Vísir - 12.07.1967, Side 10
VISIR . Miðvikudagur 12. júlí 1967.
w
r
Oku drukknir
ist í tjörn
Lögreglan handtók í fyrrinótt
á Seltjamamesi mann fyrir ölv-
un við akstur. Vom þar á ferð-
inni tveir menn á jeppa og höfðu
þeir ekið jeppanum út £ svo-
nefnda Bakkatjöm, þar úti á nes
inu. Þar festist jeppinn og fór
annar mannanna til þess að
sækja aðstoð í næsta hús. Baröi
hann þar upp kl. 6.45 um morg-
uninn. Þegar komið var að, lá
hinn maðurinn dauðadrukkinn
undir stýri. Mennimir vom báð-
ir teknir í vörzlu lögreglunnar.
Leiðrétting
Því miður urðu textahöfundi
Myndsjár á þau mistök í blaðinu
í gær, að brengla texta við eina
myndina frá hestamannamótinu að
Hellu. Birtist hér leiðrétting text-
ans: Hrossið heitir Örvi, en stúlk-
an, sem situr það, er eigandi þess,
en hún heitir Helga Höskuldsdóttir
og er úr Mosfellssveit.
leg sild orðin, fitumagnið var kom-
ið upp í 22 prósent I vikunni sem
leið og það er talin vel söltunarhæf
síld.
— Ég reikna með að söltunin
verði leyfð strax og síldin kemur
upp undir landið, sagði Karl. —
Sölusamningarnir við Norðurlöndin
munu vera angt komnir, svo að
ekki ætti að standa á því.
Samkvæmt öllum sólarmerkj-
um verður síldin ekki komin upp
á mið sem hægt er að salta af fyrr
en í fyrsta lagi eftir hálfan mánuð
eða svo.
Skipin eru nú dreifö á stórt
svæði og sum þeirra eru miklu
nær Noregsströndum en Isiandi. Til
dæmis fékk Gísli Ámi 300 lestir
á slóðum 72° n. br. og 6,50° a. 1.,
eða á annað hundrað mflur norð-
vestur frá Lófóten í Noregi.
Alls fengu 14 skip afla í gær,
2.490 tonn.
Heiidarsíldaraflinn er nú kominn
upp f 67 þúsund lestir en var á
sama tíma í fyrra 135.500 lestir,
svo að aflinn er nú tæplega helm-
ingur þess sem var í fyrra og horf-
ir uggvænlega ef ekki fer að rætast
úr þessu og síldin að ganga upp að
landinu.
Forsetinn —
Framh. af bls. 1
daginn 17. júlí heldur forseti til
Washington, þar sem hann heim-
sækir Johnson forseta í Hvfta hús-
ið. Dagana 20. og 21. júlf dvelst for-
setinn í New York og heimsækir
þá aðalstöðvar Sameinuðu þjóð-
anna. Þann 28. júlí fer forseti aft-
ur til Kanada og skoðar lslendinga-
byggðir í Winnipeg og nágrenni.
5. ágúst kemur forseti Islands
aftur heim með föruneyti.
Sjóorusta
Sokor lögreglu —
Framh. af bls. 16.
strax séð, að hann var hand-
leggsbrotinn og sent hann á
sjúkrahús.
Lögfræðingurinn vill einnig
draga f efa, að lögreglustjórinn
gangi i rannsókn málsins af heil
um hug, vegna ummæla hans f
blöðum. En þar hefur lögreglu-
stjórinn sagt varðandi meðferð-
ina á Hjálmari, að þar hafi að-
eins verið um að ræða venjuleg-
ar löggæzluaðferðir. Telur iög-
fræðingurinn, að það sé órann-
sakað mál og vill meðal annars
þess vegna, að málið sé tekið
úr höndum lögreglustjórans.
Framh. at bls. 1
hermir, að Egyptar og Israels- j
menn hafl skipzt á skotum f
morgun yfir Súezskurð.
Þetta átti sér stað nálægt
Ismaila eldsnemma í morgun og
segir Beirut-útvarpið, að ísraels-
menn hafi átt upptökin. Skipzt
var á skotum í fimm stundar-
fjórðunga. Samkvæmt fréttum
frá Kairo biðu Egyptar ekkert
manntjón.
Hiti —
Fossvogur
Framhaid al bls 16.
14 stig á Dalatanga. í nótt var
þokuslæðingur vfða norðanlands og
austan og komst hitinn niður f 3
stig á annesjum norðanlands f nótt.
1 morgun var hægviðri og létt-
skýjað um alit land, 10 stiga hlti
í Reykjavík, og er spáð góðu veðri
f dag og á morgun.
Utlönd —
næstu áramót, eða aðeins hálfu
ári eftir að byrjað var á því. —
f baksýn á myndinnl sést hið
rfsandi hverfi, en flestum til-
vlkum er byggingarhraðinn
heldur hægari, en að ofan grein-
ir, er.da vinna margir eigendur
húsanna aö mestu leyti einir við
byggingarnar.
