Vísir - 09.11.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 09.11.1966, Blaðsíða 11
ÞÆR FÁ EKKI FRÍDAG FYRR EN 1968 „The Surpremes" gleymn sér þegur þær synjja — en þénn þó yfir 300 þúsund krónur ó kvóldi Þa5 leit út fyrir hreinasta vandræfiaástand i skólamálum i Sviþjóð, þegar kennaramlr tóku allt í einu upp á þvi að fara í verkfall nú í haust. Það kom þó ekki til vandræöaástands, þvert á mótL Rekstur skólanna gekk svo vel á meöan þeir voru i verk- fallinu að nú, þegar verkfallinu er lokið, er hætt við að þeim finn ist þeim vera ofaukið i skólunum — nemendurnir hafa sýnt að þeir eru einfærir um að sjá um sin fræðslumál. Þegar til verkfallsins kom, fóru nemendumir ekki eins og viö hefðj mátt búast, heim, fleygðu bókunum út í hom og lögðust í leti, guðsfegnir að vera nú laus- ir viö skólann. Nei, þeir sáu sem var, að verkfall kennaranna var ekki aðeins launatap þeirra sjálfra, heldur fór þama dýrmæt- ur tími nemendanna til ónýtis. — Nemendasamband skólanna i Stokkhólmi tók þegar til sinna ráða, skaut á fundi og samdi á mettíma kennsluáætlun fyrir skól ana, þannig að nemendur önnuð- ust sjálfir kennslu og stjórnuðu skólunum undir yfirstjórn nem- endaráðsins. Formaður nemenda- ráðsins, sem var potturinn og pannan í öllu saman, er 17 ára gömul stúlka, Chris Kolm. Chris Kolm er í Whitelock- menntaskólanum í Stokkhólmi, en kennarar við þann skóla fóru ekki í verkfall. Hún lagði sjálf bækurnar á hilluna og var mest umtalaða manneskjan í Stokk- hólmi meðan verkfallið stóð. Hún var á sífelldum hlaupum, á fund- um, heimsótti ,,verkfallsskólana“ o. s. frv. En Hvernig gat hún þetta allt ? — Maöur getur allt, sem mað- ur hefur gaman af, sagði Chris sjálf, er hún var spurö hvemig hún, svona ung stúlka, gæti gert allt, sem hún gerði verkfallsdag- ana. — Ég hef aldrei staðið í neinu þessu líku fyrr, segir hún. Fyrir nokkrum árum var ég óstjómlega feimin. En svo var ég kosin í nem endaráð skólans, sem ég er i og þá komst ég brátt að því að í | því samfélagi, sem við lifum í, j þýðir ekkj annað en að vera á- J kveðinn og þá hvarf feimnin ; næstum því. Hvað ætlar svona stúlka að gera þegar hún hefur lokið j menntaskóla? Fara út í stjóm- í mál eða eitthvað þess háttar? — Nei, ég ætla að verða dýra- | læknir. Það eina sem var slæmt við vinnuna í sambandi við kenn- araverkfallið var hve lítið ég gat sinnt hundinum mínum. „Mér verður illt í botnlangan- um af að sjá alla „fúskarana“, sem aldrei hafa hlotiö ncina frægð, en hegða sér eins og þeir væm stjömur." Þessi viturlegu orð eru höfð eftir 22 ára stúlku- korni, er Diana Ross nefnist. — Nafnið Diana Ross er ekki þekkt en The Surpremes þekkja líklega flestir unglingar og aðrir þeir, sem með pop-tóniist fylgjast. Di- ana Ross er einmitt ein af stúlk- unum þremur, sem nefna sig The Surpremes. Hinar tvær eru Mary Wilson, 23 ára og Fiorence Ball- aid, 22 ára. Þessar þrjár stúlkur eru nú á hátindi frægðarinnar, en leiðin upp á þennan tind var bæði löng og ströng. Stúlkumar ólust upp í fátækra hverfi í bílaborginni Detroit. — Mary var föðurlaus, Diana í hópi 6 systkina og Florence I hópi 12 systkina. Fátæktin var mikil og stærsta ósk þeirra var að fá síma — þaö var mesti munaður, sem þær gátu hugsað sér. í dag búa þær í glæsilegum einbýlishúsum £ fínu hverfunum í Detroit, þar sem bílakóngamir eiga hallir sínar — og stúlkumar þrjár hafa látið setja sima í öll herbergi húsanna. — Draumurinn hefur rætzt. Þær vora 16 ára þegar þær byrjuöu að syngja saman. En eins og fyrr segir var leiðin upp á frægðartindinn löng og ströng. Þær sungu inn á níu plötur áður en þær öðluðust frægð, en þær urðu frægar á endanum og 2 síð- ustu árin hafa 9 af plötum þeirra selzt í meira en 10 millión eintök- um. The Surpremes hafa ekki laust kvöld fyrr en einhvem tima á árinu 1968. Næsta ár eru þær ráðnar til að skemmta á fínustu næturklúþbum í New York og Las Vegas og þar fá þær 8 þús. dollara fyrir kvöldiö, eða um 330 þús. fslenzkar krónur. Dálaglegur • skildingur. Þegar þær komust á toppinn héldu ýmsir að þær myndu verða Bítlar Ameríku, en svo varð ekki því að þær hafa ekki náð þeim geysilegu vinsældum, sem Bítl- amir brezku