Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 10.05.1967, Blaðsíða 10
to Sjdvarúfvegiir — Framh. af bls. 9 opinberra aðila og framkvæma þaer í ljósi heildaryfirlýsingar ( yfir þróun atvinnugreinarinnar og efnahagslífsins yfirleitt. Á hinn bóginn gera menn sér sjálf sagt tæplega grein fyrir því, ] hvernig þurfi að vinna að mótun slíkrar stefnu og hvernig hægt sé að framkvæma hana. Nær- tækasta leiðin virðist þá oft; vera að skipa ráð með fulltrúum atvinnugreinarinnar og ríkis- valdsins, er hafi forustu um mótun stefnunnar og fylgist með framkvæmd hennar. Skipun slíkra ráða getur að sjálfsögöu verið eðlileg leið til þess að skapa nauðsynlegt samband á milli stjórnvalda og atvinnu- greinar, en starfsemi slíks ráðs getur ekki komiö að miklu haldi, ef hún er ekki studd af öflugri starfsemi annarra stofn- ana, þar sem sjálfar grundvall- arathuganirnar fara fram og hugsanlegar leiðir eru kannaðar, og sízt af öllu getur hún komið að haldi, ef ekki er fyrir hendi þróttmikil starfsemi atvinnu- fyrirtækjanna sjálfra og sam- ( taka þeirra. Miðdepillinn í mót- un og framkvæmd stefnu í at- vinnumálum hljóta ætíö að verða þau ráðuneyti sjálf, sem um málefni hlutaðeigandi at- vinnugreinar fjalla.' Ég myndi því telja eflingu sjávarútvegs-1 málaráðuneytisins frumskilyrði | þess, að hægt sé að móta og framfylgja ákveðinni stefnu í sjávarútvegsmálum á skipu- legri hátt en verið hefur. Sam- hliða því þyrfti að eiga sér stað endurskoðun á sambandi ráðu- neytisins og Fiskifélags ís- lands og á verkaskiptingu þeirra á milli. Þá er þýöingarmikið, að söfnun tölfræðilegra gagna og hagfræðilegra upplýsinga um sjávarútveginn sé aukin og hag- fræðilegar athuganir um hann efldar. Eðlilegt virðist, að þessi starfsemi eigi höfuöbækistöð sína hjá Fiskifélagi Islands eins og verið hefur, og Fiskifélagið starfræki beinlínis sérstaka hagdeild sjávarútvegsins. Jafn- framt gæti sú hagfræðilega starfsemi á þessu sviði, sem Efnahagsstofnunin og þar áöur Hagdeild Framkvæmdabankans hafa stundað, flutzt til þessar- ar hagdeildar. I þessu sambandi held ég einnig, að þýðingar- mikið sé, að nánari tengsl en verið hafa skapist á milli hag- fræðilegrar starfsemi á sviði sjávarútvegsins og bæði líffræöi legrar og tæknilegrar rann- sóknarstarfsemi, en slík tengsl Skip vor munu hlaða erlendis sem hér segir: HAMBORG: MS Lolik 11. maí 1967 MS Rangá 19. maí 1967. MS Selá 26. maí 1967. ROTTERDAM: MS Rangá 25. maí 1967. ANTWERPEN: MS Selá 22. maí 1967. HULL: MS Rangá 22. maí 1967. MS Selá 29. maí 1967. GDYNIA: MS Langá 22. maí 1967. KAUPM ANNAHÖFN: MS Langá 24. maí 1967. GAUTABORG: MS Langá 26. maí 1967. færast nú mjög í vöxt erlendis. i í því sambandi er mér sérstak- lega minnisstæð hin nána sam- vinna af þessu tagi, er ég, fyrirj atbeina dr. Hermanns heitins Einarssonar, á sínum tíma kynnt ist í Hafrannsóknarstofnuninni í Perú. Jafnframt eru tengsl hagfræðilegrar starfsemi og rannsóknarstarfsemi við samtök sjávarútvegsins og einstök fyr- irtæki veigamikið atriði, sem gefa þarf náinn gaum. Loks má minna á, að stofnlánaveitingar í sjávarútvegi eru nú aö mestu sameinaðar hjá einni lánastofn- un, Fiskveiðasjóði íslands. Skapar þetta ákjósanlegri skil- yrði en áður til að samræma stefnuna í lánamálum sjávarút- vegsins