Vísir - 23.06.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 23.06.1967, Blaðsíða 5
VIS X R . Föstudagur Z3. jum íwr/. 5 Sættir þrátt fyrir sárar endurminningar? l-jjóöhátíðardagur okkar, 17. ^ júní, er líka nokkurs konar hátíðisdagur í Þýzkalandi, — eða væri réttara að segja sorgar dagur ? Að þessu sinni voru 14 ár liðin síðan hin mikla þjóðar- uppreisn brauzt úr í Austur- Þýzkalandi, gegn ógnarstjórn kommúnismans, ekki aðeins í Austur-Berlin, heldur víðs veg- ar út um landið og urðu átök jafnvel einna svæsnust austur í Leipzig og ennfremur í Magde- burg og í fjölda annarra borga í Austur-Þýzkalandi. Þessi þjóðaruppreisn kom í lok Stalíns-tímabilsins. Þá ríkti í Austur-Þýzkalandi óskapleg ógnarst.jóm. Kommúnistaflokk- urinn, sem var alger minnihluta- flokkur í landinu, hrifsaði völd- in til sín í skjóli hins rússneska hemámsliðs, aðrir flokkar voru bannaðir eða skyldaðir til að ger ast aðilar að svokölluðu Alþýðu bandalagi, þar sem fámenn klíka Moskvukommúnista réði öllu. Þessu fylgdu takmarkalausar pólitískar ofsóknir í anda Stal- íns. Tugþúsundir manna voru handteknar og varpað í fanga- búðir, fjöldi fólks var tekinn af lífi og pyntingum var beitt f fangelsunum. íbúar landsins lifðu undir þjáningu skelfingar- innar, um að hin miskunnar- lausa leynilögregla landsins berði að dyrum og fólkið hyrfi. Það fann lítinn mun á þessari stjóm og þvl stjómarfari, sem það hafði vanizt á dögum naz- istanna. annað og miklu skárra en það var á Stalins-tímabilinu. ^ð vísu gerðist það síðar, eða árið 1961, að kommúnist- amir tóku sig til og reistu hinn hörmulega og glæpsamlega Berl- ínarmúr til þess að loka undan- komuleið flóttafólks vestur á bóginn og hefur þeirri aðgerð verið lfkt við þáð, ag Austur- Þýzkalandi hafi öllu verið breytt £ einar risastórar fangabúðir og virðast gaddavírsgirðingar ofan á múmum fræga og meðfram öll um jámtjaldslandamærunum, ásamt vopnuðum hervörðum og grimmum lögregluhundum, túlka með sláandi hætti þá sam líkingu. Við og við hafa svo verið að berast fréttir af því, að varð- menn við múrinn illræmda hafi skotið miskunnarlaust á flótta- fólk, þegar það var að reyna að skjótast yfir eða í gegn um hann. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir flóttamenn hafa verið drepnir þannig á flóttanum, en þeir munu vera farnir að nálg- ast hundrað, ef þeir eru ekki komnir yfir þá tölu. Nýlega las ég frétt um það, að einn ungur og einbeittur A-Þjóðverji hafi varið mestöllu tímabilinu síðan múrinn var reistur til að reyna að komast í gegn um hann. Þrisv ar sinnum hefur þessi ungi mað- ur reynt að komast gegnum hann, en verið handtekinn í hvert sinn og dæmdur í þriggja eða fjögurra ára fangelsi. Jafn- skjótt og hann hefur sloppið út, hefur hann gert nýja tilraun. En í síðasta dómi, sem hann hlaut, geröist sú nýlunda, að mælt var svo fyrir, að er hann hefði lok- ið afplánun fangelsis, skyldi hon um vfsað úr landi — til Vestur- Þýzkalands, og mun hann þá á endanum fá vilja sínum fram- gengt. Kannski á þetta að sýna aukið frjálsræði kommúnista- stjórnarinnar!! Tjrátt fyrir allar hörmungar múrsins, er ekki alveg hægt að loka augunum fyrir því, að austur-þýzku stjóminni var tals vert mikil þörf á þvf, að loka af þessari markalínu. Flóttinn úr landinu var orðinn svo mik- ill, mest megnis var þetta ungt fólk, sem mikil þörf var fyrir f atvinnulffinu. Þar með var upp kominn vítahringur, unga fólkið flýði fátæktina og vandræðm í atvinnulífi landsins, og ekki var hægt að bæta úr vandræðunum í atvinnulífinu vegna þess að allt unga