Vísir - 28.02.1967, Síða 10
w
V1SIR. ÞriSjudagur 28. febrúar 1967.
'Sterka benzínið væntanlega]
á markað um helgina
Verður 35 aurum dýrara en benzínið sem nú er selt
Nú líður að því að sterka
benzínið með oktantölutjni 93
komi á markaðinn og hefur
verð á lítra verið ákveðið 7.40
kr. eða 35 aurum hærra en lítr-
inn af 87 oktan benzíninu,
sem nú er á markaðinum.
„Eftir því sem við komumst
næst núna um benzínbirgðir á
landinu eru allar líkur á því að
sterka benzínið komi á markað-
inn um næstu helgi,“ sagði Vil-
hjálmur Jónsson framkvæmda-
stjóri Oh'ufélagsins í morgun.
„Benzínið, sem nú er á mark-
aðinum, verður alveg selt upp
áöur en tankamir verða fylltir
af sterka benzíninu og hefur ver
ið reynt að jafna benzínbirgðum
Neðri deild
Á fundi f neðri deild var fyrst
tekið fyrir til 1. umr. frumv. um
verðlagsráð sjávarútvegsins, ný-
afgreitt frá efri deild. Því var vís-
að til 2. umr. Þá var tekið fyrir
frumv. um bann viö botnvörpu-
veiðum. Því var vfsað til 3. umr.
“1 var og tekið fyrir frumv. um
‘irðeignasióð ríkisins. Það var sam
’"rkkt með breytingum til 3. umr.
var einnig tekin fyrir þáltll. Sig
nðar Bjarnasonar (S) um þara-
‘’urrkstöð á Reykhólum. Umræð-
'nni var frestað og vísað til iðnað-
'mefndar. Að lokum var tekið til
1 um frumv. um utanríkisráðu-
"’evti Islands, og frumv. vísað til
“ umr. og allsherjarnefndar.
■•neitiað Albingi
Fundur var haldinn f sameinuðu
•’"gi í gær og var gengið til at-
"■æðagreiðslu um ýmsar þáltll er
'ú umræðu komu á síðasta fundi
-''meinaðs bings og var þeim öllum
■''’cað til nefnda.
' t i oeiiu
\ fundi í efri deild í gær var tekið
f'l 1. umr. frumv. um búreikninga-j
• tofu landbúnaðarins og því var!
”fsað til 2. umr. Ræðum.: Ingólfur I
Tónsson landbúnaðarráðh. Þá var j
‘ ■'kið fyrir til 1. umr. frumv. ríkis i
-fíórnarinnar um Landhelgisgæzlu
“'’ands. Ræöum.: Jóhann Hafstein
•'ómsmáiaráðh. Því var vfsað til 2.
'mr. og aUsheriarnefndar. Þá var I
einnig tekiö fyrir frumv um veit'-
;ngu ríkisborgararéttar og frumv.
"m breytingu á sauðfjárveikivarn-
''•lögunum en bæði þessi frumv.
'•>afa verið til meðferðar í neðri
Jeild. Því næst var tekið fyrir
'-umv. um löggilding á verzlunar
■nnð í Egilsstaðakauntúni einnig af
•’-e'tt frá neðri deiid og þvf vísað
,;1 2. umr. Flm.: Þingmenn Austur
','ndskj. Einnig var tekið til 3. umr.
'mmv um fávitastofnanir. Umræð
"m var frestað. Ræðum.: Auður
T uðuns (S) og Alfreð Gíslason (Abl
Síðast var tekið til 2. umr. frumv.
"m breytingar á lögunum um al-
mannavarnir. Umr. var lokið. Ræðú
menn: Jóhann Hafstein, dómsmðla-
ráðherra og Alfreð Gíslason (Ab).
á stærstu sölustaðina, þannig að
salan á* sterka benzíninu hefjist
svo til á sama tíma víðast hvar
á landinu. Þó verður svo að
birgðir af 87 oktan benzíninu
koma til með að endast eitt-
hvað áfram á sumum smærri út-
sölustöðunum," sagði Vilhjálm-
ur.