Rauforhöfn —
ramnalo !■ 0<s lb
landi. — En við erum vongóðir hér
bætti hann við.
Karl kvað síldina vera orðna vel
söltunarhæfa. — Henni fór mikið
fram í fyrri viku. Þetta er pattara-
Framh. af bls. 7
þotur, og bætt Egyptalandi að veru
legu leyti upp hergagnatjónið í
styrjöldinni við fsrael. Og ekkert
lát er á þessum hergagnaflutning-
um. Bandaríkiastjórn hefur nú opin
berlega lýst áhyggjum sínum vegna j
bessara hergagnaflutninga og hefur i
°ndurnýjað áskorun til Sovétríkj - j
anna að gerast aðili að samkomu-
lagi um að takmarka herg'agnaflutn .
inga og hefur endumýjað áskorun ■
til Sovétríkjanna að gerast aðili að
samkomulagi um að takmarka her-
gagnaflutninga til allra Austur- j
landa nær og gera með því gagn-'
iega tilraun til að draga úr vígbún-!
aði, f stað þess að stofna til vfg-j
búnaðarkapphlaups. Samkvæmt til-
*sum Johnsons forseta á að til-
'•vnna Sameinuðu þióðunum alla
rgagnaflutninga.
Þá er bent á. að nýlokið sé fundi
Kærar kveðjur og þakkir til allra þeirra, er sýndu okk-
ur, á einn og annan hátt, vinsemd í tilefni af gullbrúðkaupi
okkar, 23. júnf s.l.
Halldóra Ólafsdóttir og Alexander Jóhannesson
Grettisgötu 26.
Nassers forseta Egyptalands, Huss-
eins Jórdaníukonungs og Boumedi-
enne forsætisráðherra Alsír, sem
sagði
eftir að hann var kominn til
Amman f Sýrlandi til viðræðna
við sýrlenzka leiðtoga, að sam-
komulag hefði verið í Kairó um
að baráttunni verði haldið á-
fram gegn fsrael hvað sem í
sölurnar yrði að leggja.
Þá er bent á til dæmis um hversu
hættulegt ástandið sé, að sovézk-
byggð MIG-þota var skotin niður
yfir hertekna svæðinu á Sínaískaga
en önnur hrakin á flótta með skot-
hríð úr loftvarnabyssum ísraels-
manna og hafa þeir birt um þetta
tilkynningu.
Þá er bent á viku heimsókn sov-
ézkrar flotadeildar og hótanir yfir-
manns hennar (sbr. aðra frétt).
Frumtíð Kýpur —
Framh. af bls. 8
af grískum blööum, sem háð eru
fréttaeftirliti.
ÁRÁSIR FYRIRSKIPAÐAR
Á KÝPURBLÖÐ
Að boði valdhafanna hófu
grfsku blöðin árásir á valdhafa
Kýpur. Sumir ráðherranna voru
sakaðir um tvöfeldni og sagðir
hafa orðið fyrir áhrifum af kenn
ingum kommúnista — og að
þeim væri engin alvara f hug er
þeir óskuðu sameiningar (enos-
is) Grikklands og Kýpur og
einskis annars. Fyrir þeim vakti
ekkert annað en halda góðum
embættum og góöum launum
sem lengst.
KRÖFUR
MAKARIOSAR
Makarios segist aldrei fallast
á sameiningu Kýpur og Grikk-
. lands, nema hún verði samþykkt
af öllum griskum stjómmála-
flokkum f gríska þinginu og
Kýpurþingi.
Er það ekki ósnjallt af Makar
iosi að bera fram þessar kröfur
nú — þegar engir grískir stjórn
málaflokkar eru til eða starf-
hæft þing, En áreksturinn milli
Makariosar og hernaðarlegu
stjómarinnar kom ekki með öllu
á óvænt, og blátt áfram gat
hann ekki beðið lengur. Aðstaða
hans meðal grískumælandi Kýp
urbúa hafði veikzt nokuð á
undangengnum mánuðum, og ef
samkomulag næðist milli Grikk
lands og Kýpur, gæti grfska
stjórnin hæglega tekið völdin á
eynni, — ey ástarinnar en Mak-
arios vill róttæka lýðræöislega
stjóm. Það eru 7000 grískir her-
menn á eynni og undir yfirstjórn
gríska hersins.
Hernaðarlega stjórnin gríska
telur það eitt sinna höfuðverk-
efna að stofna til vináttu viö
tyrknesk stjórnarvöld en stjórn
in f Ankara virðist nokkuð hik-
andi — en Tyrkir vilja heldur
gera samninga við gríska lýð- j
ræðislega stjórn, því að þá vita |
heir örúgglega. að þeir hafa þjóð I
ina með sér. En lokaafstaða!
tyrknesku stjórnarinnar er sögðj
undir þvf komin hve miklar til- j
slakanir verða i boði.
(Heimild dönsk og ensk blöð)..
