Vísir - 11.04.1967, Blaðsíða 4
Svlþjóð, Aríð 1970 verða næstum
100 þúsund aænskir karlmenn
yfir 190 sm háir og meira en 15
þúsund sænskar konur meira en
180 sm á hæð.
Hverjir eru
morðingjarnir?
Þrjú morömál eru efst á baugi i Bandaríkjunum
og vekja almennar umræður manna á meöal
'K
Hertogaynjan af- Windsor hefur
brotið blað í sögu pappírskjól-
anna. Núna fyrst fara „bær fínu“
að þora að láta siá sig í pappírs-
klæðnaði, og fylgja þá hinar í
kjölfarið.
Nýlega var hertogaynjan stödd
í samkvæmi í Palm Beach og var
þá í pappírskjól. Pegar hún var
spurð hverju þetta sætti var
svarið: Pappírskjólar eru einmitt
það, sem ég hef óskað mér.
>f
Paul Cohen 10 ára gamall snáði
í Mill Valley í Kalifomíu vakn-
aði eina nóttina upp við hræði-
'°ga martröð og flýtti sér inn í
-nnað herbergi þar sem hann
'lýtti sér að fara að sofa aftur.
bað var klókindalega gert af hon-
um — bví að klukkustund síðar
var svefnherbergið hans eitt eld-
Saf, en bruninn stafaði af galla
: rafkerfinu.
*
A ðalæsifregnir bandarísku blað-
anna um þessar mundir eru
þrjú morðréttarhöld. Spurt er um
þetta:
• Myrti Richard Speck fyrrver-
andi sjómaður hjúkrunarnem
ana 8 í Chicago?
• Myrti Carl Coppolini læknir
konu sína?
• Myrti amman fallega Candy
Mossler eiginmann sinn
milljónamæringinn — þrátt
fyrir það að hún hefur einu
sinni verið fundin sýkn saka?
Að sjálfsögðu er ekki vitaö um
svörin við spurningunum. En
næstum allir, sem á annaö borð
lesa blöðin „spekúlera" I þeim.
Það sem gerzt hefur hingað til
er þetta:
Richard Speck var tekinn hönd
um í Chicago í sumar eftir mikla
eftirleit. Fingraför hans fundust
á baðherbergishuröinni í raöhúsi
nokkru í útjaðri Chicago — blóð-
ug fingraför.
I baðherberginu hafði hjúkrun-
arnemunum veriö „slátrað“ með
hníf. Hnífurinn tilheyrði Speck,
samkvæmt sönnunargögnunum.
Fingraför hans fundust á honum.
Næstu klukkustundir eftir hóp-
morðið gortaði hann: „Þessi
hnífur hefur orðið mörgum mann
eskjum að fjörtjóni".
Moröinginn, sem kann að hafa
verið Speck, komst inn í her-
bergið um miðnæturskeið. Hann
róaði hjúkrunarnemana með því
að segja þeim að hann hefði ekki
í hyggju, að skaða neina þeirra
— aðeins ef þær gæfu honum
peninga fyrir ferðalagi. Allar
voru fátækar en þær söfnuöu
saman þvi litla sem þær áttu. Þeg
ar hann hafði fengið peningana
slátraði hann fórnarlömbum sín-
um.
Aðeins ein stúlknanna, nemi
frá Filipseyjum gat bjargað sér.
Hún skreið undir rúm og í morð-
æðinu gleymdi morðinginn henni.
Ákærandinn krafðist dauöa-
dóms yfir Speck s. 1. þriöjudag.
Verjandinn neitaði öllum ákær-
um öllum til undrunar. Þaö var
haldiö að hann mundi haga vörn
sinni á þá lund „ekki sekur
vegna geðveiki", en í staðinn
kaus hann að halda því fram, aö
Speck hefði alls ekki haft neitt
með morðin aö gera.
'C'yrir nokkru var læknirinn Carl
Coppelino sýknaður af því
að hafa myrt embættismann í
hernum, sem kominn 'var á elli-
laun.
Kona embættismannsins, sem
hafði verið ástkona Coppolino á-
kærði hann fyrir að hafa myrt
eiginmanninn.
Lögfræðirtgurinn Lee Bailey,
sem þykir vera algert viðundur
í lögfræðingastéttinni fékk Coppo
lino lausan.
En getur hann einnig hjálpaö
Coppolino gegn þeirri ákæru að
hafa myrt fyrstu konu sína?
Það veit enginn. Eiginkonan lézt
undir dularfullum kringumstæð
um árið 1965. I fyrstu trúðu all-
. ir þeirri staðhæfin(.',u. Copþolino
að hún hefði láfizt ' af 'hjarta-
slagi, en atburðirnir gerðust
fljótt:
1 fyrsta lagi kvæntist læknirinn
tæpum tveimur mánuðum e’ftir
fráfall eiginkonunnar. 1 öðru lagi
var hann ákærður fyrir morðiö á
Candy Mossler og elskhuginn — spumingin varðar þau.
