Vísir - 16.12.1966, Side 2
V1 SIR . Föstudagur 16. desember 1966.
Sundknattleiks-
*
menn Armanns
Sund';nattleiksmenn Ármanns eru sem fyrr illsigranlegir og und-
anfarin 26 ,ár eöa svo hefur Hö Ármanns í þessari grein vart veriö 1
sigrað. Ármannsliölö, allmikiö breytt, sigraði KR í úrslitalelk haust- 1
mótsins, eins og lýst var í blaðinu í gær. Myndin er af liðinu. Sá,
sem heldur á bikarnum heitir Pétur Kristjánsson og er helzta
skytta llðsins.
Jólavaka í Hveradölum
Á annan dag jóla mun hefjast
jóiavaka í skíðaskálanum í
Hveradölum. Gestgjafinn í
Hveradölum, Óli J. Ólason og
kona hans sögöu blaðamönnum
fíá væntanlegri skíðavöku, sem
hefur veriö fastur liður undan-
farin ár í starfseminni. Vakan
stendur í 6 sólarhringa frá 2. í
jólum fram á nýársdag og verð-
ur skíðabrekkan góða fyrir ofan
skálann vitanlega óspart notuð,
en á kvöldin verða kvöldvökur,
horft á sjónvarp eða skíðabrekk
an notuð því hún er upplýst og
mjög skemmtilegt að renna sér
þar eftir að dimma tekur.
Verð fyrir slíka gistingu er
2400 krónur á manninn ef her-
bergi er tekið og eru máltíðir
innifaldar og skiöakennsla, sem
verður á staðnum, en 1800
krónur ef menn velja svefnpoka
pláss. Einstakar nætur kosta
350 og 450 krónur, en 50 krón-
um meira á gamlárskvöld og
nýársnótt, en þá verður sér-
lega vandað til matar og
skemmtiatriöa.
I janúarbyrjun hefst 3ja daga
námskeið fyrir unglinga á skíð-
um og kostar pokaplássiö á-
samt mat 600 krónur fyrir 8—
11 ára, 750 krónur fyrir 12—
15 ára og 900 krónur fyrir 16
ára og eldri. Haraldur Pálsson
mun veröa kennari, en hann
hefur náð frábærum árangri
meö unga skíðamenn, og nær-
tækasta dæmið eru synir hans.
Á pálmasunnudag verður
hjónakeppni haldin í Hveradöl-
um en mjög skemmtileg reynsla
fékkst af þeirri keppni í fyrra
þrátt fyrir óhagstætt veöur.
Verður nánar sagt frá þeirri
keppni síðar.
Þá kvað Óli það hugmynd
þeirra í skálanum að efna til
skiðagöngu með almennri þátt-
töku frá Kambabrún að Skíða-
skálanum í Hveradölum ein-
hvem tíma í vetur og vonaðist
íil að sem flestir mættu, enda er
hér ekki um beina keppni aö
ræða heldur svipað form af
„keppni“ og Sviar not t.d. og
kalla Vasagönguna, en þátttak-
endur skipta oft þúsundum.
Þau hjónin í Hveradölum hafa
nú starfað i 7 ár við veitinga-
reksturinn í Hveradölum, enda
þótt hér sé um skíðahótel að
ræða hafa sumrin reynzt\vbera
uppi reksturinn, af vetrunum
hefur orðið halli, sem sumar-
gestir borga uþp, svo segja má
aö hlutunum sé snúið viö.
Kvaðst Óli vonast til að geta
eflt skiðastarfið í Hveradölum
enn meir, og gera þama skíða-
miðstöð fyrir Reykjavík. Þama
ætti líka eldri skíöamenn, sem
hættir eru félagsmálum, aö
koma með fjölskyldur sinar og
renna sér á skíðum.
