Vísir - 04.03.1967, Side 10

Vísir - 04.03.1967, Side 10
10 V1SIR . Laugardagur 4. marz 1967 Aflabrögö - Framhald af bls. 16. sem af er vertíð er orðinn 2419 tonn, 38 bátar róa nú frá Grinda- vlk með línu, net og troll. Þess ber að geta, að sumir bátanna byrjuðu °kki fyrr en í febrúar. Aflahæsti báturinn frá vertíðar- byrjun er Hrafn Sveinbjamarson með 156 tonn í 29 róðrum, ein- ?öngu netafiskur. í febrúar hefur Eldborg mestan afla, 152 tonn í 11 sjóróðrum, ein- göngu net. Aflahæstur línubáta er "’orbjðm með 137 tonn frá áramót- un i 23 róðrum. 7 bátar róa með fiskitroll frá Grindavík og aflahæstur þeirra er Staðarberg með 67 tonn. Auk þessa af la hafa 11 aðkomubát ir landað 93 tonnum í Grindavík í vetur. Allmargt aðkomufólk er að venju komið þangað til þess að vinna í fiskvinnslustöðvum, en atvinna hef ur ekki verið mikil til þessa og er bar eins og víðar gæftaleysi um að kenna. SANDGERÐI: Heildaraflii kominn á land, 4429 tonn Frá Sandgerði em gerðir út 23 bátar á linu og net, en afli sumra beirra er verkaður í Garði. Heild- arafli þessara báta frá áramótum •»r 1529 tonn í 340 sjóferðum. Aflahæstir Sandgerðisbáta eru: Víðir II. með 157'/2 tonn í 24 róðr- um (eingöngu lína), Jón Oddsson 151% tonn í 28 róðrum (lína) og Vonin 124 tonn í 26 róðrum (lína). 15 bátar byrjuðu róðra með línu frá Sandgerði I vetur, en nú em þeir famir að skipta yfir á net. Afla- hæsti báturinn, sem eingöngu hef- 'ir róið með net, er Þorsteinn Gísla- lon með 64 tonn í 9 sjóferðum. Heildarafli á land kominn í Sand- ?erði frá áramótum er 4429 tonn. ^ar af em 2262 tonn af loðnu og 203 tonn af slld. Reykjavlkur-, Hafnarfjarðar og Keflavikurbátar hafa tfðum landað afla slnum I Sandgerði og er hann þá fluttur til viðkomandi verstöðva á bflum. áfli þessara aðkomubáta nemur um M0 tonnum frá áramótum. KEFLAVÍK: 2255 tonn af 30 bátum Heildarafli 30 Keflavíkurbáta frá 'ramótum er oröinn 2255 tonn I amtals 419 róðrum. 13 netabátar hafa aflað 651 tonn f 73 róðrum, hæstu netabátamir em Keflvíkingur með 91 tonn I þrem ’öndunum, Helgi Flóventsson með 90 tonn I 5 löndunum og Lómur með 85 tonn 1 3 löndunum. Lfnubátar hafa komið með 1324 tonn að landi frá áramótum til 'ebrúarloka. Hæstu línubátamir °.ru: Manni með 170 lestir 1 26 -.ióferðum, Gísli lóðs með 146 tonn I 25 róðmm, Ólafur II. með 144 ‘onn I 26 róðmm. Meðtalinn í heildaraflanum er afli s lítilla dekkbáta 10—20 tonna, °m róa með línu. 10 aðkomubátar hafa landað I '"“flavík 46 tonnum. Dauf vertíð í HAFNARFIRÐI Vertlðin hefur verið fremur dauf Hafnarfirði, eins og víðar. Þaðan 'ir nú eingöngu róið með net og er ■ ’iizt við, að 20 bátar verði þar vertíðinni I vetur, en 15 em byrj- ■’ðir róðra, þar á meðal fóm þrlr ’t I gær I fyrstu lögnina. Ekki "ogja tölur fyrir um heildarafla, m afli hefur verið ákaflega misjafn hjá bátum, þetta frá nokkmm hundmðum kflóa upp í 25—30 tonn. reykjavíkurbAtar Smærri bátamir, sem gerðir eru út á net frá Reykjavík landa margir suður með sjó, I Sandgerði, Grinda vík eða jafnvel Þorlákshöfn, eins og verið hefur framan af vertíð undanfarin ár. Aflanum- er síðan ekið á vörubílum til Reykjavikur. Stærri bátamir leggja hins vegar upp aflann