Vísir - 26.10.1966, Side 15
V1SIR . Miðvikudagur 26. október 1966.
15
EFTIR: CAROL 6AYE
8~ *
auna
* ☆
☆ ★
■
/ •
spain
Fran tyllti sér á tær og kyssti
hann.
— Það geri ég, en það stafar af
því að ég hef gaman af fallegum
fötum. Er ég ekki heppin að eiga
móður, sem heimtaði að ég ætti
marga fallega og dýra kjóla?
— Jú, en ég ætla aö vona að þú
væntir ekki af manninum þfnum
að hann gefi þér jafn dýra kjóla
í staöinn, þegar þú ert orðin leið
á þeim sem þú átt núna.
— Vertu óhræddur um það. Fram
vegis ætla ég að kaupa tilhúna
kjóla — helzt frá fyrra ári.
— Sem betur fer þarftu þess
ekki.
Allir kaupa tilbúna kjóla núna,
sagði Jenny, dálftið hvasst. —
Nema kannski verulega ríkt fólk.
Það munaöi minnstu að hún
bætti við: — Og Fran.
Hve langt yrði þess aö bíða að
Chris uppgötvaði að Fran var lyga-
laupur? Eða var það kannski of
djúpt tekiö í árinni? Hún var hrædd
um, að það væri ekki of fast að
orði kveöið.
— Ef þið eruð tilbúnar báðar,
finnst mér aö við ættum að halda
af stað, sagði Chris.
Þau ætluöu í garðveizlu á Up-
lands Hall. Skemmtunin var hald-
in 1 góðgeröaskyni og Eidridge lá-
varður og frú hans, sem átti óð-
alið, voru vön að ljá þa% til svona
samkvæmis á hverju ári. Jenny
hefði helzt viljað komast hjá að
fara í ár, en bæði Fran og Chris
heimtuðu að hún kæmi líka. Og
eins og oftar lét hún undan.
Um leið og Chris lagði bílnum
sagöi hann við Fran: — Nú verð-
ur þú að vera þægileg og ljúf við
fjölda af fólki, sem þú hefur aldrei
séð áður.
— Helduröu að þu þekkir marga
af þeim sem koma hingað?
— Vafalaust. Ég hef átt lengi
heima hénia, eins og þú veizt.
Jenny hafði gleymt hve marga
vini og kunningja Chris átti. Hún
hafði ekki umgengizt margt fólk
þetta ár, sem hún hafði verið ein í
High Trees með börnin.
Kona Sykes hershöfðingja, sem
Jenny hafði aldrei verið sérlega
hrifin af, tók hana afsíðis meðan
Chris og Fran voru að tala við
manninn hennar. — Það er gam-
an að hr. West skuli hafa gifzt
aftur. Við tókum okkur þetta slys
svo nærri, maðurinn minn og ég.
Það er gaman að sjá hann glaðan
aftur.
— Já, það finnst mér.
— Og svo er þetta miklu betra
fyrir bömin. Eru þau hérna líka
núna?
— Nei, okkur fannst þau vera of
lítil til þess.
— Það var léiðinlegt. Hérna er
sérstök skemmtun fyrir litlu böm-
in. Bæði bamabömin mín eru
héma og skemmta sér ágætlega.
Og þau eru ekki eldri en Michael
og Claire.
Jenny hafði vitað að þarna hafði
verið séð fyrir skemmtun handa
bömunum. Hún hafði minnzt á
það yfir morgunverðinum, en Fran
hafði sagt að sér fyndist fráleitt
að fara meö þau. Þau yrðu aðeins
til óþæginda og kæmust í æsipg
á eftir. Og af því að Chris hafði
ekkert lagt til málanna, hafði
Jenny ekki sagt meira um þetta.
En hún hafði eins o? oft áður
farið að hugsa um hve lengi Chris
mundi láta allt eftir henni og fara
að vilja hennar í öllu. Hann gerði
sér kannski ekki grein fyrir þessu
sjálfur. En hann var orðinn eftir-
látari við hana en hann haföi verið
í fyrstu. Jenny varð ljósara með
hverjum degi, að hann elskaði Fran
meir en hann hafði nokkurn tíma
elskað Sally.