Þarna gæti lika starfsfólk
fyrirtækja komiö og rennt sér
og „slappaö af“ eftir önn dags-
ins og það tíðkaðist raunar og
færi vaxandi. Skólar koma og
mjög mikið i Hveradali, en vilja
helzt koma of mikið sömu dag-
ana, stundum væru 20—30 bílar
á hlaöinu þegar skólamir kæmu
allir í einum hnapp. Kennarar,
sem fæm með bömunum væru
og nokkuð áhugalitlir sumir
hverjir, kæmu prúðbúnir upp í
skíðaskála, settust inn í skála
og færu að Ieiðrétta stíla! Yngri
menn í starfinu væru mun á-
hugameiri og hefðu betri aga
á börnunum.
Að lokum sagði Óli frá því
aö mjög bæri á auknum sleða-
ferðum í brekkunum. Hér
mundi eitthvaö verða gert til
að koma til móts við sleðafólk-
Ið, sem augsýnilega á ekki sam-
leið með skíðafólki vegna slysa-
hættu.
Ungu mennirnir keppa i badminton:
±
Stuðlað að því að fá ungt
fólk í badminton hjá TBR
Það sem ekki hvað sízt
hefur háð badmintoníþrótt
inni hér á landi til þessa
sem keppnisgrein, er það,
hve fáir unglingar hafa lað
azt að íþróttinni Þetta hef-
ur ekki stafað af því að bad
minton sé óvinsæl íþrótta
grein hjá æskunni, síður en
svo, aðeins það, að það
kostar talsverða peninga
að snara út fyrir leigu á
tíma fyrir veturinn og auk
þess eru badmintonkúlur
fáheyrilega dýrar vegna j
einkennilegrar afstöðu toll j
yfirvalda gagnvart íþrótt-
unum, — telja íþróttir ein-
hvers konar lúxus eða tíma
eyðslu, sem frekar ber að
spoma á móti en hitt.
Tennis og badmintonfélag
Reykjavíkur, TBR, hefur komið
auga á þetta fyrir löngu og nú
er félagiö í óðaönn að „ala upp“
keppnismenn framtíðarinnar, og í
þessu skyni hefur félagið gefiö
yngstu leikmönnum kost á ókeypis
tímum og boltavandamálið er
leyst þannig, að þeir yngri fá
bolta, sem reyndir keppnismenn
hafa gefið á bátinn, en venjulega
eru þessar kúlur í ágætu standi og
duga strákunum vel.
í yngsta flokki TBR hafa 18
piltar æft í vetur, en sá flokkur
er fyrir 14 ára og yngri, næsti
flokkur er flokkur yngri en 16 ára
og elzti flokkur er flokkur 18 ára
og yngri, en miðað er við 1. októ-
ber í hverjum flokki. •
Á morgun verður haldið mót
fyrir ungu badmintonleikarana
okkar í Valshúsinu og munu auk
TBR-manna leika þama piltar úr
KR og frá Akranesi og er ekki vafi
á aö hér verður um skemmtilega
keppni að ræða. Keppnin hefst kl.
14. —
Standard. Liége áfram í 3. umferð
Vann a-þýzkt lið á einu „útimarki"
@ Það er ekki aðeins Valur, sem má þola tap
gegn belgísku meisturunum Standard frá Liege í
Evrópubikarkeppni bikarmeistara. Hið sterka lið
Chemie Leipzig taþaði í fyrrakvöld fyrir liðinu með
0:1 í Liege, en fyrri leiknum Iauk með 2:1 fyrir
Leipzigliðið. Reglurnar eru þannig, að mörk pem
lið skorar úti teljast tvöföld, þ.e. að belgíska liðið
heldur áfram á markinu, sem það skoraði í Leip-
zig. En sem sagt, Standard Liege heldur áfram í
3. umferð keppninnar.
@ Annað lið, sem við þekkjum úr bikarkeppnum
hér heima er Liverpool, og í fyrradag gerða það
jafntefli á heimavelli gegn hollenzka liðinu Ajax
með 2:2. Ajax heldur því áfram í keppninni, því
fyrri leik liðanna lauk með sigri Ajax 5:1.
- .Æim
IEÁlil ,*n>..
XS7.SSÍI2ÍÍZ-. .
I