I Reykjavík en þeir hafa mest sótt norður undir Jökui og I Breiðabugtina. Eitthvað um 10 netabátar leggja aö staðaldri upp afla sinn I Reykja- vfk. Mestan afla frá áramótum hef- ur Ásþór um 160 lestir og Ásgeir með 130 lestir. Enginn bátur rær með línu héðan úr Reykjavlk og gæftir hafa verið ákaflega stirð- ar, sem annars staðar hér syðra. Marat-Sade — Framh. af bls. 7 greina þau áhrif, sem höfundur- inn hyggst ná með þessu verki sínu. Ég geri ráð fyrir, að þau fari mikið eftir afstöðu áhorf- andans sem einstaklings, og einnig að höfundurinn ætlist fyrst og fremst til þess. En vlst er um það, ag vart mun nokkur sá, sem sér og heyrir þennan flutning á þessu stórbrotna verki I Þjóðleik- húsinu, fara svo heim að honum loknum að hann komist hjá að leggja nokkrar nærgöngular spumingar fyrir sjálfan sig á meðan sýningin er honum enn fersk I skvnjun og hugsun. Og að endingu þetta — það væri ótil- hlýðileg minnimáttarkennd fyrir hönd Þjóleikhússins, að telja það furðulega dirfsku að ráðast I að taka þetta stórbrotna leiksviðs- verk til flutnings. En það væri líka ósanngjamt aö láta þess ó- getið, að það leysir þá raun þann- ig, að því er sómj að og sannar óvtfrætt, að það er þess megnugt að gegna því mikla menningar- hlutverki, sem því er ætlað að gegna. Eftir þessa frumsýningu hefur það enga gilda afsökun, þegar miður tekst. Loftur Guðmundsson. 0’ Duinn Framhald af bls. 16. tveimur sjónvarpssendingum og kvæntist. Konan mín, Patricia er fiðluleikari. Fjórum dögum eftir brúðkaupið fluttumst við til Bandaríkianna. Hún var ráö- inn einleikari við Sinfóníuhljóm sveit Bandaríkjanna og lék með Stovkovsky — en ég fékk ekki nema litlar hljómsveitir til að stjóma. Var ég m.a. sendur með hljómleikaflokk I ferðalag um Bandaríkin og Suöur-Ameríku og hélt m.a. tónleika I Quito. Þar var mér boðin vinna sem aðalhljómsveitarstjóri ríkis- hljómsveitarinnar, og tók ég þvi starfi, enda kunni ég ekki við mig I New York. Við hjónin sá- um varla hvort annaö, ég var að stjórna á einum stað og hún að spila á öðrum og við gátum sjald an verið saman með syni okkar John, en hann er nú 9 mánaða. Þegar til Quito kom, gat kona mín I fyrsta skipti leikið með mér á tónleikum. - Ráðningartími minn í Quito er tvö ár og ég vona að ég geti framlengt hann. Þar er gott að vera og við erum ánægð og ég held að ég myndi setjast þar að fyrir fullt og allt ef for eldrar mínir og fjölskylda hefðu aðstöðu til að flytjast þangað. — Þótt mér hafi verið boðin góð vinna I írlandi hyggst ég ekki snúa þangað fyrr en ég er orðinn ^ldri, 35-40 ára. Það finnst O’Duinn hár aldur því að þrátt fyrir langan frægð arferil sem tónlistarmaður, er hann aðeins 25 ára að aldri. Hmanaawsi.: tití”-——*™** Fiskimálaráð Framhald at Ols. 16. ursuöuverksmiðja, Seðlabanki Is lands, Fiskveiðasjóður Islands, Fiskimálasjóður, Efnahagsstofn- unin, Fiskifélag íslands. 