Vísir - 28.02.1967, Síða 4

Vísir - 28.02.1967, Síða 4
June og Frank Hobden áttu eng in börn. En í staðinn elskuðu þau Schaferhundinn sinn. Þe'gár hinn 43 ára gamli Hobden skildi við konuna, sem er 5 árum yngri varð það að samkomulagi á milli þeirra frammi fyrir dómaranum, að hann héldi hundinum, en að þau skiptu á milli sín uppihaldskostn- aðinu v:ð hann. Þau borga hvort um sig um 80 kr. á viku eins lengi og hundurinn lifir. * England: Enski Rauði krossinn hreinsar nú til í sérbókasaini sínu fyrir eftirlaunafólk. Bókasafnsstjórinn álítur að allt of mikið sé um umræður um kyn- líf í mörgum nútímaskáldsögum, sem gamla fólkið vilji ekki lesa um. En hin 75 ára gamla frú Mabel Whitehead frá bænum Norton hefur mótmælt þessu. —- Mér hefur geðjazt vel að öllum bókum frá Rauða kross- inum — með frásögnum af kyn- lífi eða ekki. Albert Camus, Nóbelsverðlauna hafinn, sem lézt fyrir aldur fram í bílslysi nýtur enn mikilla vin- sælda. Á nú að fara að kvik- mynda eina þekktustu skáldsögu nans, „Útlendingurinn". Þegar eru upptökurnar hafnar við Marengo nálægt Alsír, en þangað ar söguþráður bókarinnar sóttur. u sum atriðin tekin í sama ,úsi og móðir Camus átti bústað : um langt skeið og þar sem hún lézt. Aðalsöguhetjan, Meursaukt er 'eikinn af italanum Marcello íastroiani, kærastan hans er leikin af Anna Karina en 1 öðr- um hlutverkum eru: Bemhard Blier, Raymond Pellegrin og Charles Vanel. * London. Fyrir skömmu birti hið þekkta enska dagblað „The Times“, auglýsingu á latínu. Auglýsingin fjallaði um það að * gera latínuna aftur að alþjóðamáli og hvatti alla latínuaðdáendur að £ rnynda félagsskap til þegs að rann • saka möguleikana fyrir þessu: ut a conveniamus ac de hac re • desputamus. • „Vil verða ungleg aftur" — Og Martine Carol svalt sig til bana Það hefur nú komið í ljós að raun verulegt banamein Martine Carol frönsku kvikmyndastjörnunnar, sem fannst fyrir skömmu látin í baði í herbergi sínu, var þaö að hún svait sig til bana. Þetta er haft eftir eiginmanni hennar Englendingnum Mike Eland, sem segir að kona sín hafi fengið tilboð um nýtt kvik- myndahlutverk. Hún vildi gjarn- an fá það, en henni fannst hún allt of feit og byrjaði á megrunar kúr, sem hún tók £ röskara lagi. Á þrem vikum léttist hún um 11 kíló — og það þoldi hjarta hennar ekki. Martine Carol fann sjálf fyrir þvl hvernig hún varð þreyttari og þreyttari. Hún lét leggja sig inn á dýrt megrunarsjúkrahús í London (meðferðin kostaði nærri 10 þúsuhd á viku) og meðsjúkl- ingi sínum sagði hún hvernig sér sortnaði fyrir augum, ef hún reisti sig upp of fljótt. Áður en hún lagðist inn hafði hún tekið inn heilmikið af megrunartöfl- um og á 10 dögum lagöi hún af um 5 kíló. Á sjúkrahúsinu lagði hún af sex kíló £ viðbót á tveim vikum, en hún var svo veik- burða að henni var bannað að taka inn töflur hún var aðpins á matarkúr. Til þess að hún freistaðist ekki að fara £ heitt baö — sem getur verið ein fljótlegasta megrunar- meðferðin — var skrúfað fyrir heita vatnið að baðherbergi henn ar á sjúkrastofnuninni. Hún hafði hugsað sér að dveljast þar nokkr; ar vikur £ viðbót en þann 25. janúar fór hún snögglega af sjúkrastofnuninni. Hún ætlaði aðl undirbúa hlutverk sitt. Nokkrum vikum síðar fannst hún látin i baðkeri sinu — hjartað haföi I lamast. — Ég vil verða ungleg aftur, sagði hún einn sfðasta daginn á i ll : sjúkrastofnuninni. Þaö varð hún iíiil líka, en verðið var of hátt. Martine Carol. 220 mínútna bardagi fyrir lífi Monique Endirinn á „dramanu“. Slökkviliðsmaðurinn réttir ***** JJ*** ----- - “*”*"** *--.............* * ”**•* ***• .»