Vísir - 07.01.1967, Page 8
V I S I R . Laugardagur 7. janúar 1937.
HHHBHHrWIMBMHBBHHHBMBHBHHMHBHHHHÍSBK&v
Utgetanúi SlaðaOtgatan VISIR
Framkvæmdastión- Dagm lónasson
Rítstióri: Jónas Kristjansson
Aðstoðarrltstión Axei rhorsteinson
Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson.
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjórn Laugaveg: 178 Slmt 11660 (5 llnur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
l lausasölu kr 7.00 eintakið
frentsmiðia Visis — Edda h.f
Úiúrsnúningar
J>ví er oft haldið fram, bæði af alþingismönnum og
öðrum, að stjórnmálabaráttan hér á landi hafi breytzt
mjög til batnaðar síðustu áratugina. Persónulegar
skammir og níð um andstæðingana megi heita úr
sögunni. Umræður séu nú miklu málefnalegri en fyrr-
um og um óvild eða hatur sé vart orðið að ræða milli
andstæðinga í stjórnmálum.
Þetta er eflaust að miklu leyti rétt, sem betur fer,
en þó eru enn til menn, sem virðast haldnir ótrúlegu
ofstæki og illgirni í garð þeirra, sem hafa aðrar skoð-
anir. Einn þessara manna er Magnús Kjartansson,
ritstjóri Þjóðviljans. Kemur þetta fram mjög oft í for-
ustugreinum hans í blaðinu, en þó einkanlega í þætt-
inum „Frá degi til dags“, sem hann ritar undir nafn-
inu Austri. T. d. hóf hann þau skrif sín á þessu ári,
3. jan., með frámunalegri rætni og brigzlyrðum í garð
Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hann not-
aði þá óheiðarlegu aðferð, að slíta úr samhengi viss-
ar setningar úr áramótagrein ráðherrans og gera hon-
um upp þveröfugar hugsanir við þær, sem í orðum
hans lágu. Þetta gera ekki aðrir en þeir, sem standa
á ákaflega Jágu siðferðisstigi í blaðamennsku.
Ekki er hægt að eltast við allar rangfærslur og út-
úrsnúninga Austra á orðum ráðherrans. Eitt dæmi
verður að nægja. Ráðherrann sagði m. a. í sambandi
við verðstöðvunina og nauðsyn þess að halda dýr-
tíðinni í skefjum:
„Hið eina hagstjórnarráð, sem ríkisstjórnin hefur
ekki viljað beita í baráttunni við verðbólguna, er að
stnfna til atvinnuleysis í því skyni að hafa þar með
t»umhald á kaupgjaldi og standa á móti óhæfilegri
þenslu“. Þetta túlkar Magnús Kjartansson þannig,
að ráðherrann telji það„ hið eina hagstjórnarráð“ og
muni langa til að beita því. Sjá allir að hér er verið
að snúa út úr og gera ráðherranum upp hugsanir,
sem ekki felast í orðum hans. Enda sagði hann
meira:
„Að óreyndu skal því ekki trúað, að margir íslend-
ingar gerist talsmenn þvílíkra úrræða. Á valdatíma
stjórnar „hinnar vinnandi stéttar“, sem sumir kölluðu
svo, á árunum 1934—1938, var atvinnuleysi hér í
Reykjavík stundum svo mikið, að svaraði til þess,
að tíunda hver fjölskylda í bænpm byggi við atvinnu-
leysi. Þeir, sem þá hörmungartíma muna, vilja áreið-
anlega flestir flest til vinna að koma í veg fyrir, að
nokkuð þvílíkt beri hér oftar að höndum“.
Skyldi nokkur maður annar en Magnús Kjartans-
son geta fengið út úr þessum orðum ráðherrans, að
hann telji atvinnuleysi „hið eina raunhæfa hagstjórn-
arráð?“
Ole Kurt Hansen leikari
og bakari upp á ís-
lenzku og færeysku.
Einn af fastráðnum leik-
urum við væntanlegt
leikhús Sjónleikafélags-
ins i Þórshöfn
Leikhúsin hér í Reykja-
vík hafa jafnan leitað
eftir erlendum kröftum
bæði leikstjórum og
þekktum túikendum í
einstök hlutverk, til þess
að lita starfsemi sína
nýjum hlæbrigðum og
Ole Kurt Hansen meö sitt hafurtask.
„Ég vona að börnin skiiji
íslenzkuna mína
framandi. Það mun hins
vegar nýlunda að Fær-
eyingar leggi sitt af
mörkum til íslenzkrar
leikmenntar í Þórshöfn
höfuðstað Færeyja, hef-
ur áhugafólk rekið leik-
hús af talsverðum þrótti
og margir kraftar fómað
því komi af tíma fyrir
ánægjuna eina saman
og áhugann. En þar hef-
ur ekki enn skapazt
grundvöllur fyrir at-
vinnuleikhúsi.
"Y^ísir hitti Ole Kurt Hansen í
einum búningsklefanna und
ir sviðinu f Iðnó, þar sem hann
var að búa sig undir sýningu á
bamaleikriti Leikfélagsins, en
þar I.emur hann fram í gervi Ols
ens hreppstjóra-. Túlkun Ola á
þessu hlutverki hefur gefið þeim
sem lítið þekkja til hans, ástæðu
til að ætla honum ærið skop-
skyn, enda brosir hann í kamp-
inn, þegar blaðamaður biður
hann um viðtal.
— Það er svo sem sjálfsagt.
