Vísir - 12.07.1967, Síða 16

Vísir - 12.07.1967, Síða 16
VISIR Miðvikudagur 12. jiííí 1967. Heitasti dagur sunnankinds í gær Heítasti dagur sumarsins í Reykja- vík var í gær, mældist hettast 17 stig. Á Suðuriandi var heit- ast á Hellu og Eyrarbaiðca, 20 stig, og mun þaö vera heitasti dagur á Suðurlandi, þaö sem ai' er sumri. Noröanlands var lilýj- así á Akureyri, 13 stig og aust- anlands komst hitinn hæst upp í Framhald á bls. 10. -<S> SKA T7SKRÁIN KOM ÍMORGUN — Útsvarsáætlun, að viðbættu vanhaldsálagi, nemur um 724.1 millj. króna — Tekjuútsvör nema kr. 673.3 millj., eignaútsvör kr. 48.3 millj. og aðstöðugjóld kr. 178.2 millj. einstaklingar voru þá 25818,Ufcn félög 1146. 1 fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir áriö 1967 voru útsvör á- ætluð kr. 658.300.000.00, en að auki 5 —10% vanhaldsálög. — Hæst geta útsvörin því numiö kr. 724.130.000.00. Skattskrá Reykjavíkur var Iögð fram í morgun. í henni er að finna skrá yfir gjaldend- ur tekjuútsvars, eignaútsvars og aðstöðugjalds í Reykjavík. — Skattskráin er prentuð í 200 ein- tökum, og mun næstu daga liggja frammi í Iðnskölahúsinu gamla við Vonarstræti og á Skattstofu Reykjavíkur, og geta menn þar fengiö að vita um gjöld sín, á tímanum frá 9—4 daglega, nema á laugardögum, fram til 25. júll. Tala gjaldenda i ár er sam- tals 28.586. Þar af eru 27297 einstaklingar, en 1289 félög. — Sambærilegar tölur fyrir síöast- liöið ár eru: 26964 gjaldendur, Tekjuútsvör nema nú kr. 673. 883.000.—, en í fyrra kr. 547. 987.000. — . Einstaklingar bera kr. 593.458.00.— (í fyrra kr. 475.236.000.—) en félög bera kr. 80.425.000.- (í fyrra kr. 72. 749.000.—) í tekjuútsvör. Af heildarupphæö eignarút- svara, kr. 48.349.000. — . bera einstaklingar kr. 35.073.000. — (í fyrra kr. 30.906.000.—) en fé- lög kr. 13.276.000.— (í fyrra kr. 11.946.000.—). Vanhaldaálagið nemur sem næst 9,75%. Framtalsnefnd annast ekki á- lagningu aðstööugjalda, en sam- kvæmt skattskránni nema þau kr. 178.188.000.—. Tíu gjaldahæsfu einstak- lingarnir og fyrirtækin 10. Ámundi Sigurðsson, Laug- arásvegi 31, kr. 567.185,—. Mikill fjöldi fðlks kom I gamla Iðnskólann við Vonarstræti í morgun, en þar eru veittar upplýsingar um út- svörin. (Ljósm. Vísis, Magnús). Eftirtaldir 10 einstaklingar gréiða hæstu gjöld í Reykjavik. Talan, sem gefin er táknar sam- anlagt eignaútsvar, tekjuútsvar og aðstöðugjald. 1. Pálmi Jónsson, Ásenda 1, kr. 1.465.522,— 2. Haraldur Ágústsson, Blóm- vallagötu 2, kr. 715.018,— 3. Baldvin P. Dungal, Miklu- braut 20, kr. 706.302,— 4. Björgvin Schram, Sörla- skjóli 1, kr. 704.895,— 5. Eggert Gíslason, Ljósheim- um 14, kr. 702.138,— 6. Friðrik A. Jónsson, Garða- stræti 11, kr. 680.007,— 7. Guðjón Sigurðsson, Reykja- hlíð 12, kr. 678.296,— 8. Kjartan Guðmundsson, Ás- vallagötu 44, kr. 657.565,— 9. Þórður Þórðarson, Skeiðar- vogi 97, kr. 570.206,— Eftirtalin 10 félög bera hæstu gjöld i Reykjavík: 1. Loftleiðir h.f. kr. 9.926.50,— 2. Samband isl. samvinnufé- laga kr. 9.196.500,— o. Eimskipafélag Islands h.f. kr. 6.798.600,— 4. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. kr. 4.399.933,— 5. Ásbjörn Ólafsson h.f. kr. 3.548.075,— 6. Heildverzlunin Hekla h.f. kr. 3.218.964,— 7. Árvakur h.f. kr. 2.563.790,— 8. Sláturfélag Suðurlands kr. 2.559.200,— 9. Flugfélag íslands h.f. kr. 2.472.000,— 10. Fálkinn h.f. kr. 2.461.559,—. Sakar lögregSuna í Kaup- mannahöfn um sleifarlag í Lögfræðingur Hjálmars kvartar yfir meðferð málsins Lögfræðingur Hjálmars Jóns- sonar, sem lögreglan í Kaup- mannahöfn handleggsbraut fyr- ir nokkru hefur sent kvörtun til danska dómsmálaráðuneytis- ins vegna lögregiustjóra varð- stöðvarlnnar á Kastrup. Þykir honum í kvörtunarbréfi sinu sem lögreglustjórinn hafi ekki lagt sig nægilega fram við þaö, aö fá málið upplýst. Rann- sóknin sé ekki einu sinni komin svo langt, að upplýst sé, hvort það hafi verið lögregluþjónn í Kastrup eða vöröur viö fanga- gæzluna í Kaupmannahöfn, sem hafi handleggsbrotið Hjálmar. Jörgen Jacobsen, héraðsdóms- lögmaöur, sem tekiö hefur aö sér mál beggja, Hjálmars og dansks borgarfulltrúa, sem rúmri viku áður var einnig hand leggsbrotinn af lögreglunni í Kaupmannahöfn, hefur sent kvartanir til dómsmálaráðherra, ríkissaksóknara og héraðssak- sóknara vegna þess seinagangs, sem honum finnst vera á rann- sókn málsins. Hefur hann um leið farið þess á leit að rann- sókn málsins verði fenginíhend ur einhverjum sérstökum manni sem óháður væri lögreglunni. Hvorki lögreglustjórinn á Kastrup, né yfirmaður fanga- gæzlunnar vilja viðurkenna, að Hjálmar hafi handleggsbrotnað í meðferö sinna manna. Lög- reglustjórinn hefur sagt, að það hljöti að hafa átt sér staö eftir að fangaverðirnir tóku við hon- um, en hinn heldur því fram, að Hjálmar hafi verið handleggs- brotinn þegar með hann var komið til gæzlu. Hafi sínir menn Framhald 5 bls 10 Allir tilhunir að salta á Raufarhöfn Hér eru öll síldarplönin tilbúin aö taka á móti sild, sagöi Karl Ágústsson hjá söltunarstöðinni Björg á Raufarhöfn, þegar Vísir hringdi í hann í morgun. — Aö vísu er lítið komiö hingaö af kven- fólki til þess aö salta, enda senni- Iega langt í Iand með söltunina, vegna þess hve síldin er langt frá Framhald á bls 10 17 ára islenzk stúlka leikur á tónleikum með Van Clihurn 17 ára íslenzk stúlka, Unnur Sveinbjamardóttir, mun koma fram á hljómleikum ásamt Van Cliburn bandaríska píanósnill- ingnum. Hljómleikamir verða haldnir í National Music Camp, Bandaríkjunum n.k. þriðjudag. Unnur, sem er fiðluleikari, er meðlimur Sinfóníuhljómsveitar æskunnar „World Youth Sym- phony Orchester, sem mun leika undir á hljómleikum Texas búans Van Clibwrn, sem vann sér frægð og viðurkenningu i Tschaikovski-samkeppninni í Moskvu árið 1958. Þetta er í fyrsta sinn, sem Unnur dvelst í áðurnefndum tónlistarskóla, National Music Camp, sem er elzti skóli sinnar tegundar í heimi og um leið sá stærsti. Unnur stundaði nám í gagnfræðaskólanum viö Lindar- götu jafnframt námi í fiöluleik viö Tónlistarskólann og hefur hug á því, að leggja tónlist fyrir sig. Á hljómleikunum fyrrnefndu leikur Cliburn Concerto nr. 2 eftir Rachmanioff, en stjórnandi hljómli nna er dr. George C. Wilson íorstöðumaöur sumar- tónlistarskólans. Ágóöinn renn- ur í minningarsjóð Joseph E. Maddy. En markmið sjóðsins er að í hann safnist 25 milljónir dollara næstu^fimm árin. Unnur er dóttir Sveinbjarnar Þorsteinssonar, Skálholtsstfg 2, Reykjavík. IJnnur Sveinbjarnardöttir, 17 ára, sem kemur fram á tónleikum. píanóleikaranum Van Cliburn á þriðjudag. með a

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.