1 greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn: Það er skoðun flutningsmanna þessa frumvarps, að eðlilegt sé að fara inn á þá braut, að sam- tök þeirra, sem vinna að fisk- veiðum og fiskiðnaði, og þeirra, sem framleiðslutækin eiga, marki heildarstefnuna I upp- byggingu sjávarútvegsins og I markaðsmálum I samvinnu við fulltrúa lánastofnana sjávarút- vegsins og þeirra aðalstofnana, sem með efnahagsmálin fara, og hafi um það samvinnu við rfkis- stjómina. Meö því aö hafa þenn- an hátt á, er tryggt, að allir að- ilar, sem þessi mál varöa mest, skýri sín sérsjónarmið og taki sameiginlega ákvörðun um, hvað réttast og eðlilegast sé, að gert veröi á hverjum tíma I þessum málum. Fram til þessa hefur eng in slík stofnun verið til, enda hefur oft á liðnum árum og ára- tugum ekki verið gætt sem skyldi að skapa eðlilegt jafn- vægi á milli greina fiskveiðanna og fiskiðnaðarins á þann veg, að ein eða fleiri greinar hafa á ákveðnu árabili vaxið mjög hratt, en samdráttar hefur gætt I öörum, og á þann hátt hefur þessi mikilvirki atvinnuvegur okkar orðið of einhæfur. Til þess að koma I veg fyrir, að sjávarútvegurinn verði of ein hæfur, verður að léitast við eftir ‘ föngum aö styðja eðlilega starf- rækslu I sem flestum greinum fiskveiðanna og auka hagnýt- ingu þess afla, sem á land kem- ur, með það fyrir augum að vinna úr honum á þann hátt, að útflutningsverðmæti verði sem allra mest. Jafnhliða þarf að gera allt til þess að auka fjöl- breytni fiskveiðanna og fara inn á fleiri greinar fiskiðnaðar. Með því er dregið úr þeirri miklu áhættu, sem nú er, þegar ein- hver ákveöin grein bregzt. Þá er ekki síður mikilvægt að auka markaösrannsóknir fyrir íslenzk ar fiskafurðir, leita nýrra mark- aða og fjölga viðskiptaþjóðum. Hraðfrystiiðnaðui Framh. af bls. 9 ella heföi orðið, telur ríkis- stjórnin sanngjarnt, að þau taki nokkurn þátt í þeim ráðstöfun- um, sem nauösynlegar eru til þess að tryggja framgang þess- arar stefnu. Er þv( hér gert ráð fyrir, að þau leggi I þessu skyni fram 20 m.kr. af þeim umfram- tekjum, sem þau ella hefðu fengið fyrir árið 1966. Þá er loks gert ráð fyrir, að I reynd muni framlag til rfkisábyrgðarsjóðs á árinu 1967 reynast 15 m.kr. Iægra en gert var ráð fyrir I fjárlögum ársins. Samtals nema þessar upphæðir 100 m.kr. Undanfarin 3 ár hefur ríkis- sjóöur greitt framlag til fram- leiðniaukningar og annarra end- urbóta I framleiðslu frystra fisk afurða, er nam 43 m.kr. árið 1964, 33 m.kr. árið 1965 og 50 m.kr. árið 1966. Einnig hefur ríkissjóður ráðstafaó 22 m.kr. á árinu Í965, og 20 m.kr. á ár- inu 1966, til þess að greiða fiksseljendum viöbót á hvert kíló línu- og handfærafisks. ÞS hefur tvö s.l. ár verið heimild í lögum til þess að greiða 10 m.kr. til verðbóta á útflutta W—a——míimii" skreiðarframleiðslu. Augljóst er, að ekki muni fært að fella þess- ar greiðslur niður eins og aö- stæður eru nú I sjávarútvegin- um. Var þetta þegar Ijóst, þeg- ar fjárlög voru undirbúin, og var I þeim gert ráð fyrir 80 m.kr. fjárveitingu til aðstoðar við sjávarútveginn, (16. gr. B. 15), án þess að nánar væri kveðið á um það, hvernig þessi upphæð skyldi skiptast. Með frumvarpi því, sem hér er lagt fram, er m. a. ætlunin að setja nánari fyrirmæli um notkun þessa fjár. Er gert ráð fyrir, aö upphæðin skiptist I aðalatriðum á sama hátt og á s.l. ári. Munu 50 m.kr. ganga til framleiðniaukningar frystihúsanna og annarra end- urbóta I framleiöslu frystra fiskafurða. Þá er ætlunin að ráðstafa 