Vísir - 23.01.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 23.01.1967, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Mánudagur 23. janúar 1967, TÉKKAR urðu heimsmeisturur! Athyglisverð frammistaða Dana i HM i handknattleik — ógnuðu hinu frábæra tékkneska liði þar til 6 minútur voru eftir Tékkar eru bezta handknattlélksþjóð heims! Öllum kemur saman um það eftir leik Tékka og Dana á laugardaginn í Vásterás í Svíþjóð, — úrslitaleik- inn í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem menn í 17 þjóðlöndum sáu á heimilum sínum í sjónvarpi. Jafnvel dönsku blöðin segja: „lírslitin voru fyllilega verðskulduð, — við megum vel við una að koma heim með silfur- verðlaun, — það bjóst enginn við neinu af þessu liði, þegar við fórum yfir sundið til Svíþjóðar í þessa keppni“. Tékkar sýndu satt að segja yfirburði og því var það skemmtilegt fyrir Dani að veita þeim harða keppni allt fram úndir lok ieiksins. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, þurfa Danir ekki að vera óánægðir, því að þeir hafa aldrei fyrr komizt svo langt í keppninni sem nú. Tékkar unnu líka HM í fyrsta skipti og það var mjög verðskuldaður sigur. Þaö, sem brást hjá Dönum i þessum leik var úthaldsþjálf- unin, sem var ekki lik því, sem Tékkar virtust hafa, •— og í seinni hálfleik var l eins og taugamar heföu brugðizt dðnsku leikmönnunum, en Tékkamir héldu sinni ró á- fram. Engu a5 síöur var leik- urinn mjög spennandi allt þar tfl 6 mínútur voru eftir af leik, en þá skoruöu Tékkar, komust úr 12:10 í 13:10 og höfðu þá 3 mörk yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þá mátti raun- ar vita hvað klukkan sló, — Tékkar mtmdu ekki veröa sigr aðir úr þessu. Sigur þeirra varð 14:11. Leikurinn byrjaði sannarlega ekki glæsilega fyrir Dani — aðeins 13 sekúndur liðnar og boltinn f netinu. Þeir jöfnuðu þó strax. LiÖin fylgdust nú að og jafntefli var 4:4 Danir kom ust nú í 6:4 og síðar í 7:5 meö stórfallegum og óvæntum skot- um. Tékkar skiptu nú inn varamarkverði sínum Skarvan og enda þótt Amest hefði var- ið vel, var Skarvan hreinn listamaður f markinu. Hann byrjaði með að koma réttilega á móti Kaae á línunni, fékk boltaiin í höfuðið. Kannski var þetta sárt, — en hvað gerði það til þvf nú skoruðu Tékkar dýrmætt mark í staðinn 7:7. Danir skoruðu næst, en Tékk- um tókst að jafna rétt fyrir leikhlé úr vítakasti. Seinni hálfleikurinn var harður, ,oft ruddalegur og ekki beint eftir settum reglum, sem hinum fræga Janerstam tókst ekki að halda innan rammans í sínum 50. milliríkjaleik, — og þeim erfiðasta. Danir áttu sína sök á þessu, hreinlega gleymdu öllum handknattleik, en notuöu hnefana til þess að gera upp sakir við menn, en auk þess notuðu þeir munninn óspart og létu dæluna ganga. Víst var yfir mörgu að kvarta en þetta kom í veg fyr- ir aö þeir gætu einbeitt sér sem skyldi. Tékkamir, eins og allar A.-Evrópuþjóðirnar, beindu aldrei reiði sinni að dómaran- um, nokkuð sem kemur þeim eflaust f hag, en andstæðing- um í óhag. Sem sagt það voru taugar danska liðsins sem brugðust. 