Vísir - 19.12.1966, Síða 8

Vísir - 19.12.1966, Síða 8
8 VÍSIR Utgefandi: BlaBaQtgáJan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ABstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. símar 15610 og 15099 AfgreiBsla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 llnur) Áskriftargjaid kr. 100.00 á mánuBi innanlands. f iausasöiu kr. 7,00 eintakiB Prentsmiðia Vfsis — Cdda h.f Þinghlé ! i Alþingi hefur nú gert hlé á störfum og þingmenn eru farnir heim í jólaleyfi. Ágætur árangur hefur náðst í þessum hluta þinghaldsins. Mörg markverð frum- vörp hafa verið lögð fram óg sum þeirra hafa þegar verið tekin til umræðu. Önnur bíða seinni hluta þing- haldsins og er einnig búizt við, að þá komi fram mörg ný þingmál. Nú þegar hafa verið afgreidd nokkur lög. Má nefna tvenn lög , sem hafa mikið gildi fyrir at- vinnuvegina. Fjalla önnur lögin um útgáfu skatt- frjálsra skuldabréfa fyrir hagræðingardeild Iðnlána- sjóðs og hin lögin um stofnun Framleiðnisjóðs land- búnaðarins. Hæst ber þó samþykkt fjárlaga 1967 og verðstöðvunarlaganna. Óhætt er að segja, að fjárlögin 1967 eru vönduð- ustu fjárlög, sem Alþingi hefur afg'reitt og kemur þar margt til. Þetta eru fyrstu fjárlögin, sem saínin eru af hinni nýstofnuðu fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins. Hver einasti liður laganna var athugaður vandlega, áður en gjaldupphæð hans var ákveðin, og var að þessu sinni betri aðstaða en nokkru sinni fyrr til raunhæfra áætlana. Lögin eru óneitan- lega mikil spamaðarlög enda er eitt höfuðatriði þeirra, að ríkisbúskapur næsta árs veröi hallalaus, þrátt fyrir aukin útgjöld til niðurgreiðslna vegna verðstöðvunar. Þótt þær niðurgreiðslur verði notaðar út næsta ár, þarf ekki að verða greiðsluhalli, því 50 milljón k'róna greiðsluafgangur yfirstandandi árs verður til vara. Hins vegar hækkar heildarupphæð fjárlaga vegna aukinnar veltu í þjóðfélaginu, en skattstigar haldast alveg óbreyttir frá því í ár. Það er mikil framför í þeirri stefnu, sem núverandi ríkisstjóm hefur tekið upp, að fá fjárlög afgreidd fyrir jól, svo framkvæmd- ir næsta árs geti hafizt á traustum gmndvelli fjárlaga. Mál málanna að undanifcjrnu hefur verið verðstöðv- unin og er gott til þess að vita, að framvarpið um verðstöðvun skuli þegar vera orðið að lögum. Verð- stöðvunarlögin era þungamiðja núverandi jafnvægis- stefnu og forsenda þess, að útflutningsatvinnuvegim- ir fái staðizt þrátt fyrir hinar miklu verðlækkanir á erlendum markaði. Verðstöðvunarlögin skapa mögu- leika á því að taka vandamál togara, vélbáta og frysti- húsa sérstaklega fyrir, þegar línurnar skýrast um og eftir áramótin. Verðstöðvunarmálið hefur eðlilega tekið mikið af tíma Alþingis, en samt hefu'r Alþingi getað fjallað með eðlilegum hætti um önnur mál og m. a. afgreitt fjárlögin. Síðustu dagamir fyrir jólaleyfi vora mjög anna- samir á þinginu, þingfundir langir og nefndastörf stunduð af kappi. Þegar þingmenn hurfu til síns heima, gátu þeír því litið með ánægju yfir liðið þing- tímabiL ★ — Já, borgar sig að gefa út bækur? , AUir þeir sem vinna aö bóka útgáfu núna fá fyllilega sín laun eftir taxta — nema þessir tveir aðilar: höfundurinn og út gefandinn, þeir eiga ávallt í vök að verjast. Útgefandinn treystist oft ekki til þess að greiða höfundi þau laun, sem hann á kannski skilið. — Og út gáfai gengur stundum vel, stundum rlla. — Þetta er, iá — eins og að gera út á sfld. Og það er kannski von að fólk spyrji, hvers vegna er þá alltaf verið að gefa út og hvers vegna gefa alltaf sömu menn- imir út bækur, ár eftir ár. Auð vitað halda útgefendur áfram að gefa út eins lengi og þeir geta. Þeir hafa gaman að þessu Það er Ifka viss ánægja fólgin í þessu starfi. Bókaútgáfa ber með sér þfi hættu hér eins og f öðrum löndum að hyllzt sé til að gefa út þær bækur, sem seljast. — Það er farið að fram leiða bækur erlendis — béinlín is sem metsölubækur. En góð bók — þó að hún komist kann ski ekki upp í þann metsölu- flokk þá selzt hún, þegar fram líða stundir jafnt og þétt. Þaö er þá útgefandans sök ef svo fer ekki — hann trassar að auglýsa hana — eða vekja at- hygli á henni. Vísir leit inn á skrifstofu Al- menna Bókafélagsins fyrir stuttu, mitt í önn þessara árs- ins mestu annadaga. Og enda þótt bókaútgefendur séu ekki í annan tíma önnum kafnari, gaf framkvæmdastjóri A B, Baldvin Tryggvason, sér tíma til þess aö ræða við blaða- mann, milli símtala og annarra traflana sem era daglegt brauð