Vísir - 27.04.1967, Qupperneq 2
2
VÍSIR. Fimmtudagur 27. apríl 1967.
Stjórn Meistarafélags húsasmiða skrifar um ibúðaverðið:
Villandi upplýsingar um
Reynimelsbiokkina
Stjórn Meistarafélags húsasmiöa hefui sent Vísi greinargerö
um íbúðaverö og Byggingasamvinnufélag sjómanna og verkamanna.
Vegna nöldurs greinarinnar í garð Vísis þykir rétt aö taka eftir-
farandi fram:
1. Fréttir blaðsins af þessum málum voru einkum fólgnar í
upptalningu á dæmum um byggingakostnaö í ýmsum bæj-
um og kauptúnum landsins. Niðurstaða blaösins um eöli-
legan byggingakostnað er byggö á fjölda slíkra dæma, en
ekki Reynimelsblokkinni einni.
Stjórnin skrifar rangar tölúr um, hvað Vísir álíti raunveru-
legan byggingakostnað. Réttu tölurnar getur hún lesið á
bæjarsíðu blaðsins, bls. 11. Þær hafa birzt þar daglega und-
anfarið og munu gera það áfram um sinn.
Vísir hefur bent á margar mögulegar orsakir fyrir hinu
háa íbúðaverði i Reykjavík. Veigamesta hækkunin var
sögð koma fram í endursölu íbúða. Er fráleitt, að blaöiö
hafi einkum ráðizt að byggingameisturum í því sambandj.
Hefst svo grein stjómar Meistarafélags húsasmiða:
2.
3.
Um síðustu mánaðamót hófust í
blöðum Reykjavíkur mikil skrif
um íbúðaverð hér í borg, og hafa
þessi mál verið íalsvert á dag-
skrá siðan og jafnvel spunnist í
blaðaskrifin frásagnir af íbúðaverði
á ýmsum stöðum á landinu.
Ber að harma, að skrif þessi
hafa verið í nokkrum æsifregna-
stíl og mikið um fullyrðingar, sem
ekki eru rökstuddar að neinu leyti.
Verður hér vikiö nokkuð aö skrif-
um þessum, þótt ekki verði um
taemandi svör aö ræða að sinni,
enda er það skoðun Meistarafélags
húsasmiða, aö all-langur tími geti
liðið, þar til öll kurl verði komin
til grafar í máli þessu. Er engum
til farraðar að halciiö veröi áfram
að skrifa um þessi mál af sömu
ilasgirni og að ur.danförnu, en
sjálfsagt er að gera hér nokkrar
athugasemdir til að skýra þessi
mál, þótt ekki sé víst, að slíku
verði fagnað af þeim, sem hafa
byrjað þessi skrif eða átt upptök
að þeim af lítilli fyrirhyggju.
Það er upphaf þessa máls, að
Visir tilkvnnti það með stórri fyr-
irsögn á forsíðu föstudaginn 31.
marz, að „byggingakostnaður væri
50% af gangverði íbúða“, Var síð-
an sagt, aö komið hefði fram á
-•V'.lfur>di Byggi ngarsani vinnuf é-
!-r!' verkamanna og sjómanna,
sem reist hefði fjölbýlishúsið
Revnimel 88—92 fyrir félagsmenn
sina, að „kostnaðarverð, reyndist
a. m. k. helmingi lægra en gang-
verð er nú á almennum markáði".
1 grein þessari í VIsi eru birt-
ar ýmsar tölur, sem fengnar munu
vera frá stjórn félagsins eða for-
manni þess, Guðmundi Guðmunds-
syni, því að blaðið kveðst ein-
mitt hafa haft tal af honum. Verð-
ur að ætla, að eftirfarandi séu orð
Guðmundar, þótt Vísir birti þau
ekki innan'tilvitnunarmerkja:
..Samkvæmt þessu virðist svo
vera, sem raunverulegur bygging-
arkostnaður sé þessi, sem að ofan
"reinir en gagnverð íbúða fjarri
lagi og sé um óhóflegan gróða að
ræða hjá þeim, sem hafa byggt
íbúðir til að selja þær“.
