Vísir - 28.02.1967, Síða 9
ÍSLAND Á HIIMSSÝNINGUNNI
ísland verður ekki í hópi þeirra þjóða, sem munu
eiga herskip úti á St. Lawrence-fljótinu í sumar,
þrumandi fallbyssukúlum upp í loftið. Kannski gef
ur það í sjálfu sér talsvert góða mynd af litla ey-
ríkinu í. Norður-Atlantshafi, — mynd sem alheim-
urinn tekur eftir. „Við verðum að „fá lánaða“ dáta
frá hinum Norðu'rlöndunum,“ sagði Gunnar J. Frið-
riksson um þetta atriði heimssýningarinnar miklu
sem hefst í lok aprfl í Montreal í Kanada.
V1SIR . Þriðjudagur 28. febrúar 1967.
Engar íslenzkar byssukúlur
Á þessari mestu heimssýn-
ingu, sem sett hefur verið á
laggimar til þessa, stendur til
að sýna brot af þjóðmenningu
oklrar Islendinga samfléttaða
því megininntaki, sem sýning-
amefndin valdi sér, VARMAN-
UM, hinni ómælanlegu hita-
orku, sem landið getur boðið
upp á.
Á sýningunni munu þjóðimar
keppast um að sýna og sanna
sitt ágæti. Eflaust munu stór-
veldi heimsins fá stærstu mynd
í þessum allsherjar-spegli af
heiminum í dag. Smáríki, eins
og ísland sýna f deild sem er
aðeins um 100 fermetrar — og
fá e.t.v. sýnda rétta mvnd á
þann hátt.
! hinum látlausa sýningar-
skála, sem Noröurlöndin komu
sér upp á sýningunni og full-
gerðu á undan flestum eða öll-
um þjóðum, hefur Islandi verið
markaður bás milli Finna, hins
útvaröarins á hinni „norrænu
hendi", og Dana.
Til að sýna varmann hefur
verið komið upp líkani af notk-
un heita vatnsins, hvemig það
er virkjað og leitt oft um lang-
an veg til byggða og notað þar
til upphitunar húsa. Eldfjöllin
eru líka sýnd með sinn kynngi-
kraft á sýningunni. Deildin
sjálf veröur með geysistórar
svart-hvítar ljósmyndir í bak-
grunni, en stækkun mun ný-
lokið í Kaupmannahöfn.
Kanadamenn hafa lagt mikið
f þessa sýningu, Expo 67, eins
og hún er almennt kölluö. Þeir
hafa lagt allan heiður sinn í að
sýningin takist sem bezt og
sem dæmi má nefna, að Kan-
adastjóm hefur skrúfað fyrir
allt sem heitir okurstarfsemi,
en það hefur viljað brenna við
í sambandi við sýningar sem
þessa, að verölag í viðkomandi
borgum hefur viljað hækka
stórlega á öllum hlutum, ferða-
fólkið oft rúið inn að skyrtu.
Hótelverö hefur þannig verið
sett undir verðlagseftirlit með-
an á sýningunni stendur svo og
veitingaverð. „Við viljum sýna
Kanada í sem fegursta ljósi,"
segja forráðamenn Expo 67, „og
því viljum við, að þeir, sem
heimsækja okkur í sumar verði
ekki fyrir barðinu á mönnum,
sem vilja græða skjóttekinn pen
ing á ferðafólkinu." Búast Kan-
adamenn við að Expo 67 fái allt
að 30 milljón heimsóknir f sum
ar, þ.e. 10 milljón gestir muni
koma og muni þeir heimsækja
sýninguna að meöaltali þrisvar
sinnum. Er þetta byggt á rann-
sóknum Stanford Research, —
en það fyrirtæki vinnur að gerö
áætlana.
Heimssýningin í Montreal er
ekki hugsuð sem sölu- eða aug-
Á 100 fermetrum sýn-
um við o'ckar þátt í
spegilmynd aliielmsins
lýsingasýning. Sýningin f New
York í hitteðfyrra var ekki tal-
in gild sem heimssýning, því
þar fór fram mikil sölustarfsemi
og auglýsingamenn Amerfkana
voru þar sannarl. f essinu sínu.