fólkið strauk brott úr landi. Samtímis því, sem múrinn var reistur gerðu stjórnarvöldin raunhæfa tilraun til að endur- skipuleggja atvinnulff iandsins, að nokkru með rússneskri að- stoð og er ómögulegt að neita því, að þeim hefur orðið tals- vert ágengt f þvf efni og hinn illræmdi múr hefur þannig átt sinn þátt í því að koma á jafn- vægi á þessum slóðum. Virðist sem fátt hefði unnizt við það, að landauón yröi í Austur-Þýzka landi vegna gífurlegs áframhald andi mannflótta þaðan. Enn er að vfsu himinhár mun- ur á lífskjörum manna í Austur- og Vestur-Þýzkalandi, svo að jafnvel gæti enn verið hætta á því, að nýr ðstöðvandi flótta- mannastraumur hæfist yfir markalínuna, ef múrinn væri brotinn niður. En sá er líka mun ur á, að vafasamt er, að Vestur- Þjóðverjar ættu eins auðvelt með að taka við flóttafólkinu, vegna þess að þar hefur síðustu tvö árin orðið nokkur sam- dráttur f efnahagslífinu. A llir þeir hörmulegu atburðir, sem gerzt hafa f sambúð- inni milli Ausur- og Vestur- Þýzkalands skilja eftir sig djúp sár reiði og haturs. Á síðustu árum hefur verið um það rætt, að reyna þurfti nýjar leiðir til að reyna að sætta þessar and- stæður og sameina Þýzkaland. En þær hugmyndir hafa oft strandað á því, að hatrið í Vest- ur-Þýzkalandi á hinum komm- únísku kúgunum í Ausur-Þýzka landi hefur verið svo mikið, að ekki hefur verið við það kom- andi, að þessir aðilar gætu ræðzt við. Saman við þetta hafa svo blandazt deilur við önnur ríki um það, hvora ríkisstjórn- ina skyldi viðurkenna sem lög- lega stjórh Þýzkalands, eða hvort hægt væri að viðurkenna þær báðar. Við það hafa önnur rfki blandazt inn í deilurnar og aldrei hægt að fá neina viðun- andi niðurstöðu eða lausn á þess um deilum. Þessar deilur eru þó ekki að- eins vandamál Þýzkalands eins, heldur allrar álfunnar. Viö höf- um nýlega séð það, hvernig gömul vandamál austur fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa get- að tekið sig upp að nýju og orð- ið svo alvarleg, að heimsfrið- inum héfur verið stefnt f voða. Sundrung Þýzkalands og Ber- iínarvandamálið hafa sofið eða legið i láginni aö undanförnu, en maður veit aldrei hvenær slík mein geta tekiö sig upp. Þess vegna hljóta menn að fylgj- ast með þeim og vona að þau verði ekki látin liggja í kæru- leysi, heldur verði einlæglega unnið að því að leysa þau. Fyrir nokkrum dögum gerð- ist þaö, að Kiesinger forsætis- ráðherra Vestur-Þýzkalands skrifaði persónulegt bréf til Willy Stophs forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, sem átti að vera eins konar fyrsta skref til að stofna viðræðugrundvöll milli þessara aðilja. Undirtektir kommúnistanna í Austur-Þýzka- landi voru ekki góðar undir þetta, en þó gera menn sér von- ir um, að smám saman geti ein- hver árangur af þessu oröið. IVrargháttuð verzlunarviðskipti eiga sér þegar stað milli Austur- og Vestur-Þýzkalands, en hitt er nýmæli að reynt sé að tengja samtalslínur milli stjórnanna. Þar er auðvitað um að ræða mjög viðkvæmt vanda- mál, því að hatur og fyrirlitn- ing ríkir þar á milli. Jafnvel þó æðstu stjórnarvöld reyni að koma á slíku sambandi, munu þau reka sig á andúö og mót- mæli hinna óbreyttu fylgis- manna sinna. Eins og kunnugt er, þá hefur. vestur-þýzka stjórnin sett það skilyrði fyrir stjórnmálasam- bandi við önnur lönd, aö þau lönd viðurkenni ekki kommún- istastjórnina f Austur-Þýzka- landi, á þeim grundvelli, að hún sé ólögmæt valdaránsstjórn. En nú gerðist þaö fyrir nokkru, að Vestur-Þjóðverjar viðurkenndu sjálfir kommúnistastjórnina í Rúmeniu og vita þó allir, aö þar tóku kommúnistar völdin á sínum tíma alveg meö sama hætti og i Austur-Þýzkalandi, þeir voru örlítill minnihluta- flokkur sem rændi völdum i skjóli rússnesks hernámsliös. Og þá stendur fyrir dyrum, að Þjóðverjar viðurkenni kommún- istastjórnina i Ungverjalandi. stjórn Kadars þess sem hjálpaði Rússum við að bæla niður þjóö- byltingu Ungverja og ennfrem- ur getur verið aö viðurkenning á kommúnistastjórninni í Tékkó slóvakíu fylgi á eftir, þeirri stjórn sem hrifsaöi völdin með ofbeldi frá hinum lýðræðislegu foringjum Eduard Benes og Jan Masaryk. íiftir þetta verður það spurningin, hvernig Vestur- Þjóöverjar geti síöan staðið fast á þeirri kröfu sinni, að engar vestrænar þjóðir viðurkenni austur-þýzku kommúnistastjórn ina og virðist fólgin í því nokk- ur mótsögn. Vitanlega er hún ofbeldisstjórn, en það eru hinar kommúnistastjórnimar í Austur- Evrópu líka, og hér er spurn- ingin aðeins um þaö, hvort hægt sé að loka augunum fyrir þvf ástandi sem er. íúað hefur verið mikið talað um það, að með hinni nýju samsteypustjórn Kristilega flokksins og jafnaðarmanna i Vestur-Þýzkalandi, verði tekin upp ný utanrikisstefna sem beinist að því aö draga úr spenn- unni og árekstrunum við Aust- ur-Evrópu. Mér virðist það liggja beint við, að kommúnistastjórnimar i. Austur-Evrópu eiga hér um bil alla sökina á þessari spennu og því kalda stríði sem ríkt | hefur. Þetta liggur alla leið aft- ur í ógnarstjórn og ofbeldis- stefnu Stalins gamla. Ef atburð- irnir fyrir botni Miðjarðarhafs- ins verða ekki til að spilla fyrir, bá virðist sem Austur-Evrópu- rfkin hafi verið og séu að breyta um framkomu og mér virðist sjálfsagt aö reyna aö ganga til móts við þau, mæta þeim ein- hvers staðar á miöri leið, þó aö sjálfsögöu með því aðgætaallrar varúöar, sérstaklega í því efni, j að afvopnast ekki of skyndilega | svo aö við stöndum uppi varn- jj arlausir, et hinir taka að nýju tt Framh á bls 13. g Tjessi lýsing, sem ég hef gefið á þessu ástandi er enginn vestrænn áróður, heldur er nú almennt viðurkennt bæði fyrir vestan og austan járntjald, að þannig hafi ástandið verið á hinum skelfilegu Stalins-tímum. Uppreisnin 17. júní 1953 kom f lok Stalins-tímabilsins. Hún brauzt út fyrst meðal bygginga- verkamanna í Austur-Berlín, hjá starfsmönnunum, sem unnið höfðu að því að reisa hin miklu Potemkin-tjöld, byggingamar skrautlegu við Stalinallee í borg inni. Tilefni uppreisnarinnar var, að á'kvörðun hafði verið tekin um að skerða kjör þeirra og matvælaskammt. En á bak við bjuggu sárir og djúpir harm ar eftir margra ára ógnarveldi kommúnismans. I nokkra daga geisaði byltingarbálið fram og aftur um allt Austur-Þýzkaland. Vestur-Þjóðverjar horfðu á úr nærsýn og fylltust heift og hatri á kommúnfsku valdhöfunum. Þá langaði til að láta hendur skipta og ryðjast austur yfir landamær in til hjálpar samlöndum sínum, en úr því varð aldrei, þar sat við oröin tóm. Síðan nagar sam vizkubitið þá, kannski hefði þá tekizt, ef djörfung hefði fylgt hinum töluðu oröum, að frelsa Austur-Þýzkaland undan hinu kommúníska oki. En þó er það með öllu óvíst, því að það var staðreynd að þessi þjóðarbylting var bæld niður með rússneskum hersveitum og skriðdrekum. Ein aðferg valdhafanna til að draga úr ólgunni eftir byltingar- tilraunina var að bæta nokkuð launakjör alþýðunnar og sam- tfmis þvf var stjórnarfar stalin- ismans að hrynja eins f Austur- Þýzkalandi sem í öðrum Aust- ur-Evrópulöndum. Sfðan hafa ár in liðið og vissulega er ástandið í A-Þýzkalandi nú orðið allt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.