Hinn „raunverulegi byggingar-
kostnaður", sem þarna er átt við,
er þessi samkvæmt sömu frásögn
í Vísi: 2ja herbergja íbúð kr 480
þús., 3ja herbergja 550 þús. og
595 þús. og 4ra herbergja 680
þús. krónui
Stjóm BSV eða formaður þess
sveigir að mörgum aðilum með
ummælum sínum í Vísi, meðal ann
ars byggingameisturum, sem sum-
ir hafa gert nokkuö að því að
smíða fbúðir og selja. Og Vísir fær
fljótlega Þjóðviljann til liðs við
I .
sig, því að hann tekur máliö upp
2. apríl, og hefur þá meðal annars
þessi ummæli eftir Guðmundi Guð-
mundssyni:
„Einn félagi okkar dró sig út
úr þessu á sínum tíma og sagðist
heldur vilja byggja 2ja herbergja
ibúð sína hjá Byggingarfélagi
verkamanna og kostar slík íbúð á
þeirra vegum kr. 787 þúsund að
hans sögn.
Þó nýtur það byggingarfélag op-
inbers stuðnings með fjármagn,
en okkar íélag nýtur. engra for-
réttinda — heitir Byggingarfélag
verkamanna og sjómanna".
Vísir hefir síðan haldiö áfram
að skrifa um þessi mál og einkum
beint skeytum sínum að bygginga-
meisturum, sem vændir eru um að
okra á íbúðum. Rétt er þó að geta
þess, að byggingarfélag verka-
manna fær sinn skerf af þessum
aödróttunum, svo sem sagt er hér
að framan, þar sem getið er þeirra
kjara, sem einn af félögum í BVS
varð að sæta, þegar hann hvarf
úr því félagi og íil Byggingar-
félags verkamanna.
.Þetta félag hefir nú starfað ára-
tugum saman, og mun þetta vera
í fyrsta sinn, sem því er brígzl-
að um að okra á þvi láglauna-
fólki, sem keypt hefir íbúöir fyrir
tilstilli þess. Hitt mun sönnu nær,
að þáð félag hafi verið talið halda
íbúðaverði niðri, en nú eru komn-
ir fram nýir spámenn og er þá
Öllum. og öllú öðrú yarpað. fyrir.
borð , ■■■• ■
• Þess er aö váentá, að forvigis-
menn þess félags; sem reist hefir
fleiri íbúðir en nokkurt annaö hér
á landi, geri það fyrir Vísi og
heimildarmenn hans að upplýsa, í
hverju okur félagsins er fólgið.
I þessu sambandi. er rétt að
benda á, að áætlunarverð íbúða
hjá Byggingarsamvinnufélagi
Reykjavíkur er nú sem hér segir:
Fyrir 2ja herbergja íbúðir 480 þús.
kr., 3ja herbergja 670 þús. og 4ra
herbergja 813 þús. kr. Þessi á-
ætlun er við það miðuð, að íbúðir
séu afhentar tilbúnar undir tré-
verk og gengið frá allri sameign.
Enginn mun halda því fram, að
þetta félag skorti reynslu í að
byggja, enda þótt það hafi ekki
verið eins mikilvirkt og Byggingar
félag verkamanna, og enn hefir því
ekki verið haldið fram, að það
hafi iagt stund á okur í starf-
semi sinni.
Eins og sagt hefir verið hér að
framan, er það ekki ætlun Meist-
arafélags húsasmiöa að biðia blöð-
in að birta fyrir sig langt mál
að þessu sinni. Sjálfsagt er hins
vegar að benda á ýmis atriði 1
sambandi við þetta mál, sem
kunna að fara framhiá öllum al-
menningi, og verður þá ekki hjá því
omizt að krefia stjórn BVS svara
við ýmsum spurningum. Stendur
væntanlega ekki á svörum hjá
mönnum með svo hreinan skjöld
sem þeim. Vera kann þó, að svör-
in gefi tilefni til frekari skrifa, og
mun Meistarafélagið þá ekki telja
eftir sér að taka þátt í rökræðum
um þetta mál. En'félagið vill end-
urtaka það, sem áður var sagt,
að vart verður þetta mál útrætt,
fyrr en bvggingu bússins að Reyni-
mel 88—92 er að fuliu lokið og j
gnngið hrfi- venð M ö’ium reikn- !
ingum. Þá fyrst verður málið ljóst,
þá sést 'hver verður endanlegur
kostnaður, og væntanlega verða
forvígismenn félagsins eins gunn-
reifir þá og þeir hafa verið að
undanförnu.