1 eitt skipið hafði danskur leikmaður svo mikið að gera að mótmæla aö hann lét boltann eiga sig á gólfinu fómaöi höndum, en Tékki hirti upp hoppandi boltann, og skor- aði rnark. Um þetta leyti var Erik Holst, sem hafði staðið sig með miklum ágætum, búinn að meiðast. Hann var meiddur í baki, olnbogum, með blóðnasir ofan á allt annað. Hann' varð jafnvel að bjarga sér með einni hendi og eftir sem áður stóð hann sig stórkostlega. Tékkar höfðu í seinni hálf- leik margt fram yfir danska lið- ið og áhorfendur, sem voru rúmlega 4000 talsins, virtust ekki í vafa um hvc.. mundi fara með sigurinn af hólmi. Á hinum örlagaríku mínútum þegar staðan var 11:10 fyrir Tékka revndi fyrst á snilli þeirra, og nú komust þeir 3 mörk yfir eins og áður var sagt frá. Janerstam, oft kallaður „bezti dómari í heimi“ aðal- lega þó af Dönum, hættir nú sem dómari. Hann var mjög MflÉ&r' . ■ Per Svendsen skorar fyrir Dani á laugardaginn. Té kkamir horfa á eftir honum. „Verið þið kátir strákar,“ hrópar Max Nielsen til félaga sinna, sem voru óánægðir eftir leikinn, „við fáum þó alltaf silfrið.“ Til hægri er Carsten Lund. gagnrýndur fyrir þennan leik, ekki sízt af Dönum, sem sögðu hann enda sem „versta dóm- ara í heimi“. Liðsmenn Dana áttu mjög erfitt með að sitja á sér eftir leikinn, einkum vegna þess að Janerstam vís- aði eirjni stjörnu Dana, Vods- gaard af velli i 2 mínútur á örlagarfkustu augnablikunum. © Eftir úrslitaleik HM kusu blaðamenn við leikana „heims lið“ og er það þannig skipað: Erik Holst, Danmörk, Gruia, Rúmeníu og Bruna, Tpkkósló- vakíu — Teiderman — A.- Þýzkalandi — Mares, Tékkó- slóvakíu, Solomko, Sovétríkj- unum og Duda, Tékkóslóvakíu. • V.-Þjóðverjar fengu „fair- play“ bikarinn, fyrir prúð- mannlegustu framkomu á leík- velli. Leikmönnum þeirra var aðeins vísað af velli þrívegis í keppninni, 6 mínútur alls, Júgóslavar komu næstir mcð 8 mín., Svíar með 10, Danir 13, Tékkar 16, Sovét 18, Ung- verjar 18, Rúmenar 20. © Markhæsti leikmaður keppninnar var Liibking, V.- Þýzkalandi með 38 mörk, Schmldt, V.-Þýzkalandi 36, Milkovic, Júgóslavfu 36, Klim- ow. Sovét 35, Bruna, Tékkó- slóvakíu 34, Gruia, Rúmeniu 34. Rúmenar höfnuðu i 3. sæti keppnlnnar eftir sigur á laugar- daginn gegn Rússum 21:19 i hörkuspennandi leik. Að lokum má geta þess að áhugi á leiknum í Kaupmanna- höfn var geysilegur. Götur stórborgarinnar voru mann- lausar að kalla mátti meðan leikurinn fór fram, en hann var sýndur i sjónvarpi þar eins og raunar víðar.' Sagði lögreglan að þetta hefði verið eins og að- fangadagskvöld. Fyrir leikinn v«r umferðaröngþveiti vfða, en eins eftir leikinn. Á Strikinu i Kaupmannahöfn sást aðeins einn hestvagn, þegar Danir voru að leika sfnar erfiðustu mfnútur í Vásterás, það voru brúðhjón á leið úr kirkju, — þau höfðu ekki viljað fresta brúðkaupinu vegna leiksins, — en ekillinn sagði blaðamannj í fullri ein- lægni að hann hefði miklu frek ar viljað horfa á leikinn, en starfiö hefði orðið að ganga fyr- ir. Danska Jh næsta ár Danska silfurliðið frá HM fer i mikið ferðalag næsta ár. Frá bessu var skýrt eftir leSkinn við Tékka á laugardaginn í Vásterás. ísland verður meðal landanna, sem Danir ætla að heimsækia á „heimsreisu“ eftir deildakeppnina næsta ár, f lok marzmánaðar. Ferðalagið verður mjög líklcga til Bandarikjanna, Kanada, og e.t.v. Japan, en í leiðinni veröur kom- Sð við í Reykjavik og leikinn landsV leikur. Hafa Dönum borizt mörg boð að undanförnu eftlr hina glæsilegit frammistöðu, ei? engu þessara boöa hefur veriö tekið, a.m.k. eK' þar sem landsleikir voru boðnir í ár, bví Danir elga eftir að leik- við A.-Þýzkaland, ðíoreg og Svíhjé' Framhaldsaðalfundur Knat* spymudeildar Víkings verðr- haldinn í félagsheimilimu mi" vikudaginn 25. jan. kl. 21.00. Stjómin. rs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.