Vísir - 11.04.1967, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 11, aprfl 1967,
útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd^Í morgun útlönd.
Ráðstefna æðstu manna YesturáSfu
hefst á morgun í Uruguay
banda Vesturálfusamtakanna OAS í
Á morgun hefst í Punta del Este
í Uruguay fundur æðstu manna
Vesturálfuríkja, en það munu verða
alls 19 ríki, sem eiga fulltrúa á
þessari ráðstefnu, sem mun m. a.
ræða sammarkað fyrir Suður-Am-
eríku.
Lyndon B. Johnson Bandaríkja-
forseti situr ráðstefnuna, sem stend
ur í 3 daga. Hann hafði gert sér
vonir um að geta farið þangað með
loforð upp á vasann um efnahags-
aðstoð upp á 1.5 milljarð dollara,
en Öldungadeildin geröi uppsteit
fyrir nokkrum dögum og neitaði for
setanum um heimild til þess að lofa
nokkru í þessu efni, og gerir þetta
vitanlega aðstööu forsetans allerf-
iða að ekki sé meira sagt.
Ráöstefnan er haldin innan vé- í
(Organisation of American States). í
Bandaríkin eru mjög hlynnt sam-1
markaðshugmyndinni, en miðaö er:
við að tollamúralækkanir verði i
hafnar 1970 og verði algerlega jafn- j
aðir við jörðu 1985.
□ í Ghana hafa tveir af fyrrver- j
andi ráðunautum Nkrumah fyrrver-
andi forsætisráðherra verið sekir
fundnir um að hafa dregið sér 100.
000 sterlingspund af opinberu fé.
Dómur vfir sakborningunum hefir
ekki enn verið kveðinn upp.
Johnson — för vonsvíkinn.
Norður-Vietnam
sefur nýtt skilyrði
Frú Cyrenaica forsætisráðherra
Ceylon gerð! í gær grein fyrir und-
irtektum Norður-Vietnam við til-
lögnm, sem hún hefur borið fram
um samkomulagsumleitanir milli
Norður-Vietnam, Vietcong og Suð-
ur-Vietnamstjómar.
Hún kvað stjóm Norður-Vietnam
setja það skilyrði til viðbótar skil-
yrðinu, að Bandaríkin hættu loft-
árásurn á Norður-Vietnam skilyrð-
islatist, að viðræður færa fram milli
Vietcong og Suður-Vietnam.
Stjórnarandstaðan brezka vilE
varnarbandalag við S. Arabíu
George Brown utanríkisráðherra
Bretlands sagði í gær f neðri mál-
stofunni, að brezk yfirvöld í Aden
hefðu gert allt, sem í þeirra valdi
stóð til þess að greiða fyrir nefnd
Sameinuðu þjóðanna, sem fór þang-
að, og skildi hann ekki hverjar or-
sakir lægju til grundvallar óánægju
hennar og umkvörtunum.
Hann kvað mark brezku stjórn-
arinnar óbreytt, að flytja burt
brezka liðið, sem þar er, og aö
Suður-Arabíu sambandsríkið fengi
sjálfstæði eins fljótt og unnt væri.
Síöan hófst auka-umræða um
þessi mál aö tillögu Sir Alecs Dougl
as-Home fyrrverandi forsætisráð-
herra, hin fyrsta sem haldin hefur
verið í málstofunni á 4 árum.
Sir Alec lagöi til, að gerður yrði
varnarsáttmáli milli Bretlands og
Suður-Arabíu og yrði hann í gildi
meöan Egyptaland hefði her manns
í Yemen.
George Brown harmaði, að fariö
hafði verið fram á, að þessi um-
ræða yrði haldin. Tíminn væri afar
óheppilegur og geti aukið vandann,
ekki sízt þar sem nefndin, sem fór
til Aden hefði til athugunar að
verða við óskum brezku stjórnar-
innar, að koma til London til við-
ræðna.
Margsinnis var gripið fram í fyrir
Brown meðan hann flutti ræðu
sína.
Formaður nefndarinnar, sem fór
til Aden, sagði í gær í Genf, að
ákvörðun yrði ekki tekin um hvort
hún færi til London fyrr en eftir
nokkra daga.
Húsbyggjendur —
Bæjarfélög - Verktakar
EIGUM Á LAGER:
Steinsteypt rör í flestum stærðum ásamt beygjum og
greiningum. — Tengibrunna og keilur.
Einnig gangstéttaplötur, milliveggjaplötur, kantsteina o, fl.
RÖRASTEYPAN H.F.
Kópavogi . Sími 40930
Sir Alec Douglas Horae.
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
BRUSSEL: Tilkynnt er að Pierre
Hermel utanríkisráðherra Belgíu
fari f heimsókn tii Ungverja-
lands og Tékkóslóvakíu í þessum
mánuði.
Ottawa: Roland Michener fulltrúi
Kanada á Indlandi hefur verið
skipaður landstjóri Kanada eða
persónulegur fulltrúi Elísabetar
drottningar í Kanada. Landstióra
embættið varð nýlega autt vegna
fráfalls George P. Vaniers hers-
höfðingja, sem lézt af hjartabil-
un 5. marz. Michener var áður
fyrr forseti þióðþings Kanada
Hann er lögfræðingur að mennt
SKOPLJE: Fóli þusti á götur út i
Skoplje í fyrri viku, er snarpur
landskiálftakippur kom. í júlí ’63
iétu 1000 manns lífið í land-
skiálfta í bessum bæ.
□ Brezki niósnarinn George Blake,
sem komst úr landi eftir að hafa
brotizt út úr fangelsi, hefur skrifað
móður sinni. að því er seeir í Daiiv
Sketch í T.nndon. og var bréfið lagt
í nóst í Kairó. Sennilegast er þó
talið. að Blake sé nú í Sovétríki-
unum eða einhveriu kommúnista-
iandanna í Austur-Evrópu.
□ í New York Times segir, að
Bandaríkjastiórn hafi nú til íhugun
ar mikinn brottflutning liðs frá
Vestur-Pýzkalandi. í fyrsta skipti
sfðan Norður-Atlantshafsbanda-
lagið var stofnað fyrir 18 árum.
Bretland áformar einnig brottfiutn-
ing og hefur náðst um þetta sam-
komulag, segir biaðið, millj Banda-
ríkianna, Bretiands og Vestur-
Pýzkalands.
□ S.l. mánudag brauzt hópur
manna inn í íbúð auðmanns í Los
Angeles og rændi 11 ára syni hans.
Kröfðust þeir síöan 250.000 dollara
til þess að sleppa honum og er
féð hafði verið greitt var drengur-
inn skilinn eftir bundinn og með
bindi fyrir augun í bílskúr í Santa
Monika, einu úthverfi borgarinnar.
Drengurinn gat losað sig úr bönd-
unum og komizt heim af eigin
rammleik. — Lögreglan leitar nú
ræningjanna.
□ U Thant framkv.stj. Samein-
uðu þjóðanna er farinn frá Ceylon
til Nýiu Dehii. þar sem hann ræðir
Vietnam við Indiru Gandhi forsæt-
isráöherra.
VAUXHALL
i/A/a
Véladeild SÍS, Ármúla 3. Sími 38900.