Vísir


Vísir - 28.02.1967, Qupperneq 5

Vísir - 28.02.1967, Qupperneq 5
VÍ!S>IÍR. Þriðjudagur 28. febrúar 1067, 5 j— Listir -Bækur-Menningarmál1 Fyrsta viðfangsefni Leikfé- lags Kópavogs á þessu leikári, er nýtt barnaleikrit eftir frú Ólöfu Árnadóttur, sem nefnist „Amma Bína“, og var frum- sýnt sl. föstudag. Frú Ólöf skrif ar mikiö fyrir börn. Þetta er annað leikritið sem hún hefur s.i.mið handa þeim, auk þess sem ný barnabók eftir hana kom út um síðustu jól. Að mín- um dómi sýnir þetta nýja leik- rit hennar verulega framför frá því sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi eftir hana um árið, um austurlenzka prinsinn. Þama vel ur frú Ólöf sér viðfangsefni úr hversdagslegu umhverfi barri- anna, segir leiksöguna á þeirra máli og tekst fprðuvel að mér finnst ,að rekja hugsanagang þeirra, gefur ímyndunaraflinu slakan tauminn aö þeirra hætti, en sleppir, — líka að þeirra Álfameyjarnar dansa og syngja I Loftur Guðmundsson skrifar Ieíklistargagnrýni Ó, AMMA BÍNA Eftir: Olöfu Árnadóttur - Leikstjóri: Flosi Úlafsson kvik.. myiíair hætti:—öllum rökum og allri predikun. Hvað þetta snertir, tel ég að hún hafi komizt næst því, þeirra höfunda okkar, sem að undanförnu hafa spreytt sig viö þetta viðfangsefni, að skrifa skemmtilegt og gott barnaleik- rit. Og það vekur auk þess von- ir um að hún eigi eftir að gera enn betur, fyTst hún hefur nú fundið rétta tóninn. Hún mætti gjaman skrifa annað svipað leik rit í framhaldi af þessu, með sömu aðalpersónum — Ömmu Bínu, Lóu og Þresti, og ekki mundi það spilla þótt gömlu konurnar, Kristín og Matthild- ur, fylgdu með, því að allt eru þetta skemmtilegustu persónur. Og ekki ætti frú Ólöfu að skorta efniviðinn, sízt ef hún brygði sér þar í heim þjóðsagnanna aft ur, eins og hún gerir í þetta skiptið — svona annað veifið. Flosi Ólafsson hefur sett leik- • rit þetta á svið og annazt leik- stjóm, og ferst þaö prýðilega úr hendi. Er það greinilega já- kvætt við leikstjóm hans hve hinir ungu leikendur era óþúst- aðir og leika af mikilli gleöi og fjöri, rétt eins og þau væra sjálf að semja leikinn jafnótt og þau flytja hann, og á þetta einkum við þau Olgu Kristjánsd., sem leikur Lóu og Áma Arason, sem leikur Þröst eða aðalhlutverkin, að Ömmu Bínu undanskilinni. Ekki skal ég samt um það segja hvort þau hafa sérstaka leik- hæfileika — en þau kunna að leika sér ,eins og kátir, heil- brigðir krakkar, og sem slík koma þau fram í hlutverkum sínum, undir leiðsögn leikstjór- ans. Fyrir þetta á hann sérstak- ar þakkir skildar. Satt bezt að segja, og kannski einmitt af þessum ástæðum. þá bera þessir tveir ungu leikend- ur að vissu leyti af þeim eldri — flestum. Brynhildur Ingjalds dóttir nær hvergi nærri þeim tökum á hlutverki Ömmu Bínu, að henni takist að skapa þar þá skemmtilegu persónu, sem efni standa til frá höfundarins hendi. Það háir og mjög leik hennar að andlitsgervið er mis- heppnað, það ber ekki svip af Amma Bina segir bömunum sögur 1 íern gamalli konu. Svipað er að segja um röddina. Ótrúlegt finnst mér að ekki heföi verið unnt að fá einhverja vel miöaldra konu í hlutverk Ömmu Bínu en þá hefði leikritið fengið samræmd- ari heildarsvip. Aftur á móti gerðu þær Líney Bentsdóttir og Sigríöur Einarsdóttir sínum gömlu konum ágæt skil — en hamingjan forði mér frá