Allt frá því að fregnin barst
um að skipið meö sterka benz-
ínið væri komið til landsins fyr
ir 3-4 vikum er sagt að ýmsir
hafi staðið í þeirri trú að benzfn
það sem nú er til sölu væri hið
langþráða sterka benzín og er
sagt aö margir hafi fundið gífur
legan mun á vinnslu bílanna, eft
ir að þeir sáu benzínskipið í
sjónvarpinu.
Ný þingskjöl
í gær var lagt fram á Alþingi
frumvarp um breytingu á skipu-
lagslögunum. Flm.: Jón Skaftas (F)
og Geir Gunnarss. (Ab). Einnig var
lagt fram frumv. til laga um heim-
ild handa ríkisstjórninni til þess að
selja Kópavogskaupstaö nýbýla-
lönd og hluta jarðarinnar Kópavogs
og um eignarnámsheimild á ábúð
arréttindum. Er hér um aö ræða
nýbýlalöndin Ástún, Birkihlíð,
Grænuhlíð, Lund, Meltungu, Snæ
land og Sæból, sem stofnuö voru
samkv. nýbýlalögunum 1936 svo
og Efstaland og þann hluta jarðar-
innar Kópavogs, sem heilbrigðis-
málaráðuneytið hefur til umráða
austan Hafnarfjaröarvegar. Flm.:
Axel Jónsson (S), Jón Skaftason
(F), Geir Gunnarsson (Ab), Bene
dikt Gröndal (A).
Jcirðfræðfacimis.
Framh. af bls. 1
— Haraldur Sigurðsson, jarðfræð-
ingur, flutti erindi um íslenzka
basalthlaðann og hugsanlegt „Si-
al“ Ræddi hann um myndun ís-
lenzka basalthlaðans, hugmyndir
með og móti landreki frá eldgosa-
belti vegna innskots ganga..
Dr. Sigurður Þórarinsson, sem
er formaður Jarðfræðafélagsins
setti ráðstefnuna. Hann gat þess
að Sveinbjörn Björnsson eðlisfræð-
ingur hjá Raforkumálaskrifstof-
unni hefði átt fyrstu hugmynd um
að haldin yrði þessi ráðstefna og
heföi hann haft allan veg og
vanda af undirbúningi hennar.
Sveinbjörn sagði viö tíðinda-
mann Vísis, að tímabært hefði ver-
iö að stofna hér til umræðna um
hrygginn til að kyr.na þær niður-
stöður, sem fengizt hafa innan-
iands varðandi hann. Eir.nig væri
nauðsynlegt að fylgjast með þeim
erlendum rannsóknum, sem gerð-
ar h* verið tindanfarin ár, en
erl. hafranns.stofnanir hafa sent
skip til að rannsaka hrygginn.
þar sem hann liggur eftir sjávar-
botni. — Við höfum hrygginn hér
á þurru landi, sagði Sveinbjörn, og
höfum þvi fyrir augunum, þaö
sem erlendir vísindamenn eru oft
að geta sér til um. Gætu íslenzkir
vísindamenn oft sparað þeim er-
Iendu ómakið varðandi þessar
rannsóknir, því margt er hér þegar
kunnugt, sem þeir erlendu eru að
vanna.
Ætlunin er, sagði Sveinbjöm að
koma saman einhverju riti um ís-
lenzkar rannsóknir á Miðatlants-
hafshryggnum, en það rit yrði að
nokkm leyti grundvallað á þeim
erindum, sem flutt verða hér á
ráðstefnunni. — Einnig er vonazt
til þess, að í lok ráðstefnunnar
veröi hægt aö marka einhverja
framtíðarstefnu um það hvemig
við eigum að haga rannsóknum
okkar með tilliti til þess að þær
hafi alþjóðlegt gildi. Einnig er
mjög nauðsynlegt að samræma
rannsóknir allra íslenzkra vísinda-
manna, sem rannsaka hrygginn eða
eitthvað sem er tengt honum, svo
að sem beztur árangur náist.
