Vísir - 13.12.1966, Síða 4

Vísir - 13.12.1966, Síða 4
V IS IR . Þriðjudagur 13. desember 1966. 4 SURTSEY Sigurður Þórarinsson. Nýjar útgáfur á ensku, þýzku og dönsku. fél.m.verð kr. 195.00 r ALMENNA ^ BÓKAFÉLÁGIÐ 3 ÍSLENZKIR MÁLSH Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman. Sígilt uppsláttarrit með yfir 7000 málsháttum. fél.m.verð kr. 495.00. KVÆÐI OG DANSLEIKIR l-ll Jón Samsonarson tók saman þetta grund- vallarrit í þjóðlegum bókmenntum. fél.rrifverð kr. 695.00. ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR í FORNÖLD Afburða ritverk eftir próf. Einar Ólaf Sveinsson, um glæstasta skeið, íslenzkra bókmennta. fél.m.vórð K 295.00. FLUGIÐ FRUMAN HREYSTI OGSJÚKDÓMAR KÖNNUN GEIMSINS MANNSHUGURINN MANNSLÍKAMINN STÆRÐFRÆÐIN VEÐRIÐ VÍSINDAMAÐURINN fél.m.verð hverrar bokar kr 'tkn rin ÞORSTEINN GISLASON, SKÁLDSKAPUR OG STJÓRNMÁL Úrval Ijóða og ritgerða Þorsteins Gíslasonar ritstjóra. I bókinni er m.a. stjórnmálasaga Islands árin 1896-1918. fél.m.verð kr. 350.00. LÝÐIR OG LANDSHAGIR l-ll eftir dr. Þorkel Jóhannesson. Hagsaga íslands og atvinnuhættir, æviágrip merkra manna og bókmenntaþættir. fél.m.verð kr. 590.00. LAND OG LÝÐVELDI l-ll eftir dr. Bjarna Benediktssorþ Samtíðarfrásögn þeirra viðburða, sem hæst ber í sögu fslands á síðustu áratugum. fél.m.verð kr. 590.00. HANNES HAFSTEIN l-lll eftir Kristján Albertsson, ri,thöfund..Ýtarlegasta ritverkið uni sjálfstaéðisbarátfu Islendinga fyrir og eftir síðustu aldamót. fél.m.verð kr. 820.00. HANNES ÞORSTEINSSON, SJÁLFSÆVISAGA Bókin, sem geymd var undir innsigli í áratugi og enginn mátti sjá fyrr en á aldarafmæli höfundar. fél.m.verð kr.. 235.00. KRISTRÚN í HAMRAVÍK eftir Guðmund Gíslason Hagalín. fél.m.verð kr. 195.00. LÍF OG DAUÐI eftir dr. Sigurð Nordal. fél.m.verð kr. 195.00. 6 á méti 6 — Framh. af bls 9 naut fór nokkum veginn á sama veg og voru ekki nein sérstök tilþrif í leik nautaban- ans við nautið. „01é“ Næstur kom svo Jimenez og skar hann sig frá hinum hvað lipurleik og dirfsku snerti. Tókst honum að æsa nautið upp svo að frá viðureign þ^irra fékkst nokkuð gaman. Heyrðust strax velþóknunar- merki frá áhorfendum, sem hrópuðu nokkrum sinum „olé“ f fagnaðarskyni. Komst hom nautsins eitt sinn svo nálægt Jiemenez að það reif rifu á aðra buxnaskálm hans til mikr ils fögnuðar áhorfendum. Eftir leik þennan á hálum vellinum var Jimenez ákaft fagnað i leikslok. „Knapi dauðans" Hemandez var ekki eins heppinn í viður- eign sinni. Hvort sem boli hefur verið illvígari en hinir eða að Hemandez hefur verið óheppinn í þetta sinnið þá tókst bola að ná Hernandez upp á hom sér og varpa hon- um illyrmislega aftur til jarð- ar þar sem hann lá hreyfingar laus um stund. Á meðan fór eins og súgur um áhorfenda- pallana. Hinir nautabanamir þustu að veifandi skikkjum sín um, tveir báru Hemandez til hliðar. Þegar Hernandez rank- aði við sér brölti hann á fætur og bandaði félögum sínum frá sér. Hann haltraöi að nautinu þreif af sér jakkann, fór úr skónum og óð eðjuna að naut- inu með rauða klæðið og sverð ið f annarri hendi. Áhorfendur fundu til samúðar með honum og hvöttu hann áfram en í annað sinh varð Hemandez að lúta í lægra haldi fyrir bola, sem varpaði honum eftir skamma viðureign niður á jörð- ina aftur. Aftur tókst Hem- andez að staulast á fætur, grát- andi af smán og örmagna hallaði hann sér fram á grind- urnar en i siðustu atrennunni tókst honum að bregða bana- stungunni. Ekki líkaði Puerto Rican búa sem , sat í næstu stúku við okkur allskostar við þessi málalok, hrópaði hann hvað eftir annað að gefa ætti nautinu líf og var greinilega á bandi þess. Padron var næstur í röðinni. Nú brá ;vo við, þegar boli kom inn á völlinn að hann reyndi með öllum brögðum að kom- ast út þaðan aftur. Hljóp nautið spottakom meðfram girðing- unni sneri svo við og reyndi að troða sér undir hana nálægt básnum, sem