Ef til vill stafaði þetta af því að
þau Sally vora bæði komung þeg-
ar þau giftust. Það hafði verið
æskuást og kunningsskapur í sam-
einingu. En Jenny fann að tilfinn-
ingar hans til Fran vora allt öðru
Passamyndir
Teknar í dag — Tilbúnar á morgun.
Sér tímar eftir samkomulagi.
Ljósmyndastofa Péturs Thomsens
Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl.
7 sími 24410.
vísi. Fran var tælandi og lokkandi
en þaö hafði Sally aldrei verið.
Fran hafði einhvers konar út-
streymi, sem enginn karlmaður
gat staðizt.
— Halló Jenny.
Jenny leit aftur fyrir sig og
horfði í augun á Robert Drake.
— Nú er oröið býsna langt síðan
við höfum sézt sagði hann alúö-
lega. — Ég vonaöi að ég mundi
hitta þig hérna í dag.
— Ég skil ekki hvers vegna þú
vonaðir það, svaraði hún kulda-
lega. Hann gat varla hafa gleymt
því, aö síðast, þegar þau hittust
haföi hún sagt, að hún óskaði ekki
að sjá hann aftur. Og hann gat
heldur ekki hafa gleymt ástæðunni
til að hún sagði það.
— Ertu mér reið ennþá?
— Já, mjcg.
— Af því að ég bauð þér i helg-
arferð. Góða Jenny, skelfing get-
urðu verið gamaldags.
Jenny langaði til að berja hann.
Hana langaöi til að segja honum
að hún væri ekkert bam og ekki
gamaidags. Hún þoldi ekki þennan
hæðnishreim í rödinni. Hún þoldi
ekki neitt í fari hans. Hann var
að vísu laglegur — alltof lag-
legur. Og hún þoldi ekki þessi
fallega sniðnu föt hans, sem
hæfðu alltof vel við svona tækifæri.
Og verst af öllu var augnaráðið
hans. Henni fannst þessi augu sjá
gegnum sig, og það fannst henni
allra verst.
— Þama ertu þá Jenny. Við vor-
um að leita aö þér. Nú voru Fran
og Chris komin til hennar.
— Ég var ekki langt undan,
sagði Jenny, og bætti svo viö: —
Þú hefur líklega ekki kynnzt Robert
Drake, Chris? Robert — þetta er
Christopher West — og frú West.
— Þér eigið heima á Layton Hill
heyri ég, sagði Chris hæversklega.
— Já, ég hef verið þar í meira
en 6 mánuði. Ég kann ágætlega við
mig þar, en þó lízt mér betur á
húsið yðar.
Chris áttaði sig ekki á þessu. —
Ég vissi ekki að ...
— Robert heimsótti mig nokkr-
um sinnum meðan þú varst erlend-
is, sagði Jenny kaldranalega.
Fran brosti hlýlega til Drake. —
Þér megið til með að koma oftar,
herra Drake. Okkur Chris þætti
afar vænt um að fá að sjá yður —
er það ekki Chris?
— Vitanlega, sagði Chris jafn
kurteislega og áður.
Fran leit í kringum sig og sagði
svo: — Þetta er f fyrsta skipti sem
ég kem á svona hátíð í Englandi...
Hún tók undir handlegginn á manni
sínum og sagði: — Hvað eigum
við nú að gera? Við verðum líklega
að kaupa eitthvað í þessum búðum?
— Ekki f þeim öllum fyrir alla
muni, sagði Chris.
— Þið ættuð að láta lesa í lófa
ykkar, sagði Robert Drake. — Það
er gamall sígauni í tjaldinu þama
og allir segja að hann sé ótrúlega
snjall.
Fran hló dátt. — Það væri gaman
Mig hefur alltaf langað til að láta
spá fyrir mér. Gefðu mér peninga,
Chris. Ég gleymdi auðvitað að taka
með mér aura.
Hann tók upp nokkra seðla og
smápeninga. — Þetta ætti að duga
handa ykkur Jenny báðum. En
bíddu við, ég held að laföi Eldridge
sé að horfa á okkur. Mig langar
til aö kynna þig henni, Fran.
