Vísir - 28.02.1967, Side 2
2
V1SIR. Þriðjudagur 28. febrúar 1967.
Frá handkna ttleiks-
keppni kvenna í
Laugardalshöllinni
Valsstúlkumar virðast ætla
að heyja einvfgi við FH-stúlkum
ar um íslandsmeistaratignina i
1. deild kvenna i handknattleik,
en Valur hefur lengi verið ill-
sigrandi í þessum flokki eins og
alkunna er.
Um síðustu helgi unnu Vals-
stúlkumar Ármann með 9:2, en
Víklngur vann KR með litlum
mun, 6:4. Stúlkumar úr KR em
allar kornungar og lítt reyndar
í handknattleik, en þær berjast
og meö baráttu komust þsér t.d.
upp í 1. deild eftir þrotlaust
erfiði i úrslitaleikjum við Kefla-
vík.
Á stærri myndinni sjást tvær
KR-stúlkur fylgjast með félög-
um sínum í keppni og spenn-
ingurinn leynir sér ekki. Hin
myndin er úr einni sóknarlotu
KR.
7
KR-ingar halda sérstakt
námskeið i stangarstökki
Frjálsíþróttadeild K.R. mun í
næstu viku hefja kennslu í stangar-
stökki fyrir byrjendur eingöngu.
Það hefur oft viljaö brenna við
að þeir ungu hafa ekki komizt aö,
þegar þeir eldri hafa veriö að
stökkva á stöng, og þess vegna
færri byrjað aö æfa þessa fögm í-
þrótt en eðlilegt er. Frjálsíþrótta-
deild K.R. hyggst nú bæta úr þessu
og veröur námskeiði því, sem nú er
að hefjast haldið áfram til vors.
Kennsla fer fram í K.R.-heimil-
inu á miðvikudögum kl. 18.55, en
kennari veröur hinn góðkunni þjálf-
ari Benedikt Jakobsson, sem m.a.
kenndi bæöi Torfa Bryngeirssyni
og Valbimi Þorlákssyni að stökkva
á stöng, en sem kunnugt er, hafa
þeir náö lengst íslendinga í þessari
grein, met Torfa var 4.35, en það
met hefur Valbjörn bætt í 4.50 m.
Á námskeiðið em velkomnir all-
ir piltar, sem em 15 ára og eldri.
Hægri akstur
— Fyrirspurn —
Borðtennisdeild stofnuð
hjá Ármanni
- yrsta félagið, sem tekur borðlgerðist það fyrir nokkru.
nis upp á keppnisskrá sína er
nann. Innan félagsins hefur nú
ið stofnuð borðtennisdeild, og
Sveinbjöm Björnsson, gjaldkeri
deildarinnar, sagði i gær i viðtali
viö iþróttasíðuna að ákveðið væri
Sveitaglíma
KR í kvöld
I kvöld kl, 20.15 hefst sveita-
na KR aö Hálogalandi. Keppni
‘>yi er nýjung, sem KR bryddaði
> á fyrir 2 ámm og hefur gef-
mjög vel og orðiö vinsæl.
jórir flokkar glimumanna taka
t að þessu sinni, Á- og B-sveitir
KR, sveit Ármanns og Víkverja.
Foringjar flokkanna eru Sigtrygg-
ur Sigurðsson fyrir A-sveit KR, El-
ías Árnason fyrir B-sveitina, Guð-
mundur Freyr Halldórsson fyrir Ár
mannssveitina og Ingvi Guömunds-
son fyrir sveit Víkverja.
aö æfingar yrðu á þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 17.30 fyrir
byrjendur, en 19.30 fyrir lengra I
komna, og á laugardögum kl. 14-1
16 fyrir byrjendur og 16-18 fyrir
Iengra komna i listinni.
Þjálfarar verða Sveinbjöm Guð-
bjarnarson, formaður deildarinnar
og James Wilde, sem er ritari deild
arinnar. Wilde er enskur, en hefur
starfað hér í 18 mánuði og talar og
ritar íslenzku ótrúlega vel.
