Vísir - 27.04.1967, Side 9

Vísir - 27.04.1967, Side 9
I VÍSIR. Fimmtudagur 27. april 1967. Þá var annað hvort að duga eða drepast Ðreiðafjörður er svipfögur byggg og víða stórbrotin, enda er þar hátt til lofts og vítt til veggja. Breytileiki í lands- háttum mun hvergi meiri á Is- landi en þar. Sá sem á þess kost, að fara utan frá Öndverð- arnesi inn í Daii og allt út að Skor eða Bjargtöngum, sigla síðan út í eyjar og líta þaðan ti! lands mundi minningu ríkari. Á utanverðum Breiðafirði aö sunnan eru fengsæl fiskimið og ekki langt út að sækja, enda framan úr öldum þar fast sóttur sjór og mörg skreiðarferð farin vestur undir Jökul. TTér er Jóhann Kr. Jónsson, sem um fjörutíu ára skeið var formaður frá Hellisandi fyrst á áraskipum og síðar á vélbátum. Hann mun nú vera elzti núlif- andi maður sem um svo langt árabil hefur samfleytt stundað sjó frá þeirri verstöð og sá sem full skil kann á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð voru með- an náttúran sjálf var einráð um aðstæður allar til landtöku og sjósóknar. — Þú ert Breiðfirðingur, Jó- hann? — Já, það held ég nú, fæddur £ Bjarneyjum, þaðan var móðir mín. Faðir minn var aftur á móti kynjaður innan úr Dölum. Þegar ég var 6 ára gamall fluttu foreldrar mínir frá Bjarneyjum á Hellisand á býli þar, sem hét Munaöarhóll. Til fararinnar fengu þau lánaðan stóran flutn- ingabát, einn þeirra sem eyja- menn notuðu til fjárflutninga, heyflutninga og til aö sækja á mó til eldsneytis. Bátar þessir voru mjög stórir og ekki notaðir nema til flutninga. Ekki var nú búslóð foreldra minna meiri en þaö að hún var tekin öll í einni ferð, þar með talin kýrin. Á Munaðarhóli ólst ég svo upp og var þar með foreldrum mín- um þangað til ég sjálfur stofn- aði heimili. Faðir minn stundaði sjó og ég var aðeins 12 ára þegar ég fór að róa meö honum á sumrip — IJrvernig var þessari útgerð 1 háttað þá? — Eingöngu árabátaútgerð fyrst í stað. Róið var á áttæringum á vetrarvertíðinni, en minni bátum á sumrin. — Hvenær gerðist þú svo for- maður? — Strax þegar ég stofnaði heimili og stundaði það starf uppihaldslaust í 40 ár. — Hver var kona þín? — Hún hét Lára Lárusdóttir og áttum við saman 6 böm — fimm þeirra eru á lífi, — Nú langar mig til að biðja þig aö segja mér dálítið frá lífi ykkar, sem stunduðu þessa ára- bátaútgerð frá Sandi. — Hvernig var iending þar þá? — Hún var slæm. Það eru boðar þar skammt undan landi og þarf bæð: aðgæzlu og kunn- ugleik til að fara þar inn ef eitthvað er í sjóinn, verður þá að sæta lagi upp í svo kallaðan Úrakrók, þar er dálítil lygna, en svo verður aftur að sæta lagi upp í sandinn. — Er langt til miöa? — Nei, það var nú það góða við sjósókn frá Hellisandi, að það er mjög stutt til miða, stundum bara rétt fram fyrir landið. Einnig var róið vestur undir Brimnesið og Öndveröar- nesið þegar svo bar undir að gæftir voru og fiskislöð þar fengsælli. — Hvað höfðu þið til beitu á þfnum fyrstu sjómannsárum? — Nú bara ljósabeitu — karfa, steinbít og svo fórum við aö beita gotu. Eftir að íshús kom fengum við slld og beittum með. — Jókst þá ekki aflinn? — Jú, heldur batnaði hann nú. — p'g hef heyrt talað um báta með breiðfirzku lagi, ykkar bátar hafa auðvitað verið þannig? — Já, yfirleitt allir. — Það þýðir nú víst lítið aö reyna að útskýra þetta breið- firzka lag fyrir mér? — Þeir voru yfirleitt ekki lotulangir, en stöðugir og byggð- ir fyrir strauma og sjóhnúta. — Voru það eingöngu menn búsettir á Sandi og í nágrenni sem þama höfðu útræði? — Nei, nei. Þeir komu innan úr eyjum — Bjarneyjum, Svefn- eyjum, Flatey og víðar og reru þarna á vetrarvertíðinni, ailt fram að Krossmessu. Þetta var stundum strembið maður. Þeg- ar við loksins vorum lentir við sandinn, eftir að hafa kannski þurft að bíða lengi eftir lagi, þá urðum við að bera aflann á bakinu frá skipi og upp á kamb. Fiskurinn var dreginn upp á ólar og þannig borinn frá borði. Á kambinum var svo skipt á milli manna og gerði hver að sínum hlut, bar hann svo inn í salthúsið og seldi kaupmann- inum. — Hvernig voru svo afla- brögðin? — Þau voru oft ágæt. Væru níu á, þá var skipt í 12 staði og þótti gott að fá 150—200 pund til hlutar. — Var enginn fiskur hertur? — Jú, öll ýsa. TJTvernig var þessi fiskur, sem þið lögðuð inn í verzlun