Þau töluöu dálitla stund viö lafði
Eldridge og Fran var heillandi. -
Nú stóðstu þig vel, sagði Chris
1 eftirá. — Lafði Eldridga varð svo
hrifin af þér, að hún vill eflaust
há í þig hvenær sem hún gengst
1 fyrir einhverjum Ifknarsamkvæm-
um. Hún er formaður í öllum hugs-
anlegum félögum. Kvenfélögum,
mæðrafélögum og hvað það nú heit
ir allt saman. Og hún tekur ungar
stúlkur, sem lent hafa í vandræð-
um undir vemdarvæng sinn.
— Þar getið þér eflaust veitt
mikla stoð, frú West, sagði Robert
Drake, og það fór ekki framhjá
Jenny hvernig Fran og hann litu
hvort á annað. Hana langaði til að
ná f Fran afsfðis og segja henni
meiningu sfna. En það mundí koma
að litlu haldi að áfellast Fran fyrir
það ,að hún lét sem hún hefði aldrei
-formaf
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harð'plasti: Format innréttingor bjóSa upp
á annaS hundrað tegundir skópa og litaúr-
vol. Allir skópar mcS baki og borðplata sér-
smíðuff. Eldhúsiff fæst meff hljóffcinangruff-
um stólvaski og raftækjum af vönduffustu
gcrff. - Scndiff cffa komiff meff mól af cldhús-
inu og viff skipuleggjum eldhúsiff samstundis
og gcrum yffur fast verfftilboff. Ótrúlega hag-
stætt verff. Muniff aff söluskattur er innifalinn
í tilboffum fró Hús & Skip hf. Njótiff hag-
stæffra greiffsluskilmóla og ——
(ækkiff byggingakostnaffinn. jCííRAFrÆTi
HÚS & SKIP hf. tAUGAVKfll 11 ■ SIMI >1515
nTH£ GROUP APPRMCH&) JHP
CAB/N...THEN A SA/LOA
CAUGHT S/GHT OF THB
NOT/CE Z HAP POSTBD...
T
A
ft
Z
A
fiS
Hópurinn nálgaöist kofann ... þá kom sjó-
maður auga á tilkynninguna, sem ég hafði
fest upp.
^HE APPAPENTL y COULON'T
PEAP, SQ CALLED:
'H/, PEPPESSEP. STEP
FCR'PP ANP PEAP THE
BLOOM/N' NOT/Sy'...
Hann gat sýnilega ekki lesið svo að hann
kallaði: halló, prófessor, komdu hingað og
lestu bansetta tilkynninguna.
qc beasts-
thinös which i
'tarzan watches. '
TARZAN Of THE APES.
Þetta er hús Tarzans, villidýraeyðara. —
Skemmið ekki hlutina, sem Tarzan á. Tarzan
hefur gætur á. — Tarzan apanna.
séð Drake áður. Þetta kom Jenny
ekkert við ... Og Fran mundi ekki
láta standa á því að segja henni
það.
Nú tók Fran í handlegginn á
Jenny: — Líttu á — þetta hlýtur
að vera sígauninn sem Robert
Drake var að tala um.
Gamall, þeldökkur maður gekk
að tjaldi, sem stóð skammt frá
þeim. Hann var-f sfgaunabúningi
Orðsending
Nú geta þeir bíleigendur, sem aka
á hálfslitnum eða slitnum sumar-
dekkjum látið br-eyta þeim í snjó-
munstruö-dekk á aðeins 20 mín. og
kostar aðeins frá kr. 100 (pr. dekk)
Verið hagsýn og verið á undan
snjónum. Við skoðum ykkar dekk
aö kostnaðarlausu.
Opið virka daga kl. 8-12.C3 og
14-20, laugardaga frá kl. 8 -
12.30 og 14 -18, og sunnudaga
eftir pöntun I síma 14760.
MUNSTUR OG
HJÓLBARÐAR
Bergstaðastræti 15
(gengiö inn frá Spítalastíg)
METZELER
hjólbarðarnir eru sterkir og
mjúkir, enda vestur-þýzk aæðs-
vara.
Hjólbarða- og benzinsalan
við Vitatorg. Sími 23900
Barðinn h.f.
Ármúla 7. Sími 30501
A -_nna Verzlunarfélagið h-f.
Skipholti 15. Sími 10199
■ - -»