Faber embættismanni. í þriðja
lagi var það sannaö á hann að
hann bekkti vel til eiturtegundar,
sem deyddi ætíð fórnarlamb sitt
— en sem er mjög erfitt að ná í.
Furðulögfræðingurinn Bailey
kom öllu þessu saman sem at-
burðarás, sem væri alveg óskiljan
leg. En hvort kviðdómurinn
er hans megin enn einu sinni á
eftir að koma í Ijós.
Tjriðja stóra morðmálinu er eig-
inlega lokið. „Fallega amm-
an“ Candy Mossler 51 árs að
aldri var fyrir skömmu sýknuð
af morði eiginmanns síns Jaques
Mossler. Elskhugi hennar, Mel-
vin Powers, 25 ára sem var tal-
" inn meðsekur var einnig sýknað-
ur. Nú búa þau saman Candy
og Melvin.
Candy var fyrst og fremst sýkn
uð vegna þess að Texaslögreglu-
**" maðurinn: Percy Foreman * Perry
•V Mason raunveruleikans - varði
hana á frábæran hátt. En nú hef-
ur það komið í Ijós að verðið var
mjög hátt. Foreman tók eins og
alltaf gimsteina í tryggingu,
og Candy varð af með nærri
tvær milljónir króna. Samningur
inn var skilmerkilegur: ef hún
yrði sýknuð myndi hún erfa
minnst hátt á fjóröa hundraö
milljónir. I því tilefni átti hún að
leysa út gimsteinana í staðgreidd
um peningum. Ef Foreman gæti
ekki sannað sakleysi hennar yrði
hún tekin af lífi. í því tilfelli
væru útgjöld lögmannsins þegar
borguð.
Fallega Candy var látin laus.
Hún sýndi ekki hinn minnsta
þakklætisvott. Nú hefur hún
stefnt Foreman og krefst þess að
fá gimsteinana aftur. Foreman,
sem nærri aldrei tapar máli svar-
ar með mótkröfu:
— í Texas hefur lögfræöing-
urinn rétt til þess að krefjast
helmings þeirra peninga, sem
hann vinnur fyrir viðskiptavin.
Candy erfði hátt á fjórða hundr-
að milljónir. Eftir þessu að dæma
er ég nærri tvö hundruð milljóna
yirði. Ég er reiðubúinn að taka
við þeim launum.
í öryggisskyni segist Foreman
vera reiöubúinn að koma með
ýmislegar afhjúpandi upplýsing-
ar, sem „geta gefið almenningi
aðra innsýn í það hver það var
sem myrti eiginmann Candy
Mossler".
Enn bréf um hægri akstur:
„Kæri Þrándur í Götu.
Bið þið vinsamlegast að birta
enn nokkrar línur um hægri
handar akstur og hægri handar
menn.
Síðan ég skrifaöi síðast um
þetta umdeilda vandræðamál,
hægri handar akstur, hafa ýms-
ar mikilsverðar upplýsingar um
meðferð málsins hiá umferða-
laganefnd komið í dagsins ljós,
og sem vekja furðu allra þeirra
manna, sem ekki eru blindaðir
af skefjalausum áróðri formæl-
enda „hægri sveiflunnar". Fyr-
ir nokkrum dögum skrifaði ó-
nafngreindur maður um þetta
mál, og fullyrti hann að um-
ferðalaganefnd hefði blekkt al-
þingismennina með röngum upp
lýsingum. Nefndin hefði t. d. í
nefndaráliti haldið fram, að ým-
is félög og samtök, er nefndin
ræddi við,hefðu tjáð sig ein-
dregið meðmælt breytingunni,
frá vinstri til hægri, en síðar
hefur hið gagnstæða komið í
Ijós. Ég, sem þetta rita tók
þessa fullyrðingu varlega, svo
ótrúleg var hún, En nú, þegar
mótmæli gegn hægri handar
akstri berast hvaðanæva frá
ýmsum fyrirtækjum og samtök-
um í landinu, og jafnvel þeim,
er ufliferðalaganefndin taldi
hafa jákvæða afstöðu til breyt-
ingarinnar, þá fer mann aö
gruna, að nokkuð hafi skort á
full heilindi í starfi nefndar-
innar. Nú í dag fullyrða nokkrir
bifreiðarstj. á B. S. R. þetta
sama, blekkingar hafi verið
viðhafðar, hvað snerti umsagn-
ir áðurnefndra aðila, og fullyrö-
ingum þessum ekki mótmælt af
réttum aðilum, verður þá varla
lengur efast. En að stjórnskip-
uö trúnaðarnefnd blekki Al-
þingi íslendinga, er það beisk-
ur bikar, aö vart er hægt að
bergja hann velgjulaust.
Hverjum manni má annars
ljós vera sá megin munur á
greinargerð umferðalaganefnd-
arinnar hér og nefndaráliti frá
Satens Högertrafikkommission-
en um breytingu til hægri hand
ar aksturs £ Svíþjóö. íslenzka
umfcrðalaganefndin virðist hafa
verlð fyrirfram sannfærð um
réttmæti breytingarinnar hér,
en Svíamir lýsa rökum fyrir að
neyddir að breyta vegna sömu
ástæðu, eða annarrar sambæri-
legrar? Hver vili svara?