þeirri almennu stefnu, sem mörkuð er í málefnum hans. Lokaorð Ég hefi hér í stórum dráttum rakið þau almennu skilyrði, sem mér virðist að þurfi að vera til staðar, svo að raunveruleg stefnumörkun í sjávarútvegi geti átt sér Stað. Um framkvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð er, gera menn sér sjálfsagt einnig óljósar og jafnframt mismum andi hugmyndir. Þaö er fjarri mínum skoðunum að telja, að slík framkvæmd verði að fela í sér meira vaid opinberra aðila en nú tíðkast yfir ákvörðunum einstakra fyrirtækja, og þá fyrst og fremst ákvöröunum um fjár- munamyndun. Opinber afskipti af því tagi hafa bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar reynzt bæði óskynsamleg og ó- framkvæmanleg, nema sem neyðarráðstafanir við alveg sér- stakar aðstæður. Stefnan verð- ur fyrst og fremst að fram- kvæmast fyrir tilverknað þeirra beinu áhrifa, sem stefnumörk- unin hefur á aðgerðir opinberra aðila, og þar með þeirra óbeinu áhrifa, sem hún hefur á starf- semi í atvinnugreininni. Til við- bótar þessu geta síðan komið bein áhrif á afstöðu fyrirtækja og samtaka, sem leiða af náinni samvinnu við þessa aðila í sam- bandi við mótun stefnunnar. En engin stefnumótun, engin starf- semi opinberra aðila, engin stofnun ráða, getur nokkum tfrna komið í stað frumkvæðis og ábyrgðar einstaklinga og fyrir- tækja í atvinnugreininni sjálfri og samtaka þeirra. Hlutverk stefnumótunar, eins og annarra opinberra aðgerða á vettvangi atvinnulífsins, er að skapa starfsemi þessara aðila þau skil- yrði, er bezt stuðla að hag- kvæmum vinnubrögðum og skynsamlegum ákvöröunum þeirra sjálfra. Fiskiðnaður — Framhald at b>s 16 ingu aflans. Lagði hann áherzlu á niðursuðu fiskafurða, fram- leiðslu tilreiddra rétta úr hrað- frystum fiski, notkun íslenzkra landbúnaðarafurða í sambandi við fiskiðnaðinn, og ýmsa mögu- leika á hagkvæmri nýtingu lé- legs hráefnis og úrgangs, t. d. súpu úr humarklóm fiskbollur úr fiskhausum o. s. frv., fram- leiðslu fiskbjúgna og fiskpylsa, — og framleiðslu minkafóðurs fyrir væntanlega innlenda minkaræktun. Að lokum benti hann á, hve nákvalmur undir- búningur heföi legið að baki byggingu verksmiðja eins og Áburðarverksmiðjunnar, Sem- entsverksmiðjunnar og nú síöast álbræðslunnar, og sagði, að hlið stæður undirbúningúr og rann- sóknir væru nauðsynlegar í fis"k iðnaðinum. Síðdegis í gær flútti Þóroddur Th. Sigurðsson verkfræðingur Ví erindi um bestun í sfldariðnaði og síldveiðum, en bestun er ný- yrði yfir svonefnt Operations Research, sem er hagræðingar- aðferð, er nú ryður sér mjög til rúms. Erindi Þórodds fjall- aði aðallega um beitingu best- unar í síldveiðum og síldariðn- aði Islendinga. Yrði þá komið upp tölvu, sem gæti á hverju augabragði gefið upplýsingar um, hvar bezt væri fyrir síld- veiðiskip að landa, og einnig upplýsingar um hagkvæmar stærðir veiöiskipa, gildi síldár- flutninga, beztu staðsetningu síldariðnaðar,' væntanlegar veiði horfur á næstu vertíðum, og veitt hjálp við síldarleit. Sagði hann, að um borð í nýja síldar- leitarskipinu, sem Islendingar fá í sumar, yrði tölva til útreikn inga í sambandi viö síldarleit. Hannibalistar — Framh. af bls. 1 kommúnistar meina Hannibal Valdimarssyni að nota nafn þeirra stjómmálasamtaka, sem hann er formaður fyrir. I