Vísir - 31.05.1967, Page 8

Vísir - 31.05.1967, Page 8
8 VISIR. Miövikuctai;ut 31. mai tí)o7. VSSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson f Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðjc Visis — Edda h.f. Nú má fara oð meta málefni l Senn líður að kosningum. Viku eftir viku hafa blöðin f/ skrifað um kosningabaráttuna, stefnur eða stefnu- / leysi þeirra, sem nú bjóða fram og sækjast eftir at- ) kvæði kjósenda. Hér á landi er borið á borð fyrir kjós- ) endur miklu meira efni um stjórnmál en þekkist hjá ) stóru milljónaþjóðunum. Hér er einstaklingurinn líka ( metinn meira en brot úr milljónum. Og hahn verð- ( skuldar þetta mat. ) Kosningar og kosningabarátta í frjálsu þjóðfélagi j eru miklu meira virði en menn gera sér almennt grein \ fyrir. Ýmsir halda, að þetta sé hégómi að meira eða ( minna leyti, menn flokkanna tali sitt á hvað og svo i/ sé ekkert að marka það. Sannleikurinn er sá, þegar // á reynir, að allir reyna að bæta sig. Eflaust eru kosn- )) ingarnar þingmönnum og frambjóðendum miklu j meiri þolraun í skilgreiningu skoðana og áforma en \ menn halda. Og á sama hátt er fullkomin ástæða til ( að ætla, að hinn íslenzki kjósandi undirbúi atkvæða- (/ greiðslu sína og greiði atkvæði á kjördegi með meiri / gjörhygli en stundum er gert ráð fyrir. ) Vísir hefur áður gert að umtalsefni, að kosninga- j baráttan sé venju fremur málefnaleg. Að vísu var sú \ skoðun tengd málefnalegri baráttu stjómarliðsins. En ( segja má einnig, að stjórnarandstæðingar hafi forð- / azt margt, sem áður lýtti mest íslenzka stjómmála- / baráttu. Ekki er vitað, að neinn frambjóðandi eða ) stjómmálamaður hafi orðið fyrir sérstöku persónu- j legu aðkasti eða einkalíf hans dregið inn í almenna \ kosningabaráttu, hann ataður auri af ástæðum, sem ( ekkert koma við hinni stjórnmálalegu úttekt flokk- / anna. En slíkt kom áður oft fyrir. ) Af þessum ástæðum ætti að vera auðveldara fyrir ( kjósendur almennt að meta málefnin, vera í raun og / sannleika prófdómendur á kjördegi. Margsinnis hafa / stjórnarliðarogstjómarandstæðingarlýstþvíyfir,að j þeir vilji ekki reyna að skjóta sér undan því að vera j dæmdir eftir málefnum, heldur óski þeir eftir því, að \ kjósandinn láti ekki undir höfuð leggjast að byggja ( dóm sinn á kjördegi á því, sem liggur eftir núverandi (/ stjórnarflokka. / Þessu ætti enginn að gleyma 11. júní. j Nasser teflir djarft ]\asser hefur löngum reynzt kænn stjómmálamaður, j þótt hann hafi oft hætt sér út á hálan ís, en ekki verð- \ ur hann talinn vandur að meðölum. Hann vann mik- ( inn sigur, er hann hræddi U Thant til að flytja á brott ( hersveitir Sameinuðu þjóðanna á landamærum Eg- / yptalands og ísrael. Þar reyndist U Thant full skjót- j ráður, enda hefur ástandið stórversnað síðan, og sú j hætta vofir yfir, að þessi deila verði neisti að nýrri \ heimsstyrjöld. Samúð íslendinga í þessu máli er öll ( með ísraelsmönnum. ( mmtBmmmmamMmmmmmmmmmmmmmmmm ^mmummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmTmTimMVi^wHtimmsmut'wmmmrt^n