Vísir - 27.04.1967, Side 4

Vísir - 27.04.1967, Side 4
Ungur maður, sem ekur stúlku heim að kvöldlagi. Slíkt er ofur algengt og þekkt fyrirbrigöi. í þessu tilfelli er ungi maðurinn einnig þekktur. Hinn 18 ára gamli Bretaprins, Charles, gengdi hlut- verki einkabílstjóra stúlkunnar hér a mynainni að ofan. eftir heimsókn í leikhús. Meö í för- inni voru einnig Margrét prins- essa, og Snowdon lávarður. Það vakti ekki mestan áhuga fótgangandi, sem þetta sáu að þettu var í fyrsta sinn, eftir að Bretaprins i ökuferð Einvígi tveggja franskra þingmanna prinsinn lauk bilprófi, sem hann ók bifreið á almannafæri. Nei, hún var meiri forvitni fólks um, hver hún væri stúlkan, sem sat frammí hjá hinum tigna bílstjóra. En nafn hennar var ekki gert kunnugt. Það er ekki ýkja .langt síðan, að prinsinn lærði á bifreiö. Fylgzt var með af miklum áhuga, þégar hann ók með ökukennara sínum í jeppa um fáfarnar götur. Það mun víst hafa verið sami jepp- inn, sem notaöur hefur verið inn- an fjölskyldunnar, þegar einhver innan hennar hefur veriö kominn á þann aldur aö hann mátti læra á bíl. Menntun kóngafólksins er mjög marghliða og að aka bíl telst víst til þeirra hluta sem sh'ku fólki er nauðsyn. Blöð í Bretlandi hafa s.l. ár keppst við að orða Charles prins við ýmist þessa ungmeyna, eða hina, Upp hafa gosið kvittir um stúlkur, sem sendar hafa verið í skóla til Sviss og annarra landa í skyndi vegna hættu á of nánum kynnum við pri'nsinn, en eki(é"t hefur verið staðfest í þessum efn um, eðlilega. Prinsinn er nú kominn á 18 ára aldurinn og ekki væri óeðli- legt, þó hann væri farinn að líta í kringum sig. Smekkvísi virðist hann hafa fyrir þeim, sem hann velur sér til umgengni, ef marka má myndirnar þessar. Hún er óneitanlega bara hugguleg, stúlk- an. Borgarstjórinn í Marseille, Gaston Deferre, sem tapaði í for- setakosningunum á sínum tíma, vann í síðustu viku einvígi, sem hann háði við annan þingmann, gaullistann René Ribiere. Orsök einvígisins var sú, að i umræðum á franska þinginu hafði Deferre orðið, þegar Ribiere greip fram í fyrir honum í miðri ræöu og hrópaði: — Þegiöu bján- inn þinn“. Ribiere vildi síðan ekki taka orö sín aftur og ítrekaði að De- ferre væri fæddur blábjáni. Án árangurs reyndu þingmenn úr stjórnarandstööunni og einnig úr hópi stjórnarliða að miðla mál- um og fá þessa orðhvötu and- stöðumenn til að sættast. Gaston Deferre hefur áður sýnt að hann er vandur að virðingu sinni og metur æru sína mikils. Fyrir um það bil tuttugu árum háði íiann einvígi við blaðamann með skammbyssum og fór með sigur af hólmi. Hvorugur hitti að vísu en Deferre fór þó nær sínu marki. Þegar Ribiere vildi ekki taka orð1 sín aftur, skoraði Deferre hann á hólm. Samkyæmt ein- vígisreglum var það Ribieres ao velja vopnin og valdi hann sverð, þar eð hann taldi þau göfugri vopn. Hið tilvonanái einvígi vakti mikla athygli í París, en hólm- göngumönnunum tókst þó að halda hólmgöngustaðnum leynd- um. Þegar á hólminn var komið, hófst einvígið og leið ekki á löngu þar til Deferre hafði sært Ribiere lítils háttar á handlegg. Það kom þá í ljós, að sárið var mjög lítilfjörlegt og krafðist De- ferre að einvíginu yrði haldið á- fram, fyrst sárið háði