Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 5
VISIR. Fítetudagur 5. maí 1967. 5 Hefst opinn KZkA t Ú / Vietnam? IVTargt bendir til þess, að ný þáttaskil séu að verða í styrjöldinni £ Vietnam. Þó er ekki víst, að þau gerist mjög skyndilega, heldur hverfi hern- aðaraögerðimar smám saman í nýjan farveg og á þetta sér þegar orðið nokkurn aðdrag- anda, sem hefur mátt merkja af fréttum af styrjöldinni undan- farnar vikur. Menn hafa veitt því athygli, að miklu minna hefur borið en áöur á fregnum af styrjaldar- aðgerðum syðst í landinu, svæð- inu kringum höfuðborgina Saigon. Hins vegar beinist at- hyglin æ meir að svæöinu kring- um hiö hlutlausa belti við 17. breiddarbaug kringum vopna- hléslínuna á mörkum Norður- og Suður-Vietnam. Þetta gefur nokkra hugmynd um þróun hernaðarins. Veldi hinna kommúnísku óaldar- manna hefur mikið til verið hnekkt í hinum breiöu byggð- um, sérstaklega £ þéttbýlinu meðfram ströndinni. Þar hefur mikil breyting orðið á frá þvi fyrir tveimur árum, þegar her- sveitir kommúnista gátu fariö þar flestra ferða sinna og þvingað fólkið til hlýðni og skattgreiöslu með ógnum og moröum. Nú hefur dregið svo úr veldi þeirra, að aftur er ver- ið að stofna kerfi sveitarstjórna viðsvegar i larídinu, sem haföi hrunið vegna ofbeldis komm- únista, því að þeir höfðu það fyrir sið, að myrða jafnskjött, hvem þann borgara, sem þorði að taka að sér stjórnarábyrgð. Nú er ástandið orðiö þaö betra, aö víöa þurfa menn ekki aö óttast það lengur, að það kosti þá lifið, þó þeir takist á hendur stjómarábyrgö og þvi hafa kosningar þorpsstjórna getað farið fram að undanförnu. A ð vísu er ástandið enn ekki eins öruggt upp til fjall- anna eða við landamæri Kam- bodju og Laos, því að þar geta óaldarflokkamir jafnan leitað hælis og síðan verið fljótir að bregða sér aftur yfir landamær- in til að halda við ógnarher- ferðinni og þetta gildir einnig að nokkru óshólmasvæöið allra syöst í landinu, sem fær stöðugt liösauka og birgðir frá Kambodja. I febrúarmánuði framkvæmdu bandarískar hersveitir miklar „hreinsunaraögerðir“ á hinu svokallaða C-svæði, þar sem kommúnistaherimir hafa um áratugsskeið haft öruggustu bækistöðvar sínar í aöeins 50— 100 km fjarlægö frá höfuöborg- inni Saigon. Notfærðu þeir sér þá aðstöðu aö landamæri Kam- bodja liggja þárna i ótal krók- um og totum í allt að því aöeins 40 km fjarlægð frá Saigon. í yfirferö bandarísku hersveit- anna um þetta svæði komust þær yfir mikið herfang, vopna og skotfærabirgðir og korn- foröabúr, sem kommúnistamir höföu dregið að sér. Vitanlega notuðu kommúnistaherirnir sér tækifærið eins og venjulega meðan á þessu stóð til að leita skjóls Kambodja-megin við landamærin og er þess að vænta að þeir komi smám saman aftur í stöðvar sínar. En þó töldu Bandaríkjamenn, að mótspyrna þeirra í þessu höfuðvirki þeirra hefði orðið minni en þeir höfðu búizt við og þykir það benda til þess, að farið sé að draga úr styrkleika þeirra á þessum slóð- jyjenn hafa einnig veitt því athygli, að Sihanouk prins, þjóðhöfðingi Kambodja hefur að undanförnu látið skína í það, að hann sé ekki eins hlynntur kommúnistum og verið hefur. Stuðningur hans viö kommún- istaherina hefur mikiö