Það er þegar vitað, að .byggingu
Reynimels 88—92 er ekki lokið
enn. Óvíst er hvenær byggingunni
verður lokið til fullnustu, en fyrir
nokkru var þetta ógert, sem nú
skal upp talið:
Eftir er að pússa þriðjung bygg-
íngarinnar óg kálfinn. Síðan er
einnig ætlunin að mála húsið aö
utan, og er því að sjálfsögðu held-
ur ekki lokið. Eftir er að setja
öll handrið úti. Hitaveitutenging
er ógreidd, en hún kostar á annað
hundrað þúsund krónur..
Þetta eru aðeins fáein atriði,
hin stærstu sem eftir eru, en
stjórn félagsins er vonandi fáan-
leg til aö birta nákvæma sundur-
liðun á kostnaði við frágang á sam
eign, sem framkvæma á, og ekki
á að fara fram úr kr. 880.000 að
þvi er sagt hefir verið.
Þá er ekki ósennilegt að ýmis-
legt fleira, sé enn ógreitt í sam-
bandi við bygginguna, bæði sitt-
hvað, sem talið hefir verið, og
ýmislegt, sem ekki hefir verið tí-
undað. Er rétt, aö stjóm BVS gefi
upplýsingar um þetta atriði og
væntanlega stendur ekki á því aö
hún geri þaö.
Enn er að geta ýmissa atriða,
sem fram hafa . komiö, og hafa
sitt að segja þegar litið er á fjár-
mál BVS, sem „nýtur engra for-
réttinda", eins og haft hefir verið
eftir Guðmundi Guðmundssyni.
í því sambandi langar marga til
að vita, hverju nafni ætti að nefna
nokkur þau atriði, sem upp verða
talin hér á eftir.
BSV er stofnað 1. marz 1965.
Því er samstundis fengin til af-
nota ein bezta og eftirsóttasta
fjölbýlishúsalóð borgarinnar og
getur þegar hafið byggingafram-
kvæmdir um mánaðamótin ágúst-
september. Félagið er m. ö. o. ekki
hálfs árs gamalt, þegar svo er
komið að það er byrjað að byggja.
Hvað skyldu þeir menn, sem berj-
ast árangurslaust vikum og mán-
uðum saman við að fá lóð, kalla
slíka fyrirgreiðslu af borgarinnar
hendi? Skyldi engum koma til hug-
ar þetta, sem G. G. afneitaði —
forréttindi!
Flestir húsbyggjendur veröa að
byrja á að greiða gatnagerðargjald,
þegar þeir fá loks lóð hjá borgar-
yfirvöldunum. Svo geta liðið 12 —
18 mánuðir, þar til sömu aðilar
mega hefja byggingaframkvæmdir.
En þurfti BVS að sæta þeim kjör-
um? Nei, BVS var ekki krafið
nema um hluta gatnagerðargjalds-
ins mánuði áður en framkvæmdir
hófust og lokagreiðslan á þessu
gjaldi fór ekki fram fyrr en átta
mánuðum síðar. Rétt er að geta
þess, að gatnagerðargjaldið nam
alls 302,550 krónum, að því er
Vísir segir, og er erfitt að sjá,
hvernig sú tala er til komin. Við
sömu götu reistu aðrir aðilar hlið-
stætt fjölbýlishús, og þar var
gatnagerðargjaldið ákveðið 413,000
krónur.
Skyldi nokkrum detta í hug for
réttindi, þegar þessar staðreyndir
eru hafðar í huga í sambandi við
tilhliðrunarsemi Reykjavíkurborg-
ar viö BVS?
Þann 26. apríl 1966 fékk BVS
2,6 milljóna króna lán hjá Bygg-
ingarsjóði ríkisins til að fleyta sér
yfir erfiðan hjalla, meðan beðið
var eftir fé frá Húsnæðismála-
stjórn. Sami sióður lánaði félag-
inu aftur eina millión króna 13.
febrúar s.l. Slíka fyrirgreiöslu fá
aðeins þeir, sem.eru í náðinni hjá
vissum mönnum og njóta forrétt-
inda.
Eða hvað finnst þeim mörgu,
sem hafa staðið í ströngu mánuö-
um og jafnvel árum saman við að
byggja yfir sig íbúð, sem hefir
stöövazt hvað eftir annaö vegna
fjárskorts? Hvað finnst þeim, sem
hafa ekki getaö fengið fé hjá Hús-
næðismálastjórn, þótt þeir hafi
haft lánshæfar íbúðir?