Kópur —
Framh. af bls. 16
nægt. Nokkuð var kópurinn das
aður fyrsta daginn, en á föstu-
daginn var matarlystin komin i
lag og fjörutíu loðnur hurfu of-
an í hann. Nú unir hann sér vel
innan um önnur sjávardýr á sjó-
munasafninu og slagar hátt í
meðal bræðsluverksmiðju hvað
afköst snertir við að vinna úr
loðnunni.
Fjarskynjun —
Framhald af bls. 13.
þess, að um dularfull fyrirbæri
væri að ræða, hvorki fjarskynj
un né spásagnagáfa.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður
er þess ekki að vænta, aö dá-
leikar manna á hinu dularfulla
fari minnkandi; svo mikil er
þörf mannkynsins á tímum
hinna nákvæma raunvísinda og
skynsemisstefu að leita friðar í
hinu óskynsamlega. Biðstofur
spákvenna munu ekki tæmast
og biðlistar miðla munu ekki
styttast, þvi menn lifa í voninni
um, aö tilveran sé ekki eins grá
og hún virðist vera.
En vísindin munu ekki veita
neina hjálp til þessa. Til þess
að hægt sé að stunda vísindi
verður að vera einhver hlutur
að rannsaka, og parasálfræðin
þjáist af skorti á rannsóknar-
efni.
I Bandaríkjunum hefur ákaf-
ast verið leitað að hæfileika-
mönnum til þess að gera á
PSI rannsóknir. Þar í landi hef-
ur enginn hæfileikamaður á
því sviði bætzt við síðan árið
1939. Segir það nokkra sögu.1
Inpar íslenzkar -
Framh. af bls. 9
sýnd á sýningunni, og líklegt er
aö nýjar myndir haps verði sýnd
ar einnig, þ.e. viðbótarmyndir
um Syrtling og Jólni svo og um
hverasvæöi á íslandi.
Norðurlöndin munu hafa opið
sameiginlegt veitingahús á sýn-
ingunni. Hangikjöt og íslenzkur
humar eru -meðal fslenzkra rétta
sem munu prýða hið stóra nor-
ræna „kalda borð“ í veitinga-
húsir.u, en forráðamenn þess
komu nýlega til Reykjavíkur til
að kanna, hvaða íslenzkir réttir
mundu sóma sér bezt á þessu
borði. Tslenzl^ur matsveinn mun
verða með í starfsliði eldhússins
og íslenzkur ungþjónn gengur
um beina meö þiónaliði Norður-
landanna.
t sýningardeildinni veröa 5 ís-
v lendingar starfandi undir stjórn
Gunnars J. Friðrikssonar og El-
ínar Pálmadóttur, sem tekur við
stjórninni meðan Gunnar er fjar
verandi. Annað starfsfólk verö-
ur Þórdís Árnadóttir, Vilbor'’
Árnadóttir. Borghildur Einars-
dóttir og Peter Kidson.
Skarnhéöinn Jóhannsson arki-
tekt hefur aðallega unnið að því
að skipuleggja sýningardeild Is-
lands, en með honum hafa unn-
ið þeir Dieter Rot, Rafn Hafn-
fjörð og Sigurður Þórarinsson.
Ekki er vitað um þáttöku ís-
lenzkra ferðamanna á heimssýn-
ingunni. Ferðamannastraumnum
hefur greinilega verið bægt til
Evrópu að mestu á undanförn-
um árum, en Ameríka viröist
hafa verið lokað land fyrir ís-
lenzka ferðamenn, a. m. k. eru
þeir fáir, sem þangað hafa farið
til að skoða sig um, þótt furðu-
legt sé. Loftleiðir munu hafa á-
huga á að fá lendingarleyfi í til-
efni af sýningunni, en ef þaö
tekst ætti að vera hægt að fá
hagstæð fargjöld frá íslandi til
Montreal.
Framboðslistar —
Framhald af bls. 16.
