Vísir - 03.07.1967, Side 4

Vísir - 03.07.1967, Side 4
) \ \ \ \ I \ i \ \ \ \ I I Eiturlyfjaneyzla meðal ýmissa fraegustu dægurlagahljómsveita Vesturlanda er ekki óþekkt fyrir- brigði. Nýlega vakti yfirlýsing eins Bítlanna Paul McCarthney þess' efnis að hann hafi neytt eiturlyfs nokkrum sinnum, mikinn þangað í skyndiheimsókn. Auk stúlkunnar hafði hún upp úr krafs inu talsvert af rauðum indversk um hampi, eiturlyfi, sem neytt var í veizlunni. Stúlkan í bjamarskinninu sat milli tveggja manna á sófa, sneri andlitinu að arineidi, sem var i stofunni. Á borðinu fyrir framan hana var pipa og öskubakki. 1 hvorutveggja fundust leifar ind- versks hamps. Ákærandinn Malcolm Morris sagði fvrir réttinum. að innrásin virtist ekki hafa haft óþægileg áhrif á stúlkuna, hún lét sér vel líka allar aðstæður. Mörg vitni voru leidd fyrir réttinn og var nafn stúlkunnar hvergi nefnt eða gefið til kynna hver hún gæti ver ið en um eitt voru allir sammála og það var að hún lét bjamar- Eiturlyfjaneyzla meðlima frægra dægur- lagahljómsveita — Mick Jagger biður eftir dómi i fangelsinu æsing. Núna stendur yfir i rétt- arsölunum mál þeirra M. Jaggers og Keith Richards, sem báðir til- heyra hljómsveitinni Rolling Ston es. Mik Jagger var sekur fundinn um að hafa haft fjórar eiturtöfl ur í fórum sínum sem inni- héldu skaðsamleg efni. Hann gat hlotið allt að fjögurra ára fang- elsi, en hlaut 3 mánaða fangelsi. Á miðvikudag var tekið fyrir rétt mál Keith Richards, eins aðal gítarleikarans í hljómsveit- inni. Kom þar m. a. fram að allsnakin stúlka, þó vafin inn í bjarnarskinn var miðpunktur i veizlu, sem haldin var á heimili Richards, þegar lögreglan kom skinnið falla með reglulegu milli- bili. Farið var með hana upp i svefn herbergi á efri hæð þar sem föt hennar voru í geymslu en fremur kaus hún að flögra um í bjamar- skinninu. Einnig var skýrt frá því í rétt inum að reykelsislykt hefði fund izt í húsinu þegar lögreglan kom og var það útskýrt á þann veg, að það hefði verið gert til að leyna hamplyktinni. Hampur fannst víðs vegar um húsið og einn gestanna var með 200 hamptægjur í vasanum. Tragicomedia Islandica. Eftirfarandi bréf hefir borizt: „Það eru litbrigði lifsins, að ekki eru allar vitleysumar eins. Haft er fyrir satt, að Gunnar Bjamason, kennari á Hvanneyri, sé bæði ráðunautur Búnaðarfél agsins og landbúnaöarráðuneyt- isins um aukinn útflutning hesta og að Gunnar vinni að þessu verkefni eftir háskólakenndum, alþjóölegum reglum um slík mál. Á síðustu 20 árum hefur Gunn ari orðið talsvert ágengt i þess- ari markaðsöflun islenzks land búnaðar, en sennilega á hann erfitt með að þjóna því marg- höfðaða yfirvaldi, sem leggja veröur blessun sína á athafnir hans á þessu sviði. Fyrir nokkru síðan samþykkti Búnaðarþing áskorun til Alþing is um aö banna útflutning á hestum. Hvemig sú áskorun samrýmist hagsmunum ís- lenzkra bænda og þjóðarinnar allrar er erfltt að sjá, þvi þetta er ein af örfáum afurðum is- lenzks landbúnaðar, sem flutt hefur verið úr landi án styrkja af almannafé. En sú var kann- ske ástæðan fyrir kröfu Bún- aðarþings? Það er almælt, að Búnaöar- félag Islands hafi, samkv. ein- hverjum lögum vald til þess að stööva útflutning á hestum og með stoð i sömu lögum hafi stjórn Búnaðarfélagsins bannað forseta og ríkisstjórn íslands aö flytja úr landi brúðkaupsgjöf þjóðarinnar til Margrétar Dana prinsessu og Hinriks, brúöguma hennar. En þaö bjargaði heiðri gefendanna, að Stjama og Perla voru komnar út fyrir íslenzka landhelgi, þegar fyrirmæli Bún aöarfélagsmanna bárust ráðherr anum. Það er algengt að gefa kon- ungafólki kjörgripi við hátíð- leg tækifæri og er slikt hin ágætasta auglýsing á aiþjóða- vettvangi. Fyrsti árangur af brúðkaupsgjöfinni skeði nýlega, er Gunnar Bjarnason seldi til Danmerkur, í kjölfar Stjörnu og Perlu, tvævetran, óvanaðan fola fyrir hærra verð, en áður hefur þekkzt hér á landi, eða islcnzk ar krónur 25 þúsund. Nú hefir þessi sala veriö stöðvuð, því stjórn Búnaðarfélags íslands lagði fyrir Ingólf ráðherra að synja um leyfi fyrir útflutning á trippinu. Hvemig ætla nú þessir ráðamenn að bæta bónd- anum i Andakílnum skaðann af sölumissi? Kannske af almanna fé eins og aðrar afurðir bænda? Þaö er líka í anda ríkjandi stefnu. Ekki voru fram sett nein rök fyrir þessu útflutningsbanni. Og ekki veröur komiö auga á samræmi í athöfnum Búnaðar- félagsmanna, þvi oft áður hafa þeir heimilað útflutning graðfola og fylfullra hryssa til margra landa. Sjálft gaf Búnaðarfélag- I ið, fyrir nokkrum árum, hesta- \ búi nokkru í Hannover í Þýzka i landi ágætan graðhest frá stjóm ' t arnefndarmanni félagsins á ? Ytra-Hólmi í Borgarfirði. J Margar spurningar vakna, þeg • ar svona atburðir gerast. Hver í segir hverjum fyrir verkum, / búnaðarmálastjóri eða land- J búnaðarráöherra? Stangast lög I Iandsins hvert á við annað? 4 Væri ekki rétt að koma á al- 1 mennum umræðum sannra sér- / fræðinga í þessum málum og J marka þeim ótviræða og skyn- • samlega stefnu til hagsældar I fyrir bændur og þjóð, l stað ? þess að sérvitringar lyklastöð " um ómerki með vinstri hönd það, sem hægri höndin gerir? f Eða hvað? ( H. P. Ég þakka H. P. bréfið, en svör J né skýringar á vandamálum \ þeim sem á er minnzt í bréf- 4 inu kann ég ekki. í Þrándur í Götu. Jiw&flíGöúi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.