A. Th.
Tengdamumma —
Hramb n ols 9
ritið verður einni frúnni að
oröi
— Á þessum mönnuni hlýtur.
að hvíla nOKKur ábyrgð Þeir
skrifa í raun og veru leiklistar-
sögu þjóðariiinar og ieirra dóm-
ar gilda gegnum árin. — Og
verra er, ef yngri leikdómarar
staðna í gamla tímanum eða
neita bví sem vel er gert vegna
þess að bað sé svipmynd frá
eldri tíma
— F.rn ekki nýir straumar allt
af með einhverjum gömlum und-
irstraum, sem er uppspretta
hinna nýrri?
— Það er sagt, að til þess að
geta lifað lífinu þurfi menn aö
þekkja sjálfan sig, og ef maður
á að þekkja sjálfan sig, þá verð-
ur maður að vita hvaðan maður
kemur. Frá hvaða rót. Ég á ekki
við efnislega.
— Nei. ég skil það.
— Leikstjórinn ber sem sagt
engan kvíðboga fyrir feröinni?
— Nei, ekki með þennan hóp.
— Og frúrnar þrjár?
— Við hlökkum til að fara.
Við höfum veriö með í þessu
frá upphafi og ættum að þola
eldskímina. Alltaf leikið sömu
hlutverkin, því þetta er sama
fjölskyldan, en eins og að lík-
um lætur og samkvæmt lögmáli
þróunarinnar ofurlítið endurnýj-
azt. T. d. hefur frú Emelía feng-
ið nýjan mann — en það eru
nú engin veraldarundur í dag.
— Hann er Vesturbæingur, fædd
ur á Nýlendugötunni, þó aldrei
komizt í KR. Man alls ekkert
eftir því, að hann sé nú vel
fullorðinn og vitnar ef til vill í
hina og þessa hluti í viðtali við
ungt fólk, sem var ekki fætt,
þegar atburðurinn skeði.
— Hafa leikarar tíma til að
ráða krossgátu? Ég sé að ein frú-
in þarna er mjög áhugasöm i
því efni.
— Já, og prjónar líka.
— Ég mundi heldur prjóna.
Svo vil ég að lokum þakka
þessum glaða hóp fyrir að hafa
leyft mér að eiga með honum
þessa stund. sem orðið hefur
mér bæði til fróðleiks og á-
nægju. Sérstaklega þakka ég frú
Emelíu, sem ég fyrst hitti að
máli þessu viðkomandi — og svo
ykkur öllum hinum fyrir að taka
málaleitun minni svo vel.
Óska ykkur svo öllum góðrar
ferðar og er þess fullviss, að
þið flytjið gleði um landið, svo
jafnvel bóndinn ber sig betur
þótt kalskella sjáist í túninu og
landlegan verður sjómanninum
ekki svo ömurleg, þótt napurt
blási á norðan.
Þ. M.
BíLAKAUP.
1
Vel með farnir bílar til sölul
og sýnis í bílageymslu okkar . |
j að Laugavegi 105. Tækifæri
j fil að gera góð bílakaup.. —
Hagstæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Renault R-4 árg. 1963
Opel Kapitan árg. 1959
Moskwitch árg. 1963
Ford Custum árg. 1963
Mercedes Benz 17 sæta
árg. 1966
Buick árg. 1956
Mercedes Benz nýinnfl.
árg 1963
Saab árg. 1964/65
Cortina station árg. 1965
Volvo Duett station árg.
1963
Taunus 17M station árg.
1963
Taunus 17M nýinnfl. árg.
1964
Comet sjálfsk árg. 1964
Cortina árg. 1964/65
Volvo P-544 árg. 1964
Ope! Rekord árg. 1962/64
Hillman Imp árg. 1965
Taunus 17M árg 1961
Volkswagen árg. 1956/63
Renault R-8 árg. 1963
Corsair árg 1964
i fökum góða bíla í umboðssöluj
Höfum rúmgott sýningarsvæði
BORGIN
BELLA
Ef fjögurra vikna megrunarkúr-
inn minn á aö takast, þá verður
kraftaverk að ske á morgun, — á
28. degi kúrsins.
Veðrib
i dag
Hægviðri og
léttskýjað,
hiti 10-15
stig.
VISIR
5flP
jyrir
árum
drekkið nú
óáfengur
Alliance bjór, Porter & Lager á
hálfflöskum til sölu i bakarfinu
á Frakkastíg 14.
Theódór & Siggeir.
Vfsir 12. júlí 1917.
Bífaskoðun í dag
1 dag verða skoðaöir bflar nr
R-10051 - R-10200
Varúð á vegum
Þeir öldruðu elga oft erfitt með
að átta sig á umferðinni. Ofur-
litil hjálp frá hinum yngri mundi
gera allt miklu auðveldara.
skálanúm
Smurt h*-auð og snittur.
Brauðskálinn Langholts-
vegi 126. Sími 37940.