markazt af því að hann ímyndaði sér að kommúnistar myndu verða hinir endanlegu sigurvegarar í Viet- nam-styrjöldinni og því vildi hann reyna aö treysta hásæti sitt í framtíöinni með þvi aö eiga góöa sambúð við þá. En hann virðist nú vera smám saman að komast á aðra skoð- un og vill nú líka vingast við hina aöilana. Og einnig hafa menn veitt því athygli, að hinn róttæki vinstrisinni Lee Kwan forustumaður í Singapore, sem löngum hefur verið talinn hlynntur kommúnistum segist nú vera farinn að sjá, að dvöl Bandaríkjamanna í Vietnam hafi haft mikla þýðingu til að hlifa smáríkjum suðaustur Asíu viö k’ríverskri útþenslu. Er óhætt aö segja að það er alveg ný túlkun hjá honum. J^íkur benda til þess, að þessi breyting á aðstöðunni í suðurhluta landsins stafi af þvi, aö foringjar kommúnista í Hanoi telji það ekki lengur svara kostnaði, að flytja herlið sitt aila hina löngu og torsóttu leiö eftir „Ho Chi-minh“-stígn- um suöur eftir fjalllendi og skógum Laos og Kambodju. Enda þótt þeir séu þar á hlut- lausu landsvæði er þetta um 500 km leiö eftir erfiðu landi og hefur mikill mannafli fariö til þessara flutninga. Getur veriö, Uppdráttur, sem sýnir hlutlausa beltið (litað svart) á mótum Notð- ur og Suður Vietnam. Gráa svæðið sýnir tillögu Rusks um að breikka beltið undir alþjóðastjórn í 26 mflur. að þeir séu komnir að þeirri niðurstöðu, að þetta borgi sig ekki lengur, það sé hin gamla saga sem kunn ér i öllum styrjöldum, að hernaður veröur erfiöur þegar samgönguleiðirnar eru orönar langar. í stað þess bendir nú flest til, að þeir fr’;' sér hagkvæmara að reyna að sameina kraftana nvrzt í landinu, þar sem sam- gönguleiðir þeirra eru styttri. Jjetta kom greinilega í Ijós, þegar þeir sviku samkomu- lagið um vopnahlé á Tet-tíma- bilinu, þaö er að segja á há- tíöisdögum Búddhatrúarmanna í byrjun febrúar, þegar áramót eru að þeirra sið. Þá féllust Bandaríkjamenn á það, aö hætta loftárásum á Norður-Vietnam í nokkra daga, þar sem Ho Chi- minh lét að því Iiggia, að stöðv- un loftárása gæti skapaö grund- völl að friði í landinu. En þetta hlé, sem kommún- istarnir fengu notuðu þeir mjög skjótlega til stórfelldra herflutn- inga í Norður-Vietnam suður á bóginn. Er talið að þeir hafi flutt suður á bóginn á tveimur til þremur dögum um 25 þúsund tonn af vopnum og birgðum. En undarlegt er, að svo viröist sem tiltölulega lítill hluti af þessum birgðum hafi verið flutt ur eftir Ho Chi-minh sífgnum suður til Saigon-svæöisins, flutn ingunum hefur að lang mestu leyti verið beint að svæðinu kringum hlutlausa beltið. JOendir nú flest til þess, að kommúnistarnir séu að undirbúa stórfellda sókn að nyrztu héruðum Suður Vietnam og má vera, að hemaðurinn breytist þá í fyrsta skipti í opinberan vígstöðvahernað, líkt og var í Kóreu á sínum tíma. Og það var til að mæta þeirri hættu, sem Westmoreland yfir- hershöfðingi Bandaríkjanna kom til Washington í síðustu viku og fékk því til leiðar komið að 35 þúsund bandarískir her- menn til viðbótar yrðu sendir til Vietnam. Þessi nýja hætta hefur það i för með sér, að loftárásir Bandaríkjamanna á Norður Viet nam verða enn mikilvægari hemaðarlega séð en áður. I tvö ár hafa Bandaríkjamenn ekki ráðizt á