Asmundur Einarsson: Haftasaga Framsóknar Athugasemd til Tómasar Karlssonar, ritstjórnarfulltrúa S.l. laugardag birtir Tómas Karlsson, ritstjómarfulltrúi, stutt svar við athugasemdum mínum Framsókn og h&ftin? vegna vikugamallar greinar hans um „sögu haftanna“. „Svar“ Tómasar er f þvf fólgiO að taka helming einnar setning- ar, og birta þann helmlng á þann hátt að merking setningar- innar tekur stakkaskiptum i meðferð hans á máli mfnu. Og síðan segir hann: Hér sjáið þið staðfestingu Sjálfstæðlsmanna sjálfra. Þeir segjast hafa stjóm- að höftunum. Ég hugleiddi þessa setningu, sem Tómas reif úr samhengi, áður en ég lét greinina fara frá mér. Mér varð ljóst að hægt var að snúa út úr hennl á þann hátt sem Tómas gerði. En ég hugsaði með mér að menn væru nú mik- ið til búnir að leggja svona vinnubrögð á hilluna. Þau þóttu bera vott um mikla „snilli“ og málafylgju hér f eina tíð, en veröa nú á tímum meiri póli- tfskrar upplýsingar að teljast úrelt vinnubrögð. Vonbrigði mín með málsmeðferð Tómasar eru þeim mun meiri sem f hlut á fyrrverandi formaður Blaða- mannafélags íslands. I fullri vinsemd vil ég benda Tómasi Karlssyni á það að fyrrgreind meðferð hans á setningunni og útúrsnúningurinn í sambandi við hana brýtur tvímælalaust í bága við siðareglur Blaða- mannafélags íslands. Þessi vinnubrögð eru einnig'spor aft- ur á bak í íslenzkri blaða- mennsku, í sérhvert sinn, sem þau eru viðhöfð. rT'il upprifjunar vil ég aðeins benda á að Sjálfstæðismenn voru mjög óánægðir með setn- ingu laganna um Fjárhagsráð og þá haftastefnu samstarfs- flokkanna, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, sem lá til grund- vallar lagasetningu þessari. Þetta kom fram í umræðum um setningu laganna, eins og til- vitnun, sem ég birti úr þing- ræðu eftir Bjama Benediktsson bar meö sér. Þessi vonbrigði voru ekki minni þegar séð var hvemig reynslar. af gildandi haftastefnu var við afnám ráðs- ins og laganna um það. Ummæli Ólafs Thors. sem ég vék að í athugasemdum mínum við áð- urnefnda grein Tómasar Karls- sonar um „sögu haftanna“ tekur allan vafa af um þetta. Ég neitaöi því auðvitað aldrei, að Sjálfstæðismenn lögðu á- herzlu á að hafa sem mest áhrif á það hvemig haftastefna Fram- sóknar og Alþýðuflokks 1947— 1950 yrði framkvæmd. Setning- una um þetta tekur Tómas, rffur hana f sundur, gerbreytir merk- ingu hennar og telur mig hafa viðurkennt að Sjálfstæðismenn hafi stjómað höftunum. Ég sagði að Sjálfstæðismenn hefðu talið það grundvallar- atriði að geta haft stjóm haft- anna með hðndum f því skyni að hindra útvíkkun þeirra i framkvæmdinni. Jafnframt benti ég á þau ummæli Ólafs Thors ->ð óvinsældir Fjárhags- ráös eingöngu rætur sfnar að re..,j til þeirra fyrirmæla, sem Alþingi gaf Fjárhagsráði með lagasetningu. Timinn hefur síðan endurtek- ið þá fullyrðingu Tómasar að það hafi verið Framsóknarmenn, sem lögöu niður Fjárhags- ráð. Þetta er auðvitað rangt. Það er söguleg og pólitísk stað- reynd, sem þingtfðindi staðfesta svo og ályktanir flokksþings Framsóknar árið 1956 