Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 8
3 V í S I R . Föstudagur 5. mai 19b'"< VtSIR Utgefandi: BlaSaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri; Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngðtu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Ný vandamál og viðfangsefni gnda þótt öllum, sem vita vilja, sé fullljóst, að efna- hagsviðreisn úr gjaldþroti vinstri stjórnarinnar lánað- ist ágætlega á undanförnum tveimur kjörtímabilum, er að sjálfsögðu engum dulið, að við ýmsa erfiðleika og ný viðfangsefni er að etja. Svo verður ætíð, bæði í lífi einstaklinga og þjóða. Enginn leysir varanlega úr viðfangsefnum eða vandamálum, vegna þess að samkvæmt eðli málsins koma ætíð ný viðfangsefni og ný vandamál. Hitt er rétt, að viðreisnartímabilinu er nú lokið með þeim árangri, að þjóðin hefur aldrei fyrr verið betur á vegi stödd að mæta nýjum viðfangsefnum og snúast gegn nýjum vandamálum. Og vissulega hafa ný vandamál orðið á vegi þjóð- arinnar. Mikill meirihluti útflutningsverðmæta þjóð- arinnar hefur þurft að sæta mjög tilfinnanlegu verð- falli á erlendum mörkuðum, allt að 30% og jafnvel þar yfir í stöku tilfellum. Það sjái hver sjálfan sig að missa skyndilega til- finnanlegan hluta af launum sínum. Hvað getur ein- staklingurinn gert í slíkum kringumstæðum ? Ef hann á sparisjóðsinnistæður, getur hann gripið til þeirra í bili og bjargað sér um stundarsakir, þar til launin hækka e. t. v. aftur. En ef þau hækka ekki aftur, kemur að því, að einstaklingurinn hefur minna fé milli handanna og verður að draga ályktanir af því, minnka neyzlu sína, draga úr eyðslu og spara við sig. Eða hann gæti e. tv. aflað sér nýrra tekna á öðrum sviðum. Þannig er þessu einnig varið um þjóð- félagið. Stjórnarandstæðingar eru glaðhlakkalegir og segja: Hvað er rfldsstjómin að bera fyrir sig verðfalli á út- flutningsafurðunum ? Verðfall hefur svo sem áður orðið! Já, það er rétt, verðfall hefur áður orðið. Menn muna eftir kreppuárunum. Það verðfall, sem varð á kreppuárunum um og eftir 1930, varð ekki áhrifa- laust í íslenzkum þjóðarbúskap. Þá var innleitt hið harðsvíraðasta hafta- og skömmtunarkerfi, sem ekki tófcst að brjótast undan fyrr en um 30 árum síðar. Það er árangri viðreisnarinnar að þakka, að við höfum ekki í dag þurft að grípa til haftakerfisins eins og á tíma kreppuáranna. Með verðstöðvunarstefnu rfkisstjómarinnar og öðrum ráðstöfunum til stuðn- ings útgerð og fískiðnaöi, sem hægt var að gera án nýrra skatta á almenning vegna góðrar afkomu ríkis- sjóðs, — og eins meö því að draga úr áður ráðgerð- um ríkisframkvæmdum, heéar í bili reynzt auðið að nsœta vandanum. VW hðfum þurft að borfest í angu við nýjan vanda Á ráðgjafarþingi Evrópuráðsins í Strasbourg. Myndin var tekin f janúar sl., er Wilson forsætisráð- herra Breta flutti þar ræðu um stöðu lands síns í Evrópn. 5. maí — dagur Evrópu Ctofnskrá Evrópuráðsins var ^ undirrituð í London 5. maí 1949, og af því tilefni er 5. maí hátíðlegur haldinn sem DAGUR EVRÓPU. Evrópuráðið var stofnað fyr- ir forgöngu manna, sem trúöu því, að eina úræöið til að reisa álfuna úr rústum eftir heims- styrjöldina væri að stofna til samvinnu Evrópumanna með nýjum hætti. Sumir töldu ekkert minna duga en Bandaríki Evr- ópu, en ýmsir, sem þannig töl- uðu, munu þó ekki hafa gert sér nákvæma grein fyrir stjórn- skipun þessara „bandarikja". Allir voru sammála um, að sam- vinnu skyldi auka, en ágreining- ur kom fljótlega upp um það, hvemig henni skyldi haga. í meg indráttum skiptust menn í flokka með þeim hætti, að í þeim 6 ríkjum, sem nú eru í Efnahagsbandalaginu, vildu menn nána stjómmálasamvinnu og óttuðust ekki afsal fullveld- is. í Bretlandi og á Norðurlönd- um vildu menn samvinnu um einstök máJ, vom hikandi viö almenna stjórnmálasamvinnu og voru andvígir