Sveinbjöm sagði enn fremur að
i framtiðinni stæði til að taka upp
tíma fyrir konur, enda er borötenn-
is ekki síður viö hæfi kvenna en
Karla.
Er furðulegt hve borðtennisiþrótt
in hefur átt erfitt uppdráttar hér,
og aö nú fyrst skuli stofnaður fé-
lagsskapur um þessa iþrótt, sem
hægt er að stunda án erfiðleika
allt árið um kring og kostar lítið
sem ekkert, því allt í kringum borö
tennis er fremur ódýrt miðað við
annað. Æfingar Ármenninga veröa
i félagsheimilinu Ármannsvelli viö
Sigtún.
Þegar mest var rætt um hægri
akstur, áður en Alþingí setti lög I
því efni, var nokkuð um þetta mál
rætt hér í blaðinu með og móti. Ég
var — og er — þeirrar skoöunar,
að ekki hafi verið knýjandi nauð-
syn, að stofna til hægri aksturs hér
á landi, vegna stöðu ökkar sem ey-
þjóðar, við gætum farið okkur hægt
og tekið okkur Breta til fyrirmynd-
ar f þessui en á Bretlandi er, mér
vitanlega, ekki á dagskrá, að stofna
til hægri aksturs, og ætti það þó
að vera meira atriði þar, í landi,
þar sem tugþúsundir vinstriaksturs
manna fara árlega í bílum sínum
tii hægriaksturslanda á megin-
landinu, og þaðan koma til Bret-
lands aðrar tugþúsundir megin-
landsmanna, vanir hægri akstri. Ég
hefi aldrei á undangengnum árum
orðið þess var, að neinn áhugi sé
fyrir hægri akstri á Bretlandi. Ég
hefi árum saman lesið Lundúna-
dagblöö og hlustað daglega starfs
míns vegna á fréttasendingar
brezka útvarpsins, og aldrei orðið
þess var, að neitt svo fréttnæmt
hafi gerzt varöandi áhuga fyrir
hægri akstri, aö það kæmist í frétt-
ir dagsins og bæði fyrr og nú hefi
ég leitað álits brezkra manna hér,
sem gerla fylgjast með því, sem ger
ist í landi þeirra, og fengið þau
svör, að málið sé ekki á dagskrá
og enginn almennur áhugi fyrir
breytingu. Geta má þess, að nýlega
er lokið á Bretlandi kostnaðar-
samri framkvæmd á endurbótum
á skiltakerfi þjóðveganna — og
þær endurbætur miðaðar við það
kerfi, sem er í landinu — vinstri
aksturskerfið.
Ég tek það fram, að mér dettur
ekki í hug að sumt megi ekki til gild
is telja hægri handar akstri — hitt
var aðalatriðið í mínum augum, að
engin knýjandi nauðsyn væri að
breyta til, svo sem að ofan greinir,
og lagöi áherzlu á afstöðu Breta í
þessum málum. Ýmsir aðrir hafa
sömu skoðun á þessu og ég. Þori
ég næstum að fullyrða að þetta
sé nokkuð almenn skoðun. Þeir,
sem bera ábyrgð á, að hægri akstur
verður tekinn upp, hafa lítið sinnt
þessum rökum, þar til nú að i viðt.
í fréttaauka í Ríkisútvarpinu, var
því haldiö fram — að mér skildist
— aö áhugj fyrir hægri akstri væri
vaxandi á Bretlandi. Þetta kom
mér óvænt, sbr. það, sem að ofan
segir, og leyfi ég mér hér með að
bera fram þá fyrirspurn á hverju
þessi staðhæfing var byggð — eóa
skoðun, ef á ummælin ber að líte
sem skoðun, en ekki sem staðhæf
ingu.
y
Axel Thorsteinson.
..jSB
tSáiWSm