Vísir - 07.01.1967, Page 3

Vísir - 07.01.1967, Page 3
HÚSAVÍK — ört vaxandi bœr V í S I R . Laugárdagur 7. janúar 1967. 3 Við Skjálfandaflóa stendur bær, — „iúsavík, — sem er einna örast vaxandi byggð á Norðurlandi íbúar bæjarféiags- ins teljast um 1900 en fyrir þeim er yngsti bæjarstjóri á landinu Félagsheimili, sem er í byggingu. Eftir er að stækka það, bæta við þ að kvikmyndasal og hótelinu, sem starfa mun í tengslum viö fé- lagsheimilið. Bjöm Friöfinnsson, sem nýlega tók við störfum. í bæ sem Húsavík eru margar framkvæmdir á döfinni, sem allar beina athyglinni að því að Húsavík er miðstöð Suður-Þing- eyjarsýslu bæði í menningar- legu tilliti og framkvæmdalegu. Framkvæmdirnar sýna svo að ekki veröur um villzt að hér er um að ræða athafnabæ, með at- orkusömu fólki, sem sér mæta- vel þá möguleika sem tæknin gefur mannlífinu á þessarí öid og nauðsyn þess að menntun og menningarlif þróist samfara henni. Uppistaða hvers bæjarfélags, rekstur þess og viðgangur eru undir athafnalífinu komnir hvort það er blómlegt eða í hrörnun. Nú Iifa á iðnaði um 35% bæj- arbúa og má telja vaxandi iönaö þar í bæ ekki sízt eina ástæð- una fyrir þvi að íbúum Húsa- víkur fjölgar með hverju árinu — en fyrir utan hina eðlilegu þróun hafa flutzt þangað á und- anförnum árum ýmsir, sem hafa hugsað sér að gera Húsavík aö varanlegum aöseturstaö sínum. 1 Myndsjánni í dag tökum við fyrir helztu framkvæmdir, sem nú er unnið að á Húsavík. Við höfnina blasir við upp- fyliingin, sem ætluð er undir vöruskemmur Kísiliðjunnar h.f., 3.5 milljóna framkvæmdagerö. Á þessu ári verður annarri vöru- skemmunni komið upp en þessar framkvæmdir opna ýmsa mögu- leika fyrir Húsavíkurkaupstaö. Á Húsavík hefur á undanföm um árum verið unnið að sjúkra- húsbyggingu, sem nú er risin af grunni og er tiibúin undir tré- verk. Áætlað er aö taka tvær Franíhald á bls. 2. Uppfylling í Húsavíkurhöfn undlr vöruskemmur Kísiliðjunnar h.f. Þegar er buið að vmna þarna fynr 2.S milljónir króna. Endurbyggður Norðurlandsborinn er nú notaöur í leit aö heitu vatni skammt vestan við nýja sjúkrahúslð. Undi.-búningur undir varanlega gatnagerð er haf inn. Á myndinni sést þegar verið er að setja vatns- lögn í aöalgötuna. :~sú n 3«

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.