flugvelli í Norður Viet- nam, látiö stríðsflugvélar komm únista afskiptalausar þó þeir sæju þær á flugvöllunum. En nú hafa þær hömlur verið af teknar Með sama hætti hefur rafstöðv- um Norður Vietnam verið hlíft pö aö augljóst sé hversu mikii- vægar þær erp fyrir vígbúnað- inn, en í síðustu viku voru í fyrsta sinn geröar loftárásir á stór raforkuver í Hanoi og Haiphong. | ^andssvæði þaö sem kommún- istar viröast nú ætla að beina öllum herstyrk sínum að er venjulega kallað 1. herstjófn- arsvæðið. Ef maður lítur laus- lega S landabréfið má auðveld- lega sjá, aö kommúnistaherim- ir ætla sér þar hagkvæma hem- aðarlega aðstöðu. Landið er mjó ræma milli hafs og Laos-rfkisins og ætla kommúnistar að nottæra sér hið hlutlausa landsvæði til að ráðast til atlögu úr þremur áttum. Það er talið að þeir hafi þegar sent á laun uííi 65 þúsund manna her inn í fjalllendið suð- ur af hlutlausa beltinu og á landssvæði Norður Vietnam hafa þeir þegar skipað upp fjór- um herfylkium — 40 þúsund manns með öllum fullkomnasta vopnaútbúnaði. Þetta er það svæði þar sem gætt hefur hvað mest uppreisn- arhugs gagnvart Saigon-stjóm- inni, ekki þó vegna þess að íbúarnir aðhyllist kommúnista, heldur vegna aðskilnaðarhug- mynda. íbúamir eru hinir svo- kölluðu Annamítar, sem fyrr á öldum drottnuðu yfir öðrrnn þjóðflokkum Indó-Kfna. Hér er hin gamla höfuðborg landsins Hué, þar sem hvað erfiðast reyndist fyrir einu ári að kveða niður unpreisnaranda Búddha- munkanna. Og skammt frá er herbækistöð Bandaríkjamanna Da Nang. Cíðustu vikur hafa kommún- istaflokkar gerzt æ uppi- vöðslusamari á þessu svæði, komið fram að næturlagi og sprengt brýr og vegi og eina nóttina ruddust þeir inn í eina fylkishöfuðborgina á þessu svæði Quang Tri og leystu 300 herfanga úr haldi. Hafa þeir nú hótað að gera samsvarandi næturárás á Hué. Þannig virðist mér, að megi tengja saman ýmsar fréttir sem hafa verið að berast austan frá Vietnam síðustu vikur, sem benda til þess að þáttaskil séu að verða I styrjöldinni og muni stórtíðindi gerast norður við hlutlausa beltið. T/rípnahléslínan frá 1954 mið- * ast við 17. breiddarbaug en er þó ekki dregin þráðbeint eftir honum, heldur fylgir hún svokallaðri Ben Hai-á. Hlutlausa beltið krir.gum ána er 6 enskar mílur á breidd, en Bandaríkja- menn halda því fram að komm- únistar hafi notað það til þess að koma sér upp vopnabirgðum og undirbúa sökn suður á bðg- inn. Fyrir nokkru lagði Dean Rusk til að hlutlausa svæðið yrði breikkað, svo að það yrði 26 mílur og yrði gæzlusveitum Sam einuðu þjóðanna eða öðrum al- þjóðaher falið að gæta þess að svæðið yrði ekki misnotað til hernaðarundirbúnings. Var það hugmynd Rusks að kommúnist- um i Norður Vietnam gæfist þannig tækifæri til að sýna af- skiptaleysi sitt af styrjöldinni í Suður Vietnam. En skiljanlega hafnaði stjómin f Hanoi þessu. Þorsteinn Thorarensen. UPPBOÐ Eftir kröfu Sakadóms Reykjavíkur, fer fram opinbert uppboð að Borgartúni 7, hér í borg, laugardaginn 6. maí 1967 og hefst kl. 1% síð- degis, og verða þar seldir ýmsir óskilamunir, svo sem reiðhjól, úr, lindarpennar, fatnaður, töskur o. fl. Borgarfógetaembættio í Reykjavfk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.