Vísir - 07.01.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1967, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 7. janúar 1967. 7 Höndin þín helg mig Lúkas, 2,21. Það er ekki langur texti, sem kristnir feður vorir völdu að fvrsta guðspjalli nýársdagsins. Hínn 1. janúar er ekki nýárs- dagur kirkjunnar heldur ríkisins heimsins. Kirkjan á annan nýárs dag. Það er 1. sunnudagur í jóla- föstu. Þá byrjar kirkjuárið. Þess vegna væri máske rétt aö miða annál kirkjunnar við þann tíma. En líklega er þaö ekki hægt. Kirkjan er svo háð ríkinu, heim- inum, aö hér eins og í ótal fleiru verður hún að laga sig eftir því og miöa árið sitt viö þess al- manak. En minnumst samt þess, sem Drottinn segir í orði sínu við kirkjuna á hennar nýársdegi, fvrsta aðventu-sunnudeginum. Hann segir: Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Og í því ríki er hann konungur, hann sem er Drottinn kirkjunnar og herra, hverjum hún á að þjóna — hon- um einum. — Hvert ár í lífi kirkjunnar verður að endingu dæmt og métið eftir þvi hvemig henni hefur tekizt sú þjónusta. Þegar litið er til baka yfir starf íslenzku kirkjunnar á iiðnu ári, mun þaö tæpast verða taliö við- burðaríkt. Þar hefur flest gengið sinn vanagang. Þó er það víst, að ætíð mun þessa árs verða getið i landsins kirkjusögu þótt ekki sé það fyrir tilverknaö kirkjunnar eða að hennar tilhlutan á einn eða annan hátt. Á þessu ári var i fyrsta sinn sjónvarpað íslenzkri guðsþjónustu, og hvaö sem um þær helgiathafnir má segja, sem þar fór fram, þá er það víst, að hér hafa kirkjunni opnazt víðar dyr, sem innan skamms munu liggja inn á hvert heimili í land- inu. Og það er ekki undir einum eða neinum nema henni sjálfri komið á hvem hátt hún notar í boðun sinni þetta stórkostlegasta og áhrifamesta fjölmiðlunartæki framtíðarinnar. & Á liðnu ári var mikið rætt um Það er aðeins fáein orð — og í rauninni aðeins eitt, sem máli skiptir — orðiö Jesús. Hér mun þó ekki hafa verið skipulag kirkjunnar í sambandi við framkomnar tillögur um breytingar á skipuh prestakalla. En þar sem þær eru enn á um- ræðustigi veröur þeirar ekki frekar getið í þessum annál. All- mikjl breyting varð á starfsliöi kirkjunnar. Fjórir prestar létu af embætti, þeir prófastarnir sr. Sigurjón í Saurbæ og sr. Páll á Skinnastað — ennfremur sr. Jón Hnefill á Eskifiröi og sr. Óskar í Stafholti. Tveir guðfræðingar voru vígðir, sr. Heimir Steinsson til Seyðisfjarðar og sr. Jón Einars son til Saurbæjar. Innan presta- stéttarinnar urðu ennfremur þess- ar breytingar: Sr. Jón Bjarman gerðist æskulýðsfulltrúi, sr. Marinó í Vallanesi fór aö Sauða- nesi, sr. Bragi Friðriksson fékk Garða á Álftanesi, sr. Ásgeir í Hvammi varö prestur á Kefia- víkurflugvelli, sr. Bolli í Hrísey fékk Laufás, sr. Sigurpáll á Bíldu- dal fékk Hofsós, sr. Ágúst á Möðruvöllum fékk Vallanes, sr. Magnús Runólfsson fór að Árnesi, sr. Kári Valsson fékk Hrísev, sr. Bragi Benediktsson gerðist frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði. Nokk ur góð brauð eru nú laus, sem ekki hefur verið sótt um. Er þjón að af . nágannaprestum. Virðast þar vera opin tækifæri fyrir presta, sem hug hafa á að skipta um prestaköll en veigra sér við að leggja út í tvísýnar kosningar. Á eftirtöldum stööum voru vígö- ar nýjar kirkjur: Görðum á Álfta- nesi, Valþjófsstað, Höfn í Horna- firði, og Grundarfiröi á Snæfells- nesi, ennfremur sumarbúðir i Skálholti: (Nú eru kirkjur