Vísir - 23.01.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 23.01.1967, Blaðsíða 8
8 V1SIR. Mánudagur 23. janúar 1967. mmamwmíminwmr'i VISIR Utgefandi: BlaSaútgáfan VISIK Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarrltstjórt: Axel rhorstelnson Fríttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. simar 15610 og 15099 Afgreiflsla: Túngfltu 7 Ritstjóm: Lnugavegi 178 Simi 11660 (5 Unur) Askriftargjald kr 100.00 ð mánufli ínnanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakifl Prentsmiflja Vlsis — Edda h.f Jarðfræðina til vegs gurtseyjargosið hefur staðið yfir í rúm þrjú ár, Það hefur orðið geysileg lyftistöng fyrir íslenzk náttúru- vísindi, einkum jarðfræði. íslenzkir og erlendir vís- indamenn hafa stundað Surtseyjarrannsóknir af kappi Mikils þekkingarforða hefur verið aflað og m.a. á sviðum eir:s og myndunarsögu jarðar og sögu mynd- unar lífs á jö'rðunni. íslenzkir vísindamenn hafa stað- ið í fylkingarbroddi í rannsóknum á Surtsey. Gosið hefur opnað augu manna fyrir möguleikuin jarðfræðirannsókna á íslandi. Það hefur sýnt, að rannsóknarefni á þessu sviði eru ótæmandi hér á landi og einnig, að hér eru allmargir mjög færir vís- indamenn á þessu sviði Prófessor Bauer, sem mjög hefur komið við sögu Surtseyjargossins, hefur látið þau orð falla, að ísland væri hin sannkallaða rann- sóknastofa náttúrufræða, og að hann vildi gjarnan sjá rísa hér upp alþjóðlega náttúruvísindastofnun. Staðreyndin er sú, að skipulagslegá séð'Iiefúi* þjóðin staðið sig afar illa á þessu sviði, og því fer f jarri að hér sé búið forsvaranlega að jarðfræði og öðrum náttúru- vísindum. Engin jarðfræðistofnun er til í landinu. Tveir jarð- fræðingar starfa við Náttúrufræðistofnunina. Flestir annarra íslenzkra jarðfræðinga hafa fengið húsaskjól í ýmsum óskyldum stofnunum, svo sem Rannsóknar- stofnun iðnaðarins, þar sem flestir þeirra eru. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að skipa jarðfræðingum nið ur í stofnun, sem hefur að meginverkefni efnagrein- ingar og vmsa vísindalega þjónustu fyrir iðnaðinn. í Háskólanum er jarðfræði kennd sem hliðargrein af landafræði, og síðan ekki söguna meir. Menn opna svo ekki munninn um endurbætur á starfsemi Há- skólans, að ekki sé minnzt á nauðsyn jarðfræði- kennslu við hann. Á síðustu háskólahátíð lagði rektor áherzlu á, að jarðvísindarannsóknir yrðu fljótlega tengdar við Raunvísindastofnun Háskólans. Virðist vera fylli- lega tímabært, að sú hugmynd verði framkvæmd. Al- mennur áhugi og vilji virðist vera á myndun Jarð- fræðistofnunar við Raunvísindastofnunina og að kennsla hefjist til B.A.-prófs í jarðfræði. Fjárútlátin yrðu ekki stórvægileg, því flestir vísindamannanna eru hvort sem er á launum hjá ríkinu, aðeins í öðr- um stofnunum. Verkefni jarðfræðistofnunar yrðu væntanlega þríþætt, undirstöðurannsóknir, jarð- fræðileg þiónusta og háskólakennsla. En góðui vilji og orðin tóm ná skammt í þessum málum sem öðrum. Forsvarsmenn menntamála verða að taka til óspilltra málanna á þessu sviði og hindra að vandamál þetta verði að meiri þjóðarskömm en begar er orðið. íslendingar hafa öll skilyrði til þess að tcoma sér upp öflugri jarðvísindastofnun, eins og Surtseyjarrannsóknimar hafa leitt í ljós, og nú þegar -minn tími til að láta verkin tala. ! Jón forseti siglir fyrir Amarfjarflarmynni. Þegar Jón forseti kom til íslands árið 1907 — Jón forseti var fyrsti togarinn, sem var smiðaður fyrir Islendinga. Hér er sagt frá tildrögum smiðinnar og komu hans til Islands T daj> eru liðin nákvæmlega 60 ár síðan fyrsti togarinn, sem íslendingar létu smíða fyrir sig, kom til landsins. Það var togar- inn Jón forseti, eign útgerðar- félaisins Alliance. Tveir togarar höfðu þá verið í eign íslendinga um nokkurt skeið. Annar var fyrsti togar- inn, Coot, sem gerður var út af „Fiskveiðahlutafélaginu Faxa- flói“ fyrsta íslenzka togara- félaginu. Hann var 12 ára gam- all, þegar hann var keyptur til iandsins. Útgerð hans hafði geng ið vel eftir atvikum. Þrátt fyrir margvísleg óhöpp og erfiðar að- stæður til löndunar og vinnslu hafði hann skilað eigendum sín- um drjúgum hagnaði er hann strandaði við Keilisnes árið 1908, þremur árum eftir að hann kom til landsins. Annar togari íslendinga var togarinn Seagull. sem kom einnig árið 1905 til ís- lands Þetta var úreltur, ellefu ára gamall Norðursjávartogari. Útgerð hans gekk mjög illa. Hann reyndist ekki heppilegur til veiða á fslandsmiðum, raunar þótti ekki fært að senda hann út fyrir Faxaflóa á veiðar. Marg- vísleg vanþekking á togaraút- gerð olli því einnig að hann gerði