Vísir - 13.12.1966, Síða 9

Vísir - 13.12.1966, Síða 9
VÍSIR . Þriðjudágur 13. desember IWvL' ---jmíMÍtm ii <«■., i tSíj;i— —- iri(w“«f"'--iMi«rtti*irwi 6 á HlÓtl 6 nautaat á sunnudagssíðdegi Pineda er tilbúinn með rauöu skikkjuna og korðann til þess að veita bola banastunguna. PUERTO RICO heilsaði Loftleiða-ferðaíöngunum með sólskini og um 30 stiga hita. Þessi hlýindi héldust alla þrjá daga dvalarinnar þar, en ann- að veifið skullu á regn- skúrir svo skyndilega, að það var eins og him- inninn klofnaði og frá hornun streymdi heilt syndaflóð. Cunnudaginn sem þrjú okkar héldu til nauaatsins hafði smárignt meöan á há- degisveröinum í E1 Conventi hóteliriu stóð. Til þessa hádegis verðar bauð Siefert fulltrúi Eastem Airlines flugfélagsins þess þriðja stærsta í Banda- ríkjunum, sem flutti okkur í einni af þotum sínum til eyj- unnar í Karíbahafinu. Borðað í fornu nunnu- klaustri E1 Convento er eitt af mörg um hótelum í San Juan höfuð- borg Puerto Rico. Það er stað- sett í elzta borgarhluta San Juan, sem nú er veriö að endur- byggja i nákvæmri eftirlíkingu sinnar fomu myndar. E1 Con- vento dregur nafn sitt af nunnu klaustrinu, sem var áður þar innan veggja og ber húsið þess glögg merki. Byggingin er skreytt innan í spönskum end- urreisnarstíl og hana einkenna margir bogar. Einkennilegur blær ríkti þar inni þótt staður- inn væri nú útbúinn sem veit- ingastaður og það var ekki erf- itt aö sjá fyrir sér hvemig lífi nunnunnar hafa lifað innan þessara háu veggja þar sem Ijós ið streymdi inn um glugga hátt á veggjum. Eftir að hafa boröað steik matreidda eftir bandarískum matarháttum og máltíðinni var lokið skipist hópurinn. Héldu sumir aftur heim á hótelið en þrjú okkar höfðu látig freist- ast af auglýsingu sem við höfð- um rekið augun í á hótelinu þar sem auglýst var iriikið nautaat. Auglýsingin var nógu glæsi- leg. „Njótið þeirrar æsandi reynslu að vera áhorfendur að miklu nautaati, sem verður þmngið þeim geðhrifum sem hin þjóðlega spánska „Fiesta“ ber með sér. Horfið á bardag- ann og ímyndaðan dauða hinna sex hugrökku nauta“. Nautaatið var haldið í góðgerða skyni fyrir elliheimili fátæku systranna í Puerto Rico. Og auglýsingin lofaði nautabanana sex, sem áttu. að koma fram: Eduardo Landa „goð Venezu- ela“, Nelson Pineda „bezti nautabani Spánverja“, Chucho Herandez „knapi dauðans“ Jorge Jimenez „frægastur í Suð ur Ameríku“, Carlos Padron „listin sjálf í hinum foma bún- ing“ og Luis Flores „bezti banderillero Kolumbíu". Það var þvl ekki án tilhlökk- unar að við ókum áleiðis til Plaza de Toros eða Sixto, Escobar Stadium þar sem nautaatið átti að hefjast kl. 4. Þegar við komum að blámál- aðri byggingunni hafði rigning una hert enn meir. Vorum við fegin að komast I skjól en á- horfendapallamir að nautaats- svæðinu vom yfirbyggðir. Rigningin hafði safnazt sam- an í polla á nautaatssvæðinu og fyrsta veran sem þar birt- ist var maður, sem í algjöm tilgangsleysi að því er virtist skóf eðjuna og stærstu rigning arpollana með áhaldi þar til gerðu. „Síðdegi þrungið geðhrifum.“ Áhorfendumir, sem týndust inn vom túristar, sennilega flestir frá nærliggjandi hótel- um eins og viö. Allir vora létt klæddir í hitanum og margir með sólgleraugu þrátt fyrir sól arleysi. Úr hátölurum sem var komið fyrir við svæðið glumdi hávær tónlist, nautaöskur og inn , á milli fagnaðaróp fólks, sem hróþáði olé. Þégar , fleStir áhorfendanna vom komnir, sem fylltu þó ekki nándar nærri áhorfendasvæðið, glumdi við lúðraþytur frá tveirri rhönnum, sém blésu tvö trompet eirts og þeir ættu lff- ið að leysa. Og inn gengu nauta banamir. Sex talsins í glæsilegum bún- ingum sínum. Þeir gengu í röð fram á völlinn og heilsuðu á- horfendum. Hvílfk vonbrigði að sjá „goð Venzuela“ og „bezta nautabana Spánverja" litla og pattaralega tifa fram völlinn. „Bolakálfar“ Nautabanamir tóku sér stöðu bak við hlífðargrindurn- ar, aftur var blásið i trompet- in og inn geystist fyrsta naut- ið. „Þetta er bolakálfur" heyrð ist frá einhverjrim áhorfáridán- um nálægt okkur. Landa var fyrstur nautaban- .........' anna til að hefja einvigi sitt við nautið. Hann reyndi meö öllum brögðum að draga at- hygli þess að sér en /tókst seint. Nautið flæmdist alltaf undan og lauk fyrstu viðureigninni með því að Landa kraup á kné fyrir framan það 1 háðungar- skyni. Geröi Landa enn nokkrar til raunir með nautiö. Gekk hann til aðstoðarmanns síns, sem lét hann hafa tvo bande^illos, fleyga með hvössum oddi, sem er sveigður í broddinn svo að hann krækist í hold nautsins þegar honum er stungið. End- amir em hins vegar skreyttir marglitum pappirsblómum. Geröi Landa sig nú Hklegan til þess að stinga fleygunum í herðakamb nautsins en það var aðeins látbragðsleikur fleygam- ir snertu ekki nautið. Aö lok- um fékk Landa’i hendur skikkj una rauðu sem hann sveipaði um sverðið, sem átti að veita dauðastunguna.. Eftir enn eina atrennu að nautinu brá hann sverðinu ör- snöggt og veitti banastunguna. Þetta var fremur liðlega gert og var honum þó nokkuð fagnað að afrekinu loknu. Komu nú tveir starfsmenn og gerði annar sig liklegan til þess að fanga nautið í snöm en hitti ekki í fyrsta sinn. Eftir tals- verðan eltingarleik tókst þó að fanga nautið dg koma því inn í hólfið sem það var geymt i. Viðureign Pineda við næsta Frh á bls 4

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.