Svíar segja: „Götur og vegir
eru yfirleitt jafn nothæfir fyrir
vinstri og hægri handar um-
ferð“. Hægri handar menn hér
hrópa fullum hálsi út yfir lands
byggðina: við megum engan
tíma missa, það á að leggja
Hafnarfjarðarveginn á næstu ár
um, og allar seinni breytingar
á honum verða þrúgandi dýrar.
Við getum ekki beðið eftir
reynsluþekkingu frá Sviþjóð.
Okkar er vitið og þekking ein-
hlýt.
Ekki skulu endurtekin nú
fleiri rök, er ég og aðrir hafa
fært gegn upptöku hægri hand
Þegar sérstakar ástæöur eru fyr
ir hendi, er algengt að fresta
framkvæmd laga um óákveðinn
tíma, og hér er brýn ástæöa
til frestunar, fyrst og fremst til
að gefa alþjóö kost á, að fara
höndum um málið, til þess á
þjóðin fyllsta rétt, og enn kem-
ur annað til, er ekki veröur
framhjá komizt og hér verður
greint: Raunhæfustu og virk-
ustu ráðstafanir, er gerðar hafa
verið gegn verðbólguvextinum
eru verðstöðvunarlögin, sem rík
isstjómin fékk sett s. 1. haust.
Samkv. þeim lögum mega al-
mennar neyzluvörur ekki
hækka í verði, og ekki almenn
ar launagreiðslur, eða nýir skatt
ar á lagðir, eða innheimtir. Mér
JjfatiíbtfiGöúi
breytingin frá vinstri til hægri
í Svíþjóð sé algjör neyðarráð-
stöfun, við breytingunni hafi
verið spyrnt, svo lengi, sem
fært var. Ástæðan til breyting-
arinnar hafi verið sú ein, að
ört vaxandi bílafjöldi streymdi
yfir landamærin, 1963 var tala
þeirra um 5 milljónir, og áætl
að, að tala bifreiða frá megin-
landinu um landamærin mundi
verða orðin 10 milljónir árið
1970. Erum við Islendingar til-
ar aksturs. En áður en lög um
hægri handar akstur voru af-
greidd frá Alþingi, lagði ég til,
að þjóðaratkvæöi færi fram um
máliö, og benti á, að atkvæöa-
greiðslan gæti farið fram, án
aukakostnaðar, um leið og kos-
ið væri í sveita- og bæjarstjórn-
ir s.I. vor. Nú hafa einstakling-
ar og mörg félög mótmælt
nefndum lögum, og krafist al-
mennrar atkvæðagreiðslu. um
málið. Fyrr hefði mátt vakna.
skilst, að því verði að fresta
innheimtu á þeim nýja skatti
af bifreiðum, er lagður var á
til að greiða, a. m. k. að mestu
þann gífurlega kostnað er verð-
ur við „hægri sveifluna“. Inn-
heimtunni verður að fresta m.
k. þar til Lög um verðstöðv-
un verða úr gildi felld, eða meg-
in kostum þeirra breytt í undan
hald, sem vonandi er ekki á
næsta leiti. Halda verður örugg
an vörð um vamargarðinn, sem
byggður var með nefndum Iög-
um, því jafnvel hvert smá
skarð, sem í hann er brotið
veldur nýju verðbólguflóði, er
getúr valdið ofsalegra tjóni en
nokkru sinni fyrr.
Séra Árelíus Níelsson skrifar
um hægri handar akstur í Vísi
þann 5. þ. m. Þar segir í síð-
ustu málsgrein: „Allir samtaka,
burt með þessi lög“. Þessi orð
séra Árelíusar vil ég undir-
strika, og jafnframt skora á alla
þá, sem eru andvígir fram-
kvæmd laganna, að mynda
sterk samtök, er vinni að því
að þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram jafnhliða næstu alþingis-
kosningum, og eðlilega verði
frestað framkvæmd laganna þar
til þjóðarviljinn liggur ljóst fyr-
ir“. 5. apríl 1967.
Stgr. Davíðsson.
Um leið og ég þakka bréfið,
vil ég leyfa mér að ítreka þá
skoðun mína, að réttast sé að
bera þetta mikla deilumál undir
þjóðaratkvæði. Það ætti ekki að
vera nein goðgá þó það sé gert,
þó að hægri akstur sé orðinn að
Iögum. Ein lög leysa önnur af
hólmi, ef því er að skipta, og
er ekki óvanalegt.
Þaö hittist vel á að Alþingis-
kosningar eru á næ>sta leiti og
ætti því aö vera auðvelt, og
ekki eins kostnaöarsamt að bera
mál þetta undir atkvæði. Það er
í rauninni mjög lýðræðisleg
lausn á máli, sem svo skiptar
skoðanir eru um.
Þrándur i Götu.