Vísir - 03.07.1967, Síða 8

Vísir - 03.07.1967, Síða 8
8 VÍSIR . Mánudagur 3. júli 1967. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSER Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Útboðin reynast vel í því flóði nýjunga og framfara, sem hrifið hefur þjóð- ina undanfarin tvö kjörtímabil, eru mörg atriði, sem vakið hafa ómaklega litla athygli. Þau hafa horfið í skuggann af mergð framfaranna. Eitt þessara atriða er útboð opinberra framkvæmda. Fyrir átta árum var algengast, að ríki og sveitarfélög önnuðust sjálf fram- kvæmdir sínar. Nú er hins vegar öldin önnur. Þessir | aðilar reyna nú að bjóða sem mest út af framkvæmd- um sínum. Þessi breyting hefur gerzt afar hljóðlega, en áhrif hennar eru mikil og víðtæk. Reykjavíkurborg hefur staðið einna fremst á þessu sviði. Hún hefur um nokkurt skeið boðið út byggingu opinberra mannvirkja. Gerð gatna og hol- ' ræsa í Reykjavík er nú einnig boðin út á sama hátt. ( Borgin hefur góða reynslu af þessari framkvæmda- ( aðferð. Önnur sveitarfélög hafa fylgzt vel með þessu / og eru sem óðast að taka upp sama háttinn. ( Ríkið hefur flýtt fyrir þessari þróun. Flest stórverk, sem boðin hafa verið út á síðustu árum, hafa verið á ' vegum ríkisins. í vetur steig ríkisstjórnin drjúgt spor ( á þessari braut, þegar hún lagði fyrir Alþingi frum- ( varp um betri nýtingu framkvæmdafjár og bætt (/ skipulag ríkisframkvæmda. Með þessu frumvarpi er ( markvisst stefnt að nútímavinnubrögðum í opinber- um framkvæmdum. Liður í því er, að útboð verði, ef ' við verður komið, að almennri reglu við framkvæmd- ( ir, sem ríkið hefur afskipti af. ( íslendingar þekkja vel, hve dýrar opinberar fram- ( kvæmdir geta orðið, ef þær eru ekki boðnar út. Með ( útboðum hafa ríki og sveitarfélög sparað sér og borg- urunum stórfé á liðnum árum. Einkaframtakið er virkjað til þess að gera framkvæmdirnar sem ódýr- astar. Þeir, sem taka verkin að sér, hafa sjálfir mestra hagsmuna að gæta að þau verði sem ódýrust. Það hugarfar er gerólíkt því, sem allt of oft hefur tíðk- azt, þegar opinberir aðilar hafa sjálfir annazt fram- kvæmdimar. Og ekki má heldur gleyma því, að út- boð gera kostnaðaráætlanir og fjárhagslegan undir- búning miklu öruggari en ella. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að vandað sé sem mest til útboða, enda þarf að hindra, að fyrirvarar í tilboðum geri lág tilboð miklu dýrari í framkvæmd. Einnig þurfa skilyrði að vera þannig, að tryggt sé, að margir aðilar séu færir um að bjóða í verkið á sam- keppnisgrundvelli. Skyld því atriði er nauðsynin á löggjöf gegn einokun og hringamyndun, — löggjöf, sem styðji heilbrigða, frjálsa samkeppni. Slík löggjöf er nú í undirbúningi. Ekki er hægt að þola ástand, sem leyfir, að níu samhljóða tilboð berist í verk, eins og gerðist í hinu alræmda Keldnaholtsmáli. Margs þarf þannig að gæta til að kostir útboðs- kerfisins fái að njóta sín að fullu. Og ekki er hægt að segja annað, en ótrauðlega sé stefnt að því. Brezk blöð í harðri sókn gegn WILSON og BROWM — gagnrýnin einnig harðnandi i jbe/Vro eigin flokki Þeir Harold Wilson forsætis- ráðherra Bretlands og utanrfkis ráöherra hans George Brown hafa sætt harðri gagnrýni brezkra blaða að undanfömu og stjómarandstæðingar hamast gegn þeim á þingi, og stendur þessi sókn sem hæst um þessar mundir. Er það mál margra, að þessir mælsku og vígfimu menn eigi nú mjög í vök að verjast. Og ekki er því að heilsa, að þeir hafi stuðning nærri allra sinna eigin flokksmanna. Þess er skemmst að minnast, að ræða George Browns á Alls- herjarþinginu um Israel og Ar- abalöndin, hratt af stað svo sterkri gagnrýni I neðri mál- stofunni, að Wilson varð að taka til máls honum til varnar, og síðar reyndi Brown að út- skýra þau ummæli sem misskil- in höfðu verið eða rangtúlkuö að hans áliti, einkum ummælin varðandi gerðir Israels (Jerúsal- em, herteknu svæðin), en hon- um tókst þó öllu betur með út- skýringamar en menn höfðu bú- izt við. Gerði hann grein fyrir viðhorfi sínu til þessara máia í sjónvarpsræðu. Þar endurtók hann þá skoðun sína, aö Israels- menn ættu að hörfa frá her- teknu svæðunum til vopnahlés- línanna frá því fyrir styrjöldina, en lýsti sig andvígan afstöðu Arabaríkjanna að neita ísrael um viðurkenningu. Hann kvaðst hafa hvatt ísrael til gætni varð andi Jerúsalem (gamla borgar- hlutann) og til þess að stofna ekki til nýrra vandamála. Og