Vísir - 12.12.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1966, Blaðsíða 3
75 V í SIR . Mánudagur 12. desember 1966. Starfsstúlkur deildarinnar að störfum í einni rannsóknarstofunni. Rönfgendeild — rramiiala af bls. 13 skjala úr söfnunum er þar eiga ekki lengur heima o. fl.). T> öntgenrannsóknarstof unum ■^Ahefur verið komið þannig fyrir, að sem greiöastur aðgang- ur sé að þeim eftir því hvaða hlutverki þær þjóna. Þannig hef ur þrem rannsóknarstofum ver- ið komiö fyrir beint andspænis lyftum, sem tengja E-álmuna innbyrðis, en í þeirri álmu verð- ur auk röntgendeildarinnar, slysavarðstofa, tvær skurð- stofudeildir, sótthreinsunardeild og deild sérstaklega ætluð sjúkl ingum, sem þurfa sérstakrar umönnunar við (intensiv care- deild). Er þetta gert með það í huga, að aðeins þurfi að leggja á sjúklinga (t. d. frá slysavarð- stofu) lágmarksflutninga. Rönt- genrannsóknarstof umar eru alls sex. Hafa fimm þegar verið tekn ar í notkun, en sú sjötta, sem eftir er að ganga frá, er rann- sóknarstofa fyrir sérhæfðar rannsóknir og aðrar rannsókn- araðgeröir. Sikulagi og tækjavali £ rann- sóknarstofumar hefur verið hag að þannig, að þær styðji sem mest hvora aðra og geti að ein- hverju leyti komið hver fyrir aðra. Tjær rannsóknir, sem gerðar em í röntgendeiid eins og þeirri, sem komið hefur verið upp í Borgarspítalanum nýja, eiga að ná yfir öll líf- færi innan húðar ef svo má að orði kveða. Meö sérstökum skyggniefnum og með eiginleik- um sjálfra líffæranna er hægt að skoða flest það, • sem ekki verður að utan séð. Þarflaust er að telja öll þau líffæri upp, en þar má rtefna öll meltingar- færi, miðtaugakerfið (þar meö talið heilann), hjartað, æðakerf- ið, bein, þvagfæri o. s. frv. Afkastageta þess hluta deild- arinnar, sem nú er komin í gagnið, er áætluð um 15.000 röntgenrannsóknir á ári við beztu hugsanleg skilyrði, þ. e. að fengnu fullþjálfuðu starfsliöi og með fullri nýtingu tækja og hjálpartækja. Slíkt tekur nokk- um tíma og mun afkastageta deildarinnar því ekki í bráð ná þessu marki. Þörfin fyrir röntgenrannsókn- ir er mikil, segir Ásmundur Brekkan. Þannig er áætlað að í löndum við svipuö skilyrði og hér em, þurfi að skoða um þriðjung íbúafjöldans á ári hverju. Skortur á sérþjálfuðu fóiki til þessara starfa hér á landi er enn mjög tilfinnanleg- ur, segir Ásmundur, en vonandi tekst að ráða nokkra bót á þessu í náinni framtíð. Er iausn þessara mála nú í undirbúningi m. a. i samvinnu við Landspít- aiann og heilbrigðisyfirvöld. Eftir kynnisferö um þessa nýju röntgendeild er augljóst mái, að skipulagning hennar er mjög til fyrirmyndar og er von- andi að fleiri slikar stofnanir taki upp aukna vinnuhagræð- ingu £ starfseminni. Samkvæmt upplýsingum, sem fréttamaöur Vísis hefur aflað sér, er fyrir- komulag allt á röntgendeiidinni nýju að miklu ieyti verk Ás- mundar Brekkans. 1 Bótagreiðslur almanna- trygginganna i Reykjavík Greiðsla fjölskyldubóta í desember hefst sem hér segir: Þriðjudaginn 13. desember hefjast greiðslur með 3 bömum og fleiri í fjölskyldu. Föstudaginn 16. desember hefjast greiðslur með 1-2 börnum í fjölskyldu. Athygli skal vakin á því, að á mánudögum er afgreiðslan opin til kl. 4 síðdegis og auk þess verða greiddar allar tegundir bóta til kl. 5 síð degis föstudaginn 16. desember og laugar- daginn 17. desember. Bætur greiðast gegn framvísun nafnskírtein- is bótaþega. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi á að- fangadag og hefjast ekki aftur fyrr en á venju legum greiðslutíma bóta í janúar. Tryggingastofnun ríkisins. LFORDI FORDIL ORDILF RDILFO ■ DILFOR — alltaf bezta lausnin. — Einkaumboð fyrir ILFORDljósmyndavörur HAUKAR H.F. Garðastræti 6 — Sími 16485 Verzlunin VALBJÖRK Laugavegi 103 Reykjavik Nýtízkuleg húsgögn frá VALBJÖRK, Akureyri, í nýrri verzlun í Reykjavík. Ýmsar nýjungar í húsgagnaframleiðslu, fyllilega samkeppnisfærar því bezta í verði, útliti og gæðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.