Vísir - 17.03.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 17.03.1967, Blaðsíða 4
Á frumsýningu á fyrri hluta myndar Sergej Bóndartsjuks eftir sögunni „Stríð og friður" var dælt inn í áhorfendasalinn fersku kældu lofti, meðan verið var að sýna langa sleðaferð. Var þetta gert til þess að áhorfendur gætu betur lifað sig inn í það sem þeir sáu á tjaldinu. Elizabet, Englandsdrottning og Margret, prinsessa, voru lokað- ar inni í safni í London fyrir stuttu. Þær voru innilokaðar nokkum tíma, meðan safnverðir og lífverðir leituðu þjófs í safn- inu. Allar útgönguleiðir voru lok- aðar, þegar þjófabjöllur safnsins fóru í gang, stuttu eftir að þær systur voru komnar inn í safnið. 5 mínútum seinna kom í ljós, að hér hafði verið um gabb að ræöa, einhver safngesta hafði tekið upp tólið á viðvörunarsima í þeirri trú, að þar væri um að ræða síma fyrir safngesti. Þéssi énska fyrirsæta fær 1200 sænskar krónur á klst. fyrir vinnu sína í USA. En það mun víst vera heimsmet í þeim bransa. Hún er nefnd „Twiggy“ og er hennar oft getið í sömu andránni og menn tala um „Rækjuna“. en hennar var getið 1 blaðinu ekki ails fyrir löngu. Safn gamalla bíla sett upp í fjósi á Sjálandi Kádiljákurinn hans Kristjáns X. Gamali kranabíll, sem þeir félagar nota til þess að færa hina. FJÓRIR SJÁLENDINGAR með bíladellu, tveir tannlæknar, einn bifvélavirki og einn ráðsmaður, hafa ákveðið að koma á fót safni I Sjálandi, — safni fyrir bíla. Þeir eru nú um þessar mundir önnum kafnir að koma fyrir bíl- unum á sveitabæ nálægt Helsingi í Norður-Sjálandi, en bar ætla þeir að hafa safnið. Sjálfir eru þeir ekki fjársterkir, en þeir eiga stuðning meðlima klúbbs nokkurs, sem allir eru á- hugamenn um gamla bíla. Leggja klúbbfélagamir hönd á plóginn söfnurunum fjórum til aðstoðar. Þeir félagarnir byrja með 25 bíla og 15 bifhjól, alít af göml- um árgerðum. Hafa þeir lagfært þá alla svo þeir eru sýningar- hæfir. 100 gömul farartæki eiga þeir, eða þar um bil, en flest þeirra þurfa lagfæringar við, sem eins og er er of dýrt fyrir Sjá- lendingana fjóra. Meðal bíla, sem þeir eiga, er bíll Kristjáns X., Ford T, leigu- bíll gamall, Rolls Royce frá því 1933, Buick síöan 1924, Stude- baker 1921 og fleiri mætti telja upp. Einn þeirra elzti er þýzkur Cyclonette frá því 1907, þríhjóla. Auk hugmyndarinnar um stofn un safns fyrir gamla bíla, hafa þeir félágar hug á að setja upp skóla í meðferð gamalla öku- tækja, og í sögu umferðar fyrri tíma. Svona er útlits í einum salnum á sveitabænum. Þetta var áður fjös. Bréf um bindindismál „Umbrot mikil eiga nú sér stað i Hafnarfirði út af áfengis- málum. Tveír einstaklingar og áhugamenn um stofnun vínbars sækja það fast að fá bæjar- stjórnarmenn til að samþykkja, að fram fari á vori komanda at- kvæðagreiðsla meðal bæjarbúa um opnun áfengisútsölu í Hafn- arfirði, en lögum samkvæmt þarf hún að vera fyrlr hendi á viðkomandi stað til bess að þar megi st>rfrækja vínbar Þeir, sem bezt þekkja til, telja, að bæjarstjórnin muni ekki verða við ósk bessara manna nema fram Womi tilmæli um það frá */3 hluta kjósenda í bænum. en þá er lögskylt að láta atkvæða- greiðsluna fara fram. Óliklegt er, að svo margir Hafnfirðingar fáist til að óska eftir atkvæðagreiðslu og með þvi lýsa vilja sínum til að breyta í Firðinum ber í brjósti af til- Þess ber að geta, sem vel er hugsuninni um hugsanlega opn- gert af hálfu opinberra aðilja, un vínútsölu í Hafnarfirði, ber — nóg um skammirnar. Hafi að fagna því góða fordæmi í þeir bæjarstjórnarmenn, sem UmAu^Göúi ríkjandi ástandi í Hafnarfirði, en þar hefir engin áfengisútsala verið í rúm 30 ár, og Hafnfirð- ingar komizt vel af án hennar. Þá óttast fólk, að tilkoma vin- bars og vínsölu myndi stórauka drykkjuskap i bænum. Mitt í þeim kvíða, sem fólk áfengismálum, sem bæjarstjórn in í Hafnarfirði hefir nýlega sýnt með bví að samþykkja á fundi sínum að verða við áskor- un frá Landssambandinu gegn áfengisbölinu um að bærinn veiti ekki áfengi í samkvæmum bæjarstió-nar og bæjarstofnana. stóðu að samþykktinni um af- nám vínveitinga á vegum bæjar- ins, þökk fyrir tímabært fram- lag í baráttunni gegn áfengis- bölinu og minnkandi áfengis- neyzlu. Megi sem flestir feta í þeirra fótspor“. „Hafnfirðingur“. Þaö eru Víða miklar áhyggjur út af bindindismálunum, eins og m. a. kemur fram í bréfi „Hafnfirðings“. Ástandiö í á- fengismálunum er aðallega mjög slæmt að þvi leyti, aö drykkju- skapur unglinga og ungs fólks virðist hafa aukizt svo mjög, þrátt fyrir viðleitni bindindisfé- laga til að draga úr áfengis- neyziu, og ýmsar hömlur af op- inberri hálfu. Þaö er því eðli- legt, að í hvert skipti, sem fram koma tillögur um breytingar á sölu og meöferð áfengra drykkja, þá staldri menn við og íhugi, hvort verið sé að stíga spor til bóta — eða ineiri ó- farnaðar. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.