*-««*•■** nafnskfrteininu, nær I Monique og dregur hana inn fyrir hendina eftir 'P'f þið komið nær kasta ég mér niður. í þrjár og hálfa Rlukku stund hótaði hin 25 ára Monique Thomas að kasta sér niður af þakinu á húsi nr. 26 á Boule- vald Montparnasse. Það liðu 220 mfnútur en á þeim tima var háð- ur örvæntingarfullur bardagi um líf Moniques, læknar, prestar, nunnur og vinir reyndu að fá hana ofan af þessari fyrirætlun sinni. Það var fyrst eftir að reynt hafði verið að koma vitinu fyrir hana £ þrjár og hálfa klukkustund að slökkviliðsmanninum Jean Notto heppnaðist að grfpa i hand Iegg hennar og draga Monique andstætt vilja hennar inn um glugga. Þetta hófst með þv£ að kona ein kom upp meö pakka handa Monique, sem bjó á fimmtu hæð hússins. Hún sagði: — Ungfrú, ég er með pakka handa yður. Monique: — Það er of seint. Öllu er lokið... Nokkrum minútum síðar hafði hún stokkið út um gluggann og skriðið upp á mæninn á húsinu. Það voru þrjátiu metrar niður á götuna. Slökkviliðinu var gert viðvart. Brunasegl var strengt út. Læknamir sögðu: — Ef hún stekk ur lifir hún það ekki af. Nunna sagði biöjandi: Monique litla, komdu niður til m£n og þá tölum við hvor við aðra alveg eins og þegar þú varst litil og gekkst i sunnudagaskólann. Monique hristi bara höfuðið: — Það er of seint. Læknirinn kom með bolla af kaffi. Monique sagði að kaffið væri eitrað. Fyrst eftir að lækn irinn haföi sopið einn sopa tók hún við þvf. Taugar Monique höfðu ekki þolað erfiðleikana, sem hún hafði átt í. Hún hafði lokið lög- fræðiprófi nokkrum mánuöum áður, en hafði ekki heppnazt aö fá neina vinnu. Peningar henn- ar voru á þrotum. Þegar kær- astinn hennar pianóleikari, yfir- gaf hana fyrir nokkrum dögum ákvaö hún að leita dauðans. Hún sagði við slökkviliðsmann inn Notto: —Allir ofsækja mig. Ég hef meira að segja fengið rangt nafn- skirteini. Allir eru á móti mér. Þá bað hann um að fá að sjá litla rauða kortið og eldsnöggt greip hann £ handlegg hennar og uró hana inn. Monique var bjargað eftir 220 örlagaþrungnar mfnútur. Bókabúðir bókmennta- þjóðarinnar Við íslendingar höfum oft stært okkur af bvi að viö vær- um mesta bókmenntaþjóð heims, — miðað við fólksfjölda. Nú ’hafa bókabúðir borgarinn- ar breytt um svipinn frá þvf að jólabókaflóöiö rénaði, og nú fyllast söluborðin vafalaust af þvL sem kaupmenn telia sölu- vænlegt. Og hvað skyldi þaö þá vera hjá bókmenntaþjóöinni? Jú, þegar litið er í búöirnar núna, þá eru erlend vikublöð og tfzkublöö mest áberandi i flestum þeirra. Við þessu er ekkert að segja, bóksalar hljóta að hafa þaö, sem líkur eru fyr- ir aö viðskiptavinir vilji kaupa, íþróttir íþróttamál okkar eru í mikl- keim af ólestrinum og sé í mikl- um öldudal. Það fer t. d. ekki mikið fyrir vetrarþjálfun frjáls- Xikndtitf Götu en þetta sýnir, aö við erum ekki um ólestri um þessar mundir, íþróttamanna okkar. Einn í- lengur ramm-íslenzkir, heldur þó að nokkrar undantekningar þróttamanna okkar segir í tali meira „intemational“. séu. Fer ekki hjá því, að árang við dagblað um íþróttamál: ur keppnismanna okkar beri „ .. ,-sífellt gerist erfiöara að fá menn til að inna af hönd- um félagsstörf innan íþróttafé- laganna á tímum, þar sem hver mínúta er reiknuð í krónum.“ Það er mikið til í þessu. For- ystuvandamálið er stórt, því að íþróttafélögin gætu vegna marg háttaörar aðstöðu sinnar tekið við stórum hópum af þessari „óróasömu“ æsku, sem er í vandræðum með aö drepa tím- ann. Mikið vandamál væri leyst. ef skipulag íþróttafélaganna gerði ráð fyrir að rúma meira af ungu fólki innan sinna vébanda. En íþróttahreyfingin er eitthvað „sloj“ eins og stendur. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.