Það er svo sem ekki að furða,
þótt formaður BVS hafi talið rétt
að guma af því, að hann og fé-
lager hans hafi „gert þaö sem
allir geta gert“ — án forréttinda!
Þetta er nú orðiö alllangt mál
og skal litlu einu við bætt, Er
líka frekar von til þess að greið
svör fáist, ef ekki er spurt of
margs 1 senn. Þó verður ekki hjá
því komizt að bæta við nokkrum
spumingum að endingu.
Er þá fyrst sú, hvert hafi verð-
ið verið á íbúðum í ágúst 1965,
þegar BVS lét félagsmenn greiða
sína fyrstu greiðslu, svo nokkur
samanburður fáist við það verð,
sem félagið talar nú um á íbúðum
sínum.
Það er vitað, að hjá bygginga-
meisturum er’ ákveðið, fast verð
á íbúðum, um leið og þeir taka
við fyrstu greiðslu hjá viðskipta-
vinum sínum. Fari hins vegar svo,
að hinn almenni borgari selji sína
íbúð, keypta af byggingameistara,
eftir hálft annað ár eða þar um
bil, er það verð, sem hann fær
umfram hið upprunalega kaup-
verð vitanlega ekki hagnaður, sem
rennur £ vasa byggingameistarans.
Það er ósennilegt, að hægt sé að
finna nokkurn mann, sem keypt
hefir íbúð af byggingameistara og
selt.aftur eftir l1/?—2 ár, að hann
hafi ekki hagnazt á þeim viðskipt
um, þó að verð slíkra íbúða hafi
ekki verið hóti hærri en
íbúoá, seni voru orónar 5 — 10 ára.
Loks má spyrja um eftirfarandi,
Hve mikil eru opinber gjöld hjá
BVS?
Veit félagið og ajmenningur —
hvað þeir byggingameistarar eða
félög, sem byggja íbúðir og selja,
verða að greiða í opinber gjöld
af hverri íbúð?
Hve mikið hefir BVS greitt í
sölulaun til samræmis viö það, sem
byggingameigtarar greiða?
Hægt væri'að spyrja fleiri spurn
inga á þessu stigi málsins, en
skal ekki gert; svo að síður vefj-
ist fyrir stjóm BVS að gefa skjót
og afdráttarlaus svör. Veröur fróð-
legt að lesa þau, þegar þar aö kem-
ur.
En til þess að þetta ljóta að-
dróttunarmál verði leitt svo til
lykta, að allir geti vel við unað,
þyrfti nauðsynlega að efna til opin
berrar ransóknar og gera þá sam-
anburð á verðlagi íbúða hjá bygg-
ingarsamvinnufélögum, Byggingar-
samvinnufélagi verkamanna og
sjómanna. Byggingarfélagi verka-
manna og byggingarmeisturum.
Verður þá að sjálfsögðu að taka
til greina þann tíma, þegar sala
fer raunverulega fram, eða þegar
fyrsta greiðsla er innt af hendi og
verð ákveðið.
Annars er það furðulegt, að
stjórn Byggingarfélags verka-
manna skuli ekki hafa látið til sín
heyra í þessu máli, því aö það fé-
lag er eini aðilinn, sem nafngreind
ur hefir verið af stjóm eða for-
manni BVS sem sá aðili, er hér
stundar okur á byggingamarkaðin-
um. Má þaö undur kallast, ef stjórn
félagsins vill liggja lengur undir.
þeirri ákæru.
Skal nú láta staðar numið og
þess beðið, að stjóm BVS og aðrir
aðilar, sem hafa eitthvað til mál-
anna að leggja, láti til sín heyra.
Reykjavík 25. 4. 1967.
Stjórn.
Meistarafélags húsasmiða.
Múrvinna
Múrarar geta bætt viö sig verkefnum
strax. Uppl. í símum 37225 og 82915 eftir kl.
7 á kvöldin.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hl. í Hjallavegi 15, þingl.
eign Sæmundar Guðlaugssonar, fer fram á
eigninni sjálfri laugardaginn 29. apríl 1967
kl. 3. síðdegis.
Borgarfógetaembættið.
Uppboð
annað og síðasta á hl. í Grettisgötu 71, þingl.
eigandi Margrét Berndsen o.fl., fer fram á
eigninni sjálfri til slita á sameign, laugardag-
inn 29. apríl 1967 kl. 2.30 síðdegis.
Borgarfógetaembættið.