í bygg- ingu víðs vegar á landinu, m. a. í Reykjavík, í Grensásprestakalli og Bústaðaprestakalli, auk Hall- grímskirkju). Biskupinn vísiteraði Vestfjörðu og þáði heimboð Bisk- upakirkjunnar á Bretlandi. Sr. Sig Pálsson, prófastur Árnesinga, hlaut vígslu sem vígslubiskup Skálholtsstiptis. Fór sú merka at- um handahófskennt textaval aö ræöa heldur vandlega íhugað mál með ákveðinn tilgang í huga. Nýtt ár er oss jafnan eins og óþekkt og ókannað land, sem við vitum ekki hvort er greiðfært eða örðugt yfirferðar. Vér vitum ekki fyrirfram hvaða tálmanir kunna að verða á leið vorri — ekki fyrr en jafnóðum og leiðin lengist frá degi til dags. Þannig er það einnig með hvert ár, sem vér heilsum. Vér vitum ekki yfir hverju það býr. Auðnist oss að lifa það til enda, má vera að þaö revnist áþekkt öðrum æviárum vorum — blátt áfram og hversdagslegt. En það kann líka að verða ár mikilla viöburða og örlagaríkra átaka. Enginn veit, enginn sér það fyrir.------- En ofar tíma og rúmi lifir og ríkir hann, sem er hinn sami í dag og í gær og um aldir, hann sem kom til að opinbera oss kær- leika sinn, birta oss miskunn sína og náð og lyfta oss duftinu frá, hann, sem ber nafnið hverju nafni æðra — Jesús. Einn lærisveina hans — Pétur — vitnar um þetta nafn þannig: „Ekki er hjálpræðið í neinum öðr- höfn fram í Skálholti 4. sept. (Björn Björnsson kand. theol. varði doktorsritgerð við Edinborg- arháskóla). Þriggja látinna kirkju- höföingja var minnzt á árinu: Jóns biskups Vídalíns, sr. Jóns Steingrímssonar og dr. Jóns bisk ups Helgasonar. & Þá hafa verið raktir örfáir drættir í ytri viöburðum kirkju- Iífsins á s.l. ári. En þegar litið er fram á leið, hljóta að vakna spurningar um það hvernig bregð- ast skuli við fyrirsjáanlegum skorti á starfsmö,nnum fyrir kirkj una. Þarf ekki að breyta guö- fræðináminu? I-Ivaö er hægt að gera til að laða stúdenta að guö- fræðideildinni? Þetta hljóta aö vera áleitnar spumingar hjá guð- fræðiprófessorum og öðrum ráöa- mönnum kirkjunnar. Þeir veröa að gera sér grein fyrir vandanum og á hvern hátt við honum skuli bregðast. Og hollt er okkur öll- um aö minnast þess, sem sænsk- ur guðfræðikennari segir í niður- lagi greinar, sem þýdd er f nóv- emberhefti Kirkjuritsins: „Hefur ekki guðfræðimenntun presta okkar og kennara mótazt of einhliöa af sagnfræðilegum sjónarmiðum? Trúarlsérdóma- sögu, kirkjusögu, trúarbragða- sögu, helgisiðasögu o. s. frv. Það má ekki vanrækja sagnfræðilega sjónarsviöið. En á hinn bóginn er óhjákvæmilegt að gera guöfræð- ingana færa um aö skilja, ekki einvörðungu sín útkjálkasjónar- mið, heldur koma þeim líka í snertingu viö þá stórkostlegu þróun, sem á sér stað um vfða veröld og knýr mannkynið inn í nýöld, sem verðu-r öllu ólfk, sem áður var“. En hvað sem fram undan er, skulum viö sameinast f fyrirbæn fyrir þjóð og kirkju: Þín kirkja, góði Guð, þú gef að standi um aldir óbifuð af öllu grandi. um, því að eigi er heldur annaö nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða". Það er því ekki undarlegt þótt kristnir feður vorir hafi valið þetta nafn að texta nýársdagsins — yfirskrift ársins. Með því vildu þeir benda hverri kynslóð á það leiðarljós, sem skærast skín. Það ljós sem ekkert myrkur fær byrgt, enginn stormur slökkt. Slíkt Ijós er hann, sem þekkti bezt mannlegt hjarta, vissi hve myrkrið getur stundum náð sterkum tökum á mannlegri sál, myrkur kvíða og vonlevsis, myrkur syndar og