Listi Alþýðuflokksins 1 Vestur-
landskjördæmi er þannig skipaður :
1. Benedikt Gröndal ritstjóri Rvlk,
2. Pétur Pétursson forstjóri Rvík.
3. Bragi Nielsson læknir Akranesi.
4. Ottó Árnason bókari Ólafsvík.
5. Sigurþór Halldórsson skólastjóri
Borgarnesi. 6. Magnús Rögnvalds-
son verkstjóri Búðardal. 7. Lárus
Guömundsson skipstjóri Stykkis-
hólmi. 8. Guðmundur Gíslason bfl-
stjóri Hellissandi. 9. Guðmundur
Vésteinsson fulltrúi Akranesi. 10.
Hálfdán Sveinsson kennari Akra-
nesi.
Listi Framsóknarflokksins í Aust
urlandskjördæmi er þannig skipað-
ur: 1. Eysteinn Jónsson alþingis-
maður Reykjavík. 2. Páll Þorsteins-
son alþingismaður Hnappavöllum.
3. Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi,
Brekku. 4. Tómas Árnason hrl.
Kópavogi. 5. Kristján Ingólfsson
skólastjóri Eskifirði. 6. Víglundur
Pálsson bóndi Vopnafirði. 7. Guð-
mundur Magnússon múrari Egils-
stöðum. 8. Ásgrímur Halldórsson
kaupfélagsstjóri Hornafirði. 9.
Sveinn Guðmundsson kennari
Hrafnabjörgum. 10. Hjalti Gunn-
arsson útgerðarmaöur Reyðarfirði.
slæm færð
Þyrla —
Framhald af bls. 16
lega að lenda til að taka
eða skila af sér sjúklingum, far
þegum eða farangri. Á sama
hátt mætti sækja eða fara með
viðgerðarmenn eða tæki til
skipa á siglingaleiðum eða fiski
slóðum umhverfis ísland, jafn-
vel noröur undir Jan Mayen eða
suður undir Færeyjar. Notkun
slíkrar þyrlu gæti orðið mjög
svo fjölbreytt. Ekki aðeins við
björgunarstörf og gæzluflug eða
flutninga, heldur einnig viö um
sjón meö afskekktum sæluhús-
um, vitum og öðrum stöðum
sem erfitt er að komast að.
Orgel —
Framhald at bls. 16.
sett tæna 1 milljón kr., en þriðj-
ung þeirrar upnhæðar hefur
systrafélag kirkjunnar lagt til.
Aðalorganisti kirkjunnar er Geir
Þórarinsson, en Vilhelm Erlend-
sen stýrir einnig bamakór sókn-
arinnar. Hinn 19. marz næst
komandi er svo fyrirhugað að
endurvígja kirkjuna, en unnið
hefur verið að stækkun hennar
og breytingu á síöasta ári.
rfifRB WlKISlNSl
Ms. HERJÓLFUR
fer til Vestmannaeyja og
Hornafjaröar á miðvikudag.
Vörumóttaka til Homafjaröar
í dag.
BORGIN
BELLA
— Hjálmar er í rauninni hrein-
asti engill. Hann hefur ergt mig
svo síðustu daga, að ég hef létzt
um 3 pund.
VEÐRIÐ í DAG
Minnkandi norðanátt og bjart
veður í dag. Austan kaldi eöa
stinningskaldi og þykknar udd í
nótt. Ef til vill dálítil snjókoma
þegar líður á nóttina. Frost 8—10
stig.
FUNDAHÖLD
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur skemmtifund í Sjómanna-
skólanum fimmtud. 2. marz kl.
8.30. Spiluð verður félagsvist. —
Æskilegt er, að félagskonur fjöl-
menni og taki með sér gesti.
K. F. U. K.
A.D. — Fundurinn fellur niöur í
kvöld vegna samkomu æskulýðs-
vikunnar I Laugarneskirkju.
Kálgarður óskast til leigu í sum
ar helzt í Vesturbænum. A. v. á.
28. feb. 1917.
10. Re7 g6
Staðan er þá þessi:
Akureyri
Júlíus Bogason
Jón Ingimarsson.
w L_
ia
S É i'1 I %
tini
fis
m
s m
mí&m
WiSm J8S|p g
Reykjavík
Björn Þorsteinsson
Bragi Björnsson