hann kvaðst ekki skilja í baráttu blaðanna gegn sér. Þess má geta, að í ritstjómargreinum í brezkum blööum kom fram, að áheyrendum hans á Allsherj- arþinginu hlyti að hafa fundizt hann vera illa að sér I sögu, er hann talaði þar og sagði, að styrjaldir ættu ekki að leiða til landvinninga, en ávöxtur sigur- vegaranna í styrjöldum eða af- leiðingar hefðu ávallt orðið land vinningar. Og utanríkisráðherr- ann var þá líka minntur á hvem ig brezka heimsveldið hefði orð- ið til, og hvemig Sovétrikin og jafnvel Bandarlkin hefðu fært út kvíarnar. Á þetta hefði hann ekki minnzt Hann notaöi sér aðstöðu hins stóra, segir í einni ritstjómargreininni, til þess að hóta hinum smáa, þ. e. Israel. Ekki verður hér rakið allt, sem blöðin hafa móti Brown, en títt víkja þau að óviðfeld- inni framkomu hans í samkvæm islifinu, og þau tala sum nán- ast um hann sem „vandræða- bam“ (enfant terrible) á stjóm- arheimilinu, en minna má á hve óheppilegt það þótti, er hann sagði skömmu áður en Wilson ætlaði f heimsókn til Vestur- Þýzkalands, ag „Bretland vildi helzt tvískipt Þýzkaland". Á stjórnarfundi um aðild Bret- lands að EBE á hann að hafa sagt, að de Gaulle væri ekki lengur fulltrúi meirihlutans í landi sínu og gæti ekki talað fyrir hans hönd. Þetta „síaðist út“ af fundinum og komst í blöðin. Ðg nú er jafnvel talið, að Wilson muni láta Brown víkja úr utanrikisráðherrasessi, með því að „sparka honum upp á viö“ og gera hann að varafor- sætisráðherra. Brezku blöðin eru sum farin að tala um Brown sem mann, sem sé „búinn að vera" og ræða um hann sem slíkan af vissri samúð. Vandamál Wilsons eru sem kunnugt er mýmörg og hann hefur átt við vaxandi gagnrýni að búa, en hann er maður eld- gáfaður og hraðmælskur, og það er ekki oft sem menn sækja gull i greipar hans, í orrustum orðanna, þegar t. d. deilt hefur verið á hann vegna Rhodesfu, vamarmálanna og kaupgjalds- og verðlagsmálanna, en nú er þó svo komið, að um vöm frek- ar en sókn er að ræða af hans hendi, og hefur hann líka feng- ið svo til öll blöðin upp á móti sér, þar sem aðaldeilumálið varðar skoðana- og prentfrelsi. Og svo hart hefur verið að hon- um sótt, að þess eru vart dæmi á síðari tfmum, að stjómmála- leiðtogi fái eins óþvegna gagn- rýni og nú og sjálfur hefur hann þar líka tekið upp f sig. Að baki þessu er deila, sem hófst 21. febrúar á þessu ári þegar Chapman Pincher, sem skrifar um hemaðar- og vama- mál í DAILY EXPRESS birti í blaðinu grein, þar sem stóð aö þúsundir einka- (private) = skeyta send frá Bretlandi og ekki sízt skeyti viöskiptalegs efnis, væru með leynd lögð fyr- ir Öryggisþjónustuna, áður en þau fengju afgreiðslu úr landi. í blaðinu stóð: Við erum þegar komnir á „stóra-bróður-stigiö“, þar sem simahlustanir eiga sér stað, bréfhelgin er óvirt og snuðrað er um einkalíf manna“. Rikisstjórnin hélt því fram Lohan ofursti. að með þessu hefði Pincher brotið f við reglur um „D-til- kynningar" hins opinbera til blaðanna, en D- tilkynningarnar fjalla um vamir (defence) lands- ins, en á þessari tilkynninga- starfsemi var byrjað í síðari heimsstyrjöldinni, þegar blöðin af frjálsum vilja óskuðu eftir eftirliti (censur) til þess að sneiða hjá þvi að veröa ekki ti! þess óviljandi ag gera uppskátt um leyndarmál sem varöa öryggi landsins. D-tilkynn ingarnar vom sendar f aðvör- unarskyni vegna þessarar hættu. Fyrirkomulaginu var haldið á- fram eftir styrjöldina og reynd- ist vel. Frá 1962 hefir þessi tilkynningastarfsemi verið und- ir yfirstjóm Sammy Lohans ofursta, manns sem hefir þótt sópa að og vekur athygli hvar vetna. Blaðið neitaöi að hafa brot- ið í bág við reglurnar um D- tilkynningar, — en stjómin hélt því fram að það hefði gert það í tveimur tilfellum. Og nú setur ríkisstjórnin nefnd f málið og skipar for- mann hennar vel metinn og kunnan lögfræðing, Radcliffe lá- varð, og áttu og f nefndinni sæti tveir fyrrverandi landvarna ráðherrar, annar ihaldsmaður, hinn jafnaðarmaður. 13. júnf lá fyrir skýrsla nefnd arinnar, sem hafði komizt aö þeirri niðurstöðu að Daily Ex- press hefði ekkert brotið af sér, þar sem greinin væri í samræmi við staöreyndimar, og hvorki hefði verið brotið í bág við öryggfsákvarðanir eða siðalögmál blaðanna, — og hefði því ekki verið réttmætt af stjóminni að halda frarn, að blaöið hefði brotið af sér í þessu efni. Framli á bls. 13

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.