Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 5
V1S IR . Miðvikudagur 10. maf 1067. 5 Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna Ritstjórar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigurður Á. Jensson Hvert er álit yðor á HIMINBJÖRG Fimmtudagur: Frambjóðendafundur með Birgi Kjaran. Föstudagur Opið hús. Sunnudagur Opið hús. LÆKKUN KOSNINGAALDURS? Lækkun kosningaaldursins í 20 ár var eitt af þeim málum, sem síðasta Alþingi tók til meðferðar. Þar sem frumvarp þetta, sem er stjórnarfrumvarp, gerði ráð fyrir breytingu á stjórnarskrá íslands, veður málið að fara fyrir tvö regluleg Alþingi, eigi það fram að ganga. Frumvarp þetta var mikið rætt manna á meðal og vakti mikla athygli. Af þessu tilefni hefur Gjall- arhorn snúið sér til fimm ungmenna í borginni og leitað álits þeirra á málinu. Fara svör þeirra hér á eftir: Lovísa Fjeldsted Ég er andvig þvi, að kosn- ingaaldur verði lækkaður, þar sem ég tel slíka breytingu ástæðu- lausa. Hér á landi öðlast einstakl- ingurinn rétt sem sjálfstæður og ábyrgur þjóöfélagsþegn, þegar hann nær 21 árs aldri, og þá öðl- ast hann fullkomið fjárræði. Mér finnst eðlilegt, að þá, en ekki fyrr, fái hann aö hafa áhrif á það, hverjir haida í stjómartaumana. Lækkun kosningaaldurs í 20 ár mundi helzt varða þá, sem tví- tugir eru það ár, sem kosið er. Það skiptir engu meginmáli, hvort löglegur kjósandi er 20 ára, 21 árs eða 25 ára, því að alltaf verður einhver einu ári yngri en sá, sem fær að kjósa. Matthildur Helgadóttir Að undanfömu hefur verið mik ið rætt um að lækka kosninga- aldurinn og binda hann við 20 ára aldurstakmark. Mitt álit er, að 21 árs aldur sé algjört lágmark og fólk undir þeim aldri hafi yfirleitt ekki þá þekkingu á þjóðmálum, sem þarf til þess að taka ábyrga afstöðu við kjörborðið. Ég vil einnig gjarnan verða laus við þann póli- tíska áróður, sem óhjákvæmilega mundi fylgja lækkun kosningaald- urs og fá frið til að mynda mínar eigin skoðanir á þessum málum. Andrés Andrésson 18 ára geta menn fengið und- anþágu til giftingar og 18 ára eru menn yfirleitt famir að leggja stóran skerf til landsmála, i en það er ekki fyrr en menn eru orðnir 21 árs gamlir að þeir geta gengið inn á kjörstað og greitt atkvæöi með þeim, sem þeir óska eftir að fari með stjórn iandsins. Hvaða réttlæti er í þessu? Ýmsir vilja halda því fram, að ungt fólk (18—20 ára) sé ekki orðið nógu þroskað til þess að mynda sér pólitískar skoðanir. Þetta tel ég fjarstæöu. Ef fólk er ekki búið að mynda sér stjórnmálaskoðun 18 ára gamalt þá er það örugg- lega ekki vegna þroskaleysis, held ur vegna þess að það hefur ekki neinn áhuga á stjórnmálum og er alveg sama hverjir fari meö stjórn landsins. Þess vegna tel ég að lækkun kosningaaldurs eigi fullkominn rétt á sér. Gunnar Haraldsson Miklar umræður hafa verið um það að undanfömu, hvort iækka beri kosningaaldur, og hve mikið, ef til lækkunar kemur. Augsætt er, að jafn mikilvægt mál sem þetta þarfnast gaumgæfilegrar athugun ^Heimdallur Frambjóðenda- , fundur Fjórði frambjóöcndafundur Heimdallar á þessu vori verður fimmtudaginn 11. maí í Himinbjörgum, félagsheimili Heimdallar og hefst kl. 20.30. Gestur fundarins verður Birgir Kjaran hagfr., sem skipar 4. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. ar, og þurfa sem flest sjónarmið að koma fram. Árið 1965 var lögð fram á Al- þingi þingsályktunartillaga, sem lagöi til að Alþingi gerði atugun á, hvort tímabært væri að lækka kosningaaldur í 18 ár. Álits var m. a. leitað hjá SUS, SUF, SUJ og Æskulýösfylkingunni, svo og hjá Sambandi bindindisfélaga í skól- um og íslenzkum ungtemplurum. I ljós kom, að stjórnmálalegu fé- lögin voru hiynnt athugunum á máli þessu, hins vegar lýstu bind- ingismenn sig andvíga breyting- um í þessa átt. Stjórn Sambands bindindisfélaga i skólum rök- studdi svar sitt með því, að fólk á aldrínum 18—20 ára hefði tæp- lega náð þeim andlega þroska, sem til þyrfti. Ýmsir hafa og bent á, að umræddur aldursflokk- ur hefði, að þeirra áliti, vart ööl- azt næga ábyrgðartilfinningu. Á þessum forsendum hafa þeir lýst sig andvíga því, aö kosningaald- ur yrði lækkaður. í þessu sam- bandi vil ég benda á, að ég tel ábyrgðartilfinningu og þroska ann ars vegar, og þekkingu hins vegar engan veginn það sama. Flestir á aldrinum 17—20 ára hara ekki fengið nægilega fræðslu um stjómmál og stjórnmálastefn- ur, óhlutdræga fræðslu, sem þeir síðar gætu byggt skoðanir sínar á. Er þaö hald mitt, aö skortur á þessari fræðslu sé aðalorsök þess, hve margt ungt fólk sýnir stjórn- málum takmarkaðan áhuga, og er það því ranglega haft að þeirri sök að það hafi ákaflega litla ábyrgðartilfinningu. Frumvarp það, sem nú hefur verið flutt á Alþingi, um lækkun kosningaaldurs í 20 ár, tel ég vera spor í rétta átt, en ekki er ég þó hlynntur því, aö aldurinn verði lækkaöur meira að svo stöddu. Ekki végna þroskaleysis ungs fólks. heidur vegna þekkingarleys is þess á stjörnmálum. Víst tel ég, að einhverjir álíti þekkingarskort á stjórnmálum bera vott um ábyrgðarleysi, en þó finnst mér ábyrgðarleysi það sem skólayfirvöld sýna meö því að ÉBÍHa iii^éii MMHUMHMMHHRÉRBHHMHIHRM stuðla ekki aö almennri stjóm- málafræðslu i skólum öllu alvar- legra. Pétur J. Eiríksson Fólk virðist vfirleitt á einu máli um að lækka beri kosningaaldur hér á landi, og sjálfur álít ég þetta nauðsyn, því að á því er enginn vafi, að þátttaka ungs fólks í kosningum mundi Ieiða af sér aukinn áhuga þess á þjóð- málum og þá um leið meiri á- byrgðartilfinningu gagnvart þjóð- félaginu, og yrði það tvímælalaust landi og þjóð til góðs. En menn eru ekki sammála um, hve mikið beri að lækka kosningaaldurinn. Sumir vilja átján ára kosninga- aldur, aðrir tuttugu. í lögum um kosningaaldur, sem síðasta Al- þingi samþykkti, en eiga þó eftir áö koma fyrir annað þing, er gert ráð fyrir tuttugu ára kosninga- aldri. Þama er stigið spor í rétta átt, en ekki nógu langt gengið að mínum dómi. Mundi ekki nítján ára kosningaaldur vera heppi- legri? Á þeim aldri er meirihluti unglinga að ljúka námi og þeir orðnir sjálfstæðir þátttakendur I atvinnulífinu, og hafa þvi ekki minni hagsmuna að gæta við al- þingiskosningar en þeir sem eldri eru. Á þessum aldri hefur fólk yfirleitt eða ætti að hafa mynd- að sér sjálfstæðar og rökstuddar stjórnmálaskoðanir. Aftur á móti má búast við, að átján ára ungl- ingur sé varla upp úr „pabbapóli- tíkinni" vaxinn — sé með öðrum orðum helzt til áhrifagjarn til þess að taka þá ábyrgð á stjóm landsins, sem sérhver kjósandi tekur með atkvæði sínu. 04eimdallur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.