fyrir- sögn Þjóðviljans í morgun um þetta mál er sagt að Hannibal- istar séu að „Taka nafn Alþýðu- bandalagsins á blað sitt til að villa á sér heimildir" en í gær sagði Þjóðviljinn að ekki væri um minnsta málefnalegan á- greining að ræöa milli Hannibal- ista og kommúnista. Magnús Kjartansson, Austri, viðhafði í gær orð Steins Steinars, þau er hann notaði þegar hann „vildi lýsa botnlausri undrun sinni“ og spurði „Hvaða læti eru þetta“. \A/\AAAAAAAAAAAAAAAAA ISíðustu fréttir of ;j framboðum: ;! Hannibalistar leggja fram til- jj lögu að lista IEftir því sem komizt verður <' næst er listi Hannibalista skip- aður með þessu fólki: Hannibal, S Vésteinn Ólason, Haraldur t Henrýsson, Jóhann Kúld, Krist- V ján Jóhannsson, Bryndís Schram, Jón Maríusson, Mar- grét Auðunsdóttir, Ingimar Sig- / urðsson, Helgi Valdimarsson, f Einar Jónsson, Guðgeir Jónsson, \ Alfreð Gíslason, Sigurður Guðna son. Vantar þá nokkra á listann. < IAAAAAAAAAAAAAAAAAAA, Listi óhúðra í Reykjaneskjördæmi Framboð Óháða lýðræðisflokks- ins f Reykjaneskjördæmi hefur verið birt og skipa eftirtaldir menn fimm efstu sætin: Ólafur Thorder-; sen, forstj., Njarðvikum, 2. Guð- mundur Erlendsson, lögregluþj., Hafnarfirði, 3. Gunnar Steingríms- son, verkstjóri, Kópavogi, 4. Jó- hann G. Jónsson, stýrim. Sandgerði 5. Ámi Gunnlaugsson, hrl. Hafnar- firði. Vanir suðumenn óskast strax. Framtíðaratvinna. OFNASMIÐJAN, Einholti 10 MOLD heimkeyrð i lóðir VÉLALEIGAN Sími >8459 Op/ð tró kl. 6 oð morgni Kaffitería (grill), matur allan daginn, súkku- laði, kaffi, öl, smurt brauð, heimabakaðar kökur. VITABAR Bergþórug. 21, sími 18408. Jarðaför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR Freyjugötu 37 fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. maí kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á kirkjubyggingarsjóð Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhólti. Börn, tengdabörn og barnabörn. S IR . Miðvikudagur 10. mai 1967. BORGIN BELLA En hvað þetta er fáránlegur rakspíri sem þú notar. Lyktin af honum er svo sterk, að lyktin af nýja ilmvatninu mínu finnst ekki. VEÐRIÐ I DAG Hægviðri. Léttskýjað að mestu. Hiti 6-9 stig í dag, 1-3 í nótt. VISIR 50 fyúr cirwn Lúða var seld hér á fisktorginu í gær. Höfðu fisksalarnir fcngið einar 20 stórar lúður og seldu þær heilar, hámarksverðið gerði þeim ókleift að skera þær. Urðu beir því fáir sem nutu góðs af þessum kaup- um, en þeir fáu búa því lengur að þeim, því að lúðurnar voru þetta 100-200 nund. — Ef til vill selja einhveriir beirra ná- unganum bita og bita — en ætli það verði bá fyrir hámarksverð- ið? 10. maí 1917. BLÓÐBANKINN Blóöbankinn tekur á móti blóð- gjöfum f dag kl 2—4. TILKYNNINGAR Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar. Fundur úti í „Sveit" miðvikudaginn 10 mal kl. 9 stund víslega. Sýndar veröa myndir frá síðasta skemmtifundi og sumar- ferðalaginu. Stjómin. Reykvíkingafélagið heldur aðal fund í Tiamarbúð, niðri, fimmtud 11. maí kl, 20.30. Skemmtiatr- iði: Óperusöngkonan, Svala Niel- sen, syngur við undirleik Skúla Halldórssonar. Heiðar Ástvalds- son sýnir listdans. Kvikmynda- sýning. 'lappdrætti. Dans. Fé- lagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjómin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.