sunnudag- inn hafi einnig Gabriel Axel Islending í leikstjórinn og annað kvik- myndatökufólk komið aftur til Danmerkur eftir að innanhúss- tökunum var lokið í Stokkhólmi Einn af stjómendunum Just Betzer leitaöi að á á Norður- Sjálandi, sem gæti komið í staö- inn fyrir íslenzkt vatnsfall f at- riði þar sem Oleg Vidov á að berjast við Gísla Alfreðsson, sem leikur Sigvalda son Sig- varðs konungs. Þar að auki á heila viku Oleg Vidov einhvem tíma í vikunni aö fara til Jótlands þar sem hann á að standa andspæn is lifandi úlfi. Á íslandi er sagt hafi hann ekki komizt f skot- færi með myndavélina við þannig skepnu á meðan á myndatökunni stóð f sumar en nú hafi heppnazt að finna úlf, sem sé geymdur í Djursland á Jótlandi í rúmgóðum helli. um árangri. Frú Rubinstein safnaöi listaverkum, frú Arden — gift og skijin í tvígang — safnaði að sér frægu fólki og veizluboöum. ^ Vinátta þeirra tveggja brást aöeins einu sinni: þegar frá- skilinn maki Elizabeth, Thomas Lewis fór yfir tíl Helenu, sem gerði hann að forstióra í fyrir- tæki sínu. Duglegur forstjóri, sem stal mörgum viðskiptavin- Starfsferill Elizabeth Arden hófst 1908, þegar hún fékk at- vinnu á snyrtistofu í New York. Hún lagöi til hliðar um 50 þús- und krónur og opnaði sína eig- in stofu sem brátt varð að stóru fyrirtæki. Þrátt fyrir það að um setningin skipti milljónum vakti hún sjálf yfir hverju smáatriði og vann fram á sfðustu stundu í salarkynnum sínum við nr. 691 Fimmtu breiðgötu. Bíó-ónæði Hundafár Cr bréfi frá fyrrverandi hund eiganda. Þar stendur m. a.: „Og þá fengum viö hundapest í landið, þrátt fyrir aliar varúð- arráðstafanirnar, enda var hundahald orðið talsvert í bæn- um, og þá auðvitað mestmegnis af óiöglega innfluttum hundum frá ýmsum Iöndum og af öllum mögulegum tegundum. Mér er nær að halda, að ástandið væri betra í þessum efnum, ef hunda hald væri leyft með einhverjum skilyrðum, og þá innflutningur frá þrifnaðarlöndum, og þá að sjálfsögðu að þvi tilskildu, að nauðsynlegar öryggisreglur yrðu í heiðri hafðar, t. d. bólu- setnlngar og einangran f sam- ráði við dýralækni, fyrst eftir komu hunds til landsins. Ein- hliða bönn eru alltaf neyðarúr- ræði, og er þvi miður alltaf hætta á að slik bönn séu brot- in, því að skilningur fólks á hvers vegna bannið er svo ein- hliða, hefir kannsk) ekki verið gert nóg af, að útskýra. Fólk gerir sér ekki grein fyrir, hvaða ábyrgð það tekur á sig með því að flytja inn hunda ólöglega. En eitt finnst okkur blaðales- endum skrýtið, aö veikinnar skuii fyrst verða vart austur í Dyrhólahreppi og örfáum dög- um síðar á öðrum stöðum, m. a. á elna hundabúi landsins og þá era þar fleiri sjúkir hundar. Hefir sjúkdómurinn þá ekkl frek ar dreifzt þaðan, sem hundam- ir eru margir saman og út í dreifbýlið, með t.d. veiðihund- um, því ekki kaupa bændur smalahunda sína erlendis frá. Ég hefi nokkrum sinnum kom ið í þetta svokallaða hundabú, og hefi aldrei dáðst að aðbúð- inni þar, t. d. brlfnaðlnum.- Að vísu þekki ég ekki hvemig hlið- stæðar stofnanir eru reknar er- lendis, en ég held, að á þessu „menningarsviði“, séum við áreiðanlega eftlrbátar, þvi að það hlýtur að vera algjört „hundalíf“ hjá kvikindunum í hinni innlendu stofnun. Þrifnað verður að hafa i heiðri, líka þar sem skepnur eiga að þrífast heilbrigðar, og beri eitthvað út af, hlýtur að vera verra að fást við pestir ef þrifnaður er ekki nægur. Ekkj ber að efa að slík húsdýrabú séu undir reglulegu eftirliti dýralækna." Svo mörg voru þau orð. Ég skrapp í Gamla Bíó á e sunnudagskvöldiö 23. okt. s.I. J til að sjá hina ágætu mynd • Walt Disneys, Mary Poppins. • Það varð mér og fleiri sýningar- J gestum til sárrar skapraunar, aö • ungir menn höfðu uppi háreysti , * og framíköll, vegna ölvunar eða • kjánaláta. í fyrsta lagi ð ekki • að hleypa ölvuðu fólki inn i J kvlkmyndahús og f öðru l"gl, ef • slíkt yfirsézt eðá ef um kjána- J læti er að ræða, þJ á að visa J slikum piltum tafarlaust út. Það J munu vera nokkur brögð að J slíkum látum i kvikmyndahús- J um, án þess að slíkt sé átalið. J Þrándur I Götu. ÞRÁNDUR I GÖTU

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.