20 m.kr. til greiðslu viðbótar vig verö línu- og handfærafisks. Á hinn bóginn hefur ekki þótt rétt, eins og nú horfir við, að takmarka notkun 10 m.kr. af fjárveitingunni viö skreiðarframleiðsluna eina. I þess stað er lagt til, að heimilt sé að nota þessa upphæö til greiðslu verðbóta á útfluttar af- urðir af öðrum fiski en síld og loðnu eftir reglum, sem ráðherra setur. Myndi þá vera unnt að nota þessa upphæð til lausnar aðkallandi vandamála, sem upp kunna, að koma I sambandi við einstakar afurðir, Aögeröir til endur- skipulagningar hraðfrystiiðnaðarins Vandamál hraðfrystiiðnaðar- ins eru m. a. fólgin I skorti á samræmi á milli afkastagetu á hverjum stað og þess hráefnis, sem fyrir hendi er á staðnum mikinn hluta ársins. Lagfæring- ar á þessu eru hugsanlegar annars vegar með aðgerðum, sem stuðla að auknu og jafnara framboði hráefnis, hins vegar með aðgerðum, sem miða að breytingum á uppbyggingu iðn- aðarins, svo sem tæknilegar og rekstrarlegar umbætur innan fyrirtækjanna og heilbrigðari fjárhagslega uppbyggingu þeirra. Fyrsta skrefið, til þess að framkvæma lagfæringar sem þessar, hlýtur að felast I ræki- legri athugun á uppbvggingu og fjárhagsaðstæðum iönaðarins, sem væri I framkvæmd sérfræð inga, og lyki svo með undirbún- ingi tillagna um æskilegar breyt ingar á skipulaginu. Þegar þessari athugun verður lokiö, er komið að erfiðasta þættinum, framkvæmd tillagn- anna. Til þess að hún geti orðið, þurfa I fyrsta lagi þau fyrir- tæki, sem hér eiga hlut að máli, að hafa sannfærzt um gildi þeirra, og I öðru lagi þarf að vera séð fyrir nýju fjármagni til þess að framkvæma þær breytingar á fyrirkomulaginu, sem nr.u5syn!egai’ revnast. I þriðja lagi þarf að vera kleift fyrir ríkisábyrgðasjóð, og e.t.v. einnig atvinnujöfnunarsjóö, að gefa eftir skuldir, sem óhjá- kvæmilega verður að afskrifa i sambandi við nauðsynlega breytingu skipulagsins. Erfitt er urn að segja, hversu langan tíma sú athugun og sá undirbúningur tillagna, sem að framan er lýst, rnyndi taka og enn erfiðara er aö tímasetja framkvæmd tillagnanna. Athug- unin ætti að hefjast sem fyrst, og henni ætti að Ijúka innan nokkurra mánaða, svo unnt verði að ganga frá hélldartillög- um á grundvelli athugunarinnar fyrír, lok þessa árs. BELLA — Eftir að hafa þekkt Pétur í tvö ár, gat ég loksins vakið áhuga hans fyrir hjónabandi, og þess vegna er hann giftur núna. FUNDAHÖLD Foreldrar í Langholtshverfi muniö stofnfund foreldrasamtak- anna á sunnudagskvöld, 1 safn- aöarheimilinu, kl. 8.30. Nefndin. Nessókn. Bræðrafélagið gengst fyrir fræðslu- og skemmtifundi þriðjud. 7. marz, kl. 9 e. h. í félagsheimilinu. Björn Pálsson sýnir og kynnir myndir víðs veg- ar af landinu. Allir velkomnir. Stjómin. j'jrir áruni Þú sem tókst nýsóluðu stfgvél- in nr. 37, á dansleiknum í Bár- unni 24. feb. skili þeim strax á Laugaveg 66 og sækir þin, því það er uppvíst hver þú ert. 4. marz 1917. SIMASKAK 13. Rf3 —gl Staðan er þá þessi: Akureyrl Júlíus Bogason Jón Ingimarsson. Reykjavík Björn Þorsteinsson Bragi Bjömsson j; Regnklæði fyrir alla. || Bamagallar og Jcápur í mörgum ! stærðum. Vopni Aðalstræti 16.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.