Vísir - 31.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 31.05.1967, Blaðsíða 12
t V i b I R ; .ÍÍÓVitvUÚc ir; _ui »íi. mai iB '.i7. tt«isggffi,a*áq»r SfHlkan með grænu uugun I Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien 1 eftir skáldsögu hennar | „The Lonely Girl" Nr. 34 t „Róleg, róleg“ mælti Eugene lágt, I þegar ég hrasaði um tebakkann og j boflana á gólfinu. Hann dró niður lampaljósið, beið átekta en ekkert gerðist. Ekkert fótatak heyrðist úti fyrir, enginn bílgnýr heyrðist og þaö var ekki drepið á dyr. Það heyrðist ekki neitt4 nema gnauð- ið í storminum, hundurinn var meira að segja hættur að láta í sér heyra. Og samt var ég þess fullviss, að þeir voru i nánd og þess yrði ekki nema andartak að bíða að huröir yrðu knúöar og þaö harkalega. „Það hlýtur að hafa veriö skjór eða flækingstófa, sem hundurinn gelti að“. Hann tók viskíflösku af skápnum og hellti í glas og rétti mér. „Þú ert föl eins og vofa“, sagði hann, þegar ég dreypti á drykkn- um. I sömu svifum tók hundurinn að gelta, hærra og ákafar en áöur og ég heyröi það af ofsa hans, að hann var að reyna að verja ein- hverjum hliðið bak við húsið, en því höfðum við ekki læst. Ég tók að.skjálfa og nötra svo tennurnar glömruðu í munni mér. „Það eru þeir ... þeir eru komn- ir‘,‘ hvíslaöi ég, þótt mig langaði mest til að æpa. Það var þrammað þungum, stígvéluðum fótum í möl inni fyrir utan, hundurinn herti geltið og urrið, og í næstu andrá var barið að dyrum, fyrst allfast, síðan hvert bylmingshöggið af öðru. Hjarta mitt barðist um, eins og það væri í fjörbrotum. Nú var drepið á gluggarúður niðri. Ég greip dauða- haldi í jakkaermi Eugene. „Guð minn almáttugur“, hvísl- aði ég bænarrómi. „Opnið dyrnar", var kallað dimmri röddu úti fyrir. „Þeir brjóta hurðina“, hvíslaöi ég.enda var nú svo aö heyra sem fimm eða sex menn lemdu á hana af öllu afli. Ég hélt að hjarta mitt mundi bresta. „Hvernig dirfast þeir að. taka hús á fólki með slíkum ofstopa". sagði hann og hugöist hlaupa niður stig- ann. Ég stökk í veg fyrir hann. „Nei, þú mátt ekki...“ hvíslaði ég titr- andi röddu. „Við svörum ekki...“ En það var um seinan. Bakdyr hússins voru knúðar, og andrá sfð- ar heyrðist slagbrandinum lyft aö innan. Það var Anna, sem hafði hlaupið niður og opnað. „Hvern fjandann sjálfan á þessi; aðgangur að þýöa og komið fram á nótt?“ heyrðist Anna segja. Ég geri ráö fyrir aö hún hafi verið sofnuö, þegar ólætin byrjuðu og hlaupið ofan stigann í svefn-1 rofunum. Hugsað sem svo, að nú væri lögreglan komin að sækja mig. „Við erum komnir hingað til að sækja hingað stúlkukind", heyrði ég rottubanann svara. „Það kemur ekki mál við mig“, sagði Anna allbyrst og var nú auð- heyrilega vöknuð. „Biöið þarna úti fyrir. En þeir hljóta aö hafa hrint henni úr dyrunum, því að nú öskraði hún fullum hálsi: „Hvernig dirf- istu skepnan þín ...“ Hundurinn hljóp ýlfrandi inn í eldhúsið. Fylgj- arar rottubanans hömuðust á hurð inni í aðaldyrunum. „Slíkt framferöi er engum þol- andi“, sagði Eugene og snaraðist niður stigann. Ég svipaöist um eftir felustað í vinnustofunni, geröi ráð fyrir að Eugene mundi ekki hleypa þeim þangað, því að hann vildi aldrei að ókunnugir kæmu þar inn fyrir dyr. Ég skreiö undir legubekkinn, um annaö fylgsni var ekki að ræða. „Ég er hræddur um aö þiö eigið ekkert erindi viö mig“, heyrði ég Eugene segja. „Afhentu hana orðalaust", heyröi ég sagt skipandi röddu, sem ég þekkti ekki fyrr en eftir nokkra umhugsun. Það var Andy, frændi föður míns, nautgripasali, mikill maður vexti, hávaðasamur og ör- geðja.' „Hvar er einkadóttir mín?