hafa notið. Þvf má skjóta inn að þegar átti að láta þær slá Bítlaná út sungu þær inn á Long Playing plötu, sem nefndist „A bit of Liverpooí". En þótt þær hafi ekki náð vinsældum og tekjum Bítlanna, þá vinna þær sér inn dágóðan skilding og á síðasta ári vom tekjur hverrar um sig um 20 millj. íslenzkar krónur. Plötufyrirtækið, sem gefur út hljómplöturnar meö The Sur- premes, heitir Tamla Motown og er að sjáifsögðu i Detroit. Það var stofnað fyrir 8 árum og stofn andinn heitir Barry Gordy — nú væntanlegur eiginmaður Diönu Ross. Barry er blökkumaður eins og stúlkumar og sama er að segja um allt starfsfólk fyrirtækisins og listamennina, sem semja lög- in, leika þau og syngja inn á plötur. Öll lögin sem The Sur- premes syngia eru samin af triói sem nefnist Holland — Dosier — Holland. The Surpremes eru að sjálf- sögðu stjörnurnar hjá Tamla Mo- town og fyrir skömmu (ef til vill enn) vom þær efstar á vinsælda- listanum i Bandaríkjunum. Var það plata þejrra sem nefnist „You Can’t Hurry Love“. Um sönginn segja The Sur- premes • „Þegar við syngjum gleymum við öllu“. Chris Kolm, sem tók að sér yfirstjóm skólamálanna i Stokkhólmi. Hún stjóraaði skólunum í Stokkhóhm — meðon kennaraverkfallið stóð yfir Dráttarvélarnar og ungl- ingamir. Vegna tíðra slysa af völdum traktora í sveitum landsins, hafa verið uppi ýmsar raddir um að banna unglingum að aka þessum tækjum vegna slysa- hættunnar, því að það hafa margir unglingar og jafnvel böm, slasazt eða farizt í mörg- um þessara slysa. Spumingin er bara þessi: Myndu bændur hlita algjöru banni ? Myndu þeir ekki f skjóli þess, að ekki kæmist upp. halda áfram að notast við unglinga vlð tratctora-akstur, og þannig væri hættunni ekki bægt frá, þó að nokkrir yrðu handsamað- ir sekir. Það er hætt við að rcglugerð- ir og bönn séu ekki rétta leiðin, þar eð vinuaflsþörfin er svo mikil, að hætt er við, að slysa- hættan yrði sú sama, eftir sem áður. Væri ekki heldur leið til úrbóta að leggja áherzlu á að kenna og þjálfa í meðferð þess- ara tækia, og ennfremur koma á eftirliti með að tækin séu höfð í lagi. Ennfremur þarf að skylda bændur til að setia hlífðargrind eða hús á hverja einustu drátt- arvél, þannig aö síður sé slysa- hætta ef tækln velta eða hvolfa. Ennfremur ber að hafa f huga að viða er f sveitum aðeins mjög fuliorðið fólk, sem getur þvf aðeins búið búi sínu, að það geti komið við fullkomnustu vélum. Margt af þessu fólki mun verr til þess fallið að læra notkun dráttarvélar, heldur en margir unglingar, sem eru mun næmari, ef þeir fá að læra, því ber að leggja áherzlu á þjálfunina heldur en láta ung- lingana læra tökin af siálfu sér, eins og mun vera tilfellið víðá, vegna þess að talið er að verið sé að stelast til þess að láta unglingana fara með þessi hættulegu tæki. Eftirlit meö því að þessar hlífar eða hús séu á dráttarvél- um, og bað að tækin séu . lagi, er miklu betra að framfylgja, heldur en þvf, hvort of ungir strákar aki vélunum, því að slíku er nær ómögulegt að líta eftir. Áróður fyrir rétri notkun á- samt látlausum námskeiðum, sem kenna rétta og gætilega meðferð dráttarvéla, eru lík- legri slysavörn heldur en reglu- gerðir ög bönn. Blessuð síldin og síldar lyktin. Og ioks fengum við Sunnlend ingar dálítinn „smjörþef" af austansíldinni, því að um helg- * ina komu nokkur sildveiðiskip • með síldarfarma hingað suður * til frystingar, alla leið austan J frá Austfjaröamlðum. Væri von- • andi að áframhald vrð| á þelm • flutningum, þvi að enn er sildin • gulls igildi, öðru fremur. Fryst • síld hefur enn ekki lækkað á J erlendum mörkuðum, og mun • þvi möguleiki á að frysta tals- • vert magn af síld, ef hún bara • sýnir sig, sem munu vera góðar • horfur á, að áilti Jakobs fiski- J fræðings. J Og bar eð alltaf fer eitthvað • magn í bræðslu jafnframt mik- J illi frystingu, fer dnál hjá því, • að það taki að lykta frá fiski- a mjölsverksmiðjunnl á Kletti. — • Og þar eö ég tel síldina boða • góðæri, og hinn mesta grósku- J vott, hefi ég heitið þvf að flagga a þann dag, sem penlngalyktin J grúfir sig yfir gluggana mína • helma. • Þrándur í Götu. J ÞRÁNDUR í GÖTU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.