fullveldisskerö- ingu. Vegna þessa ágreinings skildu leiðir, og Efnahagsbanda- lagið var stofnað án þátttöku Breta og Norðurlanda. Á síðustu árum hafa viðhorfin breytzt. De Gaulle er nú aðal- taismaður þess, aö fullveldi ein- stakra ríkja sé virt og að sam- starf í Efnahagsbandalaginu og innan vébanda annarra alþjóöa- stofnana eigi ekki að leiða til stofnunar einhvers konar banda- ríkja, sem séu hinum einstöku þjóörfkjujn æðrj. Þá Ijafa Bretar, senjenn eru andstæöingar þeárr- ar hugmyndar, að efnahagssam- vinna ejgi að leiöa til stjóm- málasameiningar, enn á ný á- kveðið að sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu. Sú stefna, að ríkin í Evrópu eigi að sam- einast og mynda ríki af nýrri tegund, á því sem stendur held- ur hnignandi gengi að fagna. — Efnahagssamvinna og annaö samstarf á afmörkuðum sviö- um fer hins vegar vaxandi. Evrópuráðið er ein af þeim stofrunum, sem vinna að því að efla samvinnu Evrópuríkja á þeim sviöum, sem árangurs af slíkri samvinnu er að vænta. Á vegum ráðsins er ráðgjafar- þing, sem kemur saman 3 sinn- um á ári 1 Strasbourg á landa- mæmm Frakklands og Þýzka- lands. Þar ræða þingmenn frá 18 ríkjum um þróun Evrópu- mála, svo og um einstök atriði, smn mjög tæknileg, er þeir telja líklegt, að samvinna geti tekizt um. Nýlegt dæmi um almenna umræðu á ráðgjafarþinginu er það, að í janúar s.l. kom Wilson forsætisráðherra Breta til Stras- bourg og ræddi um stöðu lands síns í Evrópu. Síðan var um þaö mál fjallað af þingfulltrúum. Þessi umræða var eins konar forleikur að aðgerðum Breta til að ná samningsaðstöðu um að- ild að Efnahagsbandalaginu. Dæmi um tæknilegt atriði eru umræður á sama þingi um laga- lega vernd til handa mönnum, sem teikna nýjar stafagerðir, en hér er um að tefla nýjung í höfundarétti. Þaö er langur veg- ur frá hinu stórpólitíska deilu- máli um Bretland og Efnahags- bandalagið til löigfræðiatriöa eins og þess, sem nefnt var, en Evrópuráðið lætur sig varða allt, sem á milli er, ef telja má, að Evrópusamvinna um það geti orðið tií góðs. Á ráðgjafarþingi Evrópuráðs- ins aiga sæti 147 þingmenn, 3 —18 frá hverju hinna 18 aðild- arrfkja. Þeir eru ekki fulltrúar ríkisstjórna og geta því ræðzt við inn persónulegar skoðanir á frjálslegan hátt. Önnur aðal- stofnun Evrópuráðsins er ráð- herranefnd þess. I henni eiga sæti fulltrúar rfkisstjóma aðild- arríkjanna. Aðalskrifstofa ráðs- ins í Strasbourg vinnur í þágu bæði þingsins og ráðherranefnd- arinnar. Vemlegur hluti starfs Evrópuráðsins fer fram á skrif- stofunni eða í sérfræöinganefnd um, sem ráðherranefndin setur á fót. — Evrópuráðið hefur staö ið að gerð um 50 milliríkjasátt- mála. Meðal þeirra eru mann- réttindasáttmáli Evrópu, félags- málasáttmáli Evrópu og menn- ingarsáttmáli Evrópuráösins. Ýmis starfsemi er rekin í sam- ræmi við þessa sáttmála, og næir ir f því sambandi að minna á mannréttindadómstól og mann- réttindanefnd Evrópu. íslending ar hafa átt aðild að Evrópu- ráðinu síðan 1950. Fulltrúar ís- lands á ráðgjafarþinginu eru nú Eysteinn Jónsson, Friðjón Skarp héðinsson og Þorvaldur Garöar Kristjánsson, en til vara Helgi Bergs, Jón Þorsteinsson og Pét- ur Sigurðsson. Staðgengill ut- anríkisráðherra í ráðherranefnd inni er Pétur Eggerz ambassa- dor. í mannréttindanefnd Ev- rópu á sæti Theodór B. Líndal prófessor og í mannréttindadóm stólnum Einar Amalds hæsta- réttardómari. í lagaráði Evrópu- ráðsins eiga sæti Baldur Möller ráðuneytisstjóri og Pétur Egg- erz ambassador, • en varamaöur þeirra er Ólafur W. Stefánsson deiidarstjóri. 1 samvinnunefnd F.vrópu um menningarmál eiga sæti Jóhann S. Hannesson skóla meistari og Birgir Thorlacius ráður.eytisstjóri, en varamaður þeirra er Þórður Efnarsson stjómarráðsfulltrúi. Er Jóhann formaður nefndarinnar þetta ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.