það kom úr. Streyttist það við um stund meðan hlátur kvað við allan hringinn en sá sér svo ekki annars úrkosta en að hlaupa fram völlinn. Stóðu nú nauta- bani og naut augliti til auglitis í fimmta sinnið. Þrátt fyrir ófarir Hemandez var ómögulegt að taka nauta- atið hátíðlega eftir viðureign bola við girðinguna enda fór þetta gaman eins og í'hin skipt in tíðindalítið fram. Það var farið að rökkva, klukkuna var að halla f sex, þegar síðasti nautabaninn kom fram i sviðsljósið, Flores frá Kolumbíu. Höfðum við valið okkur sæti fremst via hringinn og í sætis- röðinni okkar sat ljóshærð stúlka, sem gaf sig á taí við okkur á hinum sígildu inn- gangsorðum „hvort við værum Þjóðverjar". Skýrði hún frá því m. a. að hún væri eiginkona Flores þessa. Var bað bví einri ig í kurteisisskyni við hana að við sátum út þar til síðustu atrennu nautabanans við naut- ið var lokið og var þá aðeins strjálingur eftir af áhorfendum. Skildum við við hana þar sem hún sat eftir og kvöddum hana með mestu virktum. Slys. Það var gott að koma út aft- ur þar sem svalinn af hafinu létti aðeiris af hitamollunni. Ákváðum við að ganga aftur til hótelsins meðfram pálma trjánum og hafinu. Við stóð- um á gangstéttarbrúninni, á undan okkur fóru yfir götuna hjón nokkur augsýnilega ferða- menn. Þau voru nærri komin yf ir þegar maðurinn kastaði sér allt i einu í loft upp, á hann hafði rekist aðvifandi bifreið. Brá okkur harkalega' í brún, eiginkonan kraup kveinandi við hlið manns síns sem rankaði þó fljótt við sér aftur og reisti sig upp við dogg. Stóðum við þama skamma stund, á meðan safnaðist þar að rpannfjöldi, og um íeið var kominn lögreglu bill á staðinn en bílar þessir virðast keyra nött sem dag með sinum bláu ljósum um göt- ur San Juan. Við vorum komin alllangt á- leiðjs að hótelinu, þegar sjúkra- bíllinn keyrði framhjá okkur. Batt þetta umferðarslys snögg- an endi á nautaatsstemninguna á síðdegi „þrungnu geðhrifum hirinar þjóðlegu spönsku Fiesta". Svanlaug Baldursdóttir. Myndsjé — \ Framhald af bls. 3. störfum og skilar þá áliti sínu. Veröur vonandi ekld langt að bíða þess að skóii þessi verði settur á laggimar. Til þessa hafa námskeið verið haldin af fiskmatinu til að bæta úr brýnni þörf fyrir kennslu í fiskiðnaði. en alimargir hafa leitað mennt- unar eriendis í fiskiðnaði ýms- urn. í dag lýkur einu siiku nám- skeiði, tuttugasta námskeiðinu, sem haldið er á vegum fisk- matsins, en 1947 b/'fust nám- skeiðin. Bergsteinn Á. Berg- steinsson, fiskimatsstjóri hefur frá upphafi stjómað námskeið- unum. Kennarar á námskeiðinu að þessu sinni vom þessir, auk Bergsteins: Guðlaugur Hannes- son, gerlafræðingur, Einar Jó- hannsson, framkvæmdastjóri, Karl Bjarnason, deildarstj., Jón Þ. Óiafsson, skirfstofustj., yfir- fiskmatsmennimir Ólafur Áma- son, Finnbogi Ámason og Jón J. Ólafsson, eftirlitsmennimir Guðmundur Jóhannsson, Am- laugur Sigurjónsson, Hans Guð- mundsson, Páll Guðjónsson og Valdimar Þórðarson. Námskeiðið, sem nú er að ljúka, var freðfisknámskeið, en þau eru haldin árlega. Auk þess em haldin námskeið í skreiðar- mati og saltfiskmati, en til- gangurinn með námskeiðunum er að þjálfa upp fólk 1 fisk- matsstörf. Grill-steiktir kjúklingar SMÁRAKAFFI, Laugavegi 178 Lopapeysur í úrvali Litaðar og sauðalitir. Allar stærðir, margar gerðir. Hvergi nieira úrval. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2 Italskir karlmannaskór 1 ' ‘ \. j \ úr boxcalf með leðursólum. Verð aðeins kr. 497.00. Austurstræti og Laugavegi. Nauðungaruppboð Eftir kröfu töllstjórans í Reykjavík verða seldar á nauðungaruppboði alls konar vör- ur vegna ógreidds aðflutningsgjalds m.m. Auk þess verða seldir eftir kröfu lögmanna alls kon^r húsmunir o.fl. Nauðungaruppboð þetta hefst þriðjudaginn 20. desember 1966 kl. 10 árdegis að Höfða- túni 4, hér í borg. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.