ekki and- stæðingi hans að neinu leyti og þar sem hann taldi sig ekki hafa fengiö næga uppreisn æru sinn- ar. Var það og gert og aftur særði Deferre hinn á handleggn- um. Með því lauk einvíginu og bar Deferre sigur úr býtum. Sár hins 45 ára gamla Ribiere voru ekki alvarlegri en svo og ráðgert hafði verið. — Ein- vígi eru bönnuð með lögum í Frakk’landi. Borgarstjóri Marseilles (sá, sem snýr andlitinu fra m á myndinni) reynir að opna vörn Ribiere, sem hafði kallað hann bjána. Dægurmál — eða hvað ? Aðsent bréf. „Fáir atburðir utan stjóm- ínálavettvangs, hafa vakið éins mikla athygli að undanfömu, og sá atburður, sem skeði á upp- boðsstað fyrir skömmu, þegar yfirborgarfógetimn var lokaður inni í eign beirri, sem hann ætl aði að bióða upp. Sá sem vog- aði sér að hafa þessi ódæmi £ framnii var gjaidþrota. Atburðarásina þarf ekki að rekja, hana þekkia allir, en viðbrögð almenniings, þegar slíkum fréttum er slegið upp, þau eru fróðleg. Gjaidþrotinn, sem læsir fógetann og lið hans inni, hefði átt að kalla yfir sig almenna fýrirlitningu alls þorra fólks, þó haiim væri að loka inni yfirvald, sem var undir áhrifum áfengis, En hver voru viðbrögð- in? Menn slettu í góm, og fannst fátt til koma, það hefði varla tekið því að vera að loka fógeta inni núna, því haran hefði verið undir áhrifum mörg und- anfarin ár við embættisverk, og stundum miklu fyllri en í þetta skipti. Menn hlógu jafnvel og sögðu að betta væri gott á ’ann. Og hvað um Kára, sem alls ekki hefur samúð almennings? Hvað gerði lögreglan undir slikum kringumstæðum, þegar yfirborgarfógetinn er truflaður svo freklega við embættisstörf sín? Maður heföi álitið, aö hainn yrði ■ umsvifalaust úrskurðaður í gæzluvarðhald og „rannsókn“ færi fram. Nei, það þótti ekki taka því að vasast í slíku. Það fylgdi ekki einu sinni fréttum, hvort tekin hefur verið skýrsla, svona pro forma, eins og þegar um minni háttar bilaárekstra er að ræða. Maður getur vafalaust velt slíkum atburðum fyrir sér fram og til baka, og meðal anm ars spurt sjálfan sig, hvernig hefðu viðbrögð almennings eða bara lögreglunnar orðið t. d. í Englandi? En vafalaust verður fátt um svör, því að kainnski gætu svona atburðir aldrei skeð þar, eöa a. m. k. er hæpið, að embættismenn vinni verk sín undir áhrifum áfengis árum saman, eims og sagt er að kom- ið hafi fyrir hér. Ekki er að efa, aö bar sem framkvæmd löggæzlu er það hörð, að iafnvel bflstjórar mega ekki lykta við akstur, þá hefðij átt að stinga bæði fógetanum og gjaldþrota inn, a. m. k. með an málamynda rannsókn fór fram. Við getum ekki búizt við öðru en ýmsir þegnar alist mis- jafnlega upp, og sumir reynist „brokkgengir“, þegar hneykslan legum atvikum og gerðum er tekið með álíka hugarfari og átti sér stað í nefndu atviki. Og svo yppir almenningur öxl- um, eins og hann vilji segja, að betta sé ekki verra en ann- að. Ég myndi ségja, að hér hafi oröið einn mesti ,.akandal“ um árabil, hvar sem á málið er lit- ið, og með óvanalega marga lögmenn sem vitni, en þeir eru sagðir ekki hafa þorað að styggja fógeta, þvf þeir eigi svo mikið undir hann að sækja“. Hrafna-FJóki. Ég þakka bréfið. Þrándur í Götu. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.