á slíkum stöðum um þetta leyti. — Já, hvers vegna eru menn að gefa út? ... Hvaö gefið þið út margar bækur á þessu ári? — Almenna bókafélagiö gef- ur út 18 bækur þetta árið, ef Alfræðisafnið er frátalið, standa eftir 9 bækur eftir ís- Ienzka höfunda. — í framhaldi af því sem að framan er sagt... Hverjar eru þessar erfiðu bækur, erf- iðustu sölubækurnar? — Ljóðabækur og leikrit eru í sérflokki aö því er virðist, hvað sölu snertir, einkum bæk- ur þeirra ungu höfunda sem hafa brotið gömul form og far- ið nýjar leiðir. — Fólk er svo fastheldið á gömul form. — Er unga fólkið nokkru opnara fyrir nýjum stefnum? — Jú, ég held að nú sé að vaxa upp fólk, sem vill meta þessar bækur fordómalaust og að verðleikum. — Ég hef oröið var við það að meiri hluti þeirra, sem kaupir verk þess- ara- yngri skálda er ungt fólk. Sem betur fer er sölutregða ekki algild regla um ljóð. Við höfum til dæmis gleðilegt dæmi um ljóðabók, eftir nútímaskáld sem var prýðilega tekið, ljóöa- bók Matthíasar Johannessen. — Þið gáfuð út eina bók eftir ókunnan höfund á þessu ári. — Já. Við höfum ákveðið að reyna að gera meira af þvi að koma verkum yngri höfunda út, reyna að gera okkar til þess að bæta úr í þeim efnum og skapa um leið fjölbreyttara úrval fyrir félagsmenn. — Þar á meðal verður ef til yill haf- in útgáfa ljóðabókaflokks. — Hvað eru margir félagar f A B? við Baldvir/ Tryggvason framkvæmdastj. AB 'X — Þeir voru 7000 uip síðustu áramöt og hefur áréiðanlega fjölgað á árinu. Ýmsir hafa viljað koma því að, aö svo og svo miklar kvaðir fylgdu því aö vera í félaginu, — Það getur hver sem er gerzt félagi skil- yrðið er aðeins að kaupa 4 bæk ur, og það getur hver valið gamlar eða nýjar bækur eftir vild, meira að segja fjögur ein- tök af sömu bókinni. Það er um 100 bókatitla að velja eins og er. Brúa bilið milli allmennrar þekkingar og vísinda — Kannski við snúum okkur þá að bókaflokkunum. — Fyrir nokkrum árum hóf um viö samvinnu við nokkur bókaforlög í Evrópu um út- gáfu á bókum frá útgáfufyrir- tækinu Time Life í Bandaríkj- unum. Þessar bækur eru gefn- ar út í flestum Evrópulöndum. og ég hef heyrt að jafnvel standi til að gefa út eitthvaö af þeim í „austan jámtjalds- löndunum“. — Við byrjuðum með bókaflokkinn „Lönd og þjóðir" og gáfum út 12 bækur í þeim flokki. Við vissum ekki hvemig félagsmenn tækju þess um bókum, en reyndin varö sú að bækumar seldust upp á skömmum tíma og eru nú varla fáanlegar lengur nema þá hjá fombóksölum. í framhaldi af þessu hófum við svo útgáfu á bókaflökknum Alfræðisafn A B og af þeim hafa komið út 9 bækur. Við höldum áfram með útgáfu þeirra á næsta ári — örugglega veröa þær 16 ef til vill fleiri. Með þessum bókum held ég að í fyrsta skipti sé fariö út í að gefa út bækur á íslenzku um hávísindaleg efni, þannig úr garði gerðar að hver og einn getur skilið 'efni þeirra. Við höfum reynt að fá beztu þýðendur sem kostur hefur verið á hverju sinni til þess að snúa þessum bókum á ís- lenzku og leitað til vísinda- manna til þess að lesa þær yfir. Þetta eru aö sjálfsögöu ekki bækur ætlaðar vísinda- mönnum, heldur koma þær ef til vill til með aö brúa að nokkra bilið milli vísindalegr- ar og almennrar þekkingar. — Ég veit að skólanemendur hafa notað þessar bækur við samn- ingu ritgerða um afmörkuö efni, einmitt heyrt kennara tala um þaö að oft bæri á því að' nemendur hefðu lesið þessar bækur til þess að leita upplýs- inga. — Þykja þessar bækur ekki nokkuð amerískar aö efni og gerð? — Ameríska útgáfan er end- urskoðuö sérstaklega fyrir evrópsku útgáfuna og reynt að laga hana eftir evrópskum kröfum eins og kostur er fyrir Evrópulönd. Hér látum viö setja þær í Odda, sem er hreint ekki svo lítið vandaverk, því að efnið veröur að passa al- gjörlega á síðurnar eins og þær veröa 1 bókinni, Litbrá sér um að taka þetta upp á filmur og svo er það sent út til Amsterdam, þar sem allar evrópsku útgáfumar eru prent aðar f mjög voldugri prent- smiöju. Myndamótin era þau sömu fyrir allar útgáfumar af hverri bók, en textunum er skellt inn í • — það er á því máli sem við á hverju sinni og þá veröur allt að standast á. Þeir rúlla þama í gegn 4—500 þúsund eintökrm á hálfum mán uði eða svo. Það, sem hefur lifað á vörum fólksins — Islenzk þjóöfræði? — í þeim flokki eru komnir út Kvæðj og dansleikir, safn af þjóðkvæöum ýmiss konar og danskvæðum, verk í tveim bindum, sem Jón Samsonarson Framh á bls 5

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.