— Af þvf að það er næsta
sjaldgæft að hingað komi fær-
eyskir leikarar þá vildum við
gjaman fá þig til þess að segja
eitthvað frá leikstarfi þar og
sjálfum þér.
— Leikfélagið heima i Þórs-
höfn, Havnarsjónleikafélagið,
hefur starfað i meira en 30 ár.
Sjálfur lék ég mitt fyrsta hlut-
verk með félaginu 1954 í Ars-
enik og pipar, eins og það heit-
ir á færeysku og svo hef ég
verið með af og til sfðan.
— Hvernig atvikaðist það að
þú fórst að leika hér með Leik-
félaginu í IÖnó?
— Það var sagt f einhverju
blaðinu, að um þetta hefði ver-
ið samið, þegar Leikfélagið var
á sýningarferð i Færeyjum með
„Hart f bak“, það er ekki rétt,
/✓
því þá var ég ekki heima. Ég
var héma á íslandi þá. Ég kom
hingað 1963 og var eitt ár á rík
; isbúinu < á Bessastöðum. Svo
kom ég aftur til íslands í sept-
; ember í fyrra og hef unniö í
bakaríinu hjá Jóni Símonarsyni.
í haust skrapp ég svo heim til
Færeyja til þess að leika í fær-
eysku leilfriti „Ófriðaligar tíðir“
sem var sýnt í tilefni af 200 ára
afmæli Nolsoyjar Páls, sem var
baráttumaður fyrir sjálfstæöi
Færeyja á sfnum tíma og,er ein
af aðalpersónum Ieiksins.
Jjegar ég kom hingað aftur
lagði ég fyrir beiðni um að
fá að fylgjast með æfingum hjá
Leikfélaginu og þá var ég feng
inn í þetta leikrit, Kubb og
Stubb.
— Hefurðu leikið í mörgum
leikritum með Havnarsjónleika-
félaginu?
— Já, ég Iék talsvert á .árun-
um áður en ég kom til íslands.
Eins og til dæmis f Prófessorinn
í kennslustundinni eftir Unesco,
í Harwey. Beðið eftir Godod,
Mávinum eftir Tsékov og fleir-
um.
— Eigið þið leikhús í Þórs-
höfn?
— Havnarsjónleikafélagið á
gamalt leikhús, og það er rekið
sem bíó líka og dansstaður. Þar
eru dansaðir færeyskir þjóö-
dansar á mánudagskvöldum. En
meðan leiksýningamar standa
yfir fer ekkert annað fram í hús
inu og þá er leikið á hverju
kvöldi.
— Hvemig er aðstaðan til leik
sýninga þar?
— Leiksviðið er mjög þröngt
og það er dálítill galli að yfir-
leitt er ekki komið með leikrit-
in niður á sviöið fyrr en viku
fyrir frumsýningu. Æfingamar
verða að fara fram í litlum sal
uppi á lofti.
— p’r dálítið öflugt starfslið í
kringum leikhúsið?
— Það er allt sjálfboðavinna
hjá leikurunum. — Þaö eru mik-
il peningavandræði og þeir eru
ákaflega fastheldnir á peningana
heima.
Öll leikstarfsemi hefur lifnaö
mjög mikið á síðustu árum. Þaó
er ungur maður, sem hefur verið
aðalmaðurinn f leiklistarlífinu í
Þórshöfn. Eyðun Johannessen
heitir hann. Hann lauk námi
við Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn áður en hann
kom að leikhúsinu heima. Hann
er allt f senn, leikstjóri og leik-
tjaldamálari, svo leikur hann
auk þess stundum sjálfur. Hann
er líka aöalkennarinn við leik-
listarskólann heima, sem var
stofnaður fyrir 4 árum. Það er
þriggja vetra skóli, kvöldskóli.
— Hefur verið mikil aðsókn
að skólanum, er mikill áhugi hjá
ungu fólki fyrir leiklist?
— Unga fólkið er dálítið
feimið við að koma að sjálfs-
dáöum. Þar hafa komið svona
18—20 inn f skólann á hverju
ári. En svo fer fólkið kannski
til Danmörku í annað nám og
þá erum viö búnir að missa það.
— Ert þú útskrifaður úr þess-
um skóla?
— Jú, þaö var ’62, rétt áöur
en ég kom til íslands.
— Hvemig er aðsóknin aö
sýningum hjá ykkur?
— Það var mjög góð aðsókn
að þessu leikriti, sem við sýnd-
um í haust, Ófriðaligar tfðar.
Það var sýnt 20 sinnum alltaf
fullt hús. Það hefur aldrei ve, iö
eins mikil aðsókn að nokkru
leikriti, lætur nærri að 5 þúsund
manns hafi séð það, og f Þórs-
höfn em íbúarnir ekki nema um
9 þúsund.
— Um hvað fjallar þetta leik-
rit?
— Það fjallar um það, þegar
sjóræningjar komu til Færeyja.
Ég lék þar sjóræningja og var
með gleraugu. Ég held að það
hafi verið fyrstu gleraugun, sem
flutt eru inn til Færeyja, þvi
að þar sáust ekki gleraugu á
þeim tíma.
— Hva ...
— Þetta er alveg satt.
— Er þetta leikrit eftir ung-
an höfund?
— Nei, það er eftir Kristinn í
Geil, afa Eyðuns Johannessens
leikstjóra.
H'
fvað helduröu um framtíö
’ færeyskrar leiklistar. er
ekki verið að byggja nýtt leik-
hús í Þórshöfn?
Framh. á bls. 2