að Fram- sóknarmenn voru andvígir af- námi Fjárhagsráös og Ey- steinn Jónsson lýsti þvi yfir að bezt hefði verið að haftareglur Fjárhagsráðs hefðu verið búnar að taka gildi miklu fyrr, eða strax á stríðsárunum.' Þegar stjóm Steingríms heitins Stein- bórssonar var í myndun settu Sjálfstæðismenn fram þær kröf- ur að Fjárhagsráð yrði lagt nið- ur. Framsóknarmenn streyttust lengi á móti þessari kröfu, en urðu síðar að fallast á hana í lokasamningum um þessa stjómarmyndun. Óánægja þeirra lýsti sér síðan f þvf að aðeins einn þingmanna þeirra tók þátt í hinum miklu deilum um af- nám ráðsins og hann taldi i ræðu sinni málið vera eitt af smærri málum þingsins. Hálfur sannleikur eða blekkingar geta aldrei breitt yfir þessa stað- reynd. rJV>mas Karlsson gat f engu haggað þeim athugasemd- um, sem ég gerði, og það eina, Nýjasta áróðursblaöi Fram- sóknar „Borgin" er dreift um allar jarðlr með blekkingum um hðftin. sem hann reyndi, var ekki eftir breytnivert. Eftir stóð: 1) Hann vissi ekki hvenær íhaldsflokk- urinn var stofnaður. 2) Hann vissi ekki að stjóm Ihalds- flokksins afnam viðskiptahöft eftir 1924. 3) Hann vissi ekki að viðskiptamál voru vart á dagskrá samstjómar Framsókn- ar og Sjálfstæðismanna 1932— 1934. 4) Hann viðurkenndi haftastefnu Framsóknar og Al- þýðuflokks 1934—1939. 5) Hann forðaðist að minnast á það að Framsókn vildi mikhi sterk- ari höft á allar framkvæmdir en nýsköpunarstjómin setti vegna kröfu kommúnista og Alþýðu- flokks. 6) Tómas vildi ekki við- urkenna að Framsókn fagnaði setningu laganna um Fjárhags- ráð og höftunum, sem þeim fylgdu, og að Sjálfstæðismenn voru óánægðir með þau. 7) Hann vissi ekld eða vildi ekki. viðurkenna bað að Framsókn var andvíg afnámi Fjárhagsráðs. Þannig mætti lengi telja upp það sem Tómas Karlsson gekk fram hjá ’ grein sinni, sem áttí að „sýna og sanna“ aö Siálf-. stæðismenn hafi lengstum veriA fylgismenn haftanna. Eftir stendur, eins og áður að Fram sóknarmenn hafa á undanföm- um áruro talið og telja ennþá , hafta og bannaðferðina til meginúrræða í (slenzkum efna- hagsmálum. Ásmundur Einarsson. Ný skipan efnahagsmála 0 Á síðustu árum hefur verið aflað traustari tölulegra upplýsinga um efnahagsmál. Mikilvægasta skref- ið í þá átt er tilkoma Efnahags- stofnunarinnar. 0 Hagráð var stofnað í fyrra, svo að fulltrúar atvinnuveganna og stéttasamtaka gætu fylgzt með og haft áhrif á stjórn efnahagsmála. 0 Seðlabankanum hefur verið falið að skrá gengi íslenzku krónunnar. 0 Sett hafa verið ný lög um banka. 0 Stóraukin áherzla hefur verið lögð á hagræðingu og framleiðni. 0 Undirbúningur stórframkvæmda er miklum mun vandaðri en áður var. Má þar nefna byggðaáætlan- ir, virkjunarrannsóknimar og vegaáætlunina, og einnig mennta- málarannsóknina, sem nú er verið að gera. 0 Fjárlaga- og hagsýslustofnun hef* ur verið komið á fót til þess að gera framkvæmdir og rekstur rík- isstofnana ódýrari og hagkvæm- ari. 0 Tekin hefur verið upp gerð þjóð- hags- og framkvæmdaáætlana.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.