að gefa í skyn, að þaö hafi verið fyrir það, að þær stæöu hlutverkum sínum nær, aldursins vegna! í þjóðsagnaheiminum leikur hinn gamalreyndi leikari þeirra í Kópavogi, Guðmundur Gíslason, prestinn, séra Þorstein og verð- ur ekki mikið fyrir, María Vil- hjálmsdóttir maddömuna, og kann vel með að fara ,en Einar Torfason leikur skemmtilegan meðhjálpara, einkar skemmtil. Þar lcoma og fram álfar, meyjar og sveinar, sem syngja og dansa eins og álfa er vandi, og hefur Dögg álfamær þar mest að segja, en hún er smekklega leik- in af Rakel Guðmundsdóttur. Þegar aftur snýr sögunni í mann heima koma hvað helzt við hana tveir afbragðs lögregluþjónar, leiknir af Einari Torfasyni og Frosta Bergssyni, skátar og fjöl mennur leitarflokkur — að ó- gleymdum sporhundinum. Sem- sagt — fjör og ærsl frá upp- hafi til enda, með fjölmennri þátttöku ungu kynslóðarinnar. Og ungu frumsýningargestimir skemmtu sér bersýnilega prýði- lega. Þetta skildu þeir og létu ekkert framhjá sér fara. Ég geri ráð fyrir, að þeir eldri hafi líka skemmt sér — svo var um mig að minnsta kosti. Um leiö og höfundi og öllum, sem þarna standa að verki ber þakklæti fyrir, má benda á. að þetta leikrit virðist einstaklega vel til fallið viðfangsefni skóla- leikflokka, en á slíkum viðfangs efnum er einmitt tilfinnanlegur skortur. Og þá er ég illa svik- inn, ef þessi sýning £ Kópavogi verður ekki vel sótt á næstunni. Meiri fjölbreytni í myndavali Jytið hefur verið fjallað hér í þættinum um rússneskar kvik myndir en þaöan komu fyrstu stór- myndirnar eftir byltinguna og um tíma reis þar stjarna sjöundu list- greinarinnar hæst. Sergei Eisen- stein gerði hverja afburðamyndina af annarri „Tundurspillirinn Pot- emkin“ 1925, „Verkfall" 1926, Al- exander Nevsky“ 1937 og „Ivan grimmi“ 1943—’46, svo nokkrar af myndum hans séu nefndar. Vsevolod Pudovkin, var ekki síðri með kvikmyndir eins og „Móð irin“ 1926, „Fall Pétursborgar 1927 „Stormur yfir As£u“ 1928, svo ör- fáar séu nefridar. Þetta voru glæsilegir frumherj- ar, snillingar með myndavélina og stórkostlegir listamenn, nokkrir ungir Rússar hafa fetað £ fótspor þeirra, aðallega siðustu árin. Grigori Chukrai gerði „Saga unga hermannsins' 1959, (sýnd £ Bæjarbiói £ Hafnarfiröi). Þetta er mjög áhrifamikil og falleg mynd. Þaö er svo mikið af töfrum æsk- unnar i henni, dálitið barnaleg, en svo sönn og hrífandi, að aðeins beinfrosnar sálir gætu ekki hrifizt. Hann hefur gert aöra mynd sem hlotið hefur góða dóma, „Það var einu sinni gamall maður og gömul kona“ 1965. Gagnrýnendur líkja honum við Renoir vegna þessarar mannlegu hlýju, sem einkennir myndir hans. Vonandi sjáum við bráðlega þessa mynd hans og „Fer- tugasti og fyrsti', sem einnig sýn- ir hve góður leikstjóri hann er. Grigori Kosintsev hefur spreytt sig á Hamlet meö góðum árangri að sagt er, og sú kvikmynd fékk sérstök heiðursverðlaun £ Feneyj- um 1964. Það sem mér finnst aö flestum öörum rússneskum kvikmyndum, t. d. „Logandi árin“ (ég man ekki nafnið á þessari mynd, eins og það var þýtt hér, en myndin var sýnd £ Laugarásbíói) er hvað áróðurinn skín £ gegn. Þó að hann sé barna- legur er hann leiðigjarn þvi honum Framh. á bls. 5 Mynd frá atriði i „Tundurspillirinn Potemkin,“ sem Eisensteln gerði 1925.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.