sorgar. Sliku kynnist hann meöal þjóðar sinn- ar. Menn komu til hans með lam- að sálarþrek, tjáðu honum vand- kvæði sín, opnuðu fyrir honum hjarta sitt, játuöu syndir sínar og yfirsjónir. Af hverju? Af því að þeir fundu að hann bjó yfir þeim mætti, sem gat hjálpað, að hann bar nafn með réttu------nafnið Jesús sem þýð ir frelsari. Á þetta nafn er oss bent við upphaf nýs árs, undir merki þess skulum vér standa frammi fyrir óvissu Komandi daga. Mikil óvissa er framundan. Margt getur skeö á einu ári. Upp- haf stórra atburða gerist á ör- skotsstund. Eitt bvssuskot verður byrjun heillar heimsstyrjaldar. Þannig var það eitt sinn. Það getur gerzt enn í dag. Uggvæn- legt ástand ríkir nú milli ýmissa þjóða. Þær lifa í ótta vegna styrjaldarinnar í Viet-Nam. Mörgum stendur líka stuggur af sffellt vaxandi kjarnorkustyrk fjölmennustu þjóðar í heimi. Við þetta horfumst vér í augu í dag, er vér heilsum nýju ári. Vér skulum vona og biðja, að það verði ekki ár ógna og hörmunga heldur ár friðar og farsældar. Vér heilsum því í nafni hans, sem einn getur veitt hjartanu þann frið, sem tryggir sanna far- sæld. Sú var tíðin, að er menn lögðu upp í ferð, hvort heldur á sjó eða I einu af þrem prestaköllum Suðurnesja, Grindavík, situr sr. Jón Árni Sigurðsson. Hann er fæddur á Auðshaugi á Barða- strönd árið 1917, stúdent á Ak- ureyri 1940 og kand. theol vorið 1944. Sama ár varð hann eftir- maður frænda síns og fóstra sr. Jóns Þorvaldssonar á Stað á Reykjanesi og hélt það brauð i 4 ár. Síðan 1948 hefur hann verið prestur Grindvíkinga. Kona hans er Jóna Sigurjóns- dóttir úr Reykjavík. Sr. Jón Ámi skrifar nýárs- hugvekjuna fyrir Kirkjusíðu Vísis að jjessu sinni. landi, þá lutu þeir höfði og báðu bænar. Bænin veitti þeim styrk og staðfasta von um að farsæl yrði förin, og hún hvatti menn lika til aö fara að öllu með fullri gát. Þessi örstutta helgiathöfn Framh. á bls, 2 Frá Oddi biskupi og Ragnheiði Það bar við um sumarið (1605), er Oddur biskup vísiteraði Vestfjörðu, að hann kom í Holt í Önundarfirði og var Sveinn prestur farinn í kaupstað. Hann var þá prófastur í Vestursýsl- unni við Isafjörð. Tók Ragnheiöur Pálsdóttir biskupi og svein- um hans vel og höfðinglega. Sátu þaú bæði til samans og töluðu ýmsa hluti að gamni sér. Og sem biskup var orðinn nokkuð öl- ! glaður, kvaö hann sig það gruna, að einhver sona Sveins prests j mundi verða biskup eftir sig í Skálholti og iézt vilja sjá þá. . Hún tók því ólíklega ... Voru þá stjúpsynir hennar Ieiddir fram, synir Sveins prests. Biskup leit á þá og blessaði og er þeir voru frágengnir kvaö hann engan þeirra mundi biskup verða. Síöan lét hún fram leiða Gizur son Sveins og hennar tvævetran. Leit biskup á sveininn og blessaði og kvaö hann heldur ei biskup veröa. Ragnheiöur mælti þá: „Svo er sem ég sagði, að yður ætlar nú að skjótast herra“. Hún var þunguö og lagöi biskup hönd sína fyrir neðan brjóst henni og mælti: „Ekki mun mér skjótast svo mikið, ef sá veröur biskup eftir mig, sem nú ber þú undir þínu brjósti". Hún mælti: „Satt mun það, herra. Annaðhvort mun hann verða biskup eða meistari". Og felldu þau svo talið. Ragnheiður varð léttari um haustið, hinn 14. sept. á föstudag um miðjan aftan og ól svein og var sá nefndur Brynjólfur. Ragn- heiður var mikill kvenskörungur, vitur, örlát og höfðingjadjörf. (Espólín). Grindavíkurkirkja. Annáll kirkjunnar 1966

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.