“ hróp- aði faöir m.;in. Hún liggur hérna að köfnun komin undir legubekk, hugsaði ég, og vonaði að ég þyrfti ekki að kúra þar nema stutta stund. Þegar Eug- ene haföi farið með þá inn í setu- stofuna, mundi ég geta laumazt niður stigann, út um dyrnar,, og falið mig í hlöðunni.. ef til vill.. „Einkadóttir min ..“ endurtók faöir minn og það var klökkvi i rómnum. Mig langaði mest af öllu að skríða undan legubekknum, fara fram á stigapallinn og segja föð- ur mínum og fylgjurum hans f fá- um orðum frá þvf atlæti, sem þessi einkadóttir hans hafði sætt af hans hálfu. „Eftir hverjum eruð þið eiginlega að spyrja?“ sagöi Eugene. „Viö skulum koma inn í setustofuna og ræða málið nánara ...“ En faöir minn haföi komið auga á bjarmann sem lagöi út um dyr vinnustofunnar frá arineldinum. Hann kom upp stigann og rak- leitt inn í vinnustofuna, og hinir fylgdu honum. Eugene kom síð- astur. Einhver þeirra hlammaði sér nið ur á legubekkinn, svo hart aö marr aði og brakaði í fjöðrunum. Það var römm mykjulykt af stígvélun- um hans, svo ég þóttist vita að það væri nautgripakaupmaðurinn, Andy, föðurfrændi minn. Ég þekkti róm tveggja annarra — rottuban- ans og Jacks Holland. „Finnst ykkur ekki heldur áliðiö. dags til aö heimsækja fólk?“ spurði Eugene. „Við erum hingaö komnir til að bjarga saklausum stúlkuræfli frá synd og svíviröingu", svaraði Andy, frændi á legubekknum. Hann var víðfrægur piparsveinn, sem aðeins hafði átt naut og kýr að málviri- um alla ævina. „Framseljið stúlk- una orðalaust, og hafi henni ver- ið unnið minnsta mein, þá skal yöur veröa það dýrt — þaö sver ég við almáttugan guð!“ Hann öskraði síöustu orðin, og ég gat gert mér í hugarlund, aö þá væri hann ófrýnilegur. Einu sinni hafði verið aö því komið, að hann legði hendur á móður mína sálugu, vegna þess að hún færði f tal, að ekki væri ósanngjamt, að hann greiddi föður mínum eitt- hvað fyrir það, aö hann beitti naut- gfipum sínum vægöarlaust í hög- um okkar. í þaö skipti hafði faðir minn kómíö frám eirís og karl- manni sæmdi. „Ef þú snertir kon- una mína, hrottinn þinn, varpa ég þér á dyr“, hafði hann sagt og gert sig líklegan til að láta ekki sitja við oröin tóm. „Þetta nær ekki nokkurri átt“, maldaði Eugene í móinn. Ég heyröi kveikt á eldspýtum. Þeir voru að ,kveikja i pipum sfn- um og gerðu sig líklega til að setja langan fund, ef því yrði aö skipta. „Leyfist mér aö segja nokkur orö ...“ það var Jack Holland, sem tók til máls, en faðir minn greip fram í fyrir honum. „Fráskilinn maður ... Nógu gam- all til að vera faðir hennar. Og þessi skepna afvegaleiðir einka- dóttur mína“. öskraöi hann. Auglýsið í VÍSI JoMhl 'ílArpO MAYBE /F X Jl/ST PUNCH /T /M TW SNOUT '... T'M G/VWG yoc/ AN EASy WAV OUT... „Kannski hann sleppi takinu, ef ég gef honum á hann. Einn beint á trýnið“. „Látti þér segjast, skepnan þfn! Slepptu, það er sjálfum þér fyrir beztu. — Svo, þú ert þrjózkur karlinn og vilt ekki sleppa". auglýsingar lesa allir IVVÖRUSÝNING KAUPSTEFNAN REYK JAVÍK1967 Maðurinn sem annars ! aldrei les auglýsingar 1 POLLAND TfeKKÓSLÓVAKIA SOVETRÍK JN-UNGVERJALAND ÞVZKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ Opiö í dag og á morgun kl. 14-22. Stórt vöruúrval frá 5 löndum. Vinnuvélar sýndar i gangi. Bílasýning. 5 kvik- myndasýningar kl. 15, 16, 17, 18 19, 20. 3 fatasýn- ingar kl. 15, 17 og 18.30 með Dólskum sýningar- dömum og herrum. Veit- ineasalur oninn. OPIÐ PRÁ KL. 14-22 ALLA DAGA 20. MAÍ-4.JÚNÍ ÍÞRÓTTA-OG SÝNINGARHÖLLIN LAUGARDAL Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. / Sími 24940. \ B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.