Stærstu deildimar þar voru ekk
ert annað en auglýsingaskrum
fyrir stærstu fyrirtækin í Banda
ríkjunum. í Montreal verður aft
ur á móti aðeins um að ræða
sýningar landanna sjálfra og
stjómskipaðar sýningamefndir
hafa unnið fyrir löndin við upp-
setningu sýningarinnar.
Snúum okkur þá að okkar
hlið. Þó þáttur íslands sé ekki
stór miðaður við eldflaugasýn-
ingar stórveldanna, þá hefur
starfsemin kostað talsvert fé og
æma fyrirhöfn þeirra manna,
sem völdust til þeirra erfiðu
starfa að setja sýningardeild
okkar á laggimar. Um miðjan
marz eiga sýningarmunir allir
að vera komnir á sinn stað, en
sýningin sjálf hefst 28. apríl.
Utan viö skála Norðurlandanna
verður „höggmyndagarður", en
ein fslenzk höggmynd verður
þar, öldugjálfur eftir Ásmund
Sveinsson, en svo heppilega
vildi til að myndin beið i Osló
eftir fari heim, þar sem henni
verður komið fyrir við Mennta-
skólann í Hamrahlíö (gjöf frá
Reykjavíkurborg). Bauðst heims
sýningamefndinni myndin til
láns í sumar og var það boð
þegið með þökkum, enda er hér
án efa um eina beztu mynd Ás-
mundar að ræða, táknræna
mynd fyrir land og þjóð.
Listiðnaður verður sýndur í
glerskápum sem komið er fyrir
undir skálanum en eins og sjá má
á myndum af skálanum mynd-
ast þar ákjósanlegt sýningarrúm
Nú var ákveðið af norrænu sýn
ingarnefndinni að einskorða sýn
ingarefnið í skápunum við list-
iðnað úr málmi og tré, sem set-
ur okkur f nokkurn vanda, enda
ekki úr mörgu að velja í því
efni. Er nú unnið að þvf að velja
fallega hluti f þessa kynningu.
Þjóðhátíðardagur verður hald
inn sameiginlegur fyrir Norður-
löndin, eins og skýrt hefur verið
frá áður. Yeröur hann haldinn
8. júní og munu Norðurlöndin
þá sjá fyrir skemmtunum á sýn
ingunni og frægustu og beztu
kraftar hverrar þjóðar koma
fram og þá munu korvettur
Noröurlandaþjóða, nema ís-
lands, skjóta heiðursskotum úti
á fljótinu. í ráði var að varð-
skipið Óðinn yrði í hópi þessara
skipa, en af þvf gat ekki orðið.
Eflaust munu margir fagna því
að svo fór.
Meðal þess, sem þarna verð-
ur á boðstólum er hljómsveit
norska lífvarðarins, finnskur
flokkur fimleikastúlkna og ýmis
tónlist frá Norðurlöndunum,
nema Danmörku og Islandi, sem
leggja ekkert af mörkum á tón
listarsviðinu f þetta sinn. Hins
vegar verður sendur 10 manna
glímuflokkur, sem mun sýna
þessa rammfslenzku íþrótta-
grein. Karlakór Reykjavíkur
mun aftur á móti halda tónleika
á sýningunni sfðar eða 23. og
24. júnf og veröur þar 40 manna
hópur úr kómum, en þetta er
liður f söngleikaferð hiá kórnum
Hefur hann komizt að sömu kjör
um og t.d. sænska óperan, sem
kemur fram á heimssýningunni.
Forseti íslands mun koma f
opinbera heimsókn á sýninguna,
eins og áður hefur verið boðað
og verður það 13. júlí, en for-
setinn fer jafnframt í opinbera
heimsókn til Ottawa og er boðið
að auki til fjögurra borga.
„Surtur fer sunnan“, kvik-
mynd Ósvaldar Knudsen verður
Framh. á bls. 10
Fyrsta skóflustungan við norræna skálann. Fulltrúúar landanna frá íslandi, J. Guy Gauvreau,
konsúll annar frá hægri.
Þannig lítur norræni skállnn út, hin glæstasta bygging í hvívetna.