svo verkaður? — Við seldum hann flattan, en kaupmaðurinn lét svo full- verka hann, og að þeirri verk- un vann mest kvenfólk. Til að byrja með var þama aðeins ein verzlun, Tangs E. Riis. Jóhann Kr. Jónsson — Hvað var nú verðiðJi fisk- inum fyrst þegar þú forst aö selja fisk. — Ja, það var nú lítið, lags- maöur, 7 aurar fyrir kílóið, eða vinnulaunin í þá daga — það er alveg yfirtak að hugsa sér það. Þegar skip komu með kol, salt eöa annan varning, þá varð nú fyrst að fara fram £ skipið á stórum bát og flytja vöruna upp í sandinn. Svo varð maður að vaða fram með bátnum og taka þetta á bakið, hvort sem það var kolapoki, saltpoki eða eitt- hvað annað. Fyrir þetta fengum við 25 aura á tímann. Er ekki magnað að hugsa sér þetta? En svona var þetta. Ég man eftir þv£ fyrst þegar ég fór að búa, að ég átti ekki rár til að heröa á ýsuna, svo ég fór með 100 pund £ kassa og lagði inn í verzlunina. — Að hugsa sér það, maður. — Hvað heldurðu ég hafi fengið fyrir þetta? Ég fékk 3 krónur. — Mér er þetta minn- isstætt. — TTvað var margt fólk á ■*" Hellissandi, fyrst þegar þú manst eftir? — Ég man nú ekki hvað fólk- ið var margt, en þá var nú lé- leg byggingin á Sandi. Tómir torfkofar — veggimir úr torfi og grjóti, en það var hlýtt £ þess um hreysum og yfirleitt láku þau ekki því víöast var þiljað innan með skarsúð. Sumar bað- stofurnar voru líka nokkuð stór ar ein þrjú stafgólf. — Þú sagöir mér áðan, að eyjamenn hefðu haft þarna að- setur á vetrarvertíðinni Áttu þeir þá verbúðir þarna? — Nei, engar, þeir fengu bara inni hér og þar hjá fólki á staðn um. Þetta var oft ágætt fiskirf og afkoma fólks sæmileg. Eftir miðju plássinu rennur lækur. Þar fyrir innan heitir Keflavik, þar var róiö líka. Þar var slæm lending. Það var eiginlega alveg sama hvar maöur kom að landi ef einhver kvika var, þá þurfti alls staðar að taka lag. Versta áttin er vestanátt hvaö foráttu snertir, en sunnan rokin, þegar hann stendur af jöklinum gátu verið ægileg — en þá er aflands vindur. Ég lá einu sinni £ 8 klukkutfma skammt framan við landið, þá á árabát. Það var ekki viðlit að hreyfa sig, svo sló hann í um kvöldið, svo við gátum boriö f Jand. Það var harðsótt, lagsmaður. Svo komu trillurnar til sög- unnar og þá var oyggð hafn- arbryggja út í vík, sem heitir Krossavfk. Það þóttu nú heldur viöbrigði, að þurfa ekki lengur að bera aflann á bakinu frá skipi, en geta lagzt að bryggju. En inn á vfkina þurfti maður að taka lag til að vera ömggur um að ekki hlekktist á — tfvað höfðuö þið vanalega langa línu á vetrarver- tíðinni? — Hún var nú ekki löng, tvö tengsli, 8 lóðir í tengsli, og stundum var aflinn það mikill, að við tókum ekki upp, urðum að fara í land og losa og svo fram aftur og sækja það sem eftir var Já, þaö er von þú sért hissa. en svona var þetta nú — Ég hef heyrt talað um góö lúðumið á Breiðafirði. — Já, á vorin var oft góð lúðuveiði. aldrei á vetrarvertíð. Á tfmabili bjó ég á einni stærstu jöröinni á Hellissandi. Hún hét Hallsbær, þá þurfti ég að heyja á sumrin og gat ekki stundað sjó að staöaldri, fór þá oft fram með færi og fékk mér lúðu, oft eina og tvær i róðri. Það þótti nú gott, svona til matar, lagsmaður — Rve marg*r voru á bát eftir að þið fóruð að róa trillunum? — Við vorum venjulega 4. — Var ekki stundum harð- sótt hjá mönnum innan úr eyj- um, þegar þeir voru að fara þessar vorferðir? — Jú, þá voru ekki komnar vélarnar, þá var bara að trevsta á seglin og áramar. Annars var oft harðsótt sjósóknin frá Sandi, þvf það var ekki gefið eftir, oft siglt á miðin í 5—6 vind- stigum. — Eru ekki straumar minni svona utarlega f Breiðafirði? — Straumarnir eru að vfsu dálítið öðruvfsi en inn milli eyja, en þeir eru verstir fyrir nesin, Brimnes, Öndverðarnes og Rif. — Hye margir bátar heldur þú að hafi róið frá Hellissandi, þegar áraskipaúthaldið var það- an? — Þeir voru margir, þegar með eru taldar víkumar þaraa í kring Sennilega aldrei undir 20. — Á hvaða tíma árs var út- haldið mest? — Frá því á Þorra og fram að Krossmessu á vori, þá voru líka ævinlega bezt aflabrögðin, — \/rar ekki oft þröngt á bæj- ’ unum, þegar svo margir aðkomumenn voru setztir þar að? — Jú, það vom stundum Framhald á bls. 10. «rtf' ,s-.naa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.