Vísir - 19.01.1967, Blaðsíða 2
I
Gunnlaugur Hjálmarsson skrifar hér um ýmsa af kunningjum sinum úr handknattleiknum —
þeim leikmÖnnum, sem nú berjast um heimsmeistaratitilinn i handknattleik
í •*. - - '
Danir á „aftökupalli" gegn Russum,
Rúmenar og Tékkar í erfiBum leik
í kvöld verður leikið í undanúrslitum HM í Svíþjóð. Danir og Rússar leika
saman og heimsmeistaralið Rúmena og Tékkar. Það má búast við spennandi
viðureignum, ekki sízt milli Tékka og Rúmena. íslendingar hafa haft við-
skipti við allar þessar þjóðir í handknattleik, — og ekki farið mjög flatt á
þessum viðskiptum, tapað að vísu og unnið á víxl, aðallega unnið félagsleiki,
en tapað landsleikjunum við Rússa og Dani, en gert jafntefli við Tékka á HM
tapað fyrir þeim einnig á HM og unnið Rúména, — það var 1958 á HM, — en
landsleikjum heima töpuðum við. Tékknesk félagslið þekkjum við mörg
frá leikjum hér heima og þekkjum hinn þróaða handknattleik þeirra. Einn
þeirra leikmanna, sem hefur mætt flestum þessum þjóðum, — og flestum
stjörnum HM í Svíþjóð er Gunnlaugur Hjálmarsson og hefur hann nú ritað gr
ein fyrir Vísi um HM í Svíþjóð og fer hún hér á eftir.
AWrei fór það svo að Danir
kæmust ekki í undanúrslitin.
Gefur þetta eflaust hiinni „hóg-
væru“ blaðamannastétt Dana
tækifæri til að gorta enn af verö
leikum manna sinina, enda þótt
einskær heppni hafi leitt þá svo
langt í keppninni, sbr. lelkinn
við Frakka og rauinar líka leik-
inn í fyrrakvöld við Júgóslava.
Rúmenar, heimsmelstaramir í
handknattleik, hafa átt i erfið-
leikum til þessa og hefur ekki
tekizt aö sannfæra um neina yf-
irburði. Tékkar hafa uninið sína
leiki stórt, siðast Svía, gestgjaf
ana í þessari miklu keppni.
Rússar, hálfgert „spútniklið“ í
handknattleik, hafa komiö mest
á óvart og ekki aö vita hvað
þeir gera.
Viö skulum nú ræða litil-
lega um komandi leiki og-reyna
að spá um gang þeirra, að því
leyti, sem hægt er að spá um
íþróttir, sem oftast er heldur erf
itt.
Danir leinda í „rússneska birn-
inum“
Möguleikar Norðurlandanna
á heimsmeistaratitli eða verð-
launum hafa sjaldan verið eins
litlir og nú. Norðmenn hafa þeg
ar verið „jarðsettir“, Syíar
„kistulagðir" og ég mundi segja
að Danir væru á áftökupallin-
um, því leikur þeirra gegn Tékk
um getur vart unnizt nema fyrir
hreint kraftaverk. Lánið hefur
löngum loðað viö Dani og fróð
legt verður að sjá hvemig þeim
gengur í keppninni.
Lið Rússa virðist mjög
sterkt í þessari keppni og senni
lega blasir úrslitaleikurinn við
þeim. Sennilega þarf rússneski
bjöminn ekki einu sinni að fara
úr hýðinu til að sigra í þessum
leik f kvöld við Dani, — Klim
ow og félagar hans munu sjá
um að Rússar sigri.
Sumir benda þó eflaust á að
FÉLAGSLÍF
Framhaldsaðalfundur Knatt-
1 spymudeildar Víkings verður
haldinn í félagshe' V ” mið-
1 vikodaginn 25. ja ‘1.00.
Rússar hafi tapaö fyrir Rúm-
enum. Nú eru hins vegar há-
værar raddir uppi um það að
Rússar hafi viljandi tapað. Og
nú kann einhver að spyrja,
hvers vegna. Já, tilgangurinn
með þessu er talinn sá að Rúss-
ar vildu sleppa
gegn Ungverjum, því fýrir þeim
hafa þeir tvívegis tapaö á þessu
ári og virtust Rússar hræddir
um að tapa í þriðja skiptið fyr-
ir þeim nú, en álitu V-Þjóð-
verja auðveldari bráð, sem og
varð. Þetta er að vísu aðeins
órökstudd kenning, en einkenni
legt var það að Rússar skyldu
hafa yfir 13:11 gegn rúmensku
heimsmeisturunum og aðeins 5
mínútur til leiksloka, — þá er
af vellinum og
Rúmenár skora 4 mörk undir
lokin og sigra 15:13.
En sem sagt, — Rússar ættu
að verða annað liðanna í úr-
slitunum.
HVAÐ GERA TÉKKAR NÚ?
Vitaö mál er að leikur Rúm-
ena og Tékka í kvöid veröur sá
leikurinn, sem mesta athygli
vekur. Síðan 1961 eru Tékkar
þeir einu, sem sigrað hafa Rúm-
ena á HM, en það var í riðla-
keppninni 1964. Þessi sömu liö
mættust 1 úrslitaleiknum og
tókst Rúmenum þá aö sigra.
Hafa Tékkar verið í úrslitum
HM í þrjú skipti, en aldrei tek-
izt að sigra, og er ekki vafi á
að þeim þykir tími til kominn
að láta til skarar skríða.
Aðalvopn Tékka hafa löngum
verið góðir markverðir og
skyndiupphlaup, en nú hefur
þeim bætzt stórkostlegur skot-
maður, Bruno. Tékkar ættu með
svipuðum leik og fyrri leikjum
keppninnar að vérða nokkuð
seigur biti fyrir heimsmeistar-
ana.
Rúmenar koma fram á sjánar
sviðið með alla sina beztu menn.
Mosek, oft kallaður „Pele hand-
knattleiksins", hefur að vísu
ekki sýnt þá leikni, sem vitað er
að hann á í pokahorninu og
markverðirnir Redl og Renu hafa
brugðizt. Gruia, sá snjalli leik-
maður, hefur líka reynzt hald-
lftill, ef maður hefur verið settur
honum til höfuðs í leikjum, sókn
in orðið bitlftil. Þá má reikna
með að ekki leggist allt á eitt að
ýta undir Rúmena í kvöld, eins
og gegn Rússum, „gestrisni" mót
herja, og dómara, sem var eng-
inn annar en Knud Knudsen,
þekktur hér heima.
Engu að síður má vænta þess
að Rúmenar fari að sýna víg- |
tennumar og sanna að þeir séu
heimsmeistarar, — og hafi full- _
an hug á að verða það áfram. 1
Hvort það tekst eða ekki, fær |
maður að vita í kvöld, en ef- H
laust verður sú raun erfið Rúm- i
enum.
Af framansögðu má ljóst I
verða, að ekki er auðvelt að spá 1
um úrslit leikjanna, ekki sízt um
leik Rúmena og Tékka, þ. e., |
hvort Rúmenar sigra „eins og |
af gömlum vana“ eða hvort t
Danir sigla enn í gegn og haldi
uppi flaggi Norðurlandahand- K
knattleiksins í úrslitum keppn- fe
innar í Vesterás.
við að leika Klimow tekinn
/