aðaleigandann, einn rfkasta og athafnasamasta bónda sinnar tíð ar, Þorvald Biömsson á Þor- valdseyri, að eignalausum manni á fáum árum. Þrátt fyrir þessa reynslu var alltaf nokkur hugjur I ýmsum mönnum um að revna við út- gerð botnvörpunga. Margvfsleg- ar skissur í útgerð Coots og þó einkum Seagulls, lágu í augum uppi, þannig að hægt var að forð ast að -þær endurtækju sig. Eng- lendingar höfðu mokað þeim gula á miðunum kringum landið og togaraútgerð þeirra stóð með miklurh blóma, eftir þvf sem þá gerðist. Það þótti þvf einsætt. að gera mætti út togara frá 'fs- landi með góðum árangri ef far- ið væri að öllu með fvrirhyggju og leitað þeirrar kunnáttu og bekkingar, sem f hafði vantað. fslendingar kunnu ekki vélstjóm á togurum. Þeir kunnu ekki neta bætingar. Þeir þekktu að vísu miðin, en ekki botninn, að sama skapi, en það var nauðsynlegt á veiðum með botnvörpu. Þeir þekktu heldur ekki handbrögðin og aðeins örfáir menn höfðu starfað á togurum, að gagni. Þegar togarafélagið Alliance var stofnað höfðu Coot og Sea- gull verið að veiðum eitt sumar við íslandsstrendur. Hugmyndin að stofnun hins nýja félags mun hafa sprottið upp hjá tveim ur skipstjómm, sem eins og mörgum öðmm sjómönnum á þessum tímum, varð tfðrætt um útgerð togara. Þessir menn vom Jón Ólafsson og Magnús Magn- ússon. Þeir tóku þá ákvörðun að leita samstarfs við nokkra menn, sem þeir þekktu og vissu að ólu f brjósti sömu vonir og þeir um möguleika og framtfð togaraútgerðar á fslandi. Öllum kom þeim saman um að æski- iegt væri að fá f liðið reyndan kaupsýslumann og var þá eng- inn heppilegri að beirra dómi en framkvæmdamaðurinn Thor Jensen. Um haustið 1905 sett- ust nokkrir menn á rökstóla um stofnun nýs útgerðarfélags, sem hefði það að markmiði að láta smfða fullkominn, nýtfzku tog- ara og hefia útgerð á fslands- miðum, með það fyrir augum að selia ísaðan fisk á Englands- markaði og veiða til söltunar um borð f skipi. Þessir menn voru Jón Ólafsson, Magnús Magnússon; Halldór Þorsteins- sot), Kolbeinn Þorsteinsson, Jón Sigurðsson og Jafet Ólafsson. Allii stýrðu þeir þilskipum. Sjö- undi maðurinn var Thor Jensen og var ætlunin að hann skyldi veita félapinu forstöðu Hið nýja fiskveiðifélag var formlega stofnað 18. október 1905. Hófst um leið margvísleeur undirbún- ingur að bví að nýr togari yrði bvsgður fyrir féiagið. Hlutafé Alliance var 20 búsund krónur. Var leitað til íslandsbanka um lán vegna togarakaupanna og fé- laginu heitið 4000 sterlingspunda láni gégn fyrsta veðrétti f vænt- anlegum togara og ábyrgð sam- eignarmanna. Allmörg tilboð bár ust félaginu. Eftir nokkra eftir- grennslan og ráðfærslu reyndra skipstjóra og vélstjóra var ákveö ið að fara ekki eftir teikningum eins og þær lágu fyrir heldur velja það bezta úr þeim, og láta gera nýja teikningu. Samningar tókust við skipasmfðastöðina Scott og Son í Bowling f Skot- landi. Átti togarinn að kosta fullsmíðaður 7500 sterlingspund. Gert van ráð fyrir að um eitt þúsund pubd þyrfti til viðbótar til kaupa á veiðarfærum og vegna annars kostnaðar. Það fé sem á vantaði var útvegað af enskum manni, sem hafði tekið að sér milligöngu milli Alliance- manna og skipasmfðastöðvarinn- ar, 1500 sterlingspund, en Thor Jensen sá um að útvega hitt. Halldór Þorsteinsson hafði verið ráðinn skipstjóri á skipið. Var honum ætlað að kynna sér f Englandi allt sem að stjórn eins togara laut. Var hann um skeið ásamt Kolbeini bróður sín um á enskum botnvörpungum svo og Magnús Magnússon, sem vann á togaranum Coot sumar:* 1906 í sama tilgangi. Haust!í' 1906 fóru þeir bræður Halld^- og Kolbeinn til Bowling, þar sem skipið var smfðað og héldu sir þar til eftirlits með smíði skins ins þar til henni var lokið. Með þeim var danskur vélstjóri, Frið rik Jensen að nafni. Tjað var miðvikudaginn 23 janúar 1907, sem hinn nýi togari renndi inn á höfnina f Reykjavík. Hann hafði þá hlot- ið nafnið Jón forseti. íbúar bæj- arins flykktust niður að sjónum til að sjá hið nýja skip, sem beðið hafði verið eftir með töli^ verðri eftirvæntingu, sem einn- ig var f ýmsum tilfellum bland- in vonleysi um árangur af þessu fyrirtæki. Það var þó engan veg- inn tilfinning eigendanna sem nú voru aðeins sex, þar sem Jafet Ólafsson hafði farizt ‘ ■' skútu sinni Sophie Wethlev ! mannskaðaveðrinu mikla 7. anrí’ 1906. Höfðu félagamir keym hlut hans. Þeir höfðu látið smfð>' einn af stærstu og fullkomnusti' togurum er þá vora til í heim inum, ætfð sannfærðir um ekkert annað mvndi henta. Sk" ið var skráð 233 smálestir brútté en 91.56 smálest nettó. Kjala'- Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.