Vísir - 23.06.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 23.06.1967, Blaðsíða 7
7 VtSIR . Föstudagur 23. júní 1967. morgun útlönd % morgun útlönd í raorgun útlönd í morgun útlönd KOSYGIN ogJOHNSON ræðast við Glassboro, New Jersey Eftir að getgátur hafa verið uppi um það dögum sam- an hvort þeir muni hittast Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna og Johnson Bandaríkjaforseti, hefir ver- ið staðfest í Washington, að þeir komi saman til fundar í dag, í New Jersey, í einkahúsi á háskólalóð, og sé staðurinn um 160 km. vegalengd suður af New York og um 23 kílómetra vegalengd frá Filadelfíu. Ekki er enn vitað hvort þetta lisvenjum og því stuttur, eða þeir verður stuttur fundur haldinn til taka fyrir vandamáiin, styrjöldina þess að fylgja virðingar og kurteis- | miili ísraels og Arabaríkjanna, Viet namstyrjöldina og samningana um bann við dreifingu kjamorkuvopna en vitað er að Johnson forseti er reiðubúinn aö ræða öll þessi mál eftir því sem tími vinnst tfl. Brown utanrikisráðherra Bret- lands ræddi þessi mál gær við Johnson forseta. Á vettvangi Sameinuöu þjóöanna hefur það vakið allalmenna ánægju að þeir koma saman til fundar í dag Johnson forseti og Kosygin for sætisráðherra Sovétríkjanna. Fund- urinn verður I Glassboro litlum há- Kosygin (t.h.) og Gromiko á aukafundi Allsherjarþingsins. De Gaulle harðlega gagnrýndur •— ekki unnt oð ,',taka alvarlega" ásökun hans i garð Israels Franska blaðið Paris-Jour, sem er vinveitt Gaullistum segir í gær um yftrlýsingu de Gaulle forseta, að ekki sé unnt að „taka alvarlega“ ásökun hans í garð ísraels um að hafa byrjað styrjöldina. Yfirleitt sætir sú ásökun gagnrýni í frönsk um og brezkum blöðum. Paris-Jour telur ótta de Gaulle við þriðju heimsstyrjöldina einu skýringuna á því að hann bar fram þessa ásökun. Þetta álit kemur fram hjá Bernard Lefort, stjóm- málafréttaritara blaðsins, en hann írcak bannar fEug- vélalendingar Frétt frá Bagdad hermir, að írak hafi bannað lendingar brezkra, bandarískra og vestur-þýzkra flug véla á flugvöllum landsins. Sam- tímis hefur verið bannað, að íraksk ar flugvélar fljúgi yfir Iönd, sem styðja ísrael í styrjöldinni. Einnig liafa verið birtar fréttir um að írak hafi tekið fé sitt úr bandarískum og brezkum bönkum og iagt það í banka í öðrum löndum, en hvorki sagt hvar né um hve mikið fé er að ræða. segir: „Þaö er ekki sá, sem hleypti af fyrsta skotinu, sem á sök á styrjöldinni“ Hann telur yfirlýs- ingu forsetans munu leiða af sér ýmsan vanda, og aö sjálfsögöu geri hann sér það ljóst, en hann hafi með þessu lagt sín spil á borð ið. Hann hafi að marki aö vera sá, sem brautina vísar, í löndum þess heims, sem þriðja heims- styrjöldin gæti vofaö vfir, og ásamt forustumönnum þeirra að vinna að hag og velferð allra þjóöa heims, að hann sjálfur telur og gefur í slcyn. Kannski hefðu líkurnar verið meiri fyrir, að á hann væri hlýtt, ef hann talaði fyrir „þá Evrópu þar sem Bretar væru ein þjóðanna“ segir Lefort. Hiö óháða blað Avis Combat, sem hallast til vinstri, segir yfirlýsing- una hafa komið óvænt og vakið furðu og hún sé „umdeilanleg". Hægriblaöið L’Aurore tekur fyr- ir ásakanir de Gaulle á hendur Bandaríkjunum vegna íhlutunar í Vietnam — íhlutunin hafi komið af stað þeim gangi mála, aö samhengi sé í því, sem sé að gerast á tveimur styrjaldarsvæðum, Suð- austur-Asíu og Austuriöndum nær. ÞAÐ, SEM DE GAULLE GLEYMDI . En það sem de Gaulle gleymdi, segir blaðið er það, að það sem leiddi til styrjaldar í Vietnam á sér 20 ára og enda lengri sögu. Þá heföu Arabarnir ávallt neiarð ísrael um tilverurétt og þeir hót- uðu tortímingu I'sraels jafnvel áður en þetta ríki komst á iaggirnar. íhaldsblaðið Le Figaro telur de Gaulle ekki taka tillit til þeirrar staöreyndar, að um stööugar arab- ískar hótanir var að ræða í garð ísraels og mikig lið var saman dreg ið á Sinaiskaga og þetta knúöi ísra el til þess að taka sér frumkvæðiö í hendur með lögmætri vamaraö- gerð. ENGIN MÓTMÆLI GEGN EGYPZKU OFBELDI. I brezkum blöðum m.a. í Daily Mail, er vikið að því, að stimpla eigi ísrael árásaraðila. en það hafi lítið heyrzt frá þeim aðilum, sem vilji skella allri skuld á Israel, þeg- ar Egyptar sendu 50,000 manna her til hlutunar og ofbeldis í Yemen. skólabæ í New Jersey. Þetta er fyrsti fundur sovézkra og banda- rískra höfuðleiðtoga í 6 ár, en það var í júnt 1961 sem þeir hittust í Vínarborg John F. Kennedy og Nikita Krutschev. Eini fundur bandarísks forseta og sovézks for- sætisráðherra á bandarískri grund var í Camp David fyrir utan Wash- ington, er þeir ræddust þar við '59 Éisenhower og Krutsehev. Unnið var í alla nótt að ýmsum viðbúnaði og undirbúningi að fund- inum. Það mun hafa valdiö nokkru um val Glassboro, að Kosygin ósk- aði eftir að aka í bifreið á fundar- stað. Johnson flýgur í einkaflugvél sinni til Filadelfiú og þaðan í þyrlu á fundarstaðinn. Samkomulagið um fundinn náð- ist í gærkvöldi, er þeir Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Andrei Gromiko utanríkisráö- herra Sovétríkjanna sátu fund. Brefor faka upp sumarfíma f§E frambúðar Bretar ætia að hafa sumar- tfma til frambúðar frá 18. febr. 1968 og þar með hverfa til Mið- Evrópu-tíma frá þeim degi. Af þessu leiðir, að brezkur normal-tími veröur einni klukku stund á undan Greenichc-meðal- tíma. NEW YORK: Norskt olíuskip Titus bjargaði um s.l. helgi 39 manna áhöfn sænsks olíuskips, sem heitir EMMA FERNSTRÖM, en eldur kom upp í vélarrúmi þess, er skipið var statt 1300 km. suð austur af Bermudaeyjum. 4 Forseti Zambíu er kominn til Peking í opinbera heimsókn. Chou En Lai forsætisráðherra, Chen Yi utanríkisráðherra og fleiri tóku á móti honum á flug vellinum. Ekki er kunnugt hversu lengi Kenneth Kaunda verður í Kína. Hann hefir ný- lokig heimsókn til Indlands og Pakistan. 4. NTB-frétt frá Pula í Júgóslavíu hermdi, aö Porgornij for- seti Sovétríkjanna hefði haft viðdvöl þar og rætt við Tito for seta í sumarbústað hans á eynni Brioni. Jacob Malik aðstoöar- utanríkisráðherra er með for- setanum. 4 Tass-fréttastofan birti frétt um það í gær frá fréttastofunni í Hanoi, að tvær bandarískar könnunarflugvélar hefðu verið skotnar niður með eldflaugum, er þær voru á flugi yfir Hanoi 1' mikilli hæð. 4 Arabískir þjóðernissinnar I Ad- en kveiktu í fyrradag í þinghús- inu og brann það til ösku. 4 Lucy Baines Johnson Nugent, dóttir Johnsons Bandaríkjafor- seta eignaðist dreng í fyrradag. Hann er fyrsta barnabarn forset ans. 4 Yfirvöldin í Jerúsalem tilkynna að tekið sé hart á ránum og gripdeildum í gamla borgarhlut- anum í Jerúsalem og hafi verið settir upp sérlegir dómstólar sem dæmi jafnharðan í slíkum málum. Til þessa hafa 40 menn verið dæmdir í sektir og gert aö greiða bætur. Borgarstjórinn — Teddy Kollek — segir að 90 af hundraði arabiskra emb- ættismanna þar hafi komið aft- ur til starfa og sé samsarf þeirra við ísraelska liðsforingja mjög gott. Flóttamannavanda- málið yfirgnæfandi í Jórdaníu nú Flóttamannavandamálið er yfir- gnæfandi og veldur Jórdaníu mest um erfiðleikum og Jórdanar þess vanmegnugir að sjá fyrir tugþús- undum manna á flótta. Hafa Jórdanir sem búa á her- tekna svæðinu verið hvattir til þess af Jórdaníustjórn að halda kyrru fyrir á heimilum sinum. Þar er um að ræða 46% þjóðarinnar — 2 milljónir manna. Jórdanía hefir orðið fyrir tekju missi sem þegar nemur sem svar- ar til hundraða milljóna króna, vegna þess aö ferðamenn koma nú ekki til landsins. Þá hefir tekið fyrir peningasendingar til manna frá ættingjum erlendis og litið kem ur nú í umferö af fé því, sem trú- boðsstöðvar verja, en það er vana- lega allmikið. Landsbanki Jórdan- íu hefir